Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1993, Blaðsíða 16
16
FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1993
Menning________________ x>v
Listamiðstööin að Korpúlfsstöðum:
Hörð viðbrögð listamanna
- Málþing um stjómkerfi menningarinnar á sunnudaginn
Teikning af Korpúlfsstöðum eins og Listamiðstöðin mun líta út að utan þegar framkvæmdum við húsið er lokið.
Fyrirhuguð Listamiðstöð á Korp-
úlfsstöðum hefur vakið hörð við-
brögð myndlistarmanna og annarra
listamanna. Telja listamennimir að
þeim miklu peningum, sem áætlað
er að veita í byggingu Listamiðstöðv-
arinnar, sé hægt aö veija á annan
og hagnýtari hátt. Næstkomandi
sunnudag hefur Samband íslenskra
myndlistarmanna, SÍM, boðið til
málþings um samskipti opinberra
aðila við íslenska listamenn. Ber
málþingið yfirskriftina Stjórnkerfi
menningarinnar. Mun Listamiðstöð-
in á Korpúlfsstöðum væntanlega
vera í brennideplinum á málþinginu.
í tilkynningu frá samtökunum segir:
„Nokkrar umdeildar ákvarðanir
stjórnmálamanna varðandi menn-
inguna má nefna en nýleg dæmi, sem
vakið hafa spurningar, eru meðal
annars þær miklu framkvæmdir sem
fyrirhugaðar eru á Korpúlfsstöðum
og hafa ýmist verið nefndar Errósafn
eða Listamiðstöð Reykjavíkurborg-
ar.“ í fréttabréfmu er einnig sagt að
það sé staðreynd að listamönnum og
samtökum þeirra sé ljóst og leynt
Ut er komið þriðja bindið af Is-
lenskum söguatias og er það jafn-
framt síðasta bindið í þessum vand-
aða og glæsilega bókaflokki. Söguatl-
asinn er í stóru broti, nútímalegur í
útliti og ríkulega myndskreyttur, þar
sem gröf og línurit skipa háan sess
og gott samspil er á milli texta og
mynda. Aðalhöfundar verksins eru
þeir Árni Daníel Júlíusson og Jón
Ólafur ísberg og eru þeir jafnframt
ritsjórar ásamt Helga Skúla Kjart-
anssyni.
í þriðja bindinu er sögð saga tuttug-
ustu aldarinnar, tíma umsköpunar
íslensks atvinnulífs og þjóðfélags.
Þar greinir frá átökum og umbrot-
um, almenningi og áberandi ein-
staklingum, menningu og listum,
hversdagslegum hlutum jafnt sem
stórviðburðum í sögunni. Ljósmynd-
ir og sérteiknuö kort skipa veglegan
sess og skapa ritinu sérstöðu meðal
íslenskra sagnfræðirita. Jón Ólafur
ísberg, annar aöalhöfunda verksins,
segir að hann og Ámi Daníel hafi
fengið hugmyndina að söguatlasin-
um í nóvember 1987. „Við hófum
strax okkar heimavinnu og ræddum
við bókaforlögin um útgáfu en undir-
tektir voru dræmar hjá öllum nema
Svörtu á hvítu sem þá var enn til sem
forlag. Svart á hvítu ákvað að gefa
út verkiö og við hófum vinnu fyrir
alvöru og unnum nánast allt árið
1988 að fyrsta bindinu. Þegar Svart á
hvítu fór á hausinn sátum við uppi
án útgefanda. Sigurður Valgeirsson,
sem þá var hjá AB, hafði þá samband
viö okkur og þaö varð úr aö AB tók
yfir útgáfuna og kom fyrsta bindið
út viku fyrir jól 1989. Við unnum síð-
an annað bindið að mestu leyti hjá
AB. Fyrst átti það að koma út fyrir
jólin 1990 en það tókst ekki. Næst
átti það að koma út fyrir fermingar
1991 og síðan um haustið en útgáfan
strandaði alltaf. Það var þá sem Ið-
unn kom inn í málið og tók viö útgáf-
unni. Annað bindið kom síöan út á
vegum Iðunnar í byrjun árs 1991.
Lærðum rétt vinnubrögð
af reynslunni
- Rennduð þiö bhnt í sjóinn þegar
þið hófuð verkið?
haldið utan við allar ákvarðanatökur
varðandi mikilvæga þætti í íslensku
menningarlífi.
Bandalag íslenskra listamanna
hefur einnig sent frá sér yfirlýsingu
varðandi fyrirhugaöa byggingu
Listamiðstöðvarinnar á Korpúlfs-
stöðum. Þar segir meðal annars:
„Hvorki Bandalag íslenskra Usta-
manna né heldur önnur samtök lista-
manna hafa hvatt til þess sérstaklega
„Já, það má eiginlega segja það.
