Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1993, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1993, Blaðsíða 19
18 Iþróttir Ivan Lendl, einn þekktasti tennisleikari heims, fékk óvænt- an skell í fyretu umferð opna ít- alska moistaramótsins þegar hann steinlá fyrir óþekktum mót- herja frá Uruguay, Marcelo Filippini, 6-2 og 6-1. Faldo langefstur Nick Faldo frá Bretlandi er langefstur á heimslistanum í golfi sem gefinn var út á mánudag með 23,46 stig í meðaltal. Bemard Langer frá Þýskalandi er annar með 15,63 og Fred Couples frá Bandaríkjunum þriöji með 14,43, HongKongvann Hong Kong heldur áfram sigur- göngu sinni í undankeppni HM í knattspyrau og vann Indland í gær, 2-1, í Beirút í Líbanon. Suö- ur-Kórea vann Líbanon, 1-0, og er í öðru sæti. Vormót HSK Vormót HSK fer fram á Varm- árvelli í Mosfellsbæ á laugardag- inn og hefst klukkan 15. Reiknað er með um 100 keppendum. Víðir meistari Víðir varð í gærkvöldi Suður- nesjameistari í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Grindavík. Vilhjálmur Einarsson skoraði sígurmarkiö. Þá vann Reynir Grindavík, 2-1, á mánudag og hafnaði liðiö í öðru sæti. Cantonalékbrotinn Frakkinn Eric Cantona lék fót- brotinn síðasta mánuðinn með liði Manchester United aö sögn Alex Fergusonar framkvæmda- sijóra. „Ristin á Cantona var brotin en við tókum þá áhættu að láta hann leika, enda er tiann lykilmaður í liöi okkar,“ sagöi Ferguson. SvíarogKínverjar Svíar og Kínverjar hafa unnið alla leiki sína til þessa á heims- meistaramótinu í borðtennis í Gautaborg. Svíar unnu Frakka, 3-1, og Rússa. 3-1, í gær og Kín- verjar unnu Bandaríkjamenn, Tveirfengurautt Glasgow Rangers, sem þegar hetur tryggt sér skoska meistara- titilinn í knattspymu, tapaðí fyrir Aberdeen í gærkvöldi á útivelli, 1-0. Duncan Shearer gerði sígur- markið en einn maöur úr hvoru liði fékk að sjá rauða spjaldið. Aberdeen er i öðru sæti, fjórum stigum á undan Celtic, sem er í þriðja sæti. Finnarsigruðu Finnar sigruðu Austurríks- menn, 2-0, í Evrópukeppni 21 árs landsliða í knattspyrau í gær- kvöldi. Frakkar hafa forystu 5 riðlinum með 10 stig eftir sex leiki en Finnar koma næstir með sjö stig að loknum fimm leikjum. ÖruggthjáÍA Litlu bikarkeppni kvenna í knattspyrau lauk í gær með leik ÍA og Stjömunnar. IA sigraði 4-0 og skoruðu Jónína Víglundsdótt- ir, Ragnheiður Jónasdóttir," Brynja Pétursdóttír og Júlía Sig- ursteinsdóttir mörkin. Þá sigraði ÍA Hauka 5-0 en ekki 4-0, eins og sagt var frá í blaöinu. FirmakeppitiVals Hin árlega firmakeppni Vals í körfuknattleik verður haldin dagana 22.-23. maí. Þátttökutíl- kynning er i Valsheimilinu í síma 11134. -JKS/VS Körfuknattleikur: Eistarnir sýndu sitt rétta andlit og sigruðu Islendinga örugglega á Sauðárkróki, 82-97 Þórhalluj Ásmundssan, DV, Sauðárkróki: Þótt fyrri hálfleikur í landsleik ís- lands og Eistlands á Króknum í gær- kvöldi væri hálfbragðdaufur, bjarg- aöi seinni hlutinn því að áhorfendur í Síkinu fengju eitthvað fyrir aurinn. Eistlendingar sigrðu í þessum öðrum landsleik þjóðanna á jafnmörgum dögum, 97-82. Að vísu var mun fá- mennara á þessum