Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1993, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1993, Page 12
12 LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ1993 Erlend bóksjá Metsölukiljur Bretland Skáldsögur: 1. Michael Crichton: Jurassic Park. 2. Terry Pratchett; Small Gods. 3. John Grisham: The Pelican Brief. 4. Robert Harris: Fatherland. 5. D.H. Lawrence: Lady Chatterley's Lover. 6. Jack Higgins: Eye of the Storm. 7. Shirfey Conran; Crimson. 8. Joanna Trollope: The Rector's Wife. 9. lan McEwan: Black Dogs. 10. Patricía D. Cornwell: All That Remains. Rit almenns eðlis: 1. Jung Chang: Wild Swans. 2. Brian Keenan: An Evil Cradling. 3. J. Peters & J. Nichol: Tornado Down, 4. Paul Theroux: The Happy Isles of Oceania. 5. Piers Paul Read: Alive. 6. Alan Bullock: Hitler & Stalin: Parallel Lives 7. Bill Bryson: The Lost Contlnent. 8. Christabel Bielenberg: The Road Ahead. 9. Barbara Thiering: Jesus the Man. 10. Bill Bryson: Neither here nor there. (Byggt á The Sunday Times) Danmörk Skáldsögur: 1. Hanne Marie Svendsen: Under solen. 2. Tor Norrestranders; Maark verden. 3. Alice Adams: Carolines dðtre. 4. Jan Guillou: Dine fjenders fjende 5. Jostein Gaarder: Kabalemysteriet. 6. Regine Deforges: Sort tango. 7. Peter Hoeg: Forestillinger om det 20. árhundrede. (Byggt á Politikan Sendag) Glíma met- sölimsanna Víöa erlendis er sumariö ágætur tími til að selja bækur. Þar kaupir fólk gjarnan spennandi sögubók til aö hafa með sér í sumarleyfiö, hvort sem þaö er nú til að lesa á meðan beðiö er í flugstöðinni eöa þegar komiö er á baðströndina. Að ekki sé nú talað um til að þreyja rigninguna á erlendri grund. Það er því engin tilviljun að nýjar bækur tveggja helstu metsöluhöf- unda Breta um þessar mundir koma Umsjón: Elías Snæland Jónsson einmitt út núna, um mitt sumar. Þetta eru John le Carré og Jeifrey Archer. Vopnasali le Carré John le Carré er að sjálfsögðu fræg- astur fyrir sögur sínar um glímu bresku leyniþjónustunnar við harð- soðna sovéska útsendara KGB og þá alveg sérstaklega baráttu njósnafor- ingjans George Smiley við snjallan andstæðing í Moskvu, Karla. En nú eru Sovétríkin öll sem kunn- ugt er og kommúnisminn í Austur- Evrópu sömuleiðis. Njósnasagnahöf- undar á borð við le Carré verða því að fmna sér ný viðfangsefni. Spennusagan The Night Manager kom út fyrir nokkrum dögum og lenti strax í efsta sæti breska metsölulist- ans yfir innbundnar bækur. Þar Metsölurisarnir John le Carré og Jeffrey Archer takast á. Teikningin birtist í Sunday Times. koma frekur ógeðfelldir valdsmenn í bresku leyniþjónustunni að vísu enn við sögu. En nú er ekki tekist á við kommúnista heldur alþjóðlega vopnasala og eiturlyfjasmyglara. Helsta hetja sögunnar er Jonathan Pine sem enskir gagnrýnendur segja gamalkunna le Carré-söguhetju. Hann fær ríka ástæðu til að ná sér niðri á vopnasalanum Richard Onslow Roper sem er samviskulaus með öllu. Pine velur þá leið að koma sér í kynni við vopnasalann og ganga í þjónustu hans með það í huga að steypa honum í glötun og hirða af honum ástkonuna í leiðinni. Hefnd Husseins Nýja sagan hans Jeffreys Archer kom svo út í nýliðinni viku. Honour Among Thieves heitir hún og hefur alþjóðlegt sögusvið eins og hjá le Carré. Að öðru leyti eiga þessar bæk- ur ekkert sameiginlegt ef marka má frásagnir enskra blaða. í sögu Archers er Saddam Hussein eiginlega helsti skúrkurinn. Hann