Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1993, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1993, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1993 Utlönd Amerísk vöðvabúnt í Cannes George Bush er ekki sprengiefn- annavirði Arnold Schwarzenegger verður i Cannes. Kvikmyndafélögin í Hollywood ætla að senda helstu vöðvabúnt sín, þá Amold Schwarzenegger og Syl- vester Stallone, á kvikmyndahátíð- ina í Cannes við Miðjarðarhafs- strönd Frakklands sem hefst í dag. Þar verður annars fátt um fína amer- íska kvikmyndadrætti. Harðjaxlamir tveir munu kynna nýjustu myndir sínar utan aðal- keppninnar þar sem kvikmyndir frá Evrópu og Ástralíu era í miklum meirihluta. Aðeins sex bandarískar kvikmynd- ir taka þátt í opinberu hátíðinni en þær vom fimmtán í fyrra. Þá em engar stórstjörnur með í leiknum. Þeir sem fylgjast með kvikmynda- heiminum segja að tregða banda- rískra kvikmyndadreifingarfyrir- tækja, einkum þó stóm veranna, til að taka þátt í keppninni sé til merkis um að þau hætti ekki á að láta rakka myndimar niður áður en þær em frumsýndar vestra. Þekktir leikstjórar á borð við Mart- in Scorsese, Jonathan Demme og Steven Spielberg ýmist gátu ekki lok- ið verkum sínum tímanlega eöa vildu ekki vera með. Það veröur því Schwarzenegger og auglýsingaspjöld hans sem verða hvað mest áberandi á þessari list- rænustu kvikmyndahátíð sem til er. Nýjasta mynd hans heitir „Last Acti- on hero“ og er gerð hennar meira að segja ekki lokið. Gagnrýnendur fá aðeins að sjá fimmtán mínútna bút en þeir fá líka ógrynnin öll af kynn- ingarefni. Stallone kemur til að kynna mynd sína „Clifihanger", ævintýramynd sem gerist í Klettafjöllunum. En það verður fullt af hstrænum myndum í Cannes og þar verða fremstar í flokki myndir leikstjór- anna Stephen Frears og Ken Loach. Reuter Omen IV Útgáfudagur 13. maí "Þeirsögðu að það væri afstaðið. Þeir höfðu rangt fyrir sér!" Damien Thorn var djöfullinn sjálfur holdi klæddur. Eftir hvarf hans, héldu allir að nú væri heiminum borgið. En svo er ekki. Delia, ung telpa, er tekin í fóstur af hjónunum Karen og Gene. Þau vita ekki að hún er beinn afkomandi Damien og að hún mun halda verki hans áfram, hvað sem það kostar! Rapid Fire Útgáfudagur 19. maí Jake Lo er bara háskólanemi sem engum vill mein gera. Hann var ekki að leita að vandræðum, þegar vandræðin fundu hann. Jake er neyddur á flótta þegar hann verður vitni að Mafíumorði. En það er lengi hægt að brýna deigt stál svo bíti og að lokum sér Jake að það er honum fyrir bestu að snúa vörn í sókn. Hans eina von er afburða kunnátta hans í austurlenskum bardagalistum. George Bush, fyrrum Banda- ríkjaforseti, er gleymdur mað- ur og ekkí þess virði aö eyða á sprengiefni. Svo segja að minnsta kosti írösk stjómvöld sem hafa verið sökuð um aö brugga forsetanum fyrrverandi banaráð. „Bush er ekkert axmað en dauð- ur maður, ekkí verður nokkurra kflóa af sprengiefni," sagði í grein sem blaðafulltrúi Saddams Hus- seins íraksforseta skrifaöi í kúr- dískt blað sem er hallt undir stjórnina í Bagdad. Þaö voru yfirvöld í Kúveit sem komust á snoðir um samsærið og þau hafa ákært sextán manns í tengslum við það. Franskar vínekr- urskemmastaf hagliogregni Vínekrur í Champagne-héraði í Frakklandi, þar sem kampavín er íramleitt, skemmdust í hagléli og úrhellisrigningu á þriðjudag. Ekki er búist við að þetta áhlaup hafi mikil áhrif á kampavíns- framleiðsluna í ár. Rigningar orsökuöu flóö víða í austurhluta og suövesturhluta Frakklands. Sérstaklega var veðriö slæmt i nágrenni borgar- innar Pau sem er suðurundir Pýreneafjölium. Haglél ollu einnig skemmdum á vínekrum kampavinshéraðs í júlí í fyrra. Fyrstujarðar- berintDan- mörkuseld fyrir metupphæð Fyrstu dönsku jarðarber ársins vora seld fyrir metfé á uppboði á Fjóni í gærmorgun. Kílóverðið fyrir fyrstu 3,2 kílóin af dönskum jarðarberjum var hvorki meira né minna en um 6600 íslenskar krónur. Jaröarber hafa aldrei verið svo dýrkeypt þar í landi. Það var stórmarkaður á Sjá- landi sem keypti jarðarberin sem ræktuð eru í gróðurhúsi. Berin voru flutt yfir Stórabelti með hraðbáti svo þau yrðu komin í verslunina þegar opnað var í gær. Alla jafna er mikil eftirspurn eftir fyrstu ávöxtum og grænmeti ársins. Ekki þurfa neytendur þó að borga brúsann því það er verslunum kappsmál að verða fyrstar meö nýju uppskeruna og varan því seld með tapi. Shevardnadze ögrun við Rússa Eduard She- vardnadze, leiötogi Georg- íu, sagði I gær að blóðug árás á herstöð rúss- neska hersins heföiveriðgerð til að skemma fyrir tilraunum tfl að bæta sam- búö þessara tveggja fyrrum Sov- étlýðvelda. Shevardnadze sagði í viötali við sjónvarpið í Georgíu að sex byssumenn hefðu verið felldir þegar uppreisnarmenn réðust á herstöðina á þriðjudag. Hann sagöi að með þessu hefði átt að koma í veg fyrir fund hans með Jeltsín Rússlandsforseta sem fyr- irhugaöur er á fóstudag. Reuter og Ritzau

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.