Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1993, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1993, Side 27
f l 26 LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1993 Fann föður sinn í Bandaríkjunum eftir 15 ára ævintýralega leit: Var staðráðinn í að finna hann - segir Guðmundur Albertsson sem er eini afkomandi hinnar bandarísku föðurfjölskyldu sinnar DV-viðtalið hvetjandi „Eg hélt að pabbi myndi hafna mér og það hefði verið óskaplegt áfall. Ég skildi aldrei af hverju hann hafði ekki samband við mig úr því að hann vissi af mér og skii það kannski ekki enn. En ég ætiaði mér að flnna hann, hvernig sem það mætti verða, og það tókst.“ Þetta segir Guðmundur Alberts- son, sem hefur leitað fööur síns í Banda'íkjunum í 15 ár og fann hann loks í maí í vor. Guðmundur féllst á aö segja lesendum DV frá þessari ævintýralegu leit, sem hann hóf með nafn fóður síns eitt í farteskinu, og þeirri röð tilviljana sem varð til þess að hún bar árangur. „Ég var fimmtán ára þegar ég ákvað að leita fóður míns. Ég var farinn að finna hjá mér sterka þörf fyrir að eiga pabba. Ég var kominn á þann aldur að ég þurfti að eiga fóðurímynd. Ég hafði raunar alltaf hugsað mikið um þetta mál, ekki síst af því aö ég á engin systkin. Ég hef aldrei átt fóð- ur en alltaf búið einn með móður minni. Ég hafði ekki fengið miklar upplýs- ingar hjá móður minni. Þaö eina sem ég haíði í höndunum, sem eitthvað mátti byggja á, var nafnið hans. Með það fór ég í bandaríska sendiráðið. Ég komst aldrei lengra en í gatið á glerir.u á afgreiðsluborðinu. Þar var mér tilkynnt að sendiráðið veitti eng- ar upplýsingar um einstaklinga. Þar með var því lokið. Ég fór heim og varð að viðurkenna að ég hefði tapaö fyrstu lotu.“ Guðmundur loks með föður sínum, Albert E. Goldstein. Á síðasta ári birtist í helgarblaði DV viðtal við Björn Leósson sem leit- að hafði foður síns í Bandaríkjunum og fundið hann. Þetta viðtal vakti geysileg viðbrögð og í ljós kom að fjölmargir höfðu hug á að leita feðra sinna eða ættingja í Bandaríkjunum. í framhaldi af því voru stofnuð Sam- tök stríðsbarna á íslandi. „Ég mætti á stofnfundinn fyrstur manna. Þá fékk ég þær upplýsingar að Menningarstofnun Bandaríkj- anna hér á landi hefði tölvudisk sem innihéldi símaskrá Bandaríkjanna. Ég fór þangað og fékk útskrift yfir alla með nafninu Albert E. Goldstein í Ameríku. Það voru ekki nema fimm manns. Ég fékk einn úr samtökun- um, sem talaði ensku reiprennandi, til að hringja í þessi númer. í tveim svaraði ekki. Hinum þremur sem svöruðu sögðum við að veriö væri að gera könnun á vegum ferðaskrif- stofu og síðan var viðkomandi spurð- ur hvort hann hefði komið til ein- hvers Norðurlandanna. Þetta gekk ekki upp því aö enginn þessara þriggja kvaðst hafa komið þangað. Þar með var þessari leið lokað. Ég reyndi einnig þann möguleika að biðja Visa ísland að kaupa kredit- upplýsingar um pabba frá Banda- ríkjunum út frá þeim upplýsingum sem ég hafði um hann. Þeir sögðu að það væri ekki hægt. Þetta var síð- asta hálmstráið og ég var eiginlega alveg kominn í þrot.