landsleik á Sauð- árkróki en búast má við miðað við aðsókn á körfuboltaleiki, en taka verður mið af því að nemar fjöl- brautaskólans eru nú á kafi í próf- lestri og útívist og vorverk eiga hug flestra bæjarbúa þegar þessi tími er kominn. Það var fljótt ljóst hvort liðið var sterkara. Gestímir frá Eystrasalti tóku strax frumkvæðið í leiknum og sýndu mjög skemmtilegan leik. Þeir léku stífa pressuvöm mestan hluta leiksins og íslenska liðið, sem var mjög seint í gang, réð lítið við hraða og kraft andstæðingsins. „Það er einkennilegt þegar Jón Kr. virkar seinn,“ sagði gamla landsliðs- kempan Kári Maríasson sem fygldist með leiknum. Gestimir voru áfram betra liðið í fyrri hluta seinni hálf- leiks, en þá kom mjög góður leik- kafli hjá íslenska liðinu þar sem það skoraði 15 stig á móti einu og breytti stöðunni úr 67-91 í 82-92. Á þessu tímabili lék íslenska liðið 3-2-1 vöm sem heppnaðist mjög vel. í eistneska liðinu eru margir mjög skemmtilegir leikmenn. Til að mynda bakvörðurinn eldfljóti og snaggaralegi, Rauno Pehka, og fram- herjamir stóm og sterku, Margus Mestak og Gert Kullamöe. Jón Amar Ingvarsson átti einna bestan leik í íslenska liðinu. Einnig komst þeir Guðmundur Bragason, sem byrjaði mjög illa, og Magnús Matthíasson vel frá leiknum. Valur Ingimundarson átti góðan sprett í lokin, skoraði þá 7 stig í röö. Torfi ekki ánægður Torfi Magnússon landsliðsþjálfari var ekki ánægður með leik sinna manna. Baráttan hefði dottið ákaf- lega mikið niður á köflum og menn ekki sýnt þaö sem í þeim byggi. Kannski hefði setið einhver þreyta í strákunum eftir leikina aö undan- fómu en þeir fengju tækifæri til að sýna meira í síðasta leiknum sem verður að Hlíðarenda í kvöld. Er mjög hrifinn af íslensla liðinu „Ég er mjög hrifinn af íslenskum körfubolta, þrátt fyrir aö það gengi ekki sem best hjá liðinu í kvöld. En nú kannaðist ég við mína menn. Það er mjög ánægjulegt fyrir okkur að spila hér á Islandi og ég á von á skemmtilegum leik í Reykjavík,“ sagði Jaak Salumets, hinn geðþekki en hávaðsami þjálfari eistneska landsliðsins. ísland (38) 82 Eistland (49) 97 4-7, 10-15, 18-25, 23-34, 33-38, (38-49), 45-55, 48-65, 60-73, 67-91, 82-92 82-97. Stig íslands: Guðmundur Braga- son 16, Valur Ingimundarson 13, Jón Arnar Ingvarsson 12, Teitur Örlygsson 11, Magnús Matthísson 10, Jón Kr. Gíslason 7, Herbert Arnarsson 4, Henning Hennings- son 3,_Nökkvi Már Jónsson 3, Al- bert Óskarsson 2, Kristinn Frið- riksson 1. Stig Eistlands: Metstak 22, Pehka 17, Kullamöe 15, Rumma 13, Moor- mets 12, Kuusmaa 12, Saksskuml 6. Áhorfendur. 270. Dómarar: Kristján Möller og Bergur Steingrímsson, dæmdu ágætlega. íslenska landsliðið í borðtennis: í öllum leikjum Kjartan Briem, íslandsmeistari, náði að leggja andstæðing sinn að velli. Islenska landsliðið í borðtennis tapað öllum leikjum sínum til á heimsmeistaramótinu sem lur yfir í Gautaborg þessa dag- Karlaliðið hefur leikið tvo leiki, tapaði fyrst fyrir Slóveníu, 3-0, og síðan í gærkvöldi fyrir Georgíu, 3-1, eftir nokkuð jafna viðureign. Kjartan vann andstæðing sinn frá Georgíu Kjartan Briem sigraði sinn andstæð- ing, 