Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1993, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.1993, Blaðsíða 28
40 FIMMTUDAGUR 13. MAÍ 1993 Afmæli Eitthundrað ára: Vilborg Kristjánsdóttir Vilborg Kristjánsdóttir, fyrrv. hús- freyja á Ölkeldu í Staðarsveit, er hundraðáraídag. Starfsferill Vilborg fæddist á Hjarðarfelli og ólst þar upp við öll almenn sveita- störf þess tíma. Hún missti föður sinn er hún var á fyrsta árinu, móð- ur sína er hún var niu ára en þegar stjúpi hennar lést var hún þrettán ára. Eftir það ólst Vilborg upp hjá Guðbjarti, hálfbróður sínum. Vilborg flutti að Ölkeldu er hún gifti sig og var þar húsfreyja lengst af eftir það. Á þeim tíma breyttu þau hjónin Ölkeldu í blómlega jörð. Þau hjónin létu hluta af jörðinni til elsta sonar síns 1946 og eftir að eiginmað- ur hennar lést 1962 bjó hún áfram á Ölkeldu með syni sínum og tengda- dóttur. Vilborg flutti á Sjúkrahúsið í Stykkishólmi 1988 og hefur dvalið þarsíðan. Fjölskylda Vilborg giftist 27.3.1915 Gísla Þórðarsyni, f. 12.7.1886, d. 20.9.1962, b„ skipstjóra og oddvita á Ölkeldu í Staðarsveit. Foreldrar Gísla voru Þórður Gíslason, b. í Ytri-Tungu í Staðarsveit, og seinni kona hans, Ólöf Jónsdóttir húsfreyja. Börn Vilborgar og Gísla eru Þórð- ur, f. 15.9.1916, b. og fyrrv. skóla- stjóri á Ölkeldu, kvæntur Margréti Jónsdóttur; Elín Guðrún, f. 22.8. 1917, gjft Þórði Kárasyni, fyrrv. lög- regluvarðstjóra og fræðimanni í Reykjavík; Alexander, f. 1.11.1918, d. 11.1.1991, verkamaður á Ölkeldu; Kristján Hjörtur, f. 23.11.1923, bú- fræðingur og fyrrv. b. á Fossi í Stað- arsveit, nú í Borgarnesi, kvæntur Rannveigu Jónsdóttur; Ólöf Fríða, f. 30.11.1927, gift Sverri Gunnars- syni, búfræðingi og b. í Hrosshaga í Biskupstungum; Guðbjartur, f. 1.8. 1931, d. 5.6.1984, búfræðingur og b. á Ölkeldu, kvæntur Ásdisi Þor- grímsdóttur kennara; Lilja, f. 6.11. 1934, sjúkraliði í Reykjavík, gift Marteini Níelssyni jámsmið. Niöjar Vilborgar em nú áttatíu og fjórir talsins. Alsystkini Vilborgar vom Sigurð- ur, f. 5.10.1882, d. 19.9.1969, b. í Hrísdal í Miklaholtshreppi, kvænt- ur Margréti Hjörleifsdóttur, og Þórður, f. 17.10.1889, d. 31.1.1969, b. á Miðhrauni í Miklaholtshreppi, kvæntur Ingibjörgu Guðmundsdótt- urhúsfreyju. Börn Kristjáns með fyrri konu hans, Sigríði Jónsdóttur, vom Guð- bjartur, f. 18.11.1878, d. 9.9.1950, b. og hreppstjóri á Hjarðarfelli, kvæntur Guðbröndu Guðbrands- dóttur, foreldrar Gunnars, fram- kvæmdastjóra Framleiðsluráðs landbúnaðarins; Alexander, f. 27.5. 1881, d. 1.4.1903; Theodóra, f. 18.1. 1883, d. 23.5.1962, gift Þorkatli Guð- brandssyni, verkamanni í Reykja- vík; Stefán, f. 24.4.1884, d. 14.11.1968, vegaverkstjóri í Ólafsvík, kvæntur Svanborgu Jónsdóttur, foreldrar Alexanders, fyrrv. ráðherra. Börn Elínar með seinni manni sín- um, Erlendi Erlendssyni, vom Kristján, f. 28.4.1896, er látinn, b. á Melkoti í Staðarsveit, kvæntur Guð- rúnu Hjörieifsdóttur; Halldór, f. 25.10.1897, núlátinn, b. á Dal í Miklaholtshreppi, kvæntur Önnu Einarsdóttur húsfreyju sem einnig er látin; Ingibjörg, f. 17.4.1901, d. um 1964, saumakona í Kaupmanna- höfn. Foreldrar Vilborgar vom Kristján Guðmundsson, f. 6.6.1852, d. 2.2. 1894, b. í Straumfj arðartungu og á Hjarðarfelli, og seinni kona hans, Elín Árnadóttir, f. 15.8.1858, d. 14.7. 