Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1993, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1993, Blaðsíða 8
KARLINN í TUNGLINU FM0593 8 FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1993 Neytendur DV kannar verð í matvöruverslunum: Verðmunur á vin- berjum er 84% Hin vikulega verðkönnun DV fór fram í gær og að þessu sinni var far- ið í fjórar matvöruverslanir. Versl- animar voru Hagkaup í Skeifunni, Bónus í Faxafeni, Fjarðarkaup í Hafnarfirði og Mikligarður við Sund. Kannað var verðið á lambalæris- sneiðum, I. flokks, kotasælu (200 g), Gunnars remúlaði (400 ml), kartöflu- mús frá Ágæti (115 g), Kelloggs All- bran (550 g), Ota haframjöli (950 g), Þrif hreingerningarlegi (1600 ml), einu kílói af bláum vínberjum, einu kílói af sveppum, og tveimur lítmm af Pepsí. Mestur verðmunur var á bláum vínberjum eða 84%. Fjarðarkaup var með hæsta verðið eða 355 krónur en Mikligarður með lægsta veröið á 193 krónur. í Hagkaupi var kílóið á 299 krónur en Bónus var ekki með nein vínber til sölu í gær. Næstmestur verðmunur var á I. flokks lambalærissneiðum en þar munaði 57% á hæsta og lægsta verði. Ódýmstu sneiðamar var að finna í Miklagarði á 699 krónur kílóiö en þær dýmstu í Hagkaupi á 1098 krón- ur. Fjarðarkaup var með kílóið á 969 krónur. Bónus var ekki með lamba- lærissneiðar en þar er aftur á móti smáauglýsingin Taktu þátt í leitinni að „ týndu smáauglýsingunni “ í þœtti Ivars Guðmundssonar á milli 2 & 4 alla virka daga. Með DV við höndina getur þú tekið þátt í leiknum og átt von á að vinna DV-derhúfu, mánaðaráskrift að DV eða jafnvel ársáskrift að DV. 11 • I Á milli klukkan 2 og 4 velur ívar Guðmundsson einhverja smáauglýsingu af handahófi og gefur svo hlustendum kost á að finna hana í blaðinu. Hringdu í síma 6 70 957 og freistaðu gœfunnar. Allir þeir sem ná í gegn, hvort sem þeir hitta á réttu auglýsinguna eða ekki, fá DV- derhúfu. Leitin að „týndu ' smáauglý singunni" stendur frá 10. - 21. maí. Þann 21. drögum við svo út einn af vinningshöfunum og hlýtur hann ársáskrift að DV. FM#K7 veittur 10% afsláttur af öllum unnum kjötvörum. Þess má geta að Mikligarður veitir 3% staðgreiðsluafslátt og er sá af- sláttur tekinn inn í allt uppgefið verö hér frá Miklagarði. Á haframjöli frá Ota var 44% verð- munur. Mikligarður var með hæsta verðið eða 199 krónur en Bónus hins vegar með lægsta á 138 krónur. Hag- kaup og Fjarðarkaup voru með sama verðið á haframjöli, 149 krónur. Mikligarður var með hæsta verðið á Kelloggs Allbran, 209 krónur, en Bónus með lægsta verðið, 177 krón- ur. Þar er munurinn 18%. Hagkaup var með allar stærðirnar af Kelloggs Allbran nema 550 g en það er sú stærð sem miðað er við í þessari könnun. í Fjarðarkaupum var verðið 189 krónur. Á sveppum reyndist vera 17% verðmunur. Þar var Mikligarður með hæsta verðið, 643 krónur kílóið, en Fjarðarkaup með lægsta, 549 krónur. Kílóið í Hagkaupi var á 578 krónur. í Bónusi fengust engir sveppir. Mikligarður var með hæsta verðið á Gunnars remúlaði (400 ml) eða 131 krónu en Bónus með lægsta verðið á 114 krónur. Þar er verömunurinn 15%. í Hagkaupi og Fiarðarkaupum var sama verð á remúlaði eða 128 krónur. Á kartöflumús frá Ágæti var verð- munurinn 14%. Hæsta verðið var að finna í Hagkaupi á 79 krónur en það lægsta í Fjarðarkaupum, 69 krónur. Ágætis kartöflumús fékkst ekki í Miklagarði og Bónusi en í báðum verslununum var hins vegar hægt að fá aðrar tegundir, bæði íslenskar og erlendar. Þrif hreingemingarlögur var dýr- astur í Hagkaupi á 179 krónur en ódýrastur í Bónusi á 157 krónur. Þar er verðmunurinn 14%. í Fjarðar- kaupum var verðið 176 krónur. Mikligarður var einungis með 550 g stærðina. Næstminnstur verðmunur var á kotasælu eða 8%. Hagkaup og Fiarð- arkaup voru með kotasæluna á 90 krónur en í Bónusi og Miklagarði var hún á 83 krónur. Minnstur verðmunur var á tveim- ur lítrum af Pepsí eða 5%. Ódýrast var Pepsíið í Fiarðarkaupum á 131 krónu en dýrast í Hagkaupi á 137 krónur. f Miklagarði var það á 133 Hæsta—► Lægsta krónur. Bónus hefur aftur á móti aldrei selt Pepsí. -KMH Kelloggs Allbran 209 kr. Hæsta—► Lægsta rr.■■■ i ..... jirauiEiay Tegundir Mikli- garður Bónus Hagkaup Fjarðar- kaup Lambalærissneiðar, 1. fl. 699 1098 969 Kotasæla 83 83 90 90 Gunnars remúlaði, 400 ml 131 114 128 128 Ágætis kartöflumús, 115 g 79 69 Keiloggs Allbran, 550 g 209 177 189 Ota haframjöl, 950 g 199 138 149 149 Þrif hreinglögur, 1600 ml 157 179 176 Vinber, blá, 1 kg 193 299 355 Sveppir, 1 kg 643 578 549 Pepsi, 21 133 137 131

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.