Það er enginn atlas á borð við þenn-
an til í heiminum, að því er ég best
veit. Langflestir eru meira geograf-
ískir. En þegar útlitið var ákveðiö
höfðurn við erlendan atlas til fyrir-
myndar. Annars unnum við bindin
þijú alls ekki öll á sama hátt. Má
segja að við höfum verið að læra
hvernig best er að vinna rit á borð
viö söguatlasinn meðan á vinnunni
stóð. Við hófum verkiö á þann máta
sem okkur fannst eðlilegast, byijuð-
um á textanum, síðan voru fengnar
myndir og þar á eftir voru kortin og
gröfm gerð. í öðru bindinu unnum
að byggð sé Listamiðstöð að Korp-
úlfsstöðum í anda þeirra tillagna sem
nú liggja fyrir. Listamenn og samtök
þeirra hafa hins vegar sent frá sér
ótal yfírlýsingar og ályktanir á síð-
ustu misserum um nauðsyn þess að
byggja tónlistarhús í höfuðborginni.
Auk þess hafa fjölmenn samtök lista-
manna og áhugafólks haft það sem
sérstakt markmið að vekja skilning
almennings í landinu og ráðamanna
við nánast jafnt að öllu en í því þriðja
hófum við verkið á kortum og gröf-
um, síðan voru fengnar myndir og
síðast unninn textinn. Ég vil halda
þvi fram að það séu réttu vinnu-
brögðin við rit sem byggist jafn mik-
ið á grafískum upplýsingum og sögu-
atlasinn. Og þegar ég hugsa út í það
þá væri gaman að gera fyrsta bindið
upp aftur.“
- Hver er tilgangurinn með útgáfu
slíks rits?
„Það var meðal annars okkar hug-
mynd að vekja áhuga fólks á íslands-
sögunni. Okkur fmnst vægi íslands-
sögunnar hafa minnkað í grunnskól-
á nauösyn þess fyrir menningarlífið
að slíkt hús verði byggt...“
í lok yfirlýsingarinnar segir að
stjórn samtakanna telji það brýnt að
aúar hugmyndir og forsendur að
byggingu Listamiðstöðvarinnar á
Korpúlfsstöðum verði teknar til end-
urskoðunar og þá hlustað á röksemd-
ir og tekið tillit til sjónarmiða þeirra
listamannasemílandinubúa. -HK
um ogframhaldsskólum, sérstaklega
eftir aö félagsfræði og alls kyns sam-
félagsgreinar voru teknar til
kennslu. Þegar þessar greinar komu
inn í skólakerfið þá var sagnfræðin
svo gamaldags og íhaldssöm og hún
taldist ekki vera félagsfræðigrein.
Hún fjallaöi ekkert um mannfélagið
heldur örfáa einstaklinga. Þar með
varð greinin útundan hjá þeim sem
kenndu samfélagsfræði og félags-
fræði en ég tel að sagnfræði sé félags-
fræðigrein og vona að söguatlasinn
veki aftur áhuga fólks á sagnfræð-
inni, enda er hann byggður á þörfum
nútímans, með myndum og gröfum.
Það er til dæmis einkennandi fyrir
þriðja bindiö að fá má allar upplýs-
ingar meö því að skoða myndir og
gröf.“
Fimm ára vinna
að baki
- Hefur vinnan við þetta verk eitt-
hvaö breytt skoðunum þínum á sög-
unni?
„Kannski ekki breytt svo mikið
skoðunum, frekar haft áhrif á skoð-
anir og aukið áhugann á ýmsu sem
lítill áhugi var fyrir áður. Enda hefur
vinnan við söguatlasinn skapað
tækifæri fyrir okkur að vinna að
mörgu sem við höfðum ekki skoðað
áður. Það var til dæmis aldrei ætlun
okkar Áma aö skrifa um samtímann.
Við ætluðum öðrum það tímabil en
það var ekki aftur snúið eftir að byij-
að var og við tókum síðar þá ákvörð-
un að jjúka öllu verkinu."
- Nú er verkinu lokið, er það léttir
og ertu sáttur við útkomuna?
