Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1993, Síða 15
LAUGARDAGUR 10. JÚLl 1993
15
Stund milli striöa. Unglingar í vinnuflokki. - DV-mynd GVA
Meiri skerðing
ráðstöfunartekna
Landsfeðumir munu vafalaust
leggja enn meiri skatta á herðar
landsmanna næsta vetur, þótt ráö-
stöfunartekjur eftir skatta hafi
minnkað mikið og fari enn minnk-
andi. Kaupmáttur ráðstöfunar-
teknanna mun hafa minnkað um
íjórðung frá árinu 1987 til 1994.
Þetta vitum við öll, að er gífurleg
skerðing. Við höfum yfirleitt misst
fjórða hlutann af tekjum okkar.
Þjóðhagsstofnun segir, að þjóðar-
tekjur minnki um rúmlega 2,5 pró-
sent í ár. Orsökin er helzt minni
afli og verðfall á erlendum fisk-
mörkuðum. Þá gerir Þjóðhags-
stofnun ráð fyrir, að framleiðslan
í landinu minnki um 2 prósent á
næsta ári. Kaupmáttur ráðstöfun-
artekna, það sem fæst fyrir tekj-
umar eflir að skattar hafa verið
greiddir, mun minnka um rúmlega
6 prósent í ár, og hann veröur enn
4 prósentum minni á næsta ári en
í ár. Ekki er nema von, að Guð-
mundur J. Guðmundsson og Dags-
brún beri sig illa, þegar þetta er
komið í ljós. Raunar hefði mátt
ætla, að þetta hefði ekki komið
þeim herrum mikið á óvart.
„Endarmeð
sprengingu"
Guðmundur segir í DV-viðtali, að
hann haldi, að þetta endi með
sprengingu. Menn þoli ekki svo
mikla minnkun kaupmáttar á
nokkrum árum. Þetta séu ekki
meinleysislegar tölur. í þeim sé
dínamít. Þriðjungur Reykvíkinga
lifi við fátæktarmörk. Guðmundur
segir, að þetta geti allt saman leitt
til „óeirða". Dagsbrún og fleiri
kunni að segja upp samningum fyr-
ir miðjan október og það gæti orðiö
„stríð“ í vinnumarkaðinum.
Ekki er ofmælt, að þusundir
manna þola ákaflega illa þessa
skerðingu kaupmáttar, sem orðið
hefur á samdráttarskeiðinu síðan
1988. Fólk ber sig æ verr. Nú í vik-
unni var sagt frá enn einni skoð-
anakönnuninni, sem sýnir mikið
fylgishrun Sjálfstæðisflokksins og
Alþýðuflokksins líka. Framsókn er
orðin stærsti flokkurinn, eins og
hafði áður sést í skoðanakönnun-
um DV og Félagsvísindastofnunar
Háskólans. Sjálfstæðisforystan er
jafnvel farin að taka slíkum niður-
stöðum án upphrópana, eins og for-
ystan tíðkaði fram eftir síðastliðn-
um vetri. Þetta fer að verða „sögu-
leg staðreynd". Sjálfstæðismenn
geta reynt að vona, að flokkurinn
komi eitthvað skár út en þetta, þeg-
ar kosið verður, en í raun hafa
þeir ekkert til að byggja þá bjart-
sýni á. Vinnudeilur næsta vetur
gætu farið illa með Sjálfstæðis-
flokkinn í sveitarstjómarkosning-
unum næsta vor. En hvert stefnir?
Raunar ekkert nema þá í sömu átt
og fyrr: í aukna skatta og þjónustu-
gjöld, sem em auðvitað bara skatt-
ar með öðrum nöfnum.
Skattamet aukið
Friðrik Sophusson fjármálaráð-
herra heimti titilinn „skattmann"
úr höndum Ólafs Ragnars Gríms-
sonar með nýju skattameti. Friðrik
gefur í skyn, að álögur muni auk-
ast. Friðrik fjallaði um erfiðleika
og árangur í ríkisfjármálum í kjall-
aragrein í DV fyrir skömmu. Af
hveiju hefur þessi ríkisstjórn ekki
staðið við fógm fyrirheitin um að
koma ríkisfjármálunum í betra
horf? „Fljótlega kom í ljós, að vandi
ríkisfjármálanna var mun um-
fangsmeiri en gert var ráð fyrir í
upphafi," segir Friðrik. „ Víða
leyndust alls kyns skuldbindingar,
sem ríkisstjórnin hafði fengið í arf
og kölluðu á ný og aukin útgjöld
ríkissjóðs."
I ár stefnir í 13 milljarða króna
halla á ríkissjóði eða tvöfalt meiri
en fjárlög fyrir árið gerðu ráð fyrir.
Ríkisstjómin stendur nú frammi
fyrir þeim vanda að þurfa að draga
enn úr ríkissjóðshallanum við erf-
iðar aðstæður. Sparnaðartillögur
ríkisstjórnarinnar munu koma
víða niöur, segir fjármálaráðherra.
