Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1993, Qupperneq 8
8
LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1993
Vísnaþáttur
Kannað
hef ég kalt
og heitt
„Umhugsunin um annað líf er
sjálf eitt af ævintýrum þessarar
jarðnesku tilveru, en auk þess er
hún bezta vegaljósið til þess að
gréina á milli sannra og falsaðra
gæða lífsins. Og jafnvel dauðinn,
þótt ekkert tæki við eftir hann er
hið frjósamasta efni daglegra hug-
leiöinga. Þaö, sem viö venjulega
köllum dauða, er ekki nema síðasti
áfangi dauðans. Við erum að deyja
alla okkar ævi, andartökin fæöast
og deyja í senn, hver stund, sem
líður, er horfm og verður ekki aftur
tekin. Sál okkar er heimtuð af okk-
ur á hverjum degi, í hverri andrá.
Alltaf styttist leiðin til grafar við
hvert spor, sem við stigum. Dauð-
inn minnir okkur á að lifa, lifa af
alefli, vaxa, starfa, njóta. Ef við
finnum ekki, að lífið verði því auð-
ugra og hvert augabragð því dýr-
mætara sem ævin styttist meir, þá
erum við alltaf að tapa, þá kemur
ekkert í tekjudálkinn móti útgjöld-
unum. Þá verður lífið í raun og
veru alveg óviðunandi."
Þannig kemst meistari Sigurður
Nordal að orði í ritverki sínu „Líf
og dauði“, sem kom út í Reykjavík
1943, í hók sem ber heitið „Afangar
I“, en þar birtust í fyrsta sinn á
prenti erindi, sem hann hafði flutt
í Ríkisútvarpinu og vakið höfðu
meiri athygli hlustenda en flest
annað, sem þar heyröist. Þessi orð
hans minna okkur á að halda vöku
okkar.
Bjama Jónssyni á Sýrpparti á
Akranesi (1859-1936) hefur veriö
það ljós er hann kvað:
Að mér sezt er ævihaust,
útveg flestum hallar.
Því er bezt að bera í naust
bát og festar allar.
Halldór HaUgrímsson, hrepp-
stjóri á Melum í Svarfaðardal
(1840-1920), orkti svo um sjálfan sig
á efri árum:
Ég hef ætið elskað frið
alla mína daga.
Því er leiðarlokin við
lítil ferðarsaga.
Gera má því ráð fyrir að hann
hafi verið sáttur við lífið, ef til vill
notið þess öðrum betur, sé miðað
við orð þýzka sagnfræðingsins Le-
opolds von Ranke, sem hélt því
fram að „hamingjutími mannkyns-
ins væru auðu síðumar í mann-
kynssögunni".
Jónas Guðmundsson, prestur á
Staðarhrauni (1820-97), var gest-
komandi hjá Andrési Fjeldsted á
Hvítárvöllum og orkti að tilmælum
hans:
Frá heimi í trú um hærra gagn
hugsa ég nú og kveð hann.
Hönd er lúin, minnkar magn,
mál er aö búast héðan.
Margur er sá, er spyr sjálfan sig:
„Er nokkuð hinum megin?" Friðrik
Bjömsson frá Hofsósi svarar
spurningunni þannig:
Eins og þoka eyðist ský
og okkur hverftir staður.
Hvað við tekur þá úr því
það veit enginn maður.
Friðrik Hansen, kennari á Sauð-
árkróki (1891-1952), lýsir viðhorfi
sínu til þess, sem við tekur, á svo-
felldan hátt:
Aldrei kveldar, ekkert húm.
Elíf sýn til stranda.
Enginn timi, ekkert rúm,
allar klukkur standa.
Sigurbjöm Jóhannsson frá Fóta-
skinni í Aðaldal (1839-1903), sem
fluttist ásamt fjölskyldu sinni til
Vesturheims 1889, telur betra líf
taka við að þessu loknu:
Héðan frá við hrekjast megum
heims nær þjáir vald,
skálann háa alhr eigum
uppheims bláa tjald.