„Það er auðvitað mikill léttir að
þetta er búið, sérstaklega þar sem
ætlunarverkið heppnaðist. Þaö var
rosalega mikil vinna í kringum þetta
og þótt þaö hafi tekið okkur fimm
ár að ljúka verkinu er það ekki mik-
ill tími þegar önnur sams konar verk
eru höfð í huga. Ég er mjög ánægður
með að okkur skyldi takast að gera
söguatlasinn að veruleika. Við telj-
um að þörf hafi verið á verki sem
þessu. Efnið er uppbyggt þannig aö
það má byija á hverri opnu fyrir sig
og einnig lesa það sem heild.“
-HK
Fjórarnýjar
sjónvarpsmyndir
Þrjú kvlkmyndafélög og eitt
auglýsingafyrirtæki hafa tekið
höndura saman um framleiðslu
fiögurra 20-30 mínútna sjón-
varpsmynda. Fyrirtækin eru ís-
lenska kvikmyndaverið, Útí hött
- inní mynd, Kvikmyndagerðin
Engin tniskunn og auglýsinga- og
útgáfufyrirtækið Hiklaust. Hand-
rit aö myndunum fiórum er skrif-
að af Jóni Tryggvasyni sem einn-
ig mun leikstýra þremur mynd-
anna. Myndirnar heita Loforð út,
svik á mánuði, rest í lögfræðing,
Úr hörðustu átt, Sóió og Glæpa-
hyski. Meðal leikara, sem leika í
myndunum, má nefna Helga
Bjömsson, Vilborgu Halldórs-
dóttur, Erlu Rut Harðardóttur og
Þórhail Sigurðsson. Tökum er
þegar lokið á tveimur myndanna.
Auglýsteftir
höggmyndum
Menningarmiðstöðin Gerðu-
berg mun í sumar standa fyrir
skúlptúrsýningu og er þessi sýn-
ing liður í afmælishaldi Gerðu-
bergs en menningarmiðstöðin
varð tiu ára í mars siöastliðnum.
Sýningarsvæöið verður torgið að
norðanveröu en á því er útilista-
verk eftir Sigurð Guðmundsson,
anddyri hússins og gangstétt og
garður að sunnanverðu. Öllum
myndlistarmönnum er heimil
þátttaka en þriggja manna nefnd
velur verkin.
Álandinu bláa
í tilefni sjötugsafmæli Jónasar
Árnasonar ætla Vísnavinir í sam-
vinnu við Leikfélag Reykjavíkur
að standa fyrír afmælisdagskrá,
sem nefnist Á landinu bláa, 26.
mai í Borgarleikhúsinu. Aðeins
verður ein sýning. Leikarar úr
Leikfélagi Reykjavíkur og tónlist-
arfólk úr röðum Vísnavina munu
flytja texta Jónasar og lesið verð-
ur úr verkum hans. Sönghópur-
inn Þijú á palli mun koma fram
á skemmtun þessari eftir langt
hlé en hann flutti nær eingöngu
texta Jónasar á sínum tíma.
SódómaReykja-
víkbeilirtiú
Remote Control
I dag hefst kvikmyndhátíðin í
Cannes og eins og flestum er
kunnugt tekur Sódóma Reykja-
vík þátt i keppninni, þó ekki aðal-
keppninni. Þaö þykir nú samt
nokkur heiður að veljast í þann
flokk sem Sódóma valdist í og
þangað fara oft kvikmyndir leik-
stjóra sem áður hafa unnið til
verðlauna í Cannes. Ekki gengur
að láta myndina heita Sódóma
Reykjavík þegar búið er að texta
hana heldur er nafn hennar nú
Remote Control. í tilefni hátiðar-
innar mun Regnboginn sýna Só-
dómu Reykjavík meðan á hátið-
inni stendur og f sumar verður
myndin sýnd með enskum texta.
Bókagjöfog
kvikmyndir
frá Mexíkó
Borist hafa á þriðja hundrað
mexíkanskar bækur til Bóka-
safns Háskóla íslands. Eru þessar
bækur gjöf frá Mexíkó, fyrsta
bókagjöfm af mörgum. Með þess-
ari gjöf er ætlunin að efla menn-
ingartengsl landanna og opna
augu íslenskra menntamanna
fyrir Mexíkóbúum og menningu
þeirra. Auk bókagjafa stendur til
i samvinnu við ræðismann Mex-
íkó á íslandi, Háskólabíó og Vin-
áttufélag íslands og Mexikó að
taka nýjar mexíkanskar kvik-
myndir til sýningar í haust. Er
þaö í annað skipti sem slíkt er
gert.
Þriðja og síðasta bindi Islenska söguatlasins komið út:
Vonaað ritið veki
áhuga á íslandssögunni
- segir Jón Ólafur ísberg, annar aðalhöfunda verksins
Jón Olafur Isberg, annar aðalhöfunda Islenska söguatlasins, fiettir síðasta
bindinu. DV-mynd GS