Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1993, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1993, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1993 Fréttir Ólafur Þ. Harðarson lektor: Hvalveiðibann ódýrt umhverf is- mál fyrir Bandaríkjamenn - íslenskir þingmenn lásu um hótanimar í blöðunum Líta bandarísk yfirvöld á okkur sem flugvöll frekar en sjálfstæöa þjóð? Staða íslendinga gagnvart Banda- ríkjunum er breytt. Það þykir ekki fara á milli mála í kjölfar boðaðs samdráttar á Keflavíkurflugvelli og hótana bandarískra yfirvalda gagn- vart íslendingum vegna hvalveiði- mála. Ummæli Þorsteins Pálssonar sjáv- arútvegsráðherra í vikunni að svo virtist sem Bandaríkjamenn hefðu fram til þessa frekar htið á okkur sem flugvöll en sjálfstaeða þjóð vöktu athygli. Það gerðu einnig ummæli Friðriks Sophussonar fjármálaráö- herra þegar hann sagði okkur ekki hafa það kverkatak á Bandaríkja- mönnum sem oft hefur verið gripið til vegna hernaðarlegu íslands. Hótanir bandarískra yfirvalda gagnvart íslendingum eru hins vegar ekki nýjar af nálinni. Þeim hefur aft- ur á móti ekki verið framfylgt hingað til. En vegna breytinga í alþjóðamál- um hefur bandaríska utanríkisráðu- neytið ekki lengur ástæðu til að reyna að halda aftur af umhverfis- vemdarsinnum sem vilja banna hvalveiðar. Ódýrt umhverfismál fyrir Bandaríkjamenn „í þessari nýju stjórn demókrata er auk þess meiri áhersla á urphverf- isvemd en var áður,“ bendir Ólafur Þ. Harðarson, lektor í stjómmála- fræði, á. „Clintonstjórnin hefur einnig sýnt það að hún er klók í almannatengsl- um. Þetta er auðvitað mjög ódýrt mál fyrir bandaríska stjórnmálamenn. Sjálfir eru þeir í bullandi vandræð- um með alls konar umhverfismál sem dýrt er að taka á. Þetta er hins vegar fínt mál fyrir þá til að blása út og kostar þá ekki neitt. Hvalveiðar hafa ekkert póhtískt fylgi í Banda- ríkjunum og það er kjarni málsins. Þetta er auðvitað mikið áhyggjuefni fyrir íslendinga og stjórnvöld verða að leita allra leiða th aö taka á þessu. Það þarf að kanna það mjög vel hvort hægt sé að leita samráðs við aðrar hvalveiðiþjóðir um einhverja víg- stöðu í þessu máh.“ Þingmenn lásu um hótanir í blöðunum Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra hefur lýst því yfir að sam- staða íslensku þjóðarinnar og ann- arra hvalveiðiþjóða sé eina svarið sem hægt sé að gefa. Stjómarand- stöðunni þykir hins vegar hafa skort á samráð nú í upphafi málsins hér heima. „Þetta er alvarlegur atburður í samskiptum ríkjanna og þar með hneyksli að ríkisstjómin skyldi ekki samstundis hafa samráð við utanrík- ismálanefnd og þar með stjómmála- flokkana. Það ber stjórninni að gera samkvæmt lögum þegar um meiri- háttar málefni á sviði utanríkismála er að ræða,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Alþýðubanda- lagsins. „Ljótast er þó það að síðustu daga þinghalds voru tíl umræðu í sjávarútvegsnefnd drög að tihögu um ályktun um hvalveiði. Á sama Fréttaljós Ingibjörg B. Sveinsdóttir tíma og sjávarútvegsnefnd og þing- menn voru að ræða þetta vandasama mál leynir ríkisstjórnin því að hún hafi fengið bréf með hótunum. Menn lesa um þetta í fjölmiðlum. Ég er gjörsamlega orðinn gáttaður á því með hvaða hætti þessi ríkisstjóm umgengst