Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1993, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1993, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR13. MAÍ1993 15 Táknmynd þjóðar 'Venjulega vilja þjóöir eiga sér táknmynd, helst í líld manns sem hefur verið gerður að þjóðhetju. Gott er að hann hafi verið á lífi langt frá samtímanum og týnist í fortíðina svo ekki verði hægt að sannreyna með sagnfræði hvort myndin sé rétt. Vilhjálmur Tell fellur því prýðilega að óskum Svisslendinga vegna þess að hann var uppi á óljósum tíma. Jóhanna af Örk fæddist líka í Frakklandi á heppUegri stund. ÆskUegasta táknmyndin er samt Georg Washington og dæmisagan um hann sem komandi kynslóðir geta lært af um alla framtið. Það sem einkennir fyrirmyndim- ar er það að líf þeirra mótaðist af fomum og eilífum dyggðum: trú- mennsku, staðfestu, sannleiksást eða öðru ámóta. í sögum um for- dæmið er gott að það hafi brotið af sér í æsku en gert yfirbót og ját- að við föðurinn áður en allt var um seinan og hann varð að syndaseh. Það gerði Georg Washington. Afbökun lærðra manna Láklega hefur kommúnisminn sem aíhakaðist í höndum lærðra manna ætlað aö koma sér upp þannig afturbatamönnum í stórum stíl, þegar forvígismenn hans reyndu að skipuleggja játninga- kerfið, en orðið svo ógæfusamur að leiðtogar hans óttuðust að við það misstu þeir völd og drápu þá sem játuðu á sig ósannindi í stað þess aö gera að þvegnum sverðum og skjöldum fyrir komandi kyn- slóðir. Við íslendingar eigum engan dýrhng sem hefur verið drifinn upp úr laug misgerða og lyga og færður alhreinn á vegi sannsögli. Þó eigum við nokkra sem nálgast Pál postula í því að hafa veröið slegnir ljósi hins rétta og ratað þannig - blind- aðir af birtu - úr vUlu í land sann- leikans. Á síðustu áratugum hafa þetta verið konur á vegum Kon- unnar með stórum staf, en áður andans menn á borð við skáldin - þjóðartáknin. Sá er gallinn á þjóðartáknum okkar, að þótt við eigum skáld sem Kjállarmn Guðbergur Bergsson rithöfundur hafa borið skUdi hafa þeir veriö notaðir illu heilli til þess að verja hugmyndafræði og stjómmála- stefnur í samtímanum sem hafa í lokin reynst vera rotgryfjur. Það hefur ekki fundist nein aðferð við að hreinsa skUdina og því gripiö til )ess ráðs að fara með táknin dálít- ið eins og mannsmorð þrátt fyrir lofsönginn. Hlutverk skjaldarberans Langi einhvem að verða ævar- andi tákn verður hann ekki aðeins að nota skjöldinn til að verja það sem krefst varnar af hverjum ær- legum manni, heldur þarf skjöldur- inn og það sem býr á bak við hann að vera hreint í einfoldum skilningi sem hvert mannsbam getur gripið. Skjaldarberinn þarf líka helst að deyja einfoldum og óverðskulduð- um dauða í blóma lífsins. Gott er að deyja fyrir hugsjón sem verndar hið góða. En auðvitað er ömggast að táknið deyi í hárri eUi án þess aö hafa brugðist æskuskildinum. Að lifa fuUu lífi en hafa aldrei spUlst af heiminum er Ust sem okk- ur er ekki gefin fremur en aðrar æðri Ustir. Og það er slæmt fyrir framtíð þjóðar. Samfélag sem á ekki sitt síhreina þjóðartákn, þótt ýmis lög skoUst af skUdinum í ei- lífu regni tímans, er verra sett en þótt framleiöslan dragist saman og þorskveiðar bregðist um stundar- sakir. Föllnum