Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1993, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1993, Síða 12
12 Spumingin MÁNUDAGUR 14. JÚNÍ 1993 Hvað lestu helst? Gylfi Þórisson: Námsbækumar, nema kannski í sumar. Bjarni Gunnarsson: Allt nema kennslubækur, enda kennari sjálfur. Agla Björk Róbertsdóttir: Dagblaðið, maður! Hvurslags spurning er þetta •eiginlega? Sigurður Valur Ásbjarnarson: Þessa dagana les ég sögur sem þeir settu saman Sverrir Kristjánsson og Tóm- as Guðmundsson - holl lesning. Höskuldur Sigurðsson: AUt sem ég kemst yfir. Pálina G. Guðmundsdóttir: Morgun- blaðið og Dagblaöið þegar tími gefst - og tímarit. Lesendur Strætisvagnar Reykjavlkur breytist í hlutafélag: Gegn vilja fólksins Fulltrúar starfsmannadeildar SVR skrifa: Meirihluti sjálfstæðismanna í borgarstjóm Reykjavíkur hefur tek- ið trú á einkavæðingu. Þess vegna á nú að breyta Strætisvögnum Reykja- víkur í hlutafélag og líklegt er að næsta skref verði einkavæðing þess- arar eignar borgarbúa. Nú eru erfiðir tímar hjá mörgum, atvinnuleysi og slæmt ástand á mörgum heimilum. Færri og færri munu því hafa efni á því að reka einkabíl. Aldrei má heldur gleyma þeim fjölda borgarbúa sem hafa enga möguleika á að ferðast á annan hátt en með almenningsvögnum. í nýlegri viöhorfskönnun, sem gerð var fyrir Borgarskipulag og Borgarverkfræð- inginn í Reykjavík, kemur fram að 75% aöspurðra töldu æskilegt að minnka umferð einkabíla. Flestir töldu bætta þjónusta SVR, tíðari ferðir og lægri fargjöld vera heppi- legustu leiðina til að draga úr notkun einkabílsins. í fjósi alls þessa væri eðlilegt aö þeir sem stjóma kæmu til móts við vilja og þarfir fólksins og sætu nú og skoðuðu möguleikana á bættri og aukinni þjónustu. Svo er ekki. Tíminn er nýttur til að undirbúa hlutafélagsstofnun sem fyrsta skref yfir í einkavæðinguna. Því hefur ver- ið haldið fram að reksturinn verði nútímalegri og pólitísk afskipti hverfi. Hvemig verður reksturinn nútímalegri? Engin svör hafa borist viö þvi. Raunar segir í plaggi sem starfsmenn fengu boðsent í leigubíl mánudaginn 7. júní: „í hlutafélagi verða stjómendur að standa sig og er umbunað eftir því. Starfsmenn „Flestir töldu bætta þjónusta SVR, tíðari ferðir og lægri fargjöld vera heppi- legustu leiðina til að draga úr notkun einkabílsins," segir í bréfi ritara. verða að gera slíkt hið sama.“ Hvað þýðir þetta? Að stjómendur og starfsmenn þurfi ekki aö standa sig ef þeir vinna hjá hinu opinbera? Þá höfum við alltaf misskilið okkar störf hjá borginni. Við höfum alltaf álitið að við þyrftum að standa okkur í okkar vinnu. og þær kröfur hafa alltaf verið gerðar til okkar. Hafa stjómendur fyrirtækisins ekki staðið sig í sinni vinnu og þar með stjómar- formaður SVR, Sveinn Andri Sveins- son? Kommúnisti í f lokksforystu? Lúðvíg Eggertsson skrifar: Það er kunnara en frá þurfi að segja aö margir leiðandi menn í Sjálf- stæðisflokknum voru fyrrum komm- únistar. Þeirra á meðal voru Jónas Haralz, sem fluttur er til Bandaríkj- anna. Annar var Benjamín H.J. Ei- ríksson, sem hætti með öllu pólitísk- um afskiptum þegar Bjöm Bjarna- son móðgaði hann í Morgunblaðinu. Þriðji áhrifamaðurinn af þessum toga var Ólafur Björnsson, sem í nýlegum sjónvarpsþætti lýsti komm- únískri fortíð sinni í Kaupmanna- höfn. Ólafur var hættur kennslu í HÍ og gamall orðinn. Allir þessir menn áttu dijúgan þátt í stefnumót- un Sjálfstæðisflokksins í gegnum ár- in. Ýmsir sjálfstæðismenn telja að brotthvarf þeirra af vettvangi stjórn- málanna sé ein ástæðan fyrir veikri stöðu flokksins í dag og minnkandi fylgi meðal kjósenda samkvæmt skoðanakönnunum. Mæna þeir á nýjan forystumann úr röðum komm- únista. Þar kemur helst til greina Ólafur Ragnar Grímsson, sem er póhtískur fimleikamaður. Hann hef- ur verið kommúnisti, krati og fram- sóknarmaður. Skrifar hann nú títt í Morgunblaðið og leggur á ráðin um lausn vandamálanna. Er svo komið að jafnvel Davið Oddsson hefur boðið honum í þjóð- stjórn. Eftir nokkra vist í Sjálfstæðis- flokknum gæti Ólafur Ragnar leitað fyrir sér í Kvennalistanum. Konur og jaf nrétti Sigrún skrifar: Ég las viðbrögð Önnu Ólafsdóttur Bjömsson kvennalistakonu í einu af dagblööum landsins nú nýlega þar sem hún fordæmir ráðningu Össurar Skarphéðinssonar í embætti um- hverfisráöherra. Anna segir ráðn- inguna vera skilaboð til kvenfólksins í Alþýðuflokknum um að þeim séu ekki ætlaðar neinar valdastöður þar á bæ. Ekki