Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1993, Síða 17
LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1993
17
Kristin B. Gunnarsdóttir, Lokastig 13, sendi þessa skemmtilegu mynd af syni sínum, Stefáni Andra, sem tekin var
á Flórída.
Ljósmyndakeppni DV og Kodak:
Upp með sumar-
skapið og
myndavélina
-frábær verðlaun í boði fyrir skemmtilegustu sumarmyndimar
Islendingar eru iönir við að taka
skemmtilegar myndir. Það sannast
best á þeim ágætu sumarmyndum
sem þegar hafa borist í keppnina um
skemmtilegustu sumarmynd ársins
sem DV og Kodakumboðið standa
fyrir. Nú þegar hefur íjöldi fólks sent
inn myndir en að sjálfsögðu verður
hægt að nota allt sumarið til mynda-
töku því síðasti skíladagur á mynd-
um er ekki fyrr en 15. september.
Allar myndir eru gjaldgengar í,
keppnina, svo framarlega sem þær
eru skýrar, góðar og auðvitað
skemmtilegar.
Dómnefnd mun síðan velja verð-
launamyndir úr þeim fjölda sem
berst en glæsileg verðlaun eru í boði
fyrir skemmtilegustu myndirnar.
Veitt verða verðlaun í fjórum flokk-
um, fyrir eina staka mynd, fyrir
bestu sumarmyndir erlendis frá,
bestu sumarmyndir teknar innan-
lands og bestu myndir í unglinga-
flokki. Alls eru þetta ellefu glæsileg
verðlaun. Auk þess verða skemmti-
legar myndir, sem berast, birtar í
helgarblaði DV fram að úrslitum sem
kynnt verða 24. september. í dóm-
nefnd eru Gunnar V. Andrésson og
Brynjar Gauti Sveinsson, ljósmynd-
arar DV, og Gunnar Finnbjörnsson
frá Kodakumboðinu.
Fyrstu verðlaun í keppninni eru
fullkomin ljósmyndavél af Canon
gerð EOSlOO sem kostar um sjötíu
þúsund krónur. Hver ljósmyndari
gæti verið stoltur af slíkum grip. Þá
verða veitt þrenn feröaverðlaun inn-
anlands og þrenn til borga erlendis
og fyrir bestu unglingamyndirnar
verða veittar Prima 5 ljósmyndavél-
ar. Það er því til mikils að vinna og
rétt að munda græjumar og setja
Kodakfilmu í.
Hér á síðunni birtast nokkrar af
þeim stórskemmtilegu myndum sem
þegar eru komnar í keppnina og
munum við halda áfram að birta inn-
sendar myndir á næstunni.
Stingið ljósmyndunum í umslag og
merkið:
Skemmtilegasta sumarmyndin
DV, Þverholti 11,
105 Reykjavík.
Sigurbjörg Gylfadóttir tók þessa mynd við Apavatn i Biskupstungum en það
var systir hennar, Helga Gylfadóttir, Laufvangi 9, Hafnarfirði, sem sendi
hana inn.
Logi, eins árs, fær sér í svanginn í
sveitinni en það var Ingibjörg G.
Geirsdóttir, Neshömrum 18, sem tók
myndina.
Iris Rikharðsdóttir, Lækjargötu 12B í Hafnarfirði, tók
þessa mynd af bróður sinum er hún lá í sólbaði og
kallar myndina Horft til himins.
Kyrrðin rofin, kallar höfundur þessa mynd. Það er Ingi-
björg Ósk Óladóttir sem tók myndina en sá stutti heitir
Guðmundur Borgar Ingólfsson.
6 MANAÐA ABYRGÐ
LÁN TIL ALLTAÐ 36 MÁNAÐA
TÖKUMNOTAÐA UPPÍNOTAÐA
VOLVO 740 FÓLKSBÍLAR
OG 740 STATION
Volvo 740 GL I/olvo740GL
4 dyra, sjálfsk. 4 dyra, sjálfsk.
Árgerð 1986 Árgeifl1987
Ekinn: 72.000 km Ekinn: 85.000 km
Verð: 890.000 kr. Verð: 1000.000 kr.
0 o
Volvo 740 GL Volvo 740 GL
4 dyra, sjálfsk. 4 dyra, sjálfsk.
Árgerð 1988 Árgei01987
Ekinn: 73.000 km Bdnn: 70.000 km
Veifl: 1150.000 kr. Veifl: 1000.000 kr.
VOLVO 240 FOLKSBILAROG
240 STATION
Volvo 240 GL
4 dyra, 5 gíra
Árgerð 1987
Ekinn: 90.000 km
Verö: 680.000 kr.
Volvo240DL
4 dyra, sjálfsk.
Árgerö 1988
Ekinn: 75.000 km
Verð: 750.000 kr.
©
o
Volvo240GL
4dyra, sjálfsk.
Árgerð 1986
Ekinn: 67.000 km
Verð: 680.000 kr.
Volvo 240 GL
4dyra, sjálfsk.
Árgeið1987
Ekinn: 76.000 km
Verð: 780.000 kr.
VOLVO
FAXAFENI 8 • SIMI 91- 685870