2-1. Kjartan tapaði fyrstu lot- unni en vann tvær þær næstu, 21-18. Kristján Jónasson tapaði fyrir sínum andstæðingi, 21-19, og 21-17. Ingólfur Ingólfsson tapaði, 22-20, og 21-18. Lok tapaði Kjartan fyrir sama manni og Kristján, 2-1, eftir að Kjartan vann fyrstu lotuna, 21-18. Kvennalandsliðið átti að mæta Tælandi í fyrstu umferð en andstæð- ingurinn mætti ekki til leiks og var því íslenska liðinu dæmdur sigur, 3-0. í kjölfari hafa fylgt fjórir ósigrar gegn Búlgaríu, Spáni, Mexíkó og Króatíu. Ollum leikjunum lyktaöi 3-0. Aö sögn Gunnars Jóhannssonar, formanns Borðtennissambandsins, er árangur íslenska keppnisfólksins í fullu samærmi viö það sem búist var við fyrir mótið. Gunnar sagði að um helgina ættu mótherjar íslend- inga að verða í svipuðum styrkleika- flokki og vonaðist harm jafnvel eftir sigri í leikjum þá. -JKS ÞoturaUið í Keflavik: Fyrsta rall- keppni ársins Ægir Már Káiason, DV, Suöumesjum: Akstursfélag Suðurnesja og veit- ingahúsið Þotan í Keflavík standa fyrir fyrstu rallkeppni á árinu sem verður haldin á laugardaginn kem- ur. Það verða 17 bílar sem munu keppa og verður þessi keppni ein af sex sem gefur stig til íslandsmeist- aratitils. Fyrsta sætið gefur 20 stig, annað 15 stig og 12 stig fyrir þriðja sætið. Keppnisbílarnir verða ræstir um klukkan átta á laugardagsmorgun- inn við veitingahúsið Þotuna og halda síðan um Vogastapa, þá Hvassahraun, Kleifarvatn, ísólfs- skála, Reykjanes og Stapafell. Bílam- ir koma um hádegið til Keflavíkur og eftir hann verður sama leið farin aftur og áætlað að fyrstu bílarnir komi til baka klukkan 16. Heildar- vegalengd sem eknir verða era 275,6 km. Þaö verður ömgglega hart barist í Þoturallinu en allir bestu rallarar landsins mæta til leiks. Þar í hópi má nefna Ásgeir Sigurösson og Braga Guðmundsson sem em núverandi íslandsmeistarar, Rúnar Jónsson og Jón R. Ragnarsson og Steingrim Ingason og Páll K. Pálsson. „Þaö verður hart barist um fyrsta sætið sem gefur stig til íslandsmeist- aratitils. Það er stemning í mann- skapnum og ég á von á spennandi keppni," sagði Rúnar Ingibergsson keppnissljóri. Meistarakeppni KSÍ: Stórleikur íslandsmeistarar ÍA og bikar- meistarar Vals leika í kvöld hinn árlega leik í meistarakeppni KSÍ. Hann fer að þessu sinni fram á grasvellinum á Akranesi og hefst klukkan 19. Valur hefur unniö meistara- keppnina tvö síðustu árin og fimm sinnum alls frá því hún var fyrst haldin árið 1969. ÍA hefur hins vegar unnið tvivegis. Fram hefur unnið oftast, eða 6 sinnum, Keflavík 5 sinnum, ÍBV tvisvar, Víkingur tvisvar, og KR og KA einu sinni hvort félag. Leikið er um Sigurðarbikarinn sem knattspymudeild KR gaf ár- ið 1980 til minningar um Sigurð Halldórsson, forystumann í knattspymumálum hjá félaginu. Guðmundur Stefán Maríasson dæmir leikinn í kvöld en línu- verðir verða Þorvarður Bjöms- son og Pjetur Sigurðsson. -VS FIMMTUDAGUR13. MAÍ1993 FIMMTUDAGUR13. MAÍ1993 31 Guðmundur Bragason og félagar hans í íslenska landsliðinu komust Eítt áleiöis gegn Eistum í gær. Guðmundur var stigahæstur í islenska liðinu með 16 stig. - og fleiri íþróttafréttir á næstu