langar að sjáifsögðu til að ná sér niðri á Bandaríkjamönnum vegna Persa- flóastríðsins og þakka þannig pent fyrir síðast. Útsendurum hans kem- ur ein hugguleg leið í hug: sum sé að stela hinu eina sanna frumeintaki af sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkj- anna og brenna hana svo til ösku í beinni sjónvarpsútsendingu á þjóð- hátíðardegi Bandaríkjamanna, 4. júlí! Til að koma þessari áætlun í fram- kvæmd gerir Hussein samning við ýmsa skúrka, þar á meðal ameríska mafíósa. En söguhetja Archers, pró- essor sem Scott heitir, er engu minni bjargvættur en Indiana Jones svo allt fer vel að lokum. Archer söluhærri? Því er spáð að Archer muni snar- lega ryðja le Carré úr efsta sæti met- sölulistanna, enda er í upphafi dreift 250 þúsund eintökum af bókinni í löndum breska samveldisins, 500 þúsundum í Bandaríkjunum og 100 þúsundum í Japan. Og þetta er bara fyrsta prentun. Þótt bækur Archers hafi auðvitað áður selst vel telst þetta óvenjuleg eftirspurn. Enda hefur útgefandinn, Harper Colhngs, lagt mikla fiármuni í víðtæka auglýsingaherferð - eða hátt í tuttugu milljónir íslenskra króna. Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. Michaet Crichton: Jurassic Park. 2. John Grishanv The Firm. 3. John Grisham: The Pelican Brief. 4. Michael Críchton: Rising Sun. 5. Stephen Kíng: Geratd's Game. 6. John Grisham: A Time to Kill. 7. Clive Cussler: Sahara. 8. Julie Garwood: Castles. 9. Michaet Crichton: Congo. 10. Catherine Coulter: The Heiress Bride. 11. Terry McMillan: Waíting to Exhale. 12. V.C. Andrews: Darkest Hour. 13. Patricia D. Cornwell: All That Remaíns. 14. Judith Krantz: Scruples Two. 15. Janet Dailey: Tangled Vines. Rit almenns eðlis: 1. David McCullough: Truman. 2. Don Shay & Jody Duncan: The Making of „Jurassic Park" 3. Gaíl Sheehy: The Silant Passage 4. M. Scott Peck: The Road Less Travelled. 5. Ross Perot: Not for Sale at Any Price. 6. Peter Mayte: A Year in Provence. 7. Maya Angelou: I Know why the Cáged Bird Sings. 8. Wallace Stegner: Where the Bluebird Sings to the Lemonade Springs. 9. P.J. O'Rourke: Give War a Chance. 10. William Manchester: A World Lit Only by Fire. 11. Deborah Tannen: Youjust Don't Understand. 12. Bill Geist: Little League Confidential. 13. Peter Mayle: Toujours Provence. 14. Garry Wills: Lincoln at Gettysburg. 15. R. Marcinko & J. Weisman: Rogue Warrior. (Byggt á New York Ttmes Book Review) Vísindi Þeir sem hafa otnæmi fyrir rauðum jarðarberjum gefa nú gætl sér á hvítum. Hvítjarðar- ber fyrir ofnæmis- sjúklinga Jarðarber eru bannvara fyrir-marga sem eru með ofnæmi fyrir ýmsum fæðutegundum. Ekki hefur verið staðfest hvað það er í berjunum sem veldur ofnæmi en ein kenning er sú að það sé rauða litarefnið. Nú hefur jaröarberiaræktanda í Svíþjóð tek- ist að rækta hvít jarðarber. Á þeim aðilum sem hafa prófað berin hafa ekki sést riein einkenni eins og eftir neyslu rauðra jarðarberja. Rannsóknin hefur enn ekki verið gerð nema á fáum aðilum og því þykir ekki alveg hættulaust fyrir ofnæmissjúklinga að fá sér stóran skammt af þessum gómsætu ávöxt- um þótt þeir komist yfir hvít ber. Flugvél án eldsneytis Ný japönsk flugvél heldur sér á lofti meö örbylgjuorkufrájörðu. Þegar bylgjurnar lenda á neðri hluta fiug- vélarinnar breytist orkan í raf- straum sem heldur skrúfunni í gangi. Enn sem komið er er aðeins um módel að ræða. Flugvélin, sem gerð- ar eru