Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1993, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1993, Blaðsíða 20
.32 FIMMTUDAGUR13. MAÍ1993 íþróttir Norðurlanda- meistarií tennis kemur Tomas Husa frá Finnlandi, Noröurlandameistari í tennis hjá 14 ára og yngri á síðasta ári, kem- ur til landsins 23. maí og dvelur hér við æfingar og keppni í hálfan mánuð. Hann kemur á vegum Tennisfélags Kópavogs og keppir gegn bestu unglingunum hér á landi. -VS Rijkaardeitt árenníMilan Frank Rijkaard, hollenski knattspymumaðurinn, hefur komist að samkomulagi við AC Milan um að leika eitt tímabil í viðbót með félaginu. Rijkaard, sem er þrítugur, vill komast frá Milan áðw en hann fer að dala og leika lengur með einhveiju toppliðl ítalska íþróttadagblaðið Gazzetta dello Sport leiddi getum að því í gær að Rijkaard færi til Mónakó í Frakklandi eða Ajax í HolJandi eftir næsta tímabil. Landi hans, Marco Van Basten, gerði nýlega nýjan þriggja ára samning við AC Milan og Ruud Gullit verður alla vega eitt ár enn hjá félaginu. Gullit hefur ekki tekiö ákvöröun lengra fram í tím- ann en honum býðst væntanlega starf hjá sjónvarpsstöð í eigu for- seta AC Milan þegar hann hættir. -VS Flóttamaðurinn kallaðurheim Andrzej Rudy, einn besti knatt- spyrnumaður Póllands, mun leika sinn fyrsta landsleik í fimm ár þann 19. maí þegar Pólveijar sækja San Marino heim i undan- keppni HM. Rudy fór með pólska landsliöinu til Ítalíu í nóvember 1988 en flúði og var í kjölfarið settur í bann af pólska knatt- spymusambandinu. Nú blása ferskari vindar í Póllandi og banninu var nýlega aflétt. Andrzej Strejlau, fyrrum þjálfari Fram og núverandi landsliðs- þjálfari Pólverja, var fljótur að grípa tækifærið og valdi Rudy í lið sitt. -VS. Ráðstef na um íþróttakennslu ungra bama Fræðslunefnd íþróttasambands íslands efnir í kvöld til kvöldráð- stefnu um íþróttakennslu barna á aidrinum 6-9 ára. Ráðstefnan verður haldin í íþróttamiðstöð ÍSÍ og hefst kl. 20.00. Katrin Gunn- arsdóttir setur ráðstefnuna. íþróttakennaramir Anton Bjamason og Hildigunnur Hilm- arsdóttir flytja erindi en síðan verða fyrirspumir og umræður. Öllu áhugafólki um íþróttir er boðiö að taka þátt í ráöstefhunni, -SK Kim Magnúsog Elín meistarar Kim Magnús Nilsen og Elín Blöridal uröu íslandsmeistarar í skvassi um síðustu helgi. Kim Magnús sigraði íslandsmeistara síðustu þriggja ára, Arnar Arin- bjamar, í úrslitaleik í karlaflokki á mjög ömggan hátt, 3-0 (9-2,9-4 og 9-0), og Elín vann sigur á Ástu Ólafsdóttur í úrslitaleik í kvenna- flokki, 3-0 (10-8, 9-8 og_9-l). í B- flokki kvenna sigraði Ásdís Sig- urðardóttir og i C-flokki karla Kristinn T. Hannesson. -GH Leikmenn ítalska liðsins Parma eru hér með bikarinn eftirsótta eftir sigurinn á Antwerpen á Wembley í gærkvöldi. Símamynd Reuter Yff irburðir hjá Parma - sigraöi Antwerpen, 2-1, í úrslitaleik Evrópukeppni bikarhafa NB A-deildin í körfubolta 1 nótt: Knicks og Seattle eru í góðum málum Patrick Ewing átti stórleik með NY Knicks í nótt er hðið vann annan sigur sinn gegn Charlotte í framlengingu, 105-101. Ewing skoraði 34 stig og tók 11 fráköst. Alonzo Mourning skoraði 24 stig fyrir Charlotte. Staðan er nú 2-0, Knicks í vil. í Seattle vann heimahðið Houston öðra sinni, 111-100, og staðan er 2-0. Sam Perkins skoraði 23 stig fyrir Seattle en Hakeem