svona stór mál á sviði ut- anríkismála," bætir Steingrímur viö. Hjörleifur Guttormsson, þingmað- ur Alþýðubandalagsins, sem sæti á í utanríkismálanefnd, hefur óskað eft- ir fundi í utanríkismálanefnd vegna málsins. Eins og vælandi aumingjar Steingrímur segir ekkert koma á óvart í sambandi við samdrátt Bandaríkjahers á Keflavíkurflug- velh. „Við höfum undanfarin misseri hvatt th þess að menn byggju sig undir slíkar breytingar og tækju á móti þeim standandi en yrðu ekki eins og vælandi amningjar þegar þetta færi að gerast. Því miður er þaö eiginlega staðan," leggur Steingrím- ur áherslu á. Hann segir boðaðan samdrátt jafn- framt sanna það sem hann og hans skoðanasystkini hafi lengi tahð sig vita „Bandaríkjamenn hafa aldrei verið hér fyrst og fremst okkar vegna heldur sjálfs sín. Það voru vamar- hagsmunir Bandaríkjanna sem ahtaf réðu ferðinni. Að því leyti th hefur ekkert breyst. Við vorum á vissan hátt í sterkari stöðu þar sem Banda- ríkjamenn töldu sig þurfa á þessari aðstöðu hér að halda. Sú þörf er síö5 ur fyrir hendi nú að þeirra mati. Ég hef það á thfinningunni að þó Kaninn dragi hér úr umsvifum sínum og jafnvel hverfi héðan muni hann áfram ætlast til þess að við verðum á þeirra áhrifasvæði. Þeir hafa ekki ástæðu th að óttast annað núna.“ Varnarsamningurinn hornsteinn í kjölfar fregna af væntanlegum niðurskurði Bandaríkjamanna á Keflavíkurflugvehi kvaðst Björn Bjamason, þingmaður Sjálfstæðis- flokks og formaður utanríkismála- nefndar, vera þeirrar skoðunar að varnarsamningurinn við Bandaríkih og aöhdin að Atlantshafsbandalag- inu yröu áfram hornsteinar íslend- inga í öryggismálum. Sagði Björn nauösynlegt að hefia viðræður viö Bandaríkjamenn um hvernig staðið yrði að vömum íslands í ljósi breyttra aðstæðna á alþjóðavett- vangi. Niðurlægjandi staða „Við eigum að hafa frumkvæði að því að ákveða okkar stöðu. Það tel ég eðhlegast að gera með því að segja upp vamarsamningnum og aðhdinni að Atlantshafsbandalaginu," segir Steingiímur J. Sigfússon. Það er álit hans að það eina sem samrýmist stöðu íslendinga sem fuhvalda þjóð- ar sé að sætta sig ekki við þaö hlut- skipti að fá tilkynningar um hvað Bandaríkjamenn æth að gera hér eða ekki gera án þess að ræða það fyrst við íslendinga. „Þessi aðferð þeirra og hótanir undirstrika þá niðurlægj- andi stöðu sem við erum í.“ I dag mælir Dagfari Þrátt fyrir aht svartagahsrausið og atvinnuleysið í þjóðfélaginu er ástandið ekki eins dökkt og sýnist. Það hefur nefnhega komið í ljós að atvinnuleysi hér á landi er alls ekki eins mikið og í öðmm og nálægum löndum. íslendingar geta þess vegna vel unað við sitt atvinnu- leysi, vegna þess að í rauninni er ekkert sem bendir til að atvinnu- leysi eigi að vera minna hér á landi heldur en annars staðar. Þessi markverðu tíðindi komu fram í ræðu forsætisráðherra ný- lega og hafa verið endurtekin af ýmsum málsmetandi áhrifamönn- um í þjóðlífinu. íslendingar mega þakka fyrir að atvinnuleysið er ekki meira. Enda stendur aJlls ekki th hjá ríkisstjóminni að draga úr þessu atvinnuleysi. Vöm sfiórn- valda miðast við aö atvinnuleysið haldist óbreytt. Það stefnumark ríkissfiómarinnar er skiljanlegt í Ijósi þeirra staðreynda að atvinnu- leysi er með minnsta móti og í sam- ræmi við