Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1993, Qupperneq 14
14
LAUGAKDACUK 10. JÚLÍ 1993
Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsin jar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00
FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDG. 25. SÍMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1368 kr.
Verð í lausasölu virka daga 130 kr. - Helgarblað 170 kr.
Dýrkeypt reynsla
Ráðstöfimartekjur almennings eru að skerðast um
samtals Qórðung á sjö ára tímabili, frá 1987 til 1994. Þetta
er gífurleg kjaraskerðing á skömmum tíma. Hún sýnir,
að þjóðin er fær um að haga seglum eftir efnahagsvindum
og getur hert sultarólina, þegar árar sem verst.
Fjórðungs minnkun ráðstöfunartekna segir ekki alla
söguna um skerðingu lífskjara almennings. í öðru lagi
er ríkið samhliða að draga úr þjónustu sinni, skera af
velferðarkerfi heimilanna. Og í þriðja lagi er allt í einu
komið víðtækt atvinnuleysi með öllum þess hörmungum.
Tvennt hefur meðal annars einkennt þetta tímabil.
Það er í fyrsta lagi stöðugt verðlag og í öðru lagi þjóðar-
sáttir á vinnumarkaði. Svo virðist sem almenningur hafi
tapað á stöðugu verðlagi og þjóðarsáttum, þótt fleira
skipti auðvitað máh, svo sem samdráttur í þorskafla.
Skiljanlegt er, að órói fari að grípa um sig hjá verka-
lýðsrekendum, þegar félagsmenn þeirra eru famir að sjá
samhengi milli þjóðarsátta og hruns ráðstöfunartekna.
Þessa hefur fyrst orðið vart hjá Dagsbrún og nokkrum
öðrum verkamannafélögum, en á eftir að magnast ört.
Fólk mun smám saman missa trú á gildi þess að haga
sér í samræmi við útlendar hagfræðiformúlur um stöð-
ugt verðlag, þegar það tapar svona greinilega á þeirri
fylgispekt. Fátæka fólkið í landinu fer senn að hugsa
með angurværð til blessaðra verðbólguáranna.
Hætt er við, að höfundum þjóðarsátta í hagsmunasam-
tökum vinnumarkaðarins muni reynast erfitt að skýra
fyrir fólki, hvers vegna það eigi að taka þátt í þjóðarsátt-
um, sem skerða ráðstöfunartekjur þess um heilan fjórð-
ung á sjö ára tímabili, og hvemig það muni síðar græða.
Ekkert bendir til þess, að hagfræðingar vinnumarkað-
arins eða ríMsstjómarinnar séu með haldbær rök um
framhaldið. Á vegum ríkisstjómarinnar verður haldið
áfram að reyna að skera niður velferðarkerfi heimilanna
og spilla þannig lífskjörum enn frekar.
Áfram verður haldið að veiða nokkm meiri þorsk en
ráðlegt er, svo að ekki koma neinir stórir þorskárgangar
í aflann á næstu ámm. Höfundar þjóðarsáttar geta því
ekki boðið upp á neina ódáinsakra að baki fjallgarðanna,
sem þeir em að leiða þj óðina um á þessum mögm árum.
Samstaða er um það milli stjómmálamanna þjóðarinn-
ar, forvígismanna atvinnurekenda og verkalýðsrekenda,
svo og hagfræðilegra ráðgjafa allra þessara aðila, að ekki
skuh létt byrðum af almenningi með því að skera niður
velferðarkerfi fornra atvinnuhátta, einkum landbúnaðar.
Uppreisnarmenn Dagsbrúnar taka þátt í þessari sam-
stöðu. Þótt þeir kveini yfir þjóðarsáttum og kjaraskerð-
ingu, hafa þeir ekki annað að bjóða en allir hinir. Þeir
trúa á sömu bannhelgi. Þeir em sömu kerfiskarlamir.
Munurinn er bara sá, að ráðamenn Dagsbrúnar em í fýlu.
Þótt stefna þjóðarsátta og stöðugs verðlags sé í vondum
málum um þessar mundir, er ekkert, sem bendir til, að
vinnudeilur á næsta vetri muni bæta stöðu Dagsbrúnar-
manna eða almennings. Fyrirtækin em ekki aflögufær
og bannhelgi hvílir á velferðarkerfi fomra atvinnuhátta.