Olajuwon var með 28 stig fyrir Houston, 16 fráköst og 5 blokkuð skot. Varnarhö ársins í NBA var til- kynnt í nótt. í því em Michael Jordan, Joe Dumars, Dennis Rodman, Scottie Pippen og Hakeem Olajuwon. -SK/-SV • Patrick Ewing átti stórleik í nótt með NY Knicks gegn Charlotte og skor aði 34 Stig. Símamynd Reuter. Parma varð í gær Evrópumeistari bikarhafa þegar Uðið sigraði belgíska liöið Antwerpen, 3-1, á Wembley- leikvanginum í Lundúnum. Parma var mun betra hðið á vellinum mest- allan tímann og var sigurinn þvi mjög sanngjam. Lorenzo Minotti kom Parma á bragðiö strax á 9. mínútu en aðeins þremur mínútum síðar vom Belg- .arnir búnir að jafna og var Francis Severeyns þar að verki. Alessandro Melh kom Parma yfir á nýjan leik á 30. mínútu en ef heppnin hefði verið með kappanum átti hann aö minnsta kosti að skora þrjú mörk í leiknum. Það var síðan Stefano Cuoghi sem gulltryggði sigur Parma fimm mínút- um fyrir leikslok. Antwerpen átti í Vinna ítölsk lið öll þrjú mótin? ítölskum félögum vegnar vel í Evr- ópukeppninni en þau leika í úrslitum á ölium þremur mótunum. Juventus er með aðra höndina á UEFA-bikarn- um eftir, 3-1, sigur í fyrri leiknum gegn Dortmund í Þýskalandi og AC vök að veijast lengstum og mátti þakka fyrir að fá ekki á sig fleiri mörk. Tæplega 38 þúsund áhorfendur vom á leiknum og var það öllu meira en búist var við. Hátt í 20 þúsund Belgar komu til að styðja við bakið á Antwerpen en stór hópur ítala, búsettra á Englandi, studdi landa sína. Milan leikur til úrshta við Marseille vinna á öllum mótunum og kæmi það í Evrópukeppni meistaraliða 26. maí. ekki á óvart. ítalir hafa því alla möguleika að -JKS Kelduhverfi: Stöðvast golfvallar- gerð á afstöðu Náttúruverndarráðs? Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri; „Þarna yrði alls ekki um neitt landbrot að ræöa, heldur einungis það að slá túnin og hugsanlega byggja upp holuflatir," segir Þröst- ur Friðfinnsson á Kópaskeri, en hann er formaður nýstofnaðs golf- klúbbs í N-Þingeyjarsýslu. Golf- klúbburinn hefur hlotið nafnið Gljúfri og að stofnun hans stóðu 35 einstaklingar, m.a. menn frá Kópaskeri, og bændur í Keldu- hverfi sem reka ferðaþjónustu og sjá aðstöðu til golfleiks sem einn þátt þeirrar þjónustu er þeir gætu veitt ferðamönnum. Jörðin Ás sem þeir Gljúframenn horfa til fyrir golfvöll sinn er við hlið Ásbyrgis, á mifli Ásbyrgis og Ástjamar, og þar sjá menn fyrir sér 9 hola völl sem yrði umlukinn skógi og hefði þvi mikla sérstöðu meðal golfvafla hér á landi. En það sem virðist geta komið í veg fyrir að af þessu verði er að Náttútuvemdar- ráð á jörðina Ás og fyrirhugað er að stækka þjóðgaröinn sem þá kæmi inn á hluta jarðarinnar. „Það kæmi þá örlítið horn þjóð- garðsins inn á vallarstæðið eins og við hugsum það,“ segir Þröstur Friðfinsson. „Það er nú komið á annað ár síðan erindið fór fyrst tfl Náttúruvemdarráðs en þó hefur ráðið ekki enn treyst sér til að af- greiða það. Ég er þó bjartsýnn og vona að við getum byrjað í surnar." Ragnar Kristjánsson, starfsmað- ur Náttúraverndarráös, og Einar Sæmundssen landslagsarkitekt hafa skoðað jörðina Ás vegna þessa máls. Ragnar vfldi ekkert tjá sig um þetta mál við DV, sagði málið aðeins hafa verið rætt lauslega inn- an ráðsins en engar ákvarðanir verið teknar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.