Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1993, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1993, Blaðsíða 44
F E Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Frjalst,óháð dagblað MÁNUDAGUR 14. JÚNÍ 1993. EMíbridge: Sigur og tap íslendinga íslenska landsllðiö í bridge tapaði í gærkvöld fyrir landsliði írlands með 22 stigum gegn 8 í Evrópumeist- aramótinu í bridge. Fyrr um daginn hafði íslenska liðiö lagt Ungverja að velli með 20 stigum gegn 10. Tyrkir eru í fyrsta sæti með 46 stig en í dag spila íslendingar, sem eru í 20. sæti eftir tvær umferðir, við Kró- ata, sem eru í 23. sæti, og Þjóðverja, sem eru í 22. sæti. 29 þjóðir mættu til keppninnar sem fram fer í Frakklandi og komast 4 efstu þjóðirnar á heimsineistaramót- ið sem haldið verður í Chile í ágúst. Tveir nýirráð- herrar í dag Ráðherraskipti verða í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar í dag. Össur Skarphéðinsson tekur við sem um- hverfisráðherra af Eiði Guðnasyni og Guömundur Árni Stefánsson tek- ur við sem heilbrigðis- og trygginga- ráðherra af Sighvati Björgvinssyni. Sighvatur sest í stól Jóns Sigurðsson- ar, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Boðað hefur verið til tveggja ríkis- 'ráðsfunda vegna þessa á Bessastöð- um í dag og hófst sá fyrri klukkan 10.30 í morgun. Að loknum fundun- um býður Vigdís Finnbogadóttir, for- seti ísland, ráðherrunum til hádegis- verðar. Síðdegis fara síðan fram lyklaskipti í fyrrnefndum ráðuneyt- um. -kaa Uppreksfiri frestað umfimm daga Gylfi Kristjáasson, DV, Akureyri: Samkomulag hefur náðst milli Landgræðslunnar og aðila í Mý- .-ivatnssveit um að bændur þar fresti upprekstri á sauðfé sínu um fimm daga frá því sem áður var ákveðið. Bændur máttu samkvæmt eldra samkomulagi reka 15% fjárins upp á öræfin í síðustu viku og gerðu það. Nú í vikunni máttu þeir fara með 25% fjárins og síðan það sem eftir var á tveimur næstu vikum. í eldra samkomulaginu var ákvæði um að fresta mætti upprekstri eftir aðra skoðunarferð um upprekstrarlöndin og það var ákveðið sl. fostudag. Kærði nauðgun Kona í Reykjvík kærði mann í morgun fyrir nauðgun. Maðurinn - sem talið er að hafi verið ölvaður er nú í haldi lögreglu og hefur málið veriðsentRLRtilrannsóknar. -pp LOKI Það má eiginlega segja að ísfirðingar hafi gefið skít í sorpið! Vangoldnir tollar nema 80 milijónum Allur innflutningur á frönskum kartöflum frá því áriö 1989 er til athugunar hjá embætti Ríkistoll- stjóra samkvæmt heimildura ÐV, Tvö fyrirtæki hafa verið kærð til ríkissaksóknara fyrir brot á tolla- lögum og mál þriðja fyrirtækisins hefur verið sent rannsóknarlög- reglu til rannsóknar. Mál fjóröa fyrirtækisins verður iiman skamms kært til ríkissaksóknara. Samkvæmt heimildum DV eru mál tveggja til þriggja annarra inn- flutningsaðila franskra kartaflna í rannsókn hjá embætti Rikistoll- stjóra og nema tollasvik þeirra fyr- irtækja milljónum króna. Jöfitunargjald á frönskum kart- öflum var 190% árið 1988 en var lækkað niður í 120% árið 1989 og er það enn 120% í dag. Á þessum tíma var einnig 30% tollur á inn- fluttum frönskum kartöflum. Fyrirtækin hafa öll staðið að inn- flutningi á frönskum kartöflum og eru talin hafa greitt lægri tolla og jöfiiunargjöld en verðmæti inn- flutningsins nemur. Vangoldnir tollar og jöfnunargjöld fyrirtækj- anna nema 80 milljónum króna og hefur rannsókn þeirra mála sem send hafa verið ríkissaksóknara staðið í meira en hálft annað ár. í tilviki annars fyrirtækisins, sem kært hefur verið til rikissaksókn- ara, voru tveir reikningar sendir frá söluaöila frönsku kartaflnanna erlendis og við tollafgreiöslu fram- vísaði