tilraunir með, er 1,9 metrar að lengd og 3,8 kíló að þyngd. Á neðri hiið vængjanna og neðan á skrokknum eru alls 120 nemar sem taka við örbylgjunum og breyta þeimírafstraum. Sérstakt raíkerfi sér um að nern- amir snúi alltaf að senditækinu frá jörðu. Blóðgjöf í þágu sögunnar íbúamir í Murlo í Toscana á Ítaiíu hafa brett upp ermarnar og látið taka úr sér blóð til að lofa vísinda- mönnum að kanna hvort þeir séu beinir afkomendur Etrúska sem vom hámenningarþjóð í Etrúríu á Mið-ítahu frá því um 700 f.Kr. þar til um 300 f.Kr. er Rómverjar tóku að vinna borgríki þeirra. DNA-rannsóknir verða gerðar á blóði 150 íbúa Murlo og niðurstaðan borin saman við DNA í beinagrind- um Etrúska sem fundust í fomum kirkjugarði. Vísindamönnunum þótti mikil- vægt aö vahnn yrði staður þar sem litlar líkur væru á að mikil blóð- blöndun hefði átt sér stað. Fólk með nöfn sem talin vom geta verið frá einhverjum utanaðkomandi fékk ekkiaðgefablóð. Efni í chilipipar getur komið að gagni við meðferð brunasára. Efni í chili- pipar dregur úr sársauka Efnið sem gefur chilipipar sterkt bragð hefur jafnframt deyfandi áhrif. Rannsókn var gerð við John Hopkins læknaskólann í Baltimore í Bandaríkjunum á átta manns sem fengu efnið undir húðina á öðrum handleggnum. í hinn handlegginn var sprautað óvirku efni. Þeir sem þátt tóku í rannsókninni vissu ekki í hvorn handlegginn efn- inu úr chilipiparnum var sprautað. Beint var hita að handleggjunum, jafnmiklum og viðkomandi væri að brenna sig á ofhi. í ljós kom að húð- in á handleggnum sem fengið hafði chiliefnið var ekki jafn viðkvæm fyrir hita og húðin á handleggnum þar sem sprautað hafði verið óvirku efni. Drauma- svefnbætir minnið Draumasvefn hefur jákvæð áhrif á minnið. Þetta er niðurstaða rann- sóknar ísraelsks vísindamanns sem lét hóp manna læra munstur á tölvuskjá nokkrum klukkustundum áður en þeir gengu til náða. Hluti hópsins var vakinn í hvert skipti sem þess sáust merki að hann svæfi draumasvefni. Þessi hluti hópsins átti mjög erfitt með að muna eftir munstrinu sem hann hafði lært kvöldinuáður. Aðrir, sem vaktir höfðu verið af verfiulegum svefni, mundu ágætlega eftir munstrinu og gátu teiknað það jafnvel og þeir sem fengið höfðu að sofaótruflaðir. Ný aðferð við kort- lagningu jarðskjálfta Franskir vísindamenn hafa fundið nýja aðferð til að kortleggja jarð- skjálfta ogfullyrða að með henni sé möguleiki á að spá fyrir um eldgos og aðrar náttúruhamfarir. Vísindamennimir segjast hafa notað gervihnött til aö kortleggja breytingar á yfirborði jarðar eftir jarðskjálfta í Kaliforníu í júni 1992. Gervihnötturinn sýndi skýra mynd af skjálfta sem átti sér djúp upptök en hafði valdið litlum yfir- borðsskemmdum. Með sneiðmyndatöku eru hægt að aldursgreina mumíur nákvæmar. Múmíur í sneið- myndatæki Nú hefur í fyrsta skipti verið hægt að taka nákvæmar myndir af múm- íu án þess að fiarlæga hana úr kist- unni. Notast var við sneiðmynda- tæki á St.Thomas sjúkrahúsinu í London og var hofgyðjan Tjentmut- enebtui vahn til tilraunarinnar en hún var smurð fyrir þrjú þúsund árum. Það sem þótti athyglisverðast við myndimar voru tennur múmíunn- ar. Þær voru lítið shtnar og vís- dómstennumar voru að koma í ljós. Það þýðir að hofgyðjan hafi verið 19 til 23 ára þegar hún lést. Áður var tahð að hún hefði verið á aldrin- um25til40ára. Umsjón Ingibjörg Bára

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.