atvinnustefnu að at- vinnuleysi er óumflýjanlegt. Atvinnuleysi hefur ekki þekkst á íslandi í áratugi. Það ástand hefur verið óeðhlegt miöaö við atvinnu- ástandið í nágrannalöndunum þar sem atvinnuleysi hefur verið ríkj- Gott atvinnuleysi andi. Þetta óeðhlega atvinnuástand hér á landi gat auðvitað ekki varað að ehífu, enda efnahagsástandið bágborið á fyrri árum, með verð- bólguna á fleygiferð og eyðslu rík- isins langt fram úr efnum. Núverandi ríkisstjórn kom skikki á efnahagsmálin og verð- bólguna og skapaði eðlilegt at- vinnuleysi, sem hefur hjálpað til í atvinnumálunum að því leyti að nú er verðlag stööugt og samningar í rauninni engir og verkalýðurinn þakkar fyrir meðan laun em ekki hækkuð. Allt er þetta eðlilegu at- vinnuleysi aö þakka og það ber og að þakka ríkisstjóminni að at- vinnuleysið skuh ekki vera meira. Það er ekkert sjálfgefið í því dæmi og ríkissfiómin hefur unnið krafta- verk með því að halda atvinnuleysi í því marki sem þaö er. Ef litið er til útlanda sést að þar er atvinnu- leysi miklum mun meira og seðla- bankasfióri hefur jafnvel sagt að það sé ekkert sem segi að atvinnu- leysi hér á landi skuh vera minna en í útlöndum. Þetta sannar þá kenningu að at- vinnuleysiö hér á landi er afar við- unandi og eðlhegt og sfiórnarand- stæðingar og aðilar vinnumarkað- arins mega vera fegnir að það skuh ekki vera meira. Þeir sem em at- vinnulausir mega líka þakka fyrir aö taka þátt í þessari efnahagsaðs- gerð og leggja þannig sinn skerf til eðhlegs atvinnuástands. Ef þeir væm ekki atvinnulausir væri ann- aðhvort enginn atvinnulaus eða einhverjir aðrir atvinnulausir og það væri spor aftur á bak og skáp- aði óeðhlegt atvinnuástand. Spum- ing er sú hvort þeir sem hafa at- vinnu eigi ekki að hafa samvisku- bit yfir því að hafa vinnu vegna þess að þeir stuöla aö óeðhlegu at- vinnuástandi með því að hafa vinnu, þegar það er ekkert sem bendir til að það sé sjálfgefið að þeir hafi vinnu. Á nýafstöðnu þingi var lögum um atvinnuleysisbætur breytt sem heimhar aö fleiri fái atvinnuleysis- bætur og nú er Ríkisútvarpið kom- ið með fasta þætti á dagskrá sína fyrir atvirmuleysingja og þjóðfélag- ið er sem sagt aht að gíra sig inn á að skapa lífsviðurværi og afþrey- ingu fyrir atvinnuleysingja sem búa við þá lífshætti aö vera at- vinnulausir það sem eftir er. Það er í samræmi við stjómarstefnuna að viðhalda hér hóflegu og eðhlegu atvinnuástandi og beita sér fyrir því að atvinnuleysi aukist ekki á næstu árum án þess að draga úr því atvinnuleysi sem skapar eðh- legt efnahagsástand. Það eina sem getur komiö í veg fyrir stabht atvinnuleysi eins og að er stefnt er að fólk flytji úr landi og þar með fækkar hugsanlega at- vinnulausum og th að koma í veg fyrir það þarf ríkissfiórnin að halda áfram á þeirri braut að fækka fyrir- tækjum. Eða að minnsta kosti að sjá til þess að ný fyrirtæki hafi aðhald í mannaráðningum. Það er til að mynda hættuleg stefna sem borið hefur á að undanfömu að fyrirtækin séu að bjóða fólki launa- lækkun gegn því að segja því ekki upp. Þetta getur dregið úr eðhlegu atvinnuleysi og valdið þenslu í þjóðfélaginu sem kemur hlu th leiðar. Við búum við gott atvinnuleysi og verðum að varðveita það. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.