Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1993, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1993, Page 12
12 MÁNUDAGUR 5. JÚLÍ1993 Spumingin Syngurðu í baði? Jóhanna Svavarsdóttir: Já, ég syng í baði, oftast Rokklingalög. Ingólfur Guðmundsson: Nei, ég hef nóg annað aö gera. Ámundi ívarsson Björklund: Já, bítlalögin, maður hefur svo sem ekk- ert annað að gera. Guðlaug Sigurðardóttir: Nei, yfirleitt syng ég ekki. En kannski maður prófi. Magnús Þór Þorbergsson: Já, stund- um. En bara þegar ég er einn heima. Eyrún Sigurðardóttir: Nei, en ég hlusta á útvarp. Lesendur________ Með kveðju frá Gregory Gregory segir að aldrei hafi verið verra að reka fiskverkun en þegar geng- ið hafi verið fellt. Gregory skrifar: Sl. miövikudag, 30. júní, skrifar Dagfari grein undir fyrirsögninni „Rétt gengi var rangt gengi“. Niður- stöður hans um hver græði á gengis- falli krónunnar eru mjög hæpnar. Skýring mín er sú að ríkissjóður græði mest á gengisfellingunni því hann byijar strax að taka tolla og aðflutningsgjöld af hærri upphæð- um, og síðan VSK ofan á smásölu- verð þar sem margfeldisáhrif hafa virkað rækilega. Er því von að skattamálaráðherrann, Friðrik Sop- husson, sé ánægður þar sem slík gengisbreyting bjargar honum með að jafna óhóflega eyðslu þeirra félaga í ríkisstjóminni. Ekki hefur verið gefið út neitt um hliðarráðstafanir gengisfalisins, svo sem um gengis- munahagnað af birgðum, en frá stofnun Seðlabankans hafa pólitík- usar notað gengisfellingu til að greiða eyðslu fram yfir getu. Framkvæmd gengisfellingar hefir alltaf verið sóðalegur stórþjófnaður, ef til vill löglegur en siðlaus með öllu vegna þess að við dagsetningu geng- isfellingar voru útflutningsfyrirtæk- in skylduð til að afreikna til framleið- enda birgðir ógreiddar með gömlu gengi, en mismun skyldi skilað á gengismunarreikning í Seðlabanka Islands til ráðstöfunar, sem síðan var úthlutað með pólitískum brellibrögð- um og oft til fyrirtækja sem ekkert höföu lagt til af verðmætum í þennan sjóð. í hvert sinn sem pólitíkusar þurftu að fella gengi til að hirða gengishggn- að og meiri tekjur af tollum o.s.frv., áttu t.d. frystihús 3-4 mánaða birgðir óafskipað á lager heima og oft þriggia mánaða framleiðslu afskipaða í Am- eríku en óselt og ógreitt. Var því al- gengt að fiskverkandi fengi ekki greitt nýtt verð afurða fyrr en hálfu ári eftir gengisfellingardag, en dag- inn eftir Vcir hann strax krafinn um allan kostnað umbúða og kaupið og fiskverðið var fljótt að hækka strax eftir gengisfall. Sá sem þetta ritar er mjög kunnugur rekstri fiskvinnslu og getur fullyrt að aldrei er verra að reka fiskverkun en þegar gengið er fellt og gengishagnaður birgða hirtur af réttum eigendum og notaður til pólitískra aðgerða. Clinton klikkar Ólafur Reynir GuðmundsSon skrifar: Eftir að demókratar dönsuðu inn í húsið hvíta stigu íslenskir vinstri- menn, eins og Ólafur Ragnar Gríms- son, sigurdans. Þeir sögðu frjáls- hyggjuna útbrunna, að frjálshyggjan hefði vikið fyrir hugsjónum vinstri- manna. Nú skyldi sigurdans velsæld- annnar stiginn. í kosningabaráttunni síðasta