síöu Myndabrengl í kynningu í kynningu á 1. detidar liðunum í knattspyrnu í gær víxluðust myndir af íjórum leik- manna ÍBK, Georg Birgissyni, Sigurði Á. Jónssyni, Jakob Jónharðssyni og Jóhanni Steinarssyni, og er beðist velvirðingar á því. Svona líta þeir út: - V - jg/ Á Jjffflí' j. ag*. ^ Tf :: v ■ Si ^ y * f í Georg Birgisson. Jakob Jónharósson. Jóhann Steinarsson. Siguróur Á. Jónsson íþróttir Sigurður og Einar áfram á Selfossi - von á verulegum liðsstyrk, segir formaður deildarinnar Sveinn Helgason, DV, SeJfossi: Einar Þorvarðarson þjálfar Sel- fossliðið í handknattleik á næsta tímabtii og Sigurður Sveinsson leikur áfram með liðinu. Þá eiga Selfyssingar von á verulegum liðs- styrk, að sögn Gunnars B. Guð- mundssonar, formanns handknatt- leiksdetidar Selfoss, en hann vtidi þó ekki tjá sig frekar um þau mál á þessu stigi málsins. „Ætlum okkur titilinn á næsta keppnistímabili" „Við ætlum okkur stóra hluti á næsta tímabtii og það kemur ekkert annað en íslandsmeistaratitiUinn tti greina," sagöi Gunnar B. Guð- mundsson í spjalli við DV í gær. Hann kvaðst ekki eiga von á öðm en Selfyssingar héldu öllum sínum lyktimönnum en bæði erlend og íslensk lið hafa til dæmis verið á höttunum eftir stórskyttunni Einar Gunnari Sigurðssyni. Einar Gunn- ar sagði það hins vegar öruggt að hann yrði áfram með Selfyssingum á næsta tímabtii þegar DV innti hann eftir stöðu mála í gær. Knattspyma: Eyjamenn fá Serba Nú er ljóst að serbneski knatt- spyrnumaðurinn Djordje Rudan leikur með 1. detidar liði ÍBV í sumar og líkur eru á að hann geti sptiað með liðinu strax í 1. umferð. Tti stóð fyrr í vetur að Rudan kæmi tti Eyja en þá hættu Eyjamenn við og ákváðu að fá leikmann frá Bret- landseyjum í staðinn. Það gekk ekki upp og þeir snera sér aftur til Serbíu. Vandkvæði voru á að fá Rudan fyrr en eftir 1. júní, eða eftir að keppnis- tímabilinu í Serbíu lyki, en nú hefur félag hans, 1. detidar liðið Proleter Zrenjanin, gefið honum leyfi tti að fara fyrr. Rudan er 24 ára varnarmaður og hefur leikið með Proleter allan sinn feril, fyrst í 2. detid en í 1. detid frá 1990. Hann ætti að styrkja lið ÍBV verulega en það vantar tilfinnanlega reyndan varnarmann. -VS Körfubolta- maraþon Körfuboltamaraþon verður haldið á fóstudaginn í íþróttahúsi Kársnesskóla á vegum 10. bekkj- ar Þinghólsskóla í Kópavogi. Maraþonið byrjar klukkan 15 og verður spilað í 24 klukkustundir. Ágóði fer í ferðasjóð. Króatískur landslíðsmaður i Gróttuna Davor Kovacevic, króatískur landsliðsmaður í handknattleik, mun sptia með 2. deildar liði Gróttu á næsta keppnistímabili. Hann kemur í staðinn fyrir Serb- ann Miodrag Solaja sem iék með Gróttu í vetur. Kovacevic, sem er 24 ára gam- all og spilaði áður með unglinga- landsliöi Júgóslavíu, lék með landsliði Króatíu gegn Finnum í Evrópukeppni landsliða á dögun- um en Króatar erú einmitt með íslendingum í riöii. Hann sptiar með Zagreb í heimalandi sínu og er væntanlegur tti Islands 18. júní. Tti stóð að Kovacevic kæmi til Gróttu í fyrra en var þá kallaö- ur í herinn í heimalandi sínu. -VS Romaábarmi gjaldþrots ítalskir fjölmiðlar