Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1993, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1993, Síða 28
40 LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1993 íþróttir Stuttar KA-fréttir Frá því KA tapaöi fyrir Val í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í ágúst í fyrra hefur allt gengið á afturfótunum hjá KA. Síðan þá hefur hðíö unnið einn deildaleik, gert eitt jafntefli en tapað 10 sixm- um. Sártbikartap KA-maður sagði við DV að það væri eins og tapið í bikarúrslitun- um heföi drepið aht niður hjá fé- laginu - merm væru enn ekki búnir að jafna sig á því að hafa tapað 2-5 eftir framlengingu, eftir að hafa verið 2-1 yfir þar til 7 sekúndur voru eftir. Fáirmeistarar Af núverandi leikmönnum KA voru fimm fastamenn í íslands- meistaraliði félagsins 1989 og tveir til viðbótar léku nokkra leiki. Af hinum 11 sem spiluðu með 1989 eru 5 hættir, tveir eru með Val og hinir hjá Þrótti R., Stjörnunni, Þór og Stoke í Eng- landi. Eittárí3. deiid KA hefur einu sinní leikiö í 3. dehd, árið 1975. Þá hófu KA og Þór keppni í 3. deild eftir að Uð ÍBA var lagt niöur, og þau kom- ust þæði upp í 2. deUd i fyrstu tilraun, og KA var síðan komiö í 1. deildina 1978. Veður og ferðir NjáU Eiðsson segir að aUt hafi lagst á eitt um að gera sumariö til þessa ömurlegt. „Við höfum spUað nær alla leiki í leiðinda- veðri og í bikarkeppninni höfum viö þurft að ferðast eins langt og hægt var í hverri umferð, á Blönduós, Hofsós og til Vest- mannaeyjaU Átta eru famir Átta leikmenn, sem léku með KA í 1. deildinni í fyrra, eru horfnir á braut. Gunnar Már Másson í Leiftur, Gunnar Gísla- son tU Hácken, Pavel Vandas til Tékklands, Örn Viöar Arnarson og Páll V. Gíslason í Þór, Sigþór Júlíusson í Völsung, Árni Þór Freysteinsson í Stjörnuna og Haf- steinn Jakobsson er hættur. Þá missti Bjami Jónsson af fyrstu 7 leikjunum og Ámi Hermannsson bytjar að leika með í 10. umferð. Njáll lék með KA NjáU Eiðsson er ekki ókunnug- ur hjá KA því hann lék með liðinu í 1. deUdinni 1978 og 1979, samtals 33 leiki í deildinni. NjáU þjálfaði FH í fyrra og lék þá tvo leiki meö Uðinu en aftekur alveg að hann freisti þess aö styrkja KA-liðiö með því að spila sjálftxr með. DV íslandsmeistaramir frá 1989 neðstir í 2. deild: Horfum með hryll- ingi til þess að falla niður í 3. deild Eitt af því sem mesta athygli hefur vakið á yfirstandandi íslandsmóti í knattspyrnu er slæmt gengi Akur- eyrarliðsins KA í 2. deildinni en KA-menn léku í 1. deildinni í fyrra og spiluðu úrslitaleik Mjólkurbikars- ins. Þeir sitja nú á botni 2. deildar með aðeins 4 stig og hafa tapað sex af fyrstu 8 leikjum sínum í sumar. KA varð íslandsmeistari fyrir að- eins fjórum árum, 1989, og virtist vera að skapá sér sess meðal fremstu knattspyrnuliða landsins. Þá óraði engan fyrir því að staða félagsins gæti oröið svona slæm á ekki lengri tíma. En knattspyrnan er óútreikn- anleg og það er fljótt að halla undan fæti. Við KA-mönnum blasir að falla í 3. deUd sem yrði ótrúlegt hlutskipti svo skömmu eftir meistaratitilinn en þeir hafa tíu umferöir til að rétta sig af og eru aðeins tveimur stigum á