sum- ar hafði Clinton deilt á stefnu George Bush en haustið 1992 kom í ljós að hagvöxtur fór vaxandi og við það veiktust rök Clintons. Hins vegar hefur efnahagslægð einkennt fyrsta ársfjórðung þessa árs og efnhagstil- lögur Clintons hafa fallið í grýttan jarðveg. Loforö Clintons um að einbeita sér að innaniandsmálum var umdeilt. Forsetinn gaf þar í skyn að hann myndi lítinn gaum gefa erlendum málefnum. Hins vegar hafa erlend mál tekið mestan tíma hans hingað til og t.d. bólar enn ekkert á tillögum um breytingar á heilbrigðiskerfinu. Annað loforð Clintons var að leyfa inngöngu samkynhneigðra í herinn. Og nú er svo komið að þessi málefni viröast í upplausn þar. Hershöfðingj- ar, eins og C. Poweli, eru á móti ákvörðun forsetans, þeir hræðast ósætti sem mögulega mun verða. Og her ekki sá vettvangur þar sem deil- ur og upplausn eiga að herja. Eitt er þó hvað undarlegast. Clin- ton, sem komst hjá herskyldu á sín- um tíma, getur nú sjálfur sent unga menn á vígvelli. Það er því engin furða þótt hermenn, sérstakleg fyrr- verandi, séu ekki dyggustu stuðn- ingsmenn forsetans. Flestir sjá nú hver staðan er. Fyrra dómsmálaráðherraefni stjórnarinn- ar þurfti að draga sig til baka, núver- andi ráðherra riðaði næstum til falls á dögunum og nú síðast dró Clinton umdeilda tilnefningu sína í dóms- máiaráðuneytið til baka. Og repú- blikanir sigruðu nú síðast í öldunga- deildarkosningum í Texas með K.B. Hutchinson sem var áfail fyrir Clin- ton. Frumvarp Clintons um atvinnu- leysisúrbætur var fellt og Clinton er nú vantreyst, ekki síst af demókröt- um. Framganga Clintons í málefnum Júgóslavíu hefur ennfremur verið máttlaus og W. Christopher utanrík- isráðherra hefur ekki haft sömu tök á verkefnum sínum eins og forveri hans, J. Baker. Níðingsverk unnið Sigríður skrifar: Mikið ódæði frömdu skipveijar á Guðnýju ÍS frá Bolungarvík með þvi að hengja ísbjörn sem var á sundi rétt við skip þeirra. Þeir segja (sér til málsbóta) að skepnan hafi verið aðframkomin á sundinu en það er mjög ólíklegt því ísbimir eru miklar sundskepnur og geta synt í marga daga samfleytt. Engin vitni voru að ásigkomulagi skepnunnar nema þeir einir. Það Hringið í síma 632700 milli kl. 14 og 16 - cða skrifið ATH.: Nafn og símanr. verður að fylgja bréfum Bréfritari segir að skipverjar á Guðnýju ÍS frá Bolungarvík hafi framið mikið ódæði með því að hengja ísbjörn sem var á sundi rétt við skip þeirra. heföi ekki verið eins ómannúðlegt að skjóta skepnuna í hausinn, en mannúðlegra og öllum um borð til sóma að leyfa skepnunni að ná landi. Þar hefði hann (vonandi) fengið mannúðlega meðhöndlun. Að hengja slíkan stórgrip sem ís- bjöm er ekkert annað en níðingsverk og engum til sóma sem að því stóð og hefur verið mjög kvalafuOt fyrir skepnuna. Mér datt helst í hug að óviti væri að tala þegar yfirmaður skipsins líkti drápinu við hengingar á mönnum í villta vestrinu í kúreka- myndum. Ætli skipveijar hengi hesta sína þegar á að lóga þeim, ef þeir em hestamenn? Ég vona að tekið verði fram fyrir hendumar á skipverjum og komið í veg fyrir að þeim verði greitt fyrir ódæðið. Þeir