Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1993, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1993, Side 10
10 LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1993 Bræður hafa haldið dagbók í 60 ár: DV-myndir Brynjar Gauti Dreymir fyrir veðri og tíðindum - segja þeir Þorgils og Hermann Þorgilssynir á Neðri-Hrísum í Ólafsvíkurhreppi „Ég skal segja þér það að ég er búinn að sjá fyrir flesta vetur síðan sjötíu og níu,“ segir Þorgils Þorgils- son við blaðamann DV. „Mig dreymdi eina nóttina í janúar það ár að ég sæi þijá menn koma ríðandi úr vestri og ríða hér fyrir neðan bæinn. Þetta voru ungir menn og allir á stálgráum hestum. Mér finnst þeir stoppa hér fyrir neðan og fara eitthvað að tala saman. Þá kemur fjóröi maðurinn og hann er einnig á gráum hesti. Þennan draum réð ég þannig að nú kæmu fjórir kaldir mánuðir í röð og það gekk allt eftir!“ Fæddur fullveldisárið Þorgils hefur búið á Efri-Hrísum síðan 1946 með bróður sínum, Her- manni. Þeir eru fæddir i þessum hreppi og hafa aiið sinn aldur þar. Þorgils er fæddur á fullveldisárinu 1918 en bróðir hans er átta árum yngri. Þegar blaðamenn DV taka hús á þeim bræðrum er Hermann úti við að sinna skepnum en Þorgils býður okkur í eldhúsið og helhr upp á kaffi. „Við erum fæddir á Hausthúsum, Utlum bæ hér fyrir ofan, sem löngu er kominn í eyði, en þegar við vorum ungir flutti fjölskyldan á Þorgils- staði,“ segir Þorgús okkur. „Þetta var Util jörð og eftir nokkur ár var ljóst að við yrðum að stækka viö okkur því heyfengurinn dugði ekki fyrir skepnurnar. Og þá var ekki um annað að ræða en að fara á vertíð og ná sér í aura til aö kaupa jörð.“ Á vertíö í Hafnarfirði Árið 1946 fóru þeir bræður til Hafn- Efri-Hrísar í Ólafsvíkurhreppi. arfjarðar á vertíð. Það var þó ekki í fyrsta sinn sem þeir kynntust sjó- sókn þvf þeir höfðu báðir róið frá Ólafsvik og Grundarfirði. Hafnar- fjörður var mikið útgerðarpláss á þessum árum og þar var mikið um að vera þegar vertíðin stóð yfir. „Við vorum beitningamenn fyrir línubátana og bjuggum í verbúð sem bærinn skaffaði okkur. Það var byij- að snemma á morgnana að beita og við vorum sex beitningamenn fyrir hvern bát. Hver bátur fór út aö kvöldi með rúmlega 30 stampa af línu og þá þurfti að vera búið að beita alla stampana. Það þótti góður gang- ur í beitningu að vera um klukku- tíma með hvem stamp; skera beituna og setja á krókana sem voru þá 300 á hverri línu. Þorgils hlær að endurminningunni og heldur áfram. „Það var nú oft galsi í mannskapnum og keppt um hver væri fljótastur að beita. Sumir voru nú ansi fljqtir en sá sem var Þorgils meö dagbækurnar sinar. bestur var ekki nema rúman hálf- tíma með stampinn; mikið lifandis skelfmg var sá maður fljótur!" Eftir vertíðina ’46 komum viö heim með tíu þúsund krónur hvor og fyrir þá peninga gátum viö keypt meira jarðnæði. Við keyptum jörðina Efri- Hrísa og það kom undir okkur fótun- um skal ég segja þér.“ Vilja ekki skulda Þorgils og Hermann voru næstu vetur áfram á vertíð í Hafnarfirði og söfnuðu fé til að leggja í búið með foreldrum sínum. Næsta vor keyptu þeir eina af fyrstu dráttarvélunum sem komu í hreppinn og hófust handa yið að slétta túnin. Þeir fjölg- uðu skepnum á búinu og endumýj- uðu útihúsin. En allt var þetta gert í rólegheitum enda eru skuldir eitur í beinum bræðranna. „í mínum aug- um pr sá maöur ekki sjálfstæður sem skuldar," segir Hermann, sem nú er Hermann Þorgilsson. sestur inn í eldhús til okkar. „Þegar við byggðum fjárhúsið og hlöðuna 1959 fengum við 32 þúsund króna lán í banka og það þótti nú ekki mikið. Þetta lán dugði hvergi nærri fyrir kostnaði þannig að við þurftum sjálf- ir að leggja fram helmingi hærri upp- hæð til að brúa mismuninn. Og þá peninga áttum við til reiðu,“ segir Hermann. Dagbók í sextíu ár Þeir bræður hafa ekki aðeins sinnt búi og skepnum því hjá þeim er að fmna gríðarlegt segulbandasafn með upptökum úr útvarpi og sjónvarpi. Þorgils leiðir okkur inn í herbergi sem er bókstaflega fullt af spólum. Á öðrum veggnum eru segulbönd með útvarpsupptökum og í skáp hinum megin má sjá kirfilega merktar myndbandsspólur. Öllu þessu er rað- að nákvæmlega upp og fyrstu út- varpsupptökurnar eru áratuga gaml- ar. En þetta er ekki það eina því nú dregur Þorgils fram þykkar dagbæk- ur þar sem hann hefur fært inn veö- urfar og tíðindi. „Ég byrjaði á þessu fyrir sextíu árum,“ segir Þorgils, „og ég held að það hafi aldrei fallið úr dagur hjá mér. Mér fannst nefnilega miklu tryggara að skrá það niður sem ég vildi vita því minnið er ekki óbrigðult. Ég vildi alltaf fræðast meira og meira og með því að skrá það niður sem ég heyrði gat ég tryggt að upplýsingarnar týndust ekki. Skrifað orð stendur, eins og þú veist,“ segir hann og leggur áherslu á orð sín. Berdreymnir bræöur Þeir Þorgils og Hermann eru báðir berdreymnir rpjög eins og þeir lýsa fyrir okkur. Þorgils dreymir fyrir veðri og Hermann dreymir fyrir daglátum. „Mig dreymir fyrir gesta- komum og viðburðum í sveitinni og ég vissi hvemig útihúsin okkar litu út áður en þau voru byggð,“ segir Hermann. „Það er erfitt að útskýra þetta, það er eitthvað hulið sem aðrir sjá ekki,“ segir hann og lítur á mig með augum þess sem viss er í sinni sök. Við kveöjum bræðurna og búumst til ferðar, þegar Þorgils hnippir í okkur. „Ég ætla að segja þér eina stöku sem ég setti saman um dagbók- arfærslurnar," segir hann og ræskir sig: Hér að lokum dregur senn síðsta nálgast kallið. Aldrei dagur hefur enn hjá mér niður falliö. -bm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.