Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1993, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1993, Page 8
8 LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1993 Vísnaþáttur Seltjamar- nesið var lítiö og lágt Guðmundur Illugason, rann- sóknarlögreglumaður í Reykjavík, fræðimaður og hagyrðingur, var af vinum sínum og kunningjum ávallt kallaður „Guðmundur Mi“, sen; var - í raun og veru - eins mikið rangnefni og hugsast gat því friðsamari og ljúfari maður í allri umgengni var vandfundinn. Hann var um aMangt skeið hreppstjóri Seltjarnarr.eshrepps. Þegar hann varð áttræður var mikil veisla haldin honum til heið- urs í samkomuhúsi Seltjamarness og var þar, eins og geta má nærri, fullt út úr dyrum því maðurinn var bæði vinsæll og vinamargur. Með- an á veislunni stóö barst honum svohljóðandi kveðja frá Kristjáni Snorrasyni á Snorrastööum í Kol- beinsstaðahreppi: Ég ætlaði að semja við aldna Braga um afmæliskvæði til þín. En hann sneri í mig höminni og sagði: Ég hlusta ekki á neitt grín. Þú kemur eins og álfur af fjöllum og aldrei skapast nein list. Ég sný mér heldur að hinum öll- um sem hafa „gyðjuna" kysst. Og með það fór hann, en eg sat eftir. í æðunum sitraði blóð. Svo greip mig reiði og ég grenjaöi af krafti: Hann Guömundur skal fá ljóð. Þó andans fleyið ekki beri yfir listanna hrönn, ég þakka hið liðna af heilum huga og heMaóskin er sönn. Meðan veislan stóð yfir kom mág- ur Guömundar, Sveinbjörn Mar- kússon kennari, til hans og hvíslaði í eyra hans: Seltjarnamesið var lítið og lágt og leiðinlegt endanna á milli. En nú er bað orðiö svo helvíti hátt - og hæstur er Guðmundur Illi. Þegar Jakob Thorarensen skáld var sjötugur, þann 18. maí 1956, barst honum svofelld kveðja frá séra Sigurði Einarssyni í Holti: Angrið sefar söngur þinn, sögur, stef og ljóðin. Enginn hefur heilli um sinn hjartanu gefið óöinn. Kveif er sá, er kalt og hart kenna þykist frá þér. Sönnu nær, að svalt og bjart sérhvað muni hjá þér. Hlær við brá und sól að sjá sýn um lá og ögur. Þínum háu hæðum frá hvergi smá en fógur. Þegar Halldóra Guðmundsdóttir, sem lengi var formaður Nótar, fé- lags netagerðarmanna, varð fimm- tug þann 29. apríl 1956 fékk hún svohljóðandi skeyti frá Guðmundi Ólafssyni frá Hólum í Dýrafirði: Á frelsisleiðum fátækra fram þú gekkst til siðbótar, haltu áfram Halldóra hálfa öld til viðbótar. Og Jón Rafnsson erindreki sendi henni svohljóðandi afmæliskveðju: Draumi fomum, Dóra mín, dreifi ég út í vindinn. En Ma fór hún ástin þín, öll í kvenréttindin. Hún var ei nógu heimsk né smá handa einum granna, þurfti stærri þraut að fá þrek sitt til að kanna. Ei sig brímann eyða lét ektastands né vina, en úr sér hnýtti öll sín net utan um rangsleitnina. Auðgaðu netin, ung og horsk, öllu sem þú fórnar, svo að þau veiði sérhvern þorsk, sem að okkur stjórnar. Þessi ósk til þín er frá þeim sem netin granda. Geturðu ekki giskað á gamlan aðdáanda? Frá Halldóri Kristjánssyni frá Kirkjubóli barst henni svohljóð- andi kveðja: Þeir gömlu fara í fortíðina að rýna, þar festu á hugann ótal myndir sig. Þú vildir aldrei hálfverk hafa að sýna en heil og óskipt ganga ævistig. Þú varst þú sjálf og sagðir mein- ing þína og svona vil ég alltaf muna þig. Kunningi minn frá fyrri árum, Valdimar Eyjólfsson að nafni (sem ég vissi raunar lítil deM á), leyfði Vísnaþáttur Torfi Jónsson mér að skrifa upp eftir sér eftirfar- andi stökur (sem hann orkti til Rík- aröar Jónssonar myndhöggvara á fimmtugsafmæli