þjóðartáknum verður víst ekki forðað frá gleymsku þótt valdhafar og stuðningsmenn remb- ist og reyni að halda þeim á lofti eða rétta þau við. Betra er að eiga enga táknmynd en kagbætta. Guðbergur Bergsson „Æskilegasta táknmyndin er samt Georg Washington og dæmisagan um hann sem komandi kynslóðir geta lært af um alla framtíð," segir í texta greinarhöfundar. „Viö íslendingar eigum engan dýrling sem hefur verið drifmn upp úr laug misgerða og lyga og færður alhreinn á vegi sannsögli.“ Lestrarkeppnin mikla Fyrir nokkrum árum fóru tveir menn daglega inn á veitingahús og keyptu sér önd sem annar þeirra borðaöi og höfðu þeir þá borðað hálfa önd hvor samkvæmt meðal- talsútreikningi og breyttist sú út- koma ekkert fyrr en sá sem ekkert borðaði dó. Með álíka útreikningi er hægt að halda því fram að íslenska þjóðin sé læs og af því tílefni má auðvitað blása tíl keppni í lestri þótt erfiðara sé að meta hvort menn hafi lesið bók, ef það er gert í hljóði, eða rennt sér niður brekku á skíðum. Ég hafði ekki hugsað mér að hafa önnur afskipti af lestrarkeppninni miklu en að tauta svolítið um hana í eldhúsinu heima hjá mér. En þetta breyttist þegar forseti hennar lét þau orð falla við verðlaunaaf- hendingu að í henni hefðu allir unniö nema þeir sem ekki tóku þátt. Þaö er nefnUega viðbúið, hvað svo sem forseti keppninnar segir, að eins sé um þessa keppni og aUar aðrar, að keppendur, sem ekki unnu, hti svo á að þeir hafi tapað. Hugmyndin góð Forðum daga, þegar íslenska þjóðin var óánægð með einn af biskupum sínum, var lagt til að hann yrði drepinn. Þaö var hins vegar ekki gert af eðhlegum ástæð- um þótt hugmyndin þætti góð. KjaUarinn Benedikt Axelsson kennari MikU lestrarkeppni á íslandi er Uka ágætis hugmynd en hefur ýmsa þá gaUa sem einkenna flest okkar verk sem einhverju máli skipta. Einn þessara gaUa okkar er sá að ætla að gera aUt í hveUi. Auðvit- að er það í sjálfu sér gott og bless- að. En ef hægt væri að gera þjóðina læsa á til dæmis tíu dögum væri trúlega búið að því fyrir löngu. Reynslan hefur hins vegar kennt okkur að það er ekki hægt. En böm em undarleg. Þessir blessaöir óvitar læra tungumál á tveimur til þremur fyrstu ámm ævi sinnar. Sum böm læra að lesa fjögurra tU fimm ára og enginn getur komið í veg fyrir þaö. Og við höfum ekki hugmynd um hvemig þau fara að þessu. Samt vitum við að þetta gerist ekki vegna þess að þau eru í einhvers konar keppni sem stofnað hefur verið tíl af íjöl- miölum sem vilja endUega láta aUa lesa sig eða hlusta á sig. Magn og gæði Þótt margt megi að lestrarkeppn- inni miklu finna hefur örugglega ýmislegt unnist þótt mér sé ekki um það kunnugt. En það sem mætti ef tU vUl gagn- rýna svoUtið utan eldhúss er við- horf aðstandenda keppninnar til lestrar. Þar virtist skipta meiru magn en gæði. Lesnar voru rúmlega 6,6 miUjón- ir blaðsíðna í keppninni stóð í Morgunblaðinu. Ekki var tekið fram um hvaða blaðsíður var að ræða. Og í sjónvarpinu var hamrað á því að bóklestur væri öUum hoUur. En það kann að orka tvímæUs. Hér á landi er nefrúlega gefið út tals- vert af bókum fyrir börn og ungl- inga sem efast má um að séu boð- legar nokkrum manni. Ég hugsa þess vegna til þess með hrylhngi að ef tíl vUl hafi mörg þúsund nemendur