Bragi Jónsson í Hoftúnum í Stað-
arsveit (Refur bóndi) kallar þessa
vísu sína „Endasprettinn":
Heims mér glettur hér og þar
hitt og þetta kenna.
Endasprettinn ævinnar
ekki er létt að renna.
En ekki er nú öldungis víst að
allir hljöti himnaríkisvist, þótt þeir
óski þess, aðrir kostir koma til
greina og kæmu sumum vel, að
minnsta kosti hefur Sigurborg
Bjömsdóttir talið að svo væri, þeg-
ar hún kvað:
Sá er kannar kuldann hér
kannski verður feginn,
ef hann fær að orna sér
við eldinn hinum megin.
Jón Arason, verkamaður í
Reykjavík, gerir grein fyrir því
hvernig hann kysi helzt að skilja
við þetta líf:
Vísnaþáttur
Þegar nálgast stundin stríð
stend ég fljóts á bökkum,
kveðja vil ég land og lýð
og lífið sjálft með þökkum.
og bætir við:
Öngu kvíða eg því kann,
er ég mæli þanninn,
því yfir fljótið ömggan
á ég ferjumanninn.
Kristján Ólason, skrifstofumaður
á Húsavík (1894-1975), síðast í
Reykjavík, hefur ekki óttast kveð-
justundina þegar hann kvað:
Kannað hef ég kalt og heitt
kátur meðal gesta.
Nú er bara eftir eitt
- ævintýrið mesta.
Guðjón Benediktsson, múrari í
Reykjavík (1896-1977), orkti á sín-
um efri ámm:
Er mig tekin elli að hrjá,
engin von að linni.
Sér nú fyrir endann á
ævisögu minni.
Breiðfirzk kona vitjaöi vinkonu
sinnar (Bjameyjar Arnórsdóttur
frá Tindum í Geiradal - bjó á Hofs-
stööum í Reykhólasveit) í draumi
og kvað:
Yfir um álinn bátinn bar,
blikaði sól um fold og mar.
Ég ýtti að hlein og eygði þar
ástina og lífiö - hvar sem var.
Ánægjuleg tilhugsun fyrir þá sem
trúa á framhald lífsins handan við
gröf og dauða. Torfi Jónsson
Matgæðingur vikunnar
Lax og súkku-
laðifrauð
„Þessi réttur hefur það sér til
ágætis að hægt er að hafa allt til-
búið áður en gestir koma. Aðeins
er eftir að stinga laxinum í ofninn
og rétt gefst tími til að borða t.d.
súpu eða forrétt meðan hann er að
bakast," segir Ásta Thoroddsen,
matgæðingur vikunnar. Hún starf-
ar sem hjúkrunarfræðingur á
Grensásdeild Borgarspítala og er
lektor í hjúkrunarfræðum við HÍ.
Aðspurð segist hún aldrei hafa
veitt lax sjálf né annan fisk en það
komi ekki að sök þar sem ferskur
lax fáist víða.
Gráðostfylltur lax
með sérrísósu
800 g flakaður, ferskur lax
8 msk. gráðostur
bráðið smjör
salt og hvítur pipar
Laxinn er flakaður og alveg bein-
hreinsaður og síðan skorinn í
stykki. Fállegast er að hafa stykkin
lítíl eða u.þ.b. 5 cm. Ætiið 2 stykki
á mann. Skorin er rauf ofan í hvert
stykki eftír endilöngu og gráðosta-
bita stungið þar ofan í. Gætið að
að skera ekki alveg niður í roð.
Laxinum er síðan raðaö á smjör-
pappír í ofnskúffu, penslaður með
bræddu smjöri og saltaður htillega
og pipraður. Hitið ofninn í 200° og
bakið laxinn í 6-8 mínútur.