hafa ef til vill verið að vemda feldinn með því að skjóta ekki skepnuna í hagnaðarvon, ljótt ef satt væri. Sími pantaður Regína Thoiarensen skriíar: í fyrrasumar báðum við hjónin um síma í sumarbústaðinn okkar á Gjögri. Þorbjörg stöðvarstjóri á Hólmavík tók því mjög vel en sagði jafnframt að það gæti oröiö nokkur biö á því vegna þess að styrkja þyrfti iínuna vegna of mikiis álags. Synir okkar sendu okkur sinn símann hvor vegna þessa því nú tíðkast víst ekM lengur að maöur fái símtól með tengingunni. Þessi saga minnir mig á bónda austur í Landeyjum fyrir áratug síðan þegar hann kom til Reykja- víkur í fyrsta skiptið. Hann var svo heillaður að sjá alla ljósa- dýröina í Reykjavík að hann keypti sér ljósakrónu og fjórar perur. Hann fór meö ljósakrón- una heim til sín og hengdi upp i loftið en ekkert ijós kom. Hann fór því öskureiður aftur suður, þangað sem hann keypti ljósakrónuna, og sagði að það kæmi ekkert ljós. Þá fór kaup- maðurinn að spyrja hver heföi iagt rafmagnið til hans og sagði þá maðurinn að aldrei hefói kom- ið rafmagn í sitt hús. Áfyllingindýr Hulda hringdi: Mig langar til að koma hér með smáábendingu til eigenda Macin- tosh-tölva. Ég þurfti aö kaupa áfyll- ingu fyrir Style Writer prentara og hélt að það yröi ekki mikið mál en raunin varð önnur þvi að smá- stykki kostaði mig 2.200 krónur. Mér finnst það skjóta skökku við þegar verið er að selja ódýrar vörur að allir varahlutir eru seld- ir á háu verði. Einkennilegir kantsteinar Seltjarnarnesbúi hringdi: Fyrir stuttu var ég á ferð með barnavagn eftir Noröurströnd- inni. Það er í sjálfu sér ekki í frá- sögur færandi ef ferð min heföi ekki verið heldur brösótt vegna þess að þegar ég fór yfir hliðar- götur lenti ég alltaf í erfiðleikum meö barnavagninn öðrum megin götunnar þar sem kantsteinninn var svo hár og ekki hafði veriö gert ráð fyrir umferð fólks í hj óla- stólum, með bamavagna eða kerrar, eða reiöhjóla. Mér fannst þetta vægast sagt stórfurðulegt þar sem ég lenti i þessu hvaö eftir annað, ekki bara viö eina götu. Breyttveðurkort íslendingur hringdi: Óttalega leiðast mér þessar breytingar á veðurfréttunum og kortunum. Gömiu kortin voru miklu betri. Allavega urbu veður- fræöingarnir ekki svona álappa- iegir. Það voru líka mikil mistök af Sjónvarpinu að slita í sundur fréttimar og veöurft-éttimar. Fólk vill fa þetta í einum pakka, ekki sitt í hvoru lagi. Breytingamar em fárániegar. Það er ekki nóg að breyta breyt- inganna vegna. Engangolfvöll íbúi í Fossvogi hringdi: Ég tei fyrirætlanir um golfvöll í Fossvogsdal vera alveg út í hött. Dalurinn er skemmtilegt útivist- arsvæði og margt er hægt að gera til að lífga upp á hann án þess endilega að fara að pútta þar nið- ur golfVelli. Fyrst og fremst þarf aö gróður- setja þar tré og mynda gróðurvin meö miklum og fallegum gróöri. Einnig mætti ieggja fleiri göngu- stíga og koma upp almennu úti- vistarsvæði með bekkjum. Nauð- synlegt er að lagfæra og betmm- bæta brýr sem em í dalnum, Hvemig væri aö leita álits hjá íbúum Fossvogsdalsins um nýt- ingu dalsms?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.