Meðan þjóðin neitar sér um raunhæfar leiðir út úr
ógöngum sínum, getur hún huggað sig við, að lífskjörin
em ekki verri en þau vom fyrir áratug. Kreppan felur
í sér, aó ráðstöfunartekjur falla niður í það, sem þær
vora fyrir áratug. Einn áratugur hefur farið í súginn.
Þjóðin er á uppleið, þegar htið er til langs tíma og
hugsað í áratugum. Hún hefur vahð sér erfiða fjallvegi.
Hún mun læra af reynslunni. En það er dýrkeypt reynsla.
Jónas Kristjánsson
Tollasátt sjö-
velda á að hleypa
lífi í GATT
Orðhvatur íri, Peter Sutherland,
er tekinn við framkvæmdastjórn
GATT, Almenna samkomulagsins
um tolla og viðskipti, af orðvara
Svisslendingnum Arthur Dunkel.
Nýi framkvæmdastjórinn hefur
sett sér það mark að koma skriði á
samningalotuna um frekari aflétt-
ingu viðskiptahafta sem kennd er
við Uruguay. Hún hefur staðið í sjö
ár og er komin þrjú framyflr áætl-
un.
Sutherland fór áður með sam-
keppnismál og viðnám við hringa-
myndun í framkvæmdastjóm EB.
Hann hafnaði stöðunni hjá GATT
tvisvar þangað til viðskiptafulltrú-
ar Bandaríkjanna og EB, þeir Mic-
key Kantor og Leon Brittan, full-
vissuðu hann um stuðning af sinni
hálfu við að ljúka Uruguay-lotunni
með árangri.
Embættistakta Sutherlands átti
sér stað viku fyrir árlegan fund
æðstu manna sjö helstu iðnríkja í
Tokyo að þessu sinni. Hann beið
ekki boöanna aö lesa þeim pistil-
inn, hamraði á því á fréttamanna-
fundum að nú nægðu ekki lengur
óljós fyrirheit og viljayfirlýsingar,
áþreifanlegur árangur varðandi
Uruguay-lotuna yröi að koma frá
Tokyo.
Sjöveldaleiðtogamir sjálfir hafa
fundið til þarfar að reka nú af sér
slyðruorðið. Á fiórum fundum í röð
hafa þeir lýst yfir fylgi við mark-
mið Uruguay-lotunnar án merkj-
anlegs árangurs. Fimmta vind-
höggið hefði gert fundahöldin að
viðundri.
Leiðtogarnir sjö gáfu því við-
skiptafulltrúum Bandaríkjanna,
EB, Kanada og Japans samnings-
umboð sem varð til þess aö þeir
náðu samkomulagi á næturfundi
nóttina áður en leiðtogarnir komu
saman. Þar leystust áður óviðráö-
anlegir hnútar í togstreitu um sam-
komulag um greiðari aðgang að
mörkuðum fyrir átján flokka iðn-
varnings.
í tíu flokkum, allt frá efnaiðnað-
arvörum til bjórs, er gert ráð fyrir
að tollar falli niður að fullu. í átta
öðram flokkum, svo sem vefnaðar-
vöru og leirvamingi, lækka þeir
um allt að 50%. Grundvöllur sam-
komulagsins var tilslakanir í loka-
hrinunni þar sem Bandaríkin til
að mynda féllust á aukna sam-
keppni við vefnaðariðnað sinn en
Japanir hétu að lækka afartolla á
frönsku koníaki og skosku viskíi.
Sutherland og fleiri hafa fagnað
þessum árangri í Tokyo en hann
er aðeins fyrsta skref. Þaö ætti þó
að dómi flestra að nægja til að
koma viðræðum allra 110 aðildar-
ríkja GATT á hreyfingu í Genf.
Tíminn er orðinn naumur því niö-
urstaða í öllum málaflokkum verð-
ur aö liggja fyrir 15. desember í
Erlend tíðindi
Magnús Torfi Ólafsson
vetur svo Bandaríkjaforseti geti
lagt samninginn fyrir Bandaríkja-
þing með þeim skilmálum að hann
fái forgangsafgreiðslu til sam-
þykktar eða synjunar en breyting-
artillögur séu óheimilar.