úr 1.106 bekkj- ardeildum kannski lesið um miUj- ón blaðsíður af einhveiju endemis bulh sem hefur ekki orðið neinum til góðs nema hugsanlega Bóka- sambandi íslands. Sem unnandi bóka vU ég samt þakka aðstandendum lestrar- keppninnar miklu fyrir hugulsem- ina en vara þá jafnframt við að líta svo á að þeir hafi bætt lestrarkunn- áttu barna eða aukið áhuga þeirra á bókalestri tíl frambúðar. í þeim efnum eru aðrar aðferðir árangursríkari. Benedikt Axelsson „Hér á landi er nefnilega gefið út tals- vert af bókum fyrir börn og unglinga sem efast má um að séu boðlegar nokkrum manni.“ |IA1 meo og ámóti Þingtrestunin Ekki um annað aðræða í fyrsta lag var búið ai samþykkja þingfrestun- artillöguna. Þingiö va búið að feli forsætisráð- herranum þingfrestun- Mathiesen al- arvaldið. Þar þlngismaður af leiöandi er þetta engin samliking við Trampe greifa sero hafði hvorki vald frá þinginu né þjóðinni. í öðru lagi var framkoma þmgmanna stjóm- arandstöðunnar slik að það var ekki hægt að halda eðlUegum fundarstörfum áfram. Stjórnar- andstöðuþingmenn mistúlkuöu 62. grein þingskapalaganna. Það sem þeir lögöu til með rökstuðn- ingi í 62. greinina var algerlega út í hött og hafði ekkert með hana að gera. Viðbrögðþingmannanna við réttum úrskurði forseta Al- þingis voru slíkur dónaskapur við forseta og við meirihluta þingmanna og raunar við þingið sem heUd að ekki er hægt að láta rnenn komast upp með það. Þar sem ekki var hægt að halda áfram eðlUegum þingstörfum vegna hegðunar stjómarandstöðunnar var ekki um axmað aö ræða en fresta. Forsætisráðherrami var búinn aö fá umboð til þess og þaö átti að fresta þvi þessa nótt sam- kvæmt starfsáætlun þingsins. Þess vegna var ekki um annað að ræða en fresta fundL Að öðr- um kosti hefði þinghaldið orðið ennþá meiri hneisa fyrir Alþingi vegna framkomu stjórnarand- stöðunnar. Óleyst vandamál Hinar póh- tísku ástæður fýrir afstööu okkar eru þær aö þegar þinginu var slitið voru óleyst öU stærstu vandamál Svavar Gestsson ai- efnahagslífs- Þingismaður ins. í fyrsta lagi vandi sjávarútvegsins, sem hrópar í himininn, bæði afkoma veiða og vinnslu og fiskveiöi- stefnan. I öðru lagi vandi annarra atvinnugreina eins og til að mynda iðnaðarins. í þriðja lagi óvissan um stöðu landbúnaðar- ins og síðast en ekki síst hinn hrikalegi greiðsluvandi heimU- anna og atvinnuleysið. Þetta voru hinar pólitísku ástæður. Að auki var ekki gætt eðlUegra vinnu- bragða við þingslitin. Þar á ég við aö ekki var leitað samkomulags um þinglok eins og alltaf hefur verið gert þau ár sem ég hefveriö í þessari stofnun. Þaö hefur alltaf tekist. samkomulag um einhvers konar lendingu. Þótt stjórnar- andstaðan væri óánægð var alltaf samið um tiltölulega virðulegan endi á starfi Alþingis. Þess var ekki gætt nú. Þinginu var slitiö með offorsi þvert á anda þing- skapalaga. Ogþetta var gert jafn- vel þó aö fyrir lægju til afgreiðslu samkomulagsmál eins og tUlaga um það hvemig ætti að minnast 50 ára aftnæhs lýðveldisins. Það mál er ég viss um að hefði verið Iiægt að afgreiða á þremur nunút- um. Því má segia aö bæði hinar póhtísku og þingræðislegu að- stæður hafi vantað tíl þess að hægt væri aö fallast á þingsUt. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.