Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1993, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1993, Page 29
MÁNUDAGUR 5. JÚLl 1993 41 Sviðsljós Það var Páll Stefánsson auglýsingastjóri sem kynnti hópnum sögu DV og útskýrði markaðsstefnu fyrirtækisins. DV-myndir RaSi Stokkið út í sjó Hafnardagur var haldinn í Reykjavík á laugardag. Það var margt athyglis- vert í boði en óhætt að segja að Árni Kópsson hafi hlotið mestu athyglina þegar hann gerði „heiðarlega tilraun" til að stökkva frá bryggju Samskipa við Holtaveg yfir i Grafarvog. Bilinn dreif ekki aila leið, svo þeir enduðu báðir í sjónum, bílstjóri og bíll. Árni var fljótur upp úr en bílinn fór alveg niðurábotn. DV-myndHMR Eistlendingar kynna sér DV Ríkisstjóm Islands hefur asamt öðrum vestrænum ríkjum heitið Eystrasaltsþjóðunum stuðningi til að koma efnahag sínum á réttan kjöl eftir að þessar þjóðir hlutu sjálf- stæði. íslendingar hafa talið betra að bjóða fólki hingað til náms og þjálf- unar frekar en að senda út peninga sem ekki er vitað í hvað fara. Á síðasta ári komu hingað til lands 12 Litháar á vegum ríkisstjórnarinn- ar, bæði til að sitja námskeið hjá Stjórnunarfélaginu og til að kynna sér rekstur og stöðu íslenskra fyrir- tækja. í ár er röðin komin að Eist- lendingum. Hér á landi er staddur 12 manna hópur háskólafólks sem situr nú námskeið hjá Stjórnunarfé- laginu. Auk þess koma þau til með- að heimsækja um 20 íslensk fyrir- tæki á ýmsum sviðum viðskiptalífs- ins. Síðan mun hvert og eitt fara í fyrirtæki að eigin ósk og fá að fylgj- ast með starfseminni. Fyrsta fyrirtækið sem þessi hópur heimsótti var DV. Það voru þau Páll Stefánsson auglýsingastjóri og Sig- ríður Sigurðardóttir auglýsingafull- trúi sem tóku á móti þeim. Eftir að hafa horft á kynningarmyndband og hlýtt á stuttan fyrirlestur, fóru þau í skoðunarferð um fyrirtækið og kynntust þeirri tækni sem fylgir vinnslu á dagblaöi. Áætlað er að halda þessu staríi áfram á næsta ári. Þá verða það Lett- ar sem sækja okkur íslendinga heim. HMR Eistlendingarnir voru sérstaklega áhugasamir um það hvernig DV hefur nýtt sér töivutæknina við vinnslu blaðsins. Veiðivon Theódór Hansson með 30. laxinn úr Korpu í gærkvöldi á maðk en stærsti laxinn var 8 pund og veiddi Grímur Jónsson fiskinn. DV-mynd G.Bender Korpa: Þrítugasti laxinn veiddist í gærkveldi „Það er töluvert af.fiski en þeir eru tregir að taka hjá okkur,“ sagði The- ódór Hansson við Korpu í gær- kvöldi, en hann veiddi 30. laxinn í Korpu á þessu sumri seinni partinn í gær í Fossinum. Fiskurinn tók maðk og var 3,5 pund. Það eru Fossinn, Berghylur og Pall- urinn sem hafa gefið best. Flestir hafa laxarnir veiðst á maðk en rauð franses og collie dog hafa gefið á flugu. Það er stórstraumur í dag svo lax- inn ætti að hellast inn þessa dagana ef hann kemur yfirhöfuð. Það virðist hann gera í einhverjum mæli. Veiddu 40 laxa á tveimur dögum í Ásunum „Við fengum 40 laxa á tveimur dög- um og við lentum í göngu, það eru komnir 110 laxar úr Laxá á Ásum,“ sagöi Jón Þ. Jónsson en hann var að koma úr Laxá á Ásum með þeim Sverri Kristinssyni og Jóni Arnars- syni. „Það var þónokkuð af laxi að ganga í ána, mest voru það smálaxar en einn og