eftir liðinu sem er í áttunda sæti. Margir KA-menn hafaáttmargar andvökunætur Þórarinn Sveinsson er formaður knattspyrnudeildar KA og hann sagði við DV að KA-menn væru ekki famir að örvænta þó staðan væri slæm. „Það eru enn 30 stig í pottinum og enn má segja að öll lið i deildinni getið faUið. Eins og liðið hefur spilað ætti það að vera um miðja deild en við virðumst leika á sama plani og mótherjarnir, spilum vel gegn sterk- ari liðum en dettum niður gegn botnliðunum." Um viðbrögðin á Akureyri og inn- an félagsins við genginu sagði Þórar- inn að vissulega væru menn áhyggjufullir. „Margir KA-menn hafa átt margar andvökunætur í sumar en ég held að menn séu ekk- ert að flýja skútuna, heldur vilji þjappa sér saman. Aðsókn á heima- leikina hefur hrunið, en slæmt gengi er kannski ekki öll skýringin því það hefur verið 2ja stiga hiti á öUum leikjum okkar hér á Akureyri í sum- ar. Auðvitað horfa menn með hryll- ingi til þess ef lið sem varð íslands- meistari fyrir fjórum árum, hefur aUar aðstæður og sterka yngri flokka, fer að falla í 3. deUd. En þaö er ekkert móralsleysi hjá KA-mönn- um - við þurfum að klífa þessa 10 leikja brekku sem framundan er og þá blasir framtíðín björt við.“ Deildin skuldar of mikið Fjárhagsstaða KA er ekki góð en Þórarinn vildi ekki nefna tölur í því sambandi. „Deildin skuldar of mikið eftir undanfarin ár og við fórum ekki út í það að sækja okkur aðkomu- menn í liðið eins og oft áður. Stefnan er að byggja á okkar mönnum og til lengri tíma ætti það að duga tU að byggja upp sterkt 1. deUdar Uð á ný,“ sagði Þórarinn Sveinsson. Markmiðið úr þessu ekki annaö en að hanga í deildinni „Ég gerði mér grein fyrir því í byrj- un að þetta yrði erfitt en átti ekki von á því að það yrði svona erfitt. Við þurfum að berjast fyrir lífi okkar það sem eftir er mótsins og úr því sem komið er getur markmiðið ekki verið annað en að hanga í deUd- inni,“ sagði Njáll Eiðsson, þjálfari KA, þegar DV ræddi við hann um gengi liðsins. „Það má segja að við séum að búa til nýtt lið því það eru aðeins 4-5 leik- menn eftir sem voru í 16 manna hópi í fyrra og ég er að staðaldri með 3-5 stráka úr 2. flokki í byrjunarliðinu. Það eru strákar sem standa sig vel í 2. flokki en það er mikiU munur að koma þaðan í erfiða meistaraflokks- leiki, eins og þeir hafa fengið að reyna. Þeir sem standa eftir frá í fyrra eru Haukur Bragason, Gauti Laxdal, Ormarr Örlygsson, Steingrímur Birgisson og Bjarni Jónsson, og svo verðúr Árni Hermannsson með í síð- ari umferðinni. Gauti og Steingrímur hafa misst úr leiki vegna meiösla, og Bjarni var erlendis og lék fyrst með í síðasta leik.“ Yfir í lokin en töpuöum samt „Það vantar breidd og reynslu og svo höfum við ekki klárað leiki sem við áttum að geta unnið. Á Ólafsfirði vorum við 2-1 yfir þegar 4 mínútur voru eftir en töpuðum samt og eins Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Erlingur Kristjánsson lyfti ís- landsbikarnum sem fyrirliði KA í september 1989. áttum við að geta unniö heimaleikina við Stjörnuna og Þrótt frá Neskaup- stað sem báðir töpuðust," sagði Njáll. Hann er á því að KA geti átt bjarta framtíð