Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1993, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1993, Side 18
18 LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1993 Dagur í lífi Sigtryggs Baldurssonar hljómlistarmanns: „Ég vaknaði um hálfníuleytið í gær, mánudagsmorgun. Ég dreif mig á fætur og stökk út í bakarí á hom- inu á Fálkagötunni í þessari yndis- legu rigningu og roki, meðan konan mín, Sigrún, og Una, dóttir mín, voru að klæða sig. Þar festi ég kaup á ilm- andi brauði. Þegar ég kom til baka fengum við okkur morgunmat, eins og lög gera ráð fyrir. Aö því búnu hélt Sigrún til vinnu sinnar. Þá tók við afmælisveisla á heimil- inu því Unna, dúkkan hennar Unu, átti afmæli. Kaka var byggð úr legó- kubbum og síðan var haldið smá- afmælisboð fyrir Bert og fleiri félaga. Ég stundaði svolítið símahangs með- an boðið stóð yfir. Ég var að athuga með flugmiða til Ameríku í ágúst svo og geymsluhúsnæði. Fjölskyldan er sumsé að flytja af landi brott í ágúst. Konan mín er að fara í doktorsnám í lífefnafræði og ég ætla að berja mínar trumbur, eins og mér er ein- um lagið. Fram að jólum ætla ég að koma fjölskyldunni fyrir, elda mik- inn og reyna að finna okkur ein- hverja góða húshjálp, hvors kyns sem hún nú verður. Eftir jól stefni ég á „free lance-spilamennsku.“ En aftur í símahangsið. Ég þurfti einnig að eiga orð við meindýraeyð- inn og biðja hann að hafa hemil á starrabyggðinni hérna við enda hússins. Svo var ég að rukka inn útistandandi fé. matinn og ég eldaði pasta þegar heim var komiö. Eg er kokkurinn á heimil- inu og sé yfirleitt um tvær máltíðir plús morgunverð á hverjum degi. Þetta geri ég mjög viljugur og hef gaman af. Ég er ekki mjög góður í að gera hluti nauðugur, það er ekki mín besta hlið. Að þessu búnu fór ég á aðalfund hjá Smekkleysu og þaðan á knatt- spymuæfingu. Ég var búinn að lofa að þjálfa Milljónamæringana þar sem við erum að keppa á knatt- spyrnumóti poppara í dag, auk þess sem ég er fyrirliði liðsins. Við þurft- um því að hittast og sparka í tuörur í gærkvöldi til þess að hita okkur upp, auk þess sem við þurftum að leggja á ráðin með „strategíuna" okk- ar í leiknum. Hún er nýstárleg en við vonumst til að hún virki mjög vel. Við höfum tvo stærstu mennina í vöm og þeir eiga að sjá um að það komist enginn nálægt markinu. Það verða engin vettlingatök hjá þessum mönnum. Svo er tuðmnni dúndrað fram þar sem við hinir tökum við henni og skorum. Þetta er pottþétt kerfi - ef það virkar. En æfmgin gekk sumsé vel og það litla sem var að var lagfært. Það sem okkur vantar upp á í lipurð og tækni bætum við upp með klassískum ruddaskap. Raunar var það vinur minn og æskufélagi, Birgir Mogensen, sem sá um þjálfunina i gær. í hádeginu kom frúin heim og fjöl- skyldan snæddi saman. Að því búnu hélt hersingin út, Sigrún í vinnuna, Una til dagmömmunnar og ég í snatt. Fyrst var ferðinni heitið í Japis, til þess að hitta Einar og Ásmund og plotta með auglýsingar. Því næst ætlaði ég að mkka í TR fyrir opnun- ina á heimilisdýragarðinum í Laug- ardal. Raunar ætlaði ég að rukka á tveim stöðum. Á hinn fyrri var bassaleikarinn þegar búinn að sækja peningana og þeir hjá TR gátu ekki greitt mér fyrr en á fimmtudag. Ég var því fremur dumbungslegur þeg- ar ég fór í bankann. Ég hafði komið Spaugilegar uppákomur Það má gjarnan fljóta með að firmakeppnir poppara í fótbolta eru mjög spaugilegar uppákomur. Að sjá alla popparana mætta í stuttbuxum með Camel-pakkana í brjóstvasan- um er óborganleg sjón. Menn passa sig á að hafa leikina mjög stutta því popparar eru betur þekktir fyrir margt annað en mikið hlaupaúthald. En hvað sem því líður þá var þetta ágætis æfing hjá Milljónamæringun- um. Við getum sagt að kvöldið hafi bjargað deginum. við hjá Lífeyrissjóði stárfsmanna ríkisins í millitíðinni. Þar var mér snúið fram og til baka með plögg vegna láns sem ég hyggst taka. Eg endaöi því i bankanum peningalaus en með uppáskrift frá lífeyrissjóðn- um. Þarna snerist ég í hálfan annan tíma og lauk mínum málum. Popp í rigningunni Þegar ég kom út úr bankanum fékk ég mér popp til þess að halda upp á daginn og rigninguna og brunaði síð- an inn i Kassagerð þar sem ég keypti pappakassa. Þá náði ég í dóttur mína til dagmömmunnar og við náðum í frúna í vinnuna. Síðan var kej’pt í Kvöldið bjargaði deginum Finnur þú fimrn breytingai? 213 „Þú æsir villidýrið upp f mér, Ellen!“ Nafn:........ Heimilisfang: Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í íjós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriöi skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegara. 1. verðlaun: Aiwa vasadiskó að verðmæti 4.480 krónur frá Radíóbæ, Ármúla 38. 2. verðlaun: Fimm Úr- valsbækur að verðmæti kr. 3.950. Bækumar, sem eru í verð- laun, heita: 58 mínútur, Sonur Ott- ós, Kolstakkur, Leikmaðurinn og Víghöfði. Bækumar em gefnar út af Frjálsri fjölmiðlun. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 213 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík Vinningshafar fyrir tvö hundruðustu og elleftu get- raun reyndust vera: 1. Anna Rún Austmar Steinarsdóttir, Viðigrund 22, 550 Sauðár- króki. 2. Alda Bogadóttir, Staðarhrauni, 240 Grindavík. Vinningamir verða sendir heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.