einn vænn lax með,“ sagði Jón sem ætlaði beint í Selá í Vopna- firði. Hofsá hefur gefið yfir hundrað laxa „Á þessari stundu hefur Hofsá gef- ið 104 laxa og er sá stærsti 18 pund,“ Pétur Jónsson með 17 punda hrygnu í Straumunum í Borgarfirði fyrir fáum dögum. DV-mynd M sagði Garðar H. Svavarsson í Vopna- firði í gærkvöldi er við spurðum frétta af svæðinu. „Það eru rífandi göngur í Hofsá og Selá þessa dagana og veiðin í Hofsá er miklu betri veiði en á sama tíma í fyrra. Það er veitt á sex stangir í Hofsá en fjórar í Selá. Selá hefur gef- ið 43 laxa og hann er 17,5 punda sá stærsti. Selá í vatnsmikil og mórauð þessa dagana. Vesturdalsáin verður opnuð í fyrramálið," sagði Garðar í gærkvöldi. Fyrsti laxinn kominn á land í Krossá „Við fengum einn 4 punda grá- lúsugan lax á maök og svo silunga líka, ég held að næstu veiðimenn eigi eftir að veiða vel,“ sagði Ragnar Karlsson en hann var að koma af bökkum Krossár á Skarðsströnd. „Þetta var fyrsti laxinn úr ánni en mikið vatn er þessa dagana í Krossá. Fiskurinn veiddist í Klapparfljótinu. Það kom mér á óvart hvað það eru margir skemmtilegir staðir í ánni. í Efri- og Neðri-Fossi á eftir að veiöast vel í sumar svo einhverjir staðir séu nefndir,“ sagði Ragnar ennfremur. Rangárnar hafa gefið 7 laxa „Veiðimenn voru við ósinn á Hvolsá og veiddu tvo laxa á stuttum tíma í kvöld og misstu tvo, ég held að þetta sé allt að koma,“ sagði Þröst- ur Elliðasson við Rangárnar í gær- kvöldi. „Það hafa veiðst 7 laxar og silungs- veiðin hefur veriö mjög góð. Það veiddust á svæði þrjú 10 og 8 punda urriðar fyrir fáum dögum," sagöi Þröstur í lokin. -G.Bender Tilkyimingar Ný ijóðabók Út er komin ljóðabók eftir Ólaf Tryggva- son lækni. I bókinni, sem ber heitið „Ljóð“, eru 35 frumort ljóð og tvær ljóða- þýðingar úr þýsku. Ljóðin eru samin á árunum 1956-1993. Höfundur bókarinnar fæddist 11. október 1913 á Víðivöllum fremri í Fljótsdal. Hann nam læknisfræði við Háskóla íslands og stundaði sémám í húðsjúkdómum í Svíöþjóð árið 1945-47. Aö námi loknu rak hann eigin lækna- stofu í Reykjavík allt þar til hann lét af störfum i árslok 1990. Hann lést 20. júní sl. Bókin er prentuð í Steinholti hf. Hún er 95 síður, bundin í vandað harðband með kápu. Útgefandi er Steinholt hf., Reykjavik. Bókin er til sölu í helstu bóka- verslunum í miðbæ Reykjavíkur, Kringl- unni og versluninni Úlfarsfelli við Haga- mel. Nýr sendiherra Bretlands á Islandi Nýskipaður sendiherra Bretlands á fs- landi er Michael Hone. Hann hefur verið starfandi landstjóri á St. Helenu, eyju undir breskri stjóm í sunnanverðu Atl- antshafl, sl. þrjú ár. Aðalmarkmið sitt sem sendiherra Bretadrottningar á ís- landi telur Michael Hone vera að við- halda nánum og aldagömlum tengslum Bretlands og íslands. Fundir Aglow, kristilegt félag kvenna Júlífundurinn verður haldinn í kvöld, 5. júlí kl. 20, í safnaðarsal Áskirkju. Ræðu- kona kvöldsins er Mirjam Óskarsdóttir. Allar konur em velkomnar. Vinafélagið Aðalfimdur kl. 20 stundvíslega í kvöld, 5. júli, í safnaðarheimili Bústaðakirkju. Allt í veiðiferðina ÞORISVATN OG ODDASTAÐAVATN GOÐ VEIÐI LAUGAVEGI 178, SÍMAR 16770 - 814455, FAX 813751

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.