veit ég hvaö það var ná- kvæmlega sem réð því að Össur var valinn umfram Rannveigu, en bæði eru þau eflaust hæfir einstaklingar og með mikla reynslu á sínu sviði. Kvennalistakonur og aðrar konur eru samt alveg vissar um að þama var það kynferði Össurar sem réð úrslitum. Mér.finnst það til skammar að kon- ur ætiist til þess aö konur séu ráðnar umfram karla í stöður aðeins vegna þess að þær eru konur. Ef málinu er þannig háttað þá hefur eitthvað farið úrskeiðis í kvennabaráttunni. Þá eru konur ekki lengur að beijast fyrir jafnrétti heldur sérréttindum. Mér finnst konur oft gleyma aö líta í eigin barm þegar þær benda á hin og þessi dæmi í þjóðfélaginu þar sem þeim finnst að þeim hafa verið mis- munað. Hvað myndu þær til dæmis segja ef karlar tækju upp á því að stofna sérflokk bara fyrir karla, sam- anber Kvennalistann? Hvað myndu þær segja ef karlprestar héldu sér- stakar messur fyrir karla, eins og þessar kvennamessur sem nú em í gangi einu sinni í mánuöi. Já, þá held ég að margar konur yrðu fljótar að hlaupa í Jafnréttisráð og gera allt vitiaust. Vissulega hafa konur ástæðu til að berjast fyrir því að þeim sé ekki mis- munað vegna kynferðis, en það verð- ur að gerast á réttan hátt. Karlmenn eiga ekki að líða fyrir það að vera karlmenn eins og konur hafa þurft að líða fyrir sitt kynferði í gegnum aldirnar. Þá erum við konur engu betri en karlrembumar. Það má líka benda á að það eru margir karlmenn í þjóðfélaginu sem eru sama sinnis og kvenréttindakon- ur. Þessir karlmenn væru reiðubún- ir að vinna með konum að jafnrétti en þeim er samt meinað það ogaettir í sama bás og öll hin karlrembusvín- in. Hvar er allt jafnréttið? „Mér finnst þaft til skammar að konur ætlist til þess að konur séu ráðnar umfram karla í stöður aðeins vegna þess að þær eru konur," segir bréfritari. Halldór hringdi: Stöð 2 hefur tekið sig til og sýn- ir leiki bandarísku körfuboltalið- anna Chicago Bulls og Phoenix Suns i beinni útsendingu. Leik- irnir fara að vísu fram á næturn- ar að íslenskum tíma en það aftr- ar mér ekki frá þvi að fylgjast með. Ég veit að það á viö um marga aðra, menn láta þetta eftir sér, jafhvel þó að þeir séu í vinnu en ekki í sumarfríi. Að horfa á beina útsendingu á úrslitaleik í NBA-deildinni er ógley manleg skemmtun og Stöð 2 á þakkir skildar fyrir þetta fram- tak. Hugmyndarík- ■........■■.......... Hulda skrifar: Ég las frétt i DV fimmtudaginn 10. júní að unglingar í Hafnarfirði tækju að sér að þvo bíla fyrir við- skiptavini Fjaröarkaups fyrir Jiti- ar 300 krónur á bíL Framtakið var liður í „Tækifæri", samtök- um sem stefnt er gegn atvinnu- leysi ungs fólks. Framtak þessa unga fólks lýsir hugmyndaauðgi og er til fyrir- myndar. í þessu blessaða kreppu- tali, sem ætiar alla lifandi að drepa hér á landi, eru það svona fréttir sem fylla mann bjartsýni. Það þarf ekkert nema viljann til að bjarga sér. Kemur lækk- uninframhér? Baldvin hringdi: Ég las um það á viðskiptasíðu DV aðheimsmarkaðsverð á bens- íni hefur lækkað mjög undan- íkrnar 5 vikur. Verðið var 202 dalir á tonnið en hefur lækkað á þessumfimm vikum niður í 188,5 dollara. Það samsvarar um 7% lækkun verðs og maður skyldi ætla að það komi fram í bensín- verði hérlendis. En sá möguleiki hefur ekki einu sinni verið rædd- ur, því hann er eflaust fjarlægur. Bensínfélögin eru jafnan fljót að heimta hækkun á bensínverði þegar heimsmarkaðsverðið hækkar, en einhvern veginn eru þau alltaf seinni til að leggja til lækkun útsöluverösins þegar þróunin er i hina áttina. Þessvirði aðhorfaá Óskar skrifar: Eins og öðru ungu fólki, þá þyk- ir mér afskaplega gaman að bregða mér á bíó. Fiestar myndir sem maður sér hafa eingöngu af- þreyingargildi og gegna því eina hlutverki að fá mann tti að skemmta sér í skamman tíma og gleyma hinu daglega amstri. Þó eru einstaka kvikmyndir sera eru framleiddar með annað í huga, myndir sem skilja eitthvað eftir. Ein slík er nú sýnd í Stjörnu- bíói en það er gamanmyndin Groundhog Day. Þar fer hinn stórskemmtilegi Bill Murray á kostum í mynd sem eflaust á eftir að verða sígild. Hún er allt öðru- visu én raaður á að venjast en kemur ánægjulega á óvart. Sýniðtil- litssemi Kári hringdi: Þeir sem hafa gaman af að hlaupa sér tti hetisubótar skipta hundruðum hér á höfuðborgar- svæðinu. Þeir eiga þó erfitt um vik því bifreiðastjórar sýna hlaupurum mjög litia tillitssemi í umferðinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.