Sérrísósa
2 dl hálfsætt sérrí
1 fiskteningur
1 dós sýrður rjómi
1 dl saxað dill
2 msk. smjör
Sérríið er sett í pott, suðan látín
koma upp og fiskteningurinn er
muhnn út í og látinn sjóða í sérrí-
inu í u.þ.b. 10 mínútur. Sýrða ijóm-
anum er bætt út í og hrært vel og
sósan látin sjóða í 2-3 mínútur.
Dillinu og smjörinu þá bætt út í.
Ásta Thoroddsen býður upp á lax
i aðalrétt. DV-mynd GVA
Sósan er borin fram heit með laxin-
um.
Ferskt salat og kartöflur fara vel
með þessu.
Súkkulaðifrauð
100 g suðusúkkulaði
3 msk. Tia Maria eða Kahlua-líkjör
4 egg, aðskihn
4 blöð matarlím
1-2 msk. vatn
rúmlega 1 peh rjómi
Súkkulaðibráð
100 g suðusúkkulaði
2 msk. smjör
Rjóminn er þeyttur og geymdur
í kæh meðan annað er útbúið.
Matarlímið er lagt í kalt vatnsbað.
Súkkulaðið er brætt og út í það er
hrært hkjörnum og eggjarauðun-
um. Matarlímið er leyst upp í 1-2
msk. af heitu vatni, látið kólna og
síðan bætt út í súkkulaðiblönduna.
Þeytta ijómanum er blandað út í
súkkulaðið með sleif. Eggjahvít-
urnar eru stífþeyttar og blandað
varlega saman við súkkulaöið.
Kökuform með lausum botni, 18-20
cm, er penslað htihega með olíu,
súkkulaðifrauðið sett þar í og kælt
þar til stífnar (verður ekki mjög
stíft). Síðan hvolft á kökudisk og
kökuformsbotninum snúið varlega
út af. Síðan kemur rúsínan í pylsu-
endanum.
Bræðið saman smjör og súkkul-
aði. Það er ekki hlaupið að því að
þekja súkkulaðifrauðið með
bráðnu súkkulaði svo vel fari.
Hnoðdúkurinn í Tuppervare plast-
inu auðveldar manni verkið við aö
fletja út kringlóttar kökur og bök-
ur. Besta leiðin til að koma bráðnu
súkkulaði ofan á frauðið er að
leggja filmuplast ofan á Tupper-
vare hnoðdúk (eða eitthvað annað
kringlótt) og smyrja bráðnu súkk-
ulaöi á filmuna. Gera þarf ráð fyrir
þvermáli kökuformsins sem notað
var og köntunum líka. Samhent
hjón taka síðan í filmuplastíð með
súkkulaðinu á með krosslögðum
höndun, snúa því við og leggja ofan
á frauðið. Plastínu er síðan þrýst
varlega að börmunum. Súkkulaði-
frauðið er síðan kælt aftur og við
það storknar súkkulaðið og þá er
ekkert mál að fletta plastínu ofan
af.
Hægt er að bera súkkulaðifrauðið
fram í heilu lagi (eins og köku) eða
skera sneið handa hveijum og ein-
um og bera þannig fram. Ferskir
ávextir, s.s. jarðarber, kiwi eða aðr-
ir htríkir ávxtir fara mjög vel með
þessu og e.t.v. þeyttur ijómi. Nauð-
synlegt er aö nota hníf með sagar-
blaði tíl að skera súkkulaðið svo
það brotni ekki.
Ásta skorar á Hrafnhildi Sigurö-
ardóttur auglýsingateiknara sem
næsta matgæðing. „Hvergi hef ég
séð eða smakkað mat sem er jafn
frumlegur og hjá henni. Ég held að
sköpunargleði hennar séu engin
takmörk sett og ég get hreinlega
ekki beðið eftir að sjá hvað hún
ætlar aö bjóða okkur upp á,“ segir
Ásta Thoroddsen. -JJ
Hinhliðin
Að ríða til fjalla
- segir Einar BoIIason að sé skemmtilegast
„Uppáhaldssjonvarpsefni mitt er
íþróttaefni af öhum toga því ég er
alæta á íþróttir," sagöi Einar Boha-
son framkvæmdastjóri. Einar lýstí
leikjum NBA-körfuboltans á Stöð 2
af mikilli þekkingu enda sjálfur
fyrrum körfuboltakappi.