hans, 20. sept. 1938), er ég hitti hann í síðasta sinn (hann átti þá aðeins fáa daga eftir ólifaða): í náttúrunni lífsins lög listamaöur sérðu. Sker og meitlar hönd þín hög. Hæst af öllu berðu. Listin þín er stór og sterk. Starf þitt lengi geymist. Þú ert fimmtugt furðuverk, frægð þín aldrei gleymist. Sigurður Jónsson, bóndi í Stafa- felli í Lóni, sendi Jóni H. Fjalldal bónda á Melgraseyri í N-ís. svo- hljóðandi skrautritað ávarp á 70 ára afmæli hans þann 6. febr. 1953: Þú sigraðir bæði eld og eim og áttir þrek móti hverjum tveim, þín sókn, hún er sigurvissa. Sjötíu ár hafa sótt þig heim - í sjötíu ár varstu einn af þeim, sem ísland mátti ekki missa. Ekki amalegur vitnisburður það. Jón Halldórsson Fjalldal lést 14. nóv. 1977, níutíu og íjögurra ára gamal - gaman væri ef maður hefði þar komið í manns stað. Matgæðingur vikunnar Bambussoðin laxaíiðrildi „Ég ætla að bjóða upp á lax meö grænmeti sem eldað er í bambus- potti," segir Hjördís Þorfinnsdóttir, matgæðingur vikunnar. „Þetta er einfaldur, fljótlegur og uinfram allt mjög bragðgóður réttur. í hann má nota hvaða grænmeti sem er. Til dæmis blómkál, spergilkál, gulræt- ur, sætar kartöflur, rófur, sveppi, súkíni, papriku, strengjabaunir, lauk, sellerí og ólífur eða bara hvað hver vill,“ segir Hjördís. Hug- myndaflugiö verður að ráöa í grænmetisvalinu. „Maður byrjar á að skera allt grænmetið niður, síðan er því öllu blandað saman og sett í bambus- pottinn. Ofan á grænmetið er hægt að setja hvaða tegund af fiski sem menn vilja en ég ætla að nota lax. Ég flaka fiskinn og sker flökin í ca fimm sm stykki. Síðan sker ég nið- ur í það í miðju að roði og legg síð- an roð að roði. Með því bý ég til laxafiðrildi. Þau eru síðan lögð ofan á gænmetið í pottinum, sjávarsalti og píkantakryddi stráð yfir, jafnvel möluðum rósapipar. Þá er lokið sett á, vatn sett í stóra pönnu, bam- buspotturinn settur ofan í og aUt gufusoðið í tuttugu mínútur. Með þessu eru borin fram soðin hýðis- hrísgrjón eða cous cous (fæst í Heilsubúðinni). Svo finnst okkur sólskinssósan frá Búbót alveg ómótstæöileg með þessu,“ segir Hjördís. Rétturinn er borinn fram í bamb- uspottinum og segir Hjördís mjög Hjördís Þorfinnsdóttir er lærð fóstra en starfar um þessar mund- ir á tannlæknastofu. Hún er í kven- veiðifélagi og er matgæðingur vik- unnar. DV-mynd GVA gaman að bera þennan rétt á borð fyrir gesti. Hjördís fékk þennan rétt fyrst hjá konu sem vann með henni á barnaheimili. „Ég rakst síðan á þennan pott þegar ég var á ferðalagi erlendis en þeir hafa verið til hér í Pipar og salti. Laxinn fær alveg sérstakt bragð þegar hann er eldaður á þennan hátt.“ Komu heim með þrettán laxa Hjördís segist hafa mjög gaman af að prófa nýja rétti og ekki sakar að hún veiðir sjálf laxinn þegar hún er ineð laxarétti. Hún er nefnilega í veiðifélagi kvenna, Óðflugu, sem var einmitt í veiðiferð um síðustu helgi. „Við erum sjö konur sem veiðum saman og vorum einmitt í tveggja daga túr og komum heim með þrettán laxa úr Straumum í Borgarfirði." Hjördís sagði aöspurð að eigin- menn þeirra segðu ekkert við þessu áhugamáli. „Af hveiju ættu þeir að gera það?