Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1993, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1993, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1993 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJOLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð I lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Raungengið er traust Áróðurinn fyrir gengisfellingu íslenzku krónunnar fer vaxandi. Ýmsir talsmenn sjávarútvegsins ráku þennan áróður í allan vetur. Gengisfelling krónunnar síðastliðið haust var talin ónóg. Hún orsakaðist fyrst og fremst af umróti á gjaldeyrismörkuðum erlendis, þar sem gengi margra gjaldmiðla féll. Samkeppnisstaða íslenzks útflutnings versnaði við það, og gengisfelling var þá réttmæt. Öðru máli gegnir um þessar mundir. Jón Ingvarsson, stjómarformaður Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, færði rök fyrir gengisfellingu á aðal- fundi SH fyrir nokkrum dögum. Þótt gengisfelling væri neyðarúrræði, væri ekki annars völ að hans dómi. Hann benti á aflasamdráttmn og mikið verðfall á íslenzkum sjávarafurðum. Afleiðingin væri höldi gjaldþrota í sjávar- útvegi. Jón taldi, að með því að fella gengið ætti að ná jöfnuði milli tekna og gjalda í greininni. Friðrik Pálsson, forstjóri Sölumiðstöðvarinnar, var sama sinnis. Hann benti á, að stórþjóðir felldu gengi gjaldmiðla sinna verulega til að styrkja útflutningsstarf- semi sína. En við byggjum á sama tíma við „einhvers konar æðri markaðsbúskap“, þar sem lögmáhð um fram- boð og eftirspum eftir gjaldeyri ætti ekki við. Menn trúðu á hátt gengi krónunnar. Þegar skoðað er, hvort eðlilegt væri að fella gengi krón- unnar, ætti fyrst að líta á svonefnt raungengi krónunn- ar, það er gengi reiknað með samanburði á framfærslu- kostnaði hér á landi og annars staðar, eða þá með saman- burði á launakostnaði. Þegar raungengið hækkar, veikist samkeppnisstaða okkar. Gengisfelling er réttmæt, ef raungengið verður of hátt. En með lítilli verðbólgu og nær engum kauphækkunum hér á landi um langt skeið hefur það gerzt, að raungengi krónunnar hefur farið lækkandi. Það er nú með því lægsta, sem verið hefur um langt árabil. Þetta bendir ekki til þess, að gengið þurfi að lækka - þvert á móti. Davíð Oddsson forsætisráðherra mælti gegn gengis- fellingu á aðalfundi Vinnuveitendasambandsins nú í vik- unni. Hann minnti á, að sjávarútvegurinn hefði farið óvarlega í flárfestingum á undanfómum árum. Sjávarút- vegurinn þarfnaðist stöðugleika, og hvort sem mönnum líkaði betur eða verr, væri stöðugt gengi lykilatriði í þeim efnum. „Gengislækkun til bjargar jafn skuldugri grein og sjávarútvegurinn íslenzki er í dag, er hrein hrossa- lækning, ef hún er þá nokkur lækning, þegar raungeng- ið er jafn lágt og það er um þessar mundir,“ sagði forsæt- isráðherra. Öllum er ljóst, að mikill vandi fylgir gengisfellingu, sem eykur verðbólguna og veldur óróa á vinnumarkaði. Það bendir til þess, að nú sé ekki rétti tíminn fyrir gengis- fellingu. Sjávarútvegurinn á vissulega í erfiðleikum vegna sam- dráttar í afla og verðfalls á erlendum fiskmörkuðum. En fyrirtæki í sjávarútvegi em alltof mörg, fiskiskipaflotinn alltof stór, sem veiðir af hinni takmörkuðu auðlind. Fisk- vinnslustöðvar em alltof margar. Þjóðarbúið hefur ekki efni á að fella gengið til að halda þessari umframgetu uppi. Stjómvöld verða að huga að þessu, áður en farið verð- ur að meta rökin fyrir gengisfellingu. Það má ekki ger- ast, að krónan verði felld til að halda gangandi fyrirtækj- um, sem þjóðhagslega hagkvæmast væri, að dyttu upp fyrir. Haukur Helgason Eitt af fyrstu verkefnum landsverkfræðings var að mæla fyrir veginum austur yfir Hellisheiði og Kamba. Verkfrædingar í 100 ár I ár eru 100 ár liðin frá því að fyrsti íslenski verkfræðingurinn hóf störf á íslandi. Sigurður Thor- oddsen, sonur Jóns Thoroddsens skálds og sýslumanns og Kristínar Þorvaldsdóttur, lauk verkfræöi- prófi árið 1891 fyrstur allra íslend- inga. Sigurður vann um tíma í Dan- mörku og hiaut styrk frá Alþingi til þess að kynna sér vega- og brú- argerð í Noregi fram á árið 1893. Arið 1893 var stofnað embætti landsverkfræðings og var Siguröur Thoroddsen ráðinn fyrsti lands- verkfræðingur. Þar með hófust stöf íslenskra verkfræðinga á íslandi. Erfið byrjun Á undan Sigurði Thoroddsen höfðu sex íslendingar