Þetta voru orð Friðriks Sophusson-
Laugardags-
pistill
Haukur Helgason
aðstoðarritstjóri
ar í DV. Fjölmiðlar hafa fjallað um
tillögur, sem uppi eru í ríkisstjóm-
inni um niðurskurð. Nokkuð aug-
ljóst er, að ríkisstjórnin mun enn
sem fyrr ekki ráða við að skera
niður þar sem þörfin er mest, eink-
um á landbúnaðardúsum. Á hinn
bóginn era fréttir um, að skorið
verði meira og meira af velferðar-
málum, og síöan muni skattamir
hækkaðir.
Samneyzlan ein
eykst
Hið opinbera hefur verið að auka
umsvif sín. Síöan 1987 hefur þróun-
in verið sú, að samdrátturinn í
þjóðarútgjöldum hefur fyrst og
fremst komið fram í minni einka-
neyzlu. Hún hefur minnkað um
12,3 prósent á þessum tíma eða um
18 prósent á mann að meðaltali.
Fjárfesting hefur líka minnkað um
24 prósent í heild eða 29 prósent á
mann. „Samneyzlan", eyðsla hins
opinbera, hefur hins vegar verið
að aukast. Aukning hennar frá 1987
er 18 prósent eða 10 prósent á mann
að meðaltali. Þessa þróun ætti fólk
að íhuga.
Vilhjálmur Egilsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins með meim,
fjallaði um þetta í kjallaragrein hér
í blaðinu og nefndi, hve mikill rík-
ishallinn gæti orðið á næsta ári.
Stjómarliðið hefur talað um, að nú
stefni í 18 milljarða halla á næsta
ári, en sú tala miðar við „ósk-
hyggju", sem sé stöðuna, ef kröfur
ráðuneyta um hækkanir til sín
yrðu samþykktar. Hallinn gæti
vissulega oröið mun meiri en 13
milljarðariúr, sem út koma í ár. „Ef
ekki verður tekizt á við að hemja
samneyzluna og draga hana sam-
an, hlýtur að koma til stórfelldra
skattahækkana og ennþá frekari
samdráttar í einkaneyzlu og fjár-
festingu," segir Vilhjálmur Egils-
son. „Ef illa tekst til við fjárlaga-
gerð fyrir 1994 og 1995, gæti hallinn
á kjörtímabili ríkisstjórnarinnar
stefnt í 50 milljarða, og það kallar
á nýjan árlegan vaxtakostnað upp
á 3500 milljónir," segir Vilhjálmur
Egilsson.
Margt bendir til, að ríkisstjómin
muni nú enn heykjast á verulegum
niðurskurði. Nýir skattar em að
koma. Fjármagnstekjuskattur
verður tekinn upp, og hann verður
vafalaust aukinn á næstu ámm
þrátt fyrir fyrri andstöðu Sjáif-
stæðisflokksins við þann skatt.
Eyðsluskattur
Áðumefndur Vilhjálmur Egils-
son fjallaði í annarri kjallaragrein
í DV um nýja möguleika á skatt-
lagningu.
Hann nefndi „eyðsluskatt“, sem
mætti koma í stað tekjuskatts.
Eyðsluskattur í sinni einföldustu
mynd virkar þannig, að eignaaukn-
ing eða spamaður er dreginn frá
tekjum, áður en þær koma til skatt-
lagningar. Eyðsluskattur verð-
launar fólk, sem sparar, en gerir
umframeyðslu afar dýra.
Það fer um mann hrollur, þegar
stjórnartopparnir eru farnir að
ræða „nýja skattlagningu“. Reynsl-
an er sú, að það verður til að auka
skattbyrðina, þegar nýir skattar
koma inn, þótt auðvitað sé alltaf
sagt, að þeir eigi bara að leysa
gamla skatta af hólmi.
Horfur í
sveitarstjómar-
kosningunum
Verkalýðsmenn eru famir aö
kvarta, en margir segja, að mest
um framhaldið muni ráðast af fjár-
lagagerðinni. Líklegt er, að þeir
verði ekki sáttir við hana. „Ég mun
mæla með því, að samningum verði
sagt upp í haust,“ sagði Kári Arnór
Kárason, formaður Alþýðusam-
bands Norðurlands, í viðtah við
DV.. .„Það er afar brýnt, að gripið
verði til kjarajafnandi aðgerða, því
stór hópur fólks er á barmi örbirgð-
ar. Því miður hefur verkalýðs-
hreyfingin verið á skipulögðu und-
anhaldi undanfarin 15 ár. Á sama
tíma hafa vinnuveitendur þjappað
sér saman og ráða nú mun meiru
um þjóðfélagsþróunina en laun-
þegar.“
„í gildandi kjarasamningi er fyr-
irvari, sem gerir okkur kleift að
segja samningnum upp. Við höfum
hins vegar ákveöið að bíða átekta
og meta síðan þróunina næstu vik-
umar,“ sagði Benedikt Davíðsson,
forseti Alþýðusambands íslands, í
viðtali við DV.
Blikur eru á lofti. Viðbúið er, að
kurr fari vaxandi, þegar líður á
árið og næsta vetur. Stjórnarflokk-
amir hafa samkvæmt ýmsum
skoðanakönnunum tapað um
þriðjungi fylgis síns.
Þeir flokkar munu að öllum lík-
indum gjalda afhroð í næstkom-
andi sveitarstjórnarkosningum.
Sjálfstæðisflokkurinn mun eiga í
vandræðum meö að halda borg-
inni.
Haukur Helgason