“ spurði hún á móti. Laxveiði hefur þótt fremur karla- sport en kvenna og þess vegna verður að telja það sérstakt að kon- ur stofni með sér veiðifélag. „Þetta hefur verið svakalega skemmtilegt enda leggjum við mikið upp úr að hafa góðan mat og elda eitthvað sérstakt. Auk þess leggjum við á borð með hvítum dúk og höfum þetta mjög sparilegt. Yfirleitt för- um við eina veiðiferð á sumri og þetta er í þriðja skipti sem við fór- um á þennan stað,“ segir Hjördís. Hún ætiar að skora á Sigríði Erlu, leirlistakonu í Hafnarfirði, að vera næsti matgæðingur. „Hún er algjör seiðkona yfir pottunum. Það er hrein unun að horfa á hana galdra fram réttina sem hún gerir með stóískri ró svo ekki sé talað um bragðið sem alls ekki er hægt að lýsa með orðum." -ELA Hmhliðin Gaman að leita að skipum á hafsbotni - segir ofurhuginn Ámi Kópsson Ofurhuginn Árni Kópsson gerði sér lítið fyrir og ók á bifreið af palh út í sjó í Sundahöfn um síðustu helgi og sýndi þar enn einu sinni að hann lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Árni er löngu lands- þekktur fyrir ævintýramennsku sína og framúrskarandi aksturs- hæfni i torfæruakstri. Árni er hættur keppni, í bili að minnsta kosti, og hefur selt bíl sinn, Heima- sætuna. Það er ofurhuginn sem sýnir hina hliðina að þessu sinni: Fullt nafn: Árni Kópsson. Fæðingardagur og ár: 12. septemb- er 1963. Maki: Enginn. Börn: Stelpa, sjö ára, og strákur að verða sex. Bifreið: Toyota LandCruiser árgerð Turner. Uppáhaldssöngvari: Bubbi Mort- hens. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Al- bert Guðmundsson. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Tommi og Jenni. Uppáhaldssjónvarpsefni: Ég horfi aldrei á sjónvarp. Uppáhaldsmatsölustaður:Ég borða oftast á Bæjar-Nesti en ef ég ætla eitthvað sérstakt fer ég til Úlfars í Þremur frökkum og fæ mér hval- kjöt. Ertu hlynntur eða andvígur veru varnarliðsins hér á landi? Hlynnt- ur. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Ég stilli bara á þá rás sem býður upp á tónlist. 1988. Starf: Kafari. Laun: Veit þaö ekki. Áhugamál: Ferðalög, köfun, bíla- sport, byssur, flug og margt fleira. Reyndar þykir mér ofboðslega gaman að leita að gömlum skipum sem sukku fyrir óralöngu. Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur í lottóinu? Eg spila sjaldan í lottói og ef ég geri það hef ég gleymt að athuga hvort nokkur vinningur hafi komið upp. Hvað fmnst þér skemmtilegast að gera? Vinna krefjandi köfunarstarf sem þarf að skipuleggja af ná- kvæmni. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Allt sem viðkemur pappír finnst mér óþolandi. Arni Kópsson. Uppáhaldsmatur: Mér finnst reykt svínasteik meiri háttar. Uppáhaldsdrykkur: Mjólk. Hvaða íþróttamaður finnst þér standa fremstur í dag? Ég fylgist ekkert með þessum venjulegu íþróttum. Úppáhaldstímarit: Andrés önd. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð? Ég á eftir að finna hana. Ertu hlynntur eða andvígur ríkis- stjórninni? Ég spái ekkert í það. Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Mel Fisher. Honum hefur tekist að ná mestum auðæfum úr sjónum. Uppáhaldsleikari: Harrison Ford. Uppáhaldsleikkona: Kathleen Uppáhaldsútvarpsmaður: Ég þekki enga útvarpsmenn og pæli ekkert í þeim. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Hvoruga. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Eng- inn. Uppáhaldsskemmtistaður: Yfirleitt kíki ég bara inn á krárnar, oftast Amsterdam. Uppáhaldsfélag i íþróttum: Ég hef aldrei veriö í íþróttafélagi. Stefnir þú að einhveiju sérstöku í framtíðinni? Að hafa alltaf nóg aö gera. Hvað ætlar þú að gera í sumarfri- inu? Ég vinn sjálfstætt og veit aldr- ei hvenær ég get tekiö frí. Mig lang- ar samt til að skreppa til austur- landafjær. -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.