skýrðu irá þvi í gær að ítölsk knattspymuyf- irvöld hefðu stigið fyrsta skrefið til að gera hið fræga knattspyrnu- félag AS Roma gjaldþrota. Roma stendur mjög illa og samkvæmt fregnum þarf félagið að útvega 1,2 mitijarða króna tti að forðast gjaldþrotið, en talið er að heildar- skuldirnar nemi tæpum 3 mitij- öröum króna. Stjórn Roma gaf hins vegar út í gær yfirlýsingu um að félaginu hefði ekki borist nein tilkynning ura slíkar aðgerðir. Roma mætir Torino í úrslitum ítölsku bikarkeppninnar 12. og 19. júní. Nái aðgerðimar fram að ganga myndi sérstakur ijármála- ráðgjafi verða settur yfir félagið, það yröi að selja allar sínar stjörnur og væntanlega dæmt niður í 2. deild. -VS Slóveninn sem lék með Víkingum: Zilnik á oóðu gengi að fagna Janni Zilnik, Slóveninn sem lék með Víkingum í 1. detidinni í knatt- spymu síðustu þrjú árin, hefur átt góðu gengi að fagna með liði sínu í Slóveníu, Publikum Celje, í vetur. Hann lék með því félagi í heimalandi sínu, þá í júgóslavnesku detidakeppn- inni, áður en hann kom tti Víkinga. Ztinik er fyrirliði Publikum, sem á dögunum tryggði sér sæti í Evrópu- keppni bikarhafa næsta vetur. Pu- blikum er komiö í bikarúrslitin í Sló- veníu og mætir þar Olimpija Ljublj- ana, sem þegar hefur tryggt sér meistaratitilinn þó tveimur umferð- um sé ólokið og leikur því í Evrópu- keppni meistaraliða. Publikum er nú í 6. sæti 1. deildar. Leikmenn Publikum fengu óvænt- an bónus fyrir að tryggja sér Evrópu- sætið því forseti félagsins afhenti hverjum leikmanni 1.000 mörk, eða um 40 þúsund krónur, sem þykir mikið í knattspyrnunni þar í landi,- Ztinik bað DV fyrir kveðjur til allra knattspymuáhugamanna á íslandi og sérstaklega tti sinna gömlu félaga íVíkingi. -VS HM í knattspymu: Fyrsti sigur Möltumanna Búlgarar töpuöu dýrmætu stigi á heimavelli í gær þegar þeir geröu jafntefli, 2-2, við ísraelsmenn í und- ankeppni heimsmeistaramótsins í knattspymu. Þetta var fyrsta stig ísraela en Búlgarar berjast við Frakka, Svía og Austurríkismenn um tvö sæti í lokakeppninni í Banda- ríkjunum. Hristo Stoichkov kom Búlgörum yfir á 35. mínútu úr vítaspymu en snemma í síðari hálfleik skoruðu Ronen Harazi og Ronnie Rosenthal fyrir ísraelsmenn, með mínútu milli- btii, 1-2. Átta mínútum síðar jafnaði Nasko Sirakov, 2-2, og þar við sat. Staðan í 6. riðli er þannig: Frakkland........6 5 0 1 11-4 10 Búlgaría.........7 4 12 12-7 9 Svíþjóð..........4 3 0 1 7-3 6 Austurríki......4 2 0 2 8-6 4 ísrael..........5 0 1 4 5-16 1 Finnland........4 0 0 4 1-8 0 Sögulegur sigur í Tallinn Malta vann sögulegan sigur á Eist- landi í gærkvöldi. Leikurinn fór fram í Tallinn og sigraði Malta, 0-1, og var þetta fyrsti sigur Möltu í undan- keppni heimsmeistarakeppninnar frá upphafi. Kristian Laferlo skoraði eina mark leiksins á 16. mínútu. Staöan í 1. riðli er þannig: Sviss ....7 5 2 0 18-4 12 Ítalía ....7 4 2 1 15-6 10 Portúgal ....5 2 2 1 34 6 Skotland ....5 1 2 2 4-8 4 Malta ....8 1 1 6 3-17 3 Eistland ....4 0 1 3 0-9 1 -VS/JKS Sænska knattspyman: Hacken náði aðeins jöfnu Eyjólfur Harðarson, DV, Svíþjóð: Hácken náði aðeins markalausu jafntefli