Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1993, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1993, Side 22
22 LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1993 Sérstæð sakamál Isabelle Greaves. Oliver Eads. Jeremiah Brown. Jamesena Meech. Wesley Burroughs. Dóttir sak- sóknarans Allt virtist friðsamlegt og rólegt í þessu úthverfi Houston í Texas í Bandaríkjunum. Wesley Burro- ughs, tuttugu og þriggja ára, var á leið úr vinnu og skammt frá honum var lítil stúlka að leik. Dökkblár bíll kom hægt eftir göt- unni. Wesley sá að ökumaðurinn var ungur og dökkklæddur en í aftursætinu sat hvít kona. Þegar bíllinn kom að litlu stúlkunni stað- næmdist hann. Konan í aftursæt- inu opnaði dymar og kallaði á hana. Litla stúlkan gekk aö bílnum en þegar hún kom að dyrunum þreif konan í hana og kippti henni inn fyrir. í skyndi var hurðinni skellt en síðan ók bíllinn hratt af stað og hvarf fyrir næsta götuhom með ískri. Nokkrum mínútum síðar kom lögreglubíll eftir götunni í eftirlits- ferð. Wesley stöðvaði hann og sagði lögregluþjóninum frá því sem hann hafði séð. Hann skrifaði það, nafn hans og heimilisfang hjá sér ef vera kynni að eitthvað alvarlegt heíði gerst. Og svo reyndist vera. Það varð Wesley ljóst þegar hann sá fréttirn- ar í sjónvarpinu. Níu ára gamalli stúlku, Isabelle, dóttur saksóknar- ans James Greaves, hafði verið rænt. Óvaentvitni Ekki leið nú á löngu þar til rann- sóknarlögrcglan fékk að heyra það sem borið hafði fyrir augu Wes- leys. Hann gat hvorki greint frá gerð dökkbláa bílsins eöa hvert númerið á honum var. Hann gat hins vegar skýrt frá því að hann hefði séð unga þeldökka stúlku koma út úr húsi á móts við þann stað þar sem mannránið var fram- ið. Stúlkan hafði horft á mannránið en flýtt sér svo inn í húsið á nýjan leik. Wesley ók með rannsóknarlög- reglumönnum á staðinn og benti á húsið. Stúlkan reyndist vera heima. Hún varð hrædd þegar hún var tekin til yfirheyrslu þar við húsið. Jamesena Meech, en svo hét hún, var tuttugu og tveggja ára og hún viðurkenndi að hafa séð litlu stúlk- unni rænt en sagðist hafa flýtt sér inn í húsiö á ný af ótta við aö mað- urinn í dökkbláa bílnum sæi hana og kæmi aftur til þess að koma í veg fyrir að hún gæti sagt til hans. „Þegar Jeremiah verður látinn laus..." Um svipað leyti hringdi síminn heima hjá James Greaves saksókn- ara og við hann var eftirfarandi sagt: „Á miðvikudaginn kemur maður að nafni Jeremiah Brown fyrir rétt. Þú skalt segja dómaranum að þú falhr frá ákærunni á hendur hon- um af því að þig skorti sannanir. Þegar Jeremiah verður látinn laus færðu dóttur þína ómeidda heim. En verði Jeremiah dæmdur færðu aldrei að sjá dóttur þína aftur.“ Jeremiah Brown var þrjátíu og fimm ára illskeyttur glæpamaður með langa sakaskrá vegna rána, nauögana og morðtilrauna. Nú skyldi hann svara til saka fyrir tvö morð. Áður hafði átt að leiða hann fyrir rétt vegna þeirra en þá hafði ekki orðið af því vegna skorts á sönnunum. James Greaves sak- sóknari hafði nú aflaö nauðsyn- legra sannana og málið var tcdið auðunnið fyrir ákæruvaldið. Jer- emiah Brown fengi annaðhvort dauðadóm eða lífstíðarfangelsi. Borin kennsl á mannræningjann Er hér var komið var lögreglan á hælunum á manninum sem rænt hafði Isabelle litlu. Wesley Burro- ughs var viss um að hann gæti borið kennsl á konuna sem setið hafði í aftursætinu á bílnum en Jamesena Meech var enn betra vitni. „Ég þekki manninn sem ók,“ sagði hún. „Ég var eitt sinn með hálfbróður hans. Hann heitir Oli- ver Eads og er þrjátíu og eins árs. Hann hefur oft verið í fangelsi. Háifbróðir hans heitir Jeremiah Brown og er einmitt í fangelsi nú þar sem hann bíður eftir dómi. Hann skaut tvo menn þegar hann reyndi að ræna bensínstöð." Síðast þegar Oliver Eads hafði komið fyrir dómara hafði saksókn- ari orðið að draga ákæruna til baka því eina vitnið gegn honum hafði horfið sporlaust. Það hafði verið ung stúlka og hún hafði aldrei fundist aftur. Oliver Eeds hafði svo glott hæðnislega þegar hann var látinn laus. Hann vissi að það var Jeremiah sem staðið hafði að hvarfi stúlkunnar. Nú var komið að Oliver að endurgjalda greiðann. Móðirin heimsótt Mikið lá nú á að finna mannræn- ingjana. Af því sem Wesley, en einkum þó Jamesena, höfðu sagt vissi lögreglan hver hafði rænt Isa- belle. Eri hvar var hún? Og hvemig var hægt að ná henni án þess að til blóðsúthellinga kæmi. Jamesena vissi hvar móðir bræðranna bjó og klukkan ellefu um kvöldið, sjö klukkustundum eftir rán Isabelle, hringdi lögreglan dyrabjöllunni við dyrnar á íbúð Lydiu Brown, móður mannanna tveggja. Hún fór þegar að mæla sonurii sínum bót. „Þið megiö ekki drepa drenginn minn,“ sagði hún. „í rauninni er hann ekki slæmur piltur. Hann lenti bara í slæmum félagsskap. Hann myndi aldrei gera barni mein. Hann er ekki þannig. Það hlýtur að vera þessi gæs, Angela Schultz, sem stendur á bak við þetta allt. Ég var búin að segja hon- um að hún væri ekki neitt fyrir hann.“ Næsta skref lögreglunnar var ganga á Lydiu Brown og fá hana til að segja hvar Angela Schultz, hvíta konan í aft- ursætinu á bílnum, ætti heima því allt benti til þess að Oliver Eads væri heima hjá henni og þar væri Isabelle í haldi. Næst var Lydia Brown beðin að koma með heim til Angelu því að- eins með hennar hjálp væri hægt að handtaka Oliver án þess að særa hann eða jafnvel drepa. Eftir nokk- urt þóf féllst Lydia Brown á að að- stoða lögregluna. Nokkru síðar umkringdi lögregl- an húsið sem Angela Schultz bjó í. Lydia gekk að dyrunum og hringdi bjöllunni en beggja vegna við hana stóðu rannsóknarlög- reglumenn. Oliver opnaði dyrnar lítillega til að sjá hver væri á ferð og þegar hann sá móður sína opnaði hann til fulls. Á sama augnabliki var Lydiu Brown kippt til hliðar og áður en Oliver gat nokkuð aðhafst hafði hann verið handjámaður. Nokkram augnablikum síðar hafði Angela Schultz einnig verið handtekin. En Isabelle var ekki í íbúðinni. Hortugur Angela Schultz var greinilega hrædd en Oliver reyndi að sýnast óhræddur og hélt að kokhreysti myndi verða sér til bjargar. Er hann var spurður að því hvar bam- ið væri, svaraði hann: „Hváöa barn?“ Þegar Lydia Brown heyrði hann segja þetta missti hún stjórn á sér. Hún tók gleröskubakka á næsta borði og braut hann á höfði sonar síns en æpti um leið: „Óþokkinn þinn. Ég reyndi að ala þig þannig upp að þú yrðir góður drengur en þú varðst að ómerkilegum þjófi. Nú hefurðu rænt saklausu barni. Hvar er það?“ Þegar Lydia lyfti því sem hún hélt eftir af brotna öskubakkanum og gerði sig líklega til að reka það í andlit Olivers gafst hann upp. „í guðs bænum, farið með þessa belju áður en hún drepur mig. Þá skal ég segja ykkur hvar stúlkan er. Ég ætlaði ekki að gera henni neitt mein. Þetta var bara bragð til þess að fá bróður minn látinn laus- an.“ Þungir dómar Nú skarst lögreglan í leikinn og stöðvaöi átökin. Lydia Brown var beðin aö ganga frá en síðan var ekið með Oliver að gömlu og yfir- gefnu vöruhúsi þar sem Isabelle fannst bundin á höndum og fótum. Hún var hrædd, svöng og þyrst en ómeidd. Nokkru síðar voru OUver Eads og Angela Schultz leidd fyrir rétt. Oliver játaði á sig ránið á Isabellu Greaves og fékk fjöruthr ára fang- elsisdóm. Hami mætti þó sækja um reynslulausn eftir tuttugu ár. Angela Schultz reyndi aö koma allri sökinni á Oliver og hélt því fram að hefði hún ekki gert eins og hann sagði hefði hann drepið hana. Dómarinn virtist lítið mark taka á þeirri yfirlýsingu hennar og hún fékk tuttugu og fimm ára fang- elsisdóm en var sagt að hún gæti sótt um reynslulausn eftir fimmtán ár. Bræðurnir hittast Áður hafði Jeremiah Brown ver- ið leiddur fyrir dómara og hafði hann fengið níutiu og níu ára dóm fyrir morðin tvö sem hann var fundinn sekur um. Þegar Oliver kom í fangelsið þar sem Jeremiah var fyrir sagði sá síðarnefndi: „Þakka þér fyrir að reyna að hjálpa mér, bróðir. Það var leitt að það tókst ekki.“ Jamesena Mech og Wesley Burroughs fengu bæði nokkra fjár- upphæð sem verðlaun fyrir þá að- stoð sem þau veittu. Án aðstoðar þeirra hefði þetta mál ekki upplýst svona skjótt og ef til vill ekki fyrr en það hefði orðið um seinan að bjarga Isabelle heilli á húfi því eng- inn getur fullyrt að Oliver Eads hafi ekki ætlað sér aö ráða hana af döginn hefði James Greaves sak- sóknari ekki látið undan kröfu hans og fellt niður ákæruna á Jer- emiah Brown.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.