Fullt nafn: Einar Gunnar Bollason.
Fæðingardagur og ár: 6. nóvember
1943.
Maki: Sigrún Ingólfsdóttir.
Börn Sigurður Om, Sólveig Lhja,
Hjördís, Bryndís, Svandís Dóra.
Bifreið: Mitsubishi Pajero.
Starf: Framkvæmdastjóri.
Laun: Allt of htíl.
Áhugamál: Hestamennska og
körfubolti.
Hvað hefur þú fengið margar réttar
tölur i lottóinu? Eina tölu.
Hvað finnst þér skemmtilegast að
gera? Að ríða th fjalla með íjöl-
skyldunni og góðum vinum.
Hvað finnst þér leiðinlegast að
gera? Ganga frá eftir matinn.
Uppáhaldsmatur: Grhlað lamba-
læri sem ég útbý sjálfur.
Uppáhaldsdrykkur: íslenska berg-
vatnið eftir að ég er búinn að vera
meira en eina viku í útlöndum.
Hvaða íþróttamaður finnst þér
standa fremstur i dag? Michael
Jordan.
Uppáhaldstímarit: Kemur út í
fyrsta sinn í haust, íslenska Hoop-
blaðið.
Einar Bollason.
Hver er fahegasta kona sem þú
hefur séð fyrir utan maka? Julia
Roberts.
Ertu hlynntur eða andvígur rikis-
stjórninni? Ég vona að hún nái að
halda sjó þar th önnur tekur við.
Hvaða persónu langar þig mest til
að hitta? Larry Bird, fyrrverandi
leikmann Boston Celtics.
Uppáhaldsleikari: Michael Dougl-
as.
Uppáhaldsleikkona: Jane Fonda.
Uppáhaldssöngvari: Elvis Presley.
Uppáhaldsstjórnmálamaður: Get
ekki gert upp á milli Steingríms
Hermannssonar og Ingvars Vikt-
orssonar.
Uppáhaldsteiknimyndapersóna:
Línan.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Land-
kynningarþættir þar sem Ómar
Ragnarsson kemur við sögu og
íþróttaefni af öhum toga því ég er
alæta á íþróttir.
Ertu hlynntur eða andvígur veru
varnarliðsins hér á landi? Þrátt fyr-
ir aö þörfin sé ekki sú saina og var
áður eftir breytt valdahlutfall í
heiminum vona ég að það verði
ekki stórar breytingar þar á næstu
árum, a.m.k. á meðan atvinnu-
ástandið er eins slæmt og þaö er á
Suðurnesjum.
Hver útvarpsrásanna finnst þér
best? Bylgjan.
Uppáhaldsútvarpsmaður: Þorgeir
Ástvaldsson og Valtýr Bjöm.
Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið
eða Stöð 2? Stöð 2.
Uppáhaldssjónvarpsmaður: Ómar
Ragnarsson.
Uppáhaldsskemmtistaður: Gamh
Glaumbær meðan hann var og hét.
Uppáhaldsfélag í íþróttum: KR.
Stefnir þú að einhveiju sérstöku í
framtíðinni? Stefni að því að skapa
mér og fjölskyldu minni trausta og
hamingjuríka framtíð.
Hvað ætlar þú að gera í sumarfrí-
inu? Ég tek aldrei sumarfrí. En í
vetrarfríinu stefni ég að því að fara
th Ítalíu í nóvember í tengslum við
fyrstu sýningu á íslenska hestínum
sem haldin hefur veriö þar.