Uruguay-lotan sker sig úr fyrri
samningaumleitunum á vegum
GATT þannig að nú er ekki aðeins
rætt um aukna fríverslun með iðn-
aðarvörur heldur einnig landbún-
aðarvörar, þjónustugreinar eins og
samgöngur og fiármagnsmarkað
og vernd einkaleyfa og réttar til
hugverka.
Á þessum sviðum er margt enn
umdeilt og fer þar mest fyrir við-
skiptum með landbúnaðarafurðir.
Frakklandsstjórn neitar enn að
fallast á samkomulag Bandaríkja-
stjómar og framkvæmdastjórnar
EB frá því í fyrra um skerðingu
niðurgreiðslna á útfluttum korn-
vörum þótt hún hafi um síðir sætt
sig við önnur atriöi þess.
Reiknimeistarar GATT telja sig
hafa sýnt fram á að samkomulag í
Genf um Uruguay-lotu, á þeim nót-
um sem Dunkel, fyrrum fram-
kvæmdastjóri, gerði grein fyrir,
myndi örva heimsviðskipti sem
nemur 200 milljörðum dollara, eða
þrítugasta og fimmta hluta, en þau
eru nú metin á sjö þúsund millj-
arða dollara. í samdrætti og at-
vinnuleysi í flestum löndum mun-
ar um minna og stjórnmálamenn
eru þegar farnir að slá fram tölum
um fiölgun starfa að Uraguay-lotu
frágenginni. Bill Clinton Banda-
ríkjaforseti hefur til dæmis í Tokyo
nefnt 1,4 milljónir viðbótarstarfa
næsta áratug miðað við óbreytt
ástand.
Ný skýrsla frá OECD, Efnahags-
og framfarastofnuninni í París,
spáir hægum efnahagsbata í besta
lagi og þrátt fyrir að til hans komi
muni atvinnuleysi halda áfram að
aukast, sér í lagi í Evrópu. Þar eru
nú 19 milljónir atvinnulausar en
horfir í 23 milljónir að tveim árum
liönum segir OECD.
Magnús T. Ólafsson.
Francois Mitterrand Frakklandsforseti horfir úr sæti sínu á Bill Clinton
Bandaríkjaforseta og Kíitsi Mijasava, forsætisráðherra Japans, spjalla
saman fyrir setningu annars fundar leiðtoga iðnríkjanna í Tokyo.
Simamynd Reuter.
Skodanir annarra
Rétt ákvörðun Clintons
„Bfil Clinton Bandaríkjaforseti hefur tekið rétta
ákvörðun. Hann hefur hafnað tillögu um að sprengja
níu kjamasprengjur í tfiraunaskyni neðanjarðar. í
staðinn hefur hann tfikynnt að Bandaríkin muni
framlengja núverandi tilraunabann um eitt ár og að
eftir það verði þau ekki fyrst tfi að taka upp tilrauna-
sprengingar að nýju. Þaö dregur ekkert úr gfidi
ákvöröunarinnar að hún er til komin vegna þrýst-
ings Bandaríkjaþings og annarra hópa.“
Úr forystugrein Politiken 5. júlí.
Aðstoðið Bosníubúa
„Það er hörmulegt til þes að vita að ofan á skot-
hríðina og uppskiptingu landsins er verið að meina
Bosníubúm um lágmarks matarskammta, ckki að-
eins vegna þess að Króatar og Serbar eru að reyna
að svelta múslíma tfi að fallast á skiptingu landsins
heldur vegna þess að gefendur láta ekki nægilega
mikið af hendi rakna. Evrópuþjóðir og Bandaríkin
verða að grafa dýpra til að ná í það fé sem nauðsyn-
legt er. íslömsk ríki verða einnig að rétta hjálpar-
hönd.“ Úr forystugrein Washington Post 6. júlí.
Þetta með löðrunginn
„AUir virðast vera á því að frú Anne Davis sé
góð barnfóstra. En hún hefur að því er virðist einn
galla. Hún telur að stundum eigi að löðrunga óþekk
böm. Ekki fast heldur aðeins léttan löörung þegar
ekki hefur tekist að tala um fyrir barninu. Það virð-
ist vera nóg tfi að bæjarfélag hennar hefur svipt
hana barnagæsluleyfinu. Auðvitað þarf að vemda
böm gegn illri meöferð en það verður varla sagt að
léttur löðrungur fylli þann flokk.“
Úr forystugrein Daily Express 6. júlí.