hafið verk- fræðinám og reyndar hóf einn ís- lendingur verkfræðinám samtímis Sigurði. Enginn þessara manna lauk þó prófi en Bjöm Jensson rektors Sigurðssonar lauk fyrri hluta prófi 1878. Fyrstur íslendinga til að sækja tíma í verkfræði var Baldvin Einarsson sá er hóf kröf- una um endurreisn Alþingis. Á þriðja starfsári verkfræðiskól- ans (fiölhstaskólans) í Kaup- mannahöfn 1831-32 stundaði Bald- vin nám við skólann. En hann lést af branasárum 1833 og varö íslend- ingum harmdauði. Alþýða manna hafði á þessum árum lítinn skilning á gildi verk- fræði fyrir þjóðina og fræg era ummæh Bjöms Olsen rektors er hann frétti að Jón Þorláksson hygðist leggja stund á verkfræði- nám: „Þar missti ísland gott mannsefni." Á seinni hluta síðustu aldar voru aðstæður með öðrum hætti en nú er hérlendis. Verkmenning var á fremur lágu stigi. Páh og reka vora helstu verkfærin og byggingarefni Kjallariim Guömundur G. Þórarinsson, formaður Verkfræðingafélags íslands að mestu torf og grjót. Þegar fyrsti landsverkfræðingurinn hóf störf var akfær vegur úr bænum út fyrir Ehiðaár og akfært eftir shtróttum vegi upp í Svínahraun og í tengsl- um viö Ólfusárbrúna, sem vígð var 1891, var lagður spottinn frá brúnni upp að Ingólfsfialli, svo dáhth lýs- ing sé gefin. Verkefni landsverkfræðings Fyrstu verkefni landsverkfræð- ings snerast aðallega um vega- og brúargerð. Stærsta verk fyrsta verkfræð- ingsins var brúin yfir Jökulsá í Axarfirði en hún var með 68 m hafi. Síðan komu brúin á Hörgá í Eyjafirði, brúin yfir Þverá í Borg- arfirði og loks Sogsbrúin o.s.frv. Eitt af fyrstu verkefnum hans var að mæla fyrir veginum austur yfir Hehisheiði og Kamha. Sigurður mældi fyrir Flóavegin- um, þráðbeinum og hlaut gagnrýni fyrir aö hlykkja veginn ekki eftir hlöðum bæjanna. Vega- og brúargerð útheimtu mikh ferðalög. Mælingar í erfiðum veðrum, hggja varð í tjaldi og tækjaútbúnaður oft af skomum skammti. Ferðalög vora erfið og þurfti landsverkfræöingur oft að vera á flækingi um landið mánuðum sam- an. Sigurður getur þess í viðtali á 75 ára afmæh sínu að ýmsum þing- mönnum hafi þótt óþarfi að lands- verkfræðingur fengi greidda dag- peninga ofan á laun. Sögöu þeir sem samhaldssamast- ir voru að „maðurinn þyrfti líka að borða heima hjá sér“. Landsverkfræðingsembættið var lagt niður 1917 og þá í raun leyst upp í embætti vegamálastjóra og vita- og hafnamálastjóra. Sigurður Thoroddsen lét af emb- ætti 1905 en Jón Þorláksson var landsverkfræðingur 1905-1917 og Thorvald Krabbe landsverkfræð- ingur vitamála 1906-1917. Guðmundur G. Þórarinsson „Alþýða manna hafði á þessum árum lítinn skilning á gildi verkfræði fyrir þjóðina... “ Skoðaiur annarra Börn og foreldrar „Hundarnir og hestarnir fá meiri athygh lieldur en mörg börn. Það er farið og mokað undan hestun- um og þeim er klappað og strokið. Hundurinn er viðraður tvisvar á dag og fær strokur og aga. Það er eins og bamið þurfi þetta ekki... Það væri gaman aö taka boðorðin tíu sem hundseigandinn fær og taka orðið hundur út og setja harn í staðinn. Færu ahir eftir því þá liði bömunum okkar betur... S\o eram við hissa á að börn viti ekki hvernig þau eigi að vera og haga sér...“ Unnur Halldórsdóttir í Tímanum 12. maí Sannleikur um lífið og tilveruna „Þetta er fyrsta thraunin til að troða alþýðusög- unni upp á fólk, áður hefur aðahega verið sögð saga höfðingjanna... Ég er undrandi á vinstri sinnuðum kollegum mínum í stétt sagnfræðinga, sem fara ham- föram og umtumast vegna þáttanna, þeir sýna vissu- lega vissan sannleika um lífið og thveruna á íslandi í fyrri tíð... Það er ekkert launungarmál að fyrir mína vinnu fékk ég 50 þúsund krónur, ég tók eitt- hvað 1700 til 2000 krónur á tímann, það var allt og sumt. Á þessu sést hvað framlag mitt th þáttanna var lítið.“ Gísli Gunnarsson í Alþbl. 12. maí Sameining sveitarf élaga „Ef menn vilja halda fast í sjálfsákvörðunarrétt íbúa á afmörkuðu svæði th aö ákveða hvernig þeir skipta sér í stjórnsýslueiningar, ættu t.d. Breiðhylt- ingar að eiga heimtingu á því að halda kosningar um aö Breiðholt yrði gert að sérstöku sveitarfélagi. Jafnvel einstaka götur hinna stærri sveitarfélaga gætu gert thkall th þess meö hliðsjón af því að þær yrðu fjölmennari en fjölmargir hreppar landsins." Leiðari i Alþbl. 12. maí

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.