fyrirtækið aðeins öðrum reikningnum og greiddi því aðeins tolla og jöfnunargjald af hluta þeirra kartaflna sem fluttar voru inn. í tilviki annars fyrirtækis voru frönsku kartöflurnar upprunalega keyptar; frá; Hollandi. Hollenski söluaðilinn sendi reikningana fyrir kartöflunum til dansks fyrirtækis sem svo aftur sendi þá með lægri upphæð til innflutningsaðilans á íslandi. Það fyrirtæki borgaði því tolla og jöfnunargjald af lægri upp- hæð en ekki verðinu sem kartöfl- urnar voru keyptar á í Hollandi. Þriðja fyrirtækið flutti inn franskar kartöflur frá Kanada og lék svipaðan leik og fyrstnefnda fyrirtækið; greiddi aðeins brot af þeirri upphæð sem það hefði átt að greiða í tolla og innflutningsgjald við innflutning. „Auðveldara er að ná utan um þessi mál og Iiafa eftirlit með þeim ef tollar eru greiddir af magni en ekki verðmæti. Frumvarp þess efn- is liggur fyrir Alþingi en ekki tókst að koma því í gegn á seinasta þingi," sagði Kristinn Ölafsson toll- gæslustjóri í samtali við DV í gær. Hann sagði að ef þessi breyting á lögunum næði fram að ganga yrði allt eftirlit miklu auðveldara. -pp 150 Norðmenn ætla til Islands til að kaupa sér hesta Himdrað og fimmtíu Norðmenn hafa lýst yfir áhuga sínum á að koma með bát til íslands til að kaupa hesta. Þessiferðhefurveriðauglýstnokkuð, í Noregi í vetur. „Það verður tekin ákvörðun nú í júní um hvort ferðin verður farin í sumar eða næsta sumar. Við eigum von á íslendingum hingað nú á næst- unni til fundar við okkur,“ segir Pett- er Skogvold frá Suðurmæri sem skipulagt hefur ferðina. Hann segir öll tilskilin leyfi hafa fengist frá norskum yfirvöldum fyrir hrossakaupunum. Að sögn Skog- volds verður pláss fyrir um hundrað hesta í bátnum sem tekinn verður á leigu og ekki útilokað að fleiri verði keyptir. Aðilar alls staðar að í Noregi hafa áhuga á kaupum á íslenskum hestum. „Það er ekki til að hagnast á þessu sem menn leggja í svona ferð heldur til að styrkja íslenska hestastofninn hér.“ í Noregi eru nú um það bil þijú þúsund íslenskir hestar. Jón Friðriksson frá Vatnsleysu í Skagafirði hefur verið í sambandi við Norðmennina fyrir hönd Félags hrossabænda. Hann segir að hér sé um mjög athyglisverða hugmynd að ræða og framkvæmanlega en hún þurfi hins vegar nokkum undirbún- ing. Jón sagðist hafa haldið að Norð- mennirnir væru hættir við allt sam- an en það væri ánægjulegt ef af ferð- inni gæti orðið. -IBS/Ari Ingaló fékk fern verðlaun Fjöldi fólks lagði leið sína á Þingvöll um helgina til þess að skoða letrið sem Þórarinn Þórarinsson arkitekt fann þar. Unnur Eir og Ragnar Logi sáu stafina greinilega. DV-rnynd ÞÖK Sólveig Amarsdóttir fékk silfur- höfrung fyrir best leik í kvenhlut- verki og Ásdís Thoroddsen fékk einnig silfurhöfrung fyrir besta handritið á alþjóðlegu kvikmynda- hátíðinni í Troia í Portúgal nýlega. Þá fékk Ingaló aðalverðlaun alþjóð- legu, kaþólsku dómnefndarinnar Ocic. Sólveig Arnarsdóttir hlaut einnig verðlaun fyrir besta leikinn á kvikmyndahátíð í San Remo á Ítalíu. „Ég er mjög ánægð með þetta. Portúgalska kvikmyndahátiðin er vel virt og kaþólsku verðlaunin em dálítið sérstök vegna þess að dóm- nefndarmenn leggja líka siðferðilegt mat á myndimar,“ segir Ásdís Thor- oddsen. -GHS Veðriðámorgun: Víða létt- skýjað Á morgun verður hæg breytileg átt og viða léttskýjað inn til lands- ins. Einnig verður léttskýjað á Suður- og Austurlandi. Ánnars staðar skýjað en þurrt. Hiti verð- ur 5-7 stig viö ströndina en ann- ars 8-15 stig. Hlýjast verður inn til landsins. Veðrið í dag er á bls. 52 ORYGGI - FAGMENNSKA LANDSSAMBANÐ ÍSL. RAFVERKTAKA r f f

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.