við Örgryte í sannkölluðum Gautaborgarslag í sænsku úrvals- detidinni í knattspymu í gærkvöldi. Leikurinn var tíðindalíttil og sköp- uðu bæði liðin sér fá tækifæri. Gunnar Gíslason fór meiddur út af í hálfleik, tognaöur í læri. Amór Guðjohnsen lék á hægri kantinum og var ekki ánægður með að leika þá stöðu á vellinum. Fékk sárafáa bolta til að moða úr. Það kom á óvart að þjálfarinn skyldi láta Arnór leika á kantinum en hann hafði leikið tvo síðustu leikina á undan á miðjunni með góðum árangri. Tveir aðrir leikir vom í úrvalsdetid- inni. Trelleborg og Öster sktidu jöfn, 1-1. Leikmenn AIK vom á skotskónum gegn Brage en AIK skoraði hvorki fleiri né færri en níu mörk í leiknum gegn þremur mörkum Brage. Sportkom Viðtalið sem aldrei var tekið Þaövakti nokkraathygli umdaginnþí'g- arPressan Rroindiiraþu aöfyrirhugað- urværifundur bjátækninefnd Mþjóðahand- knattleikssam- bandsinsþar somörlóg hdiibUK-ist- arakeppninnar á íslandi 1995 myndu ráöast. I tilefni þess hafði blaðið viðtal við Hákon Gunnarsson, framkvæmdastjóra keppninnar. Þegar D V fór aðlrita fregna affundinum kom Hákon af fjöllum, þessi fundur var ekki á dag- skrá og hann hafði aldrei talað við Pressuna. Hákon kvaðst haíá haft samband við Pressuna eftir að „við- talið" birtist ogfékkjiausvörað taka heíði átt viötal við hcinn en ekki heiði veriðtímitilþess áður en blaðið fór íprentun! Lausnin á leikdagadeilunni? Fastirleikdag- aríl.deildinni íknattspvmu erueiliflum- ræðucfhiá hverjuvori. Sumirviljaað atiirleitórferi frnm á <;una degienaðriraö hverumferðsé leitóhá:24.dög:: um.Þettabar aðsjáifsögðuá góma á blaðamannafundi sem hald- inn var fyrir skömmu tii að kynna styrktaraðila deildarinnar. Gunnar Sigurðsson, formaður Knattspyrnu- félags ÍA, hafði s var á reiöum hönd- um: „Það verða ekki fastir leikdagar fyiT en við getum fækkaö eítthvað þessum Reykjavikurfélögum i deild- inmT' ÞáfærValur sóknarprest GuðjónGuð- mundssonhef- urfariðákost- umíveturriýs- ingumsinumá At>4aimauiuuuU í handknattli'ik ogengulikara en „Gaubí" haii fengist við ■ þessahluti árum saman. Lýsingar Guðjóns em uppfullar af fróöleik enda ekki margir ft-emri Guðjóni í handbotafrasðunum hér á iandi. Hann siær líka á létta stiængi-1 síð- asta leik Vals og FH í Kaplakrika í fyrrakvöld sagði Guðjón að sóknar- leikur Vals myndi liklega batna þann 25. maí nk. enþáyrðiKapellan að Hliðaiænda vígð. OgþáfengjuVals- meimsóknarprest. Carl var í skotlínunni ÞræturCarlsJ. Eiríkssonarog kotsambands veriðsvotil undanfarin ár. Carlihefur fundistaö :■ stjórnannenn Skotsambands- insfæruham- förumgagnvart sér. Þessar etj- ur Caris og Skotsambandsins virðast hafa ruglað menn rækilega i ríminu. Á blaöamannáftmdi á dögunum, sem anna á Möltu t þessuro mlnuðt, mætti formaður Skotsambandsins, Þor- steinn Ásgeirsson. Þegar mál skot- fimimanna bar á góma á fimdinum ávarpaði ernn forsprakka fundarins Þorstein æ ofan i æ sem Cari. Breitt hros fairðist yfir aðra fundarmenn og líkaði fonnatminum grcinilega illa nýjanafhið. Umsjón: Stefán Kristjánsson og Víðir Sigxirösson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.