1902, húsfreyja. Ætt Kristján var sonur Guðmundar, b. í Gröf í Miklaholtshreppi, Þórðar- sonar, b. á Hjarðarfelli, Jónssonar, ættfóður Hjarðarfellsættarinnar. Móðir Guðmundar var Þóra Þórðar- dóttir, b. í Borgarholti, Þórðarsonar og konu hans, Oddfríðar Halldórs- dóttur, Ámasonar, Þorvarðssonar, bróður Ragnhildar, langömmu Guðnýjar, ömmu Halldórs Laxness. Elín var dóttir Áma, b. í Stafholti í Vilborg Kristjánsdóttir. Stafholtstungum, Magnússonar, b. á Hofstöðum í Staíholtstungum, Oddssonar. Móðir Elínar var Anna HaUdórsdóttir, b. á Kaðalstöðum í Stáfholtstungum, Jónssonar og konu hans, Elínar Sigurðardóttur. Ólafur Sverrisson Ólafur Sverrisson, fyrrum kaupfé- lagssljóri í Borgamesi, Grænuhlíð 14, Reykjavík, er sjötugur í dag. Starfsferill Ólafur fæddist í Hvammi í Norð- urárdal, ólst upp í Borgarfirðinum og lauk samvinnuskólaprófl 1945. Ólafur var skrifstm. hjá Kaupfél. Þingeyinga á Húsavík 1945-46 og hjá útflutningsd. SÍS í Rvík 1946-50. Ól- afur vann við eftirlits- og leiðbstörf hjá Kaupfélagaeftirl. SÍS1950-54 og var fulltr. í sjávarafuröad. SÍS 1954-58. Hann var kaupfélagsstj. Kaupfél. Húnvetn. á Blönduósi um tíu ára skeið ogframkvstj. Sláturfél. A- Húnvetn., síðar Sölufél. A-Hún- vetn., 1958-68. Ólafur var framkvstj. Vélsm. Húnvetn. sf. og í stjóm Stíg- anda sf. á Blönduósi 1958-68. Hann hefur verið í varastj. Olíufél. hf. frá 1964 og var oddv. Blönduóshr. 1966- 1968. Olafur var kaupfélstj. Kaupfél. Borgf. í Borgam. í 20 ár, eða til 65 áraaldurs. Hann var í stjórn Bifreiða- og trésm. Borgam. 1968-1988 og Vír- nets hf. í Borgam. frá 1968. Hann var form. Kaupfélstjfél. 1971-1974, form. samstarfsn. búvörud. SÍS 1974-1977 og 1978-1981, í sveitarstj. Blönduóss um tveggja ára skeið, í sveitarstj. Borgam. frá 1974-1982 og í stjórn SÍS frá 1975, varaform. þar 1985-1988 og stjform. frá 1989-91. Hann hefur verið í skólan. Sam- vinnusk. á Bifröst frá 1976, form. frá 1985, hefur starfað með Lionshreyf. alla tíð, var einn af stofn. Lions- klúbbs Blönduóss, umdæmisstj. Li- onshr. 1979-1980 ogfjölumdæmisstj. 1980-1981. Ólafur var í stjóm Vinnumála- samb. samvinnufél. 1981-91, þar af form. frá 1988 og í stjóm Fiskrækt- arstöðva Vesturl. frá 1985. Hann hefur verið í stjóm Samvinnusjóðs ísl. frá 1986 og form. Osta- og smjör- sölunnar frá mars 1988. Fjölskylda Ólafur kvæntist 4.6.1949 Önnu Ingadóttur, f. 29.4.1929, húsmóður. Foreldrar hennar vora Ingi Hall- dórsson, bakarameistari í Rvík, og Guðlaug Erlendsdóttir. Böm ðlafs og Önnu eru: Sverrir, f. 28.10.1950, dr. í eðlisfr. ogbúsettur í Englandi, kvæntur Shameem Ól- afsson, BA í arabísku og þýsku, og eiga þau tvö börn; Hulda, f. 4.6.1953, sjúkraþjálfari, gift Stefáni Stefáns- syni, sagnfr. og fulltr. í mennta- mráðun., og eiga þau þrjú böm; Ingi, f. 26.12.1954, dr. í jarðeðhsfr. og kennari við VÍ, kvæntur Ragnhildi Ásgeirsdóttur kennara og eiga þau þrjú böm; Ólafur, f. 23.1.1957, við- skiptafr. ogforstj. Samskipa, kvænt- ur Ingibjörgu Kristjánsdóttur lands- lagsarkit. og eiga þau tvö börn; og Anna Elísabet, f. 2.7.1961, matvæla- og næringarfr. NLFÍ, gift Viðari Viðarssyni rafmagnsverkfr. og eiga þautvöböm. Systkini Ólafs em: Guðmundur, f. 30.9.1917, eftirlitsm. í Borgam., kvæntur Sigríði Stefánsdóttur; Andrés, f. 27.12.1918, leigubifrstj., kvæntur Emu Þóröardóttur; Vig- dís, f. 27.3.1920, húsm., gjft Jóni Sig- urbjörnssyni, fyrrv. deildarstjóra hjá RÚV; Ásgeir, f. 9.6.1928, starfsm. VÍS og hljómlm., kvæntur Sigríði Magnúsdóttur; og Einar, f. 9.6.1928, starfsm. í Sfjómarráð., kvæntur Vilborgu Þorgeirsdóttur. Foreldrar Ólafs voru Sverrir Gíslason, f. 1885, d. 1967, b. í Hvammi í Norðurárdal, fyrsti form. Stéttar- samb. bænda, og Sigurlaug Guð- mundsdóttir, f. 1890, d. 1972. Ætt Sverrir var sonur Gísla, prófasts í Stafholti, bróður Indriða rithöf- undar. Gísh var sonur Einars, smiðs Jón Kjartan Sigurfinnsson Jón Kjartan Sigurfinnsson múrara- meistari, Hjallavegi 17, Reykjavík, erfertugurídag. Fjölskylda Jón fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Bústaðahverfinu. Hann kvæntist 31.12.1976 Bryndísi Þor- geirsdóttur, f. 3.1.1955. Hún er dótt- ir Þorgeirs Magnússonar og Jósef- ínu Hafsteinsdóttur. Dætur Jóns og Bryndísar era: Berglind Soffia, f. 30.4.1980; og Ey- dís Sigrún, f. 16.12.1992. Jón á fimm systkini, þau era: Guðlaug Anna, f. 20.3.1952, gift Ingva Þór Kristinssyni, búsett í Reykjavík og eiga þau þrjú böm; Rúnar Pálmi, f. 4.11.1954, búsettur í Reykjavík; Aðalbjörn Ari, f. 30.12. 1957, kvæntur Dóra Þórhallsdóttur, búsett í Hafnarfirði og eiga þau tvö böm; Logi, f. 1.9.1963, kvæntur Jón- ínu Ágústsdóttur, búsett í Kópavogi og eiga þau tvo syni; og Guðrún, f. 12.6.1969, gift Gústav Gústavssyni, búsettíGarðabæ. Foreldrar Jóns eru Sigurfinnur Arason, f. 13.9.1931, úrsmiður og Margrét Svava Matthíasardóttir, f. 9.9.1933, húsmóðir. Þau búa í Reykjavík. í Krossanesi í Skagafirði, Magnús- sonar. Móðir Einars var Sigríður, systir Benedikts, langafa Einars Benediktssonar og Jóns Þorláks- sonar forsætisráðherra. Móðir Gísla var Eufemía Gísladóttir sagnarit- ara, Konráðssonar, fóður Konráðs Fjölnismanns. Móðir Sverris var Vigdís Pálsdóttir, alþingismanns í Dæh í Víðidal, Pálssonar. Sigurlaug er dóttir Guðmundar, b. og oddvita á Lundum í Stafholts- tungum, Ólafssonar. Móðir Sigur- laugar var Guðlaug Jónsdóttur, b. á Melum í Hrútafirði, Jónssonar og Ólafur Sverrisson. konuhans, Sigurlaugar Jónsdóttur. Ólafur og Anna taka á móti gest- um á heimili sínu á milli kl. 17 og 19 á afmælisdaginn. Jón Kjartan Sigurfinnsson. Sigurður B. Halldórsson, Akurbraut 11, Njarðvík. Snjólaug Guðmundsdóttir, Ámesi, Lýtingsstaðahreppi. Björg Guðmunds- dóttir, Dvalarheimili aldraðra, Sauð- árkróki Björgtekurá móti gesttim á Dvalarheimili aldraðraá Sauöárkróki á millikl. 14.30 og 17 á afmælisdaginn. Vilhjálmur K. Guðmunds- son, fyrrv. bifreiða- stjóri, Skúlagötu40, Reykjavfk. Vilhjálmur dvelur á Spáni áafmæhsdaginn. 60 ára ÓIöfH. Ágústsdóttir, Karfavogi 36, Reykjavík. ’ Ólöf verður að heiman á afmælis- daginn. Sigurður Jónsson, Eyrargötu 11, Siglufirði. E h'sabet Sigurðardóttir, .mai Brimhólum, Vestmannaeyjum. Kfistín Herdís Magnúsdóttir, Reykjarfirði, Árneshreppi. 50ára Einar A.Pétursson, Vesturási 39, Reykjavik. Davíð Eyrbekk, Fagragarði 10, Keflavík. Davíð tekur á móti gestum á heim- ih sínu eftir kl. 18 á afmæhsdaginn. Haraldur Þórðarson, Gunnarsbraut 36, Reykjavík. Guðfinna Guðmundsdóttir, Nesvegi54, Reykjavík. ara Guðlaug Richter, Mávahlíð 40, Reykjavík. Guðrún Andrésdóttir, Hjarðarbóh, Ölfushreppi. Gunnar Viðar Friðriksson, Byggðavegi 89, Akureyri. Gunnar Jakob Haraldsson, Sogavegi 36, Reykjavík. Tryggvi Már Valdimarsson, ^eirubakka 20, Reykjavík. Halldór Ráfn Ottósson, skipstjóri, Reykjabraut20, Þoriákshöfn. Halldór verður fertugur á upp- stigningardag, þann 20. mai, en tek- ur á móti gestum á heimili sínu föstudaginn 14. maí eftir kl. 19.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.