“ Önnur tilraun „Þrátt fyrir þessi málalok í sendi- ráðinu var ég alltaf með hugann við pabba. Maður lét sig stöðugt dreyma; hvað hann væri að gera, hvernig hann hti út, og svo framvegis. Ég var búinn að byggja upp ákveðna ímynd eins og ég hélt að hann væri. Það er erfitt að lýsa henni, en þaö var ákveðið sjokk þegar ég sá hann. Ég hélt að hann væri miklu yngri. Ég er náttúrlega aö verða þrítugur og hann varð fimmtugur 28. júní sl. Ég bjóst satt að segja við ungum manni. En hvað hann varðaði haíði tíminn einhvern veginn staðið í stað í huga mér. Svo fór ég að líta á kunningja mína og jafnaldra og þeirra feður. Þá sá ég að pabbi minn var ósköp eðlilegur fimmtugur maður. Ég hélt líka alltaf aö ég ætti systkin einhvers staðar úti í heimi. Einhvern tíma á þessum árum, þegar ég var að leita, hafði það komið fram að ég ætti líklega tvö hálfsystkin. Sá grun- ur var viss hvatning til þess að haida leitinni áfram því mig langaði til þess að kynnast þeim væru þau til. Þegar 4 ár voru liðin frá sendiráðs- heimsókninni ákvað ég að hefja leit- ina að nýju. Ég fékk mér fæðingar- vottorð á Hagstofunni og fór með það niður í sendiráð. Nú fékk ég viðtal við starfsmenn sem ég sýndi vottorð- ið. Ég var satt að segja vonbetri en áður. Sú vonarglæta hvarf þó fljótt því aftur fékk ég þau svör aö sendi- ráðið mætti ekki veita neinar upplýs- ingar. Þaö var alveg sama þótt ég hefði fæöingarvottoröið upp á vas- ann. Ég var einfaldlega stoppaður af.“ Til Bandaríkjanna „Þegar ég varð 25 ára, áriö 1988, Með föðurfólkinu sínu á Miami, f.v. Albert faðir Guð- Minna amma með Söru Alexöndru og Dagbjörtu Rósu. mundar, Minna Goldstein amma hans, Guðmundur og Richard föðurbróðir hans. ákvað ég að fara ásamt kunningjum mínum til Ameríku. Þessa ferð fór ég í tvíþættum tilgangi; annars vegar til þess að halda upp á afmæliö mitt í landi fóður míns og hins vegar til þess að halda leitinni áfram. Mamma hafði látið mig hafa heim- ilisfang manns að nafni Max Gold- stein í New York. Hún hélt að þetta væri bróöir fóöur míns. Ég tók mig til þama úti og fór í símaskrána á Manhattan og hringdi í alla Max Goldstein sem ég fann. Það voru tug- ir manna með þessu nafni, ég alveg eins og bjálfi í símanum og enginn kannaðist við neitt. Það kom raunar í ljós síðar að þetta var nafn afa míns, sem er látinn, en ekki föðurbróður míns. En þetta framtak gaf mér aukinn byr og nú hóf ég leitina fyrir alvöru. Þegar járntjaldið féll 1991 og allt fór að opnast hóf ég að leita upplýsinga hjá hernum á Keflavíkurflugvelli. Ég fór til Friðþórs Eydal blaðafull- trúa og bað hann að liðsinna mér. Þetta sama ár, 1991, eignaðist ég mitt fyrsta barn en hafði átt fóstur- dóttur fyrir. Eftir að ég varð sjálfur pabbi var ég ákveðinn í að gera allt sem ég gæti til þess að finna föður minn. Sú tilfinning að standa síöar frammi fyrir barninu mínu og geta ekki skýrt út fyrir því hver afi þess væri var mér gjörsamlega óbærileg. Nú fyrst fór ég að spyija móður mína út í þessi mál. Þá kom í ljós að í öllum svona málum er höfðað bamsfaöern- ismál til að tryggja aö meðlag verði greitt. Niðurstaða þess var aö ég var úrskurðaður á föður minn. Pabbi haföi verið sendur úr landi meðan hún gekk meö mig og ekkert heyrst frá honum eftir það. Þegar ég hafði fengiö þessar upp- lýsingar var næsta skrefið að hringja í lögregluna í Keflavík þar sem úr- skurðurinn haföi verið kveðinn upp. Ég baö um að mér yrðu send skjöhn sem heföu hann að geyma. Það tók hálft ár, enda langt um hðið. Þegar ég fékk þau loks í hendur sá ég að nafn föður míns var Albert E. Gold- stein. Ég hafði alltaf leitað að Albert Goldstein. Þetta þýddi að ég þurfti að byrja alveg upp á nýtt. En þarna fékk ég fæðingardag hans og ár. Ég fann hemúmerið hans og komst að því í hvaða skála hann hafði búið uppi á velli. Ég var búinn aö ákveða að leita ekki til þessarar tilteknu stofnunar í Bandaríkjunum sem gegnir því hlutverki að hafa upp á fólki sem hún er beðin um að finna. í fyrsta lagi er mjög dýrt að kaupa þessa þjónustu. í öðru lagi verður sá sem biður um leitina að skrifa þeim bréf sem leitað er að. Ef hann finnst afhendir stofn- unin honum bréfið. Vilji hann ekki hafa samband gefur stofnunin ekki neinar upplýsingar um hann. Þetta vildi ég ekki. Ég gerði mér grein fyr- ir því að pabbi minn gæti veriö giftur og átt ijölskyldu. Hann vissi allan tímann um tilvist mína og hafði aldr- ei haft samband við mig. Ég hugsaði sem svo að þetta gæti verið ástæðan fyrir því að hann hefði engan áhuga á að vita af mér. Það eina sem ég vildi var að sjá hann. Ég vildi ekki að hann yrði látinn vita af því að ég væri að leita hans því þá gæti hann látið gera einhverjar ráðstafanir til þess að ég gæti ekki fundið hann. Mig langaði bara til að sjá hann og eignast mynd af honum. Hana haföi ég aldrei átt. Ég vissi akkúrat ekkert um hann. Ég var ákveðinn í að finna hann og sjá hann, augliti til auglitis." Þáttur Jóns Geralds „Nú víkur sögunni til Miami. Þar á ég vin sem heitir Jón Gerald. Hann býr þar ásamt konu sinni, Jóhönnu. Hann hafði leitað föður síns, farið utan og fundið hann. Ég haföi oft sagt við hann, meira í gríni en al- vöru, hvort hann ætlaði ekki að hafa uppi á pabba mínum fyrir mig þarna úti. Nú, þegar öll sund reyndust lok- uð, datt mér í hug aö biðja hann um að ræða við föður sinn, sem unniö hafði í bandaríska sendiráðinu hér í stríðinu, og athuga hvort hann gæti gengið í málið fyrir mig. Ég hringdi með þetta erindi í Jón Gerald á þriðjudegi, 4. maí sl„ og bað hann jafnframt að hringja í númerin tvö sem ekki höfðu svarað þegar við gerðum „ferðaskrifstofukönnunina." Daginn eftir hringir hann í mig og segir einfaldlega: „Gummi, ég held að ég sé búinn að finna pabba þinn. Það er einn hérna, alveg rosalega grunsamlegur! Ég fór í símaskrána hérna í Miami og fann þijá með þessu nafni. Ég er búinn að hringja í einn og hann gaf ekkert út á þetta en spurði fjölmargra spurninga; hvað mamma þín héti, hvenær þú værir fæddur og svo framvegis. Hann bað mig að afla þessara upplýsinga og hringja í sig aftur daginn eftir." Ég verð að játa það að ég svaf ekki dúr um nóttina. Ég var svo spenntur að ég hélt að ég myndi ekki lifa hana af. Daginn eftir hringdi Jón Gerald aftur í þennan mann og hafði þá feng- ið hjá mér svör við spurningum hans. Maðurinn sagði að þetta pass- aði allt og hann væri líklega faðir minn. Jón Gerald spurði hann hvort hann vildi ekki hafa samband við mig. Hefði hann svarað neitandi, hugðist vinur minn segja mér að i LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1993 Guðmundur Aibertsson ásamt eiginkonu sinni, Sigriði Ólafsson, og dætrunum Söru Alexöndru og Dagbjörtu Rósu. DV-mynd GVA þetta heföi ekki verið rétti maðurinn til þess að særa mig ekki. Pabbi bað hann á móti um að bíða með að segja mér frá þessu því hann þyrfti að ræöa við móður sína sem auðsjáan- lega ræður öllu þama. Það var svo á sunnudegi sem Jón Gerald hringdi í mig og sagði: „Vertu heima klukkan 5 í dag.“ Ég lofaði þvi. Jón Gerald hringdi aftur á tilsett- um tíma og sagði: „Ég er búinn aö finna pabba þinn og er á leið til hans. Vertu við símann, ég ætla að láta hann hringja í þig.“ Ég ætla ekki að reyna að lýsa næstu klukkustundum í lífi mínu. Um ellefuleytið hringdi svo síminn og þá talaði ég við pabba minn í fyrsta skipti. Ég man ekki hvað við sögöum, ég var svo stressaöur. Ég man þó að hann sagði: „Hello, my son.“ En hann var auðheyranlega alveg jafn stressaður og ég. Við rædd- um síðan saman í tvo klukkutíma um alla heima og geima og sá tími nægði engan veginn til þess að við gætum sagt allt sem okkur lá á hjarta. Um nóttina svaf ég ekki dúr. Ég var í svo miklu uppnámi. Seinna sagði Jón Gerald mér svo að hann heföi orðið að fullvissa föður minn um að ég heföi það efnahagslega gott, ætti fjölskyldu og liföi góðu lífi. Það fyrsta sem kemur upp hjá Ameríkönum eru peningar. En pabbi sá fljótt að ég var ekki á höttunum eftir peningunum hans. Hann vildi bara að ég kæmi strax út til sín.“ Saman í fyrsta sinn „Á laugardegi, fimm dögum eftir símtaliö, hittumst við svo í fyrsta sinn. Hann tók á móti mér á flugvell- inum. Ég titraði bara og flissaði þeg- ar við heilsuðumst. Þetta var rosa- lega erfitt. Þegar viö vorum sestir upp í bíhnn hjá Jóni Gerald fór ég að virða þenn- an mann fyrir mér. Þá gerði ég mér grein fyrir því hve líkir við erum. Við erum með nákvæmlega éins hendur, jafnháir og berum okkur svo svipað að konan mín tók stundum feil á okkur í fiarlægð. Þá hef ég sömu ofnæmissjúkdóma og eru í hans fiöl- skyldu, bæði hjá föðurbróður mínum og föðurafa mínum. Þegar amma mín frétti af mér og að ég væri á leiðinni út til þeirra hafði hún sagt hún að hún myndi senda mig í DNA-erfðapróf ef hún væri í minnsta vafa um faðerni mitt. En um leið og hún sá mig sagði hún að ég væri lifandi eftirmynd föður míns og tók mér opnum örmum. Á Miami búa, auk pabba, amma mín og fóðurbróðir. Bræðumir eru ógiftir og barnlausir þannig að ég er sá eini sem viðheld ættinni. Föður- fiölskylda mín er efnuð og kemst .ágætlega af. Hún átti sportvörufyrir- tæki sem framleiöir þekktar sport- vörur en seldi það 1985 því að enginn var til þess að taka við henni vegna veikinda í fiölskyldunni." Frásögn föðurins „Ég dvaldi hjá pabba í eina viku. Við töluðum saman frá morgni til kvölds. Mig langaði m.a. til að fá svar við þeirri spurningu sem brunnið hafði á mér öll þessi ár; hvers vegna hann hefði ekki haft samband við mig. Hann sagöi mér að 1974 heföi vin- kona mömmu haft uppi á'honum. Hann sagðist þá vera tilbúinn að hafa samband og bað hana að hringja í sig aftur. En þegar hún hringdi tveimur dögum síðar vildi hann ekk- ert gera í máhnu. Mér haföi verið sagt þetta áður og ég var mjög sár vegna þess að ég skildi ekki þá hugs- un að eiga barn úti í heimi en vilja ekkert af því vita. En ástæðan mun vera sú að einmitt á þessum tíma var pabbi mjög veikur og afi einnig. Pabbi haföi fengið sjúkdóm í innra eyrað og veiktist mjög mikið. Síðan hefur hann verið sjúkhngur. Hann heyrir ekkert með öðru eyranu og hefur 30 prósent heyrn á hinu. Jafn- vægi hans er skert og hann getur t.d. ekki ekið bíl. En hvað um það, pabbi nefndi þetta við ömmu sem ræður miklu í fiölskyldunni eins og fyrr sagði. Hún aftók meö öllu að álagið sem var á fiölskyldunni yrði aukið með því aö ég kæmi inn í líf hennar á þessum erfiðleikatímum. Þannig átti þessi sjúkdómur stóran þátt í því að hann haföi ekki samband við mig á sínum tíma. Mamma hafði sent fiölskyldunni myndir af mér þegar ég var yngri. Nú kom í ljós að amma hafði tekið þær myndir og stungið niður hjá sér. Hún var búin aö heyra mörg dæmi þess að stúlkur í herstöðvum um all- an heim væru að kenna bandarísk- um hermönnum börn sín til þess að hafa af þeim peninga. Pabbi segir að hún hafi oröið svo reið, þegar hún frétti aö honum væri kennt ófætt bam á íslandi, aö hún hafi kippt í einhveija spotta og látið færa hann umsvifalaust í aðra herstöð annars staðar í heiminum. Þetta getur vel verið því hún á talsvert undir sér, gamla konan. Áður en ég fór heim eftir að hafa dvalið í viku hjá pabba bauð hann mér aö koma með fiölskyldu mína í heimsókn. Hann vildi að það yrði sem fyrst svo hann gæti fengið að kynnast konunni minni og börnun- um. Hálfum mánuði síðar fór ég svo út meö fiölskylduna og við dvöldum hjá honum í þrjár vikur. Hann vildi einnig hitta móður mína og skýra sín mál. Hún kom út og dvaldi þama með okkur í viku. Þama vom þau að hittast í fyrsta skipti eftir þijátíu ára aðskilnað. Mér fannst mjög skrýtið að sjá þau þama saman og þetta hefur vafalaust verið erfitt fyr- ir þau. Mömmu þekki ég vitaskuld betur en pabba og ég sá hve mikil geðshræring hennar var. Á þessum ámm, þegar þau skildu, var tíðarandinn þannig að þeim var nauðugur einn kostur. Mamma var aðeins 18 ára þegar þau hittust fyrst. Skilnaður var ekki það sem þau vildu en þau fengu engu um það ráðið. Ríkjandi neikvæð viðhorf hér á landi, aginn í hernum og ýmislegt fleira varð til þess að skilja þau að. Þau áttu aldrei möguleika eins og aðstæðurnar voru þá.“ Vilja að við flytjum út Faðir minn vill að ég flytji með fiölskyldu mína út til Miami og setj- ist þar að. Ég myndi gjaman vilja búa í nágrenni við pabba, loksins þegar ég hef fundið hann. Mér fór að þykja vænt um þennan mann eft- ir aö hafa veriö samvistum við hann í nokkrar mínútur. Mig langaði til að taka utan um hann og ég haföi tilfinningar til hans. En það er ýmis- legt annaö sem stendur í veginum. Þær heföir sem ráða í föðurfiöld- skyldunni minni em allt aðrar en þær sem við eigum að venjast hér heima. Þau em afkomendur rúss- neskra gyðinga. Fjölskylduböndin em afar sterk og það gerir enginn neitt stórvægilegt án þess að ráöfæra sig við höfuð fiölskyldunnar, sem er amma. Pabbi minn hefur alltaf búið einn. Hans uppeldi, kúltúr og viðhorf í líf- inu em svo gjörólík þvi sem við eig- um að venjast. Samkvæmt því er hann höfuð fiölskyldu minnar og all- ar meiri háttar ákvarðarúr ber að taka í samráði við hann. Ég er ekki viss um að ég gæti búið við slíkt. Það komu t.d. upp ákveðin vandamál þegar haim vildi fara að stjóma minni fiölskyldu þann tíma sem við dvöldum hjá honum. Við, hér heima, emm miklu fijálslegri í hugsun held- ur en t.d. fólkið mitt úti. Ég veit ekki hvemig málin þróast í framtíðinni en hvernig sem allt fer munum við halda góðu sambandi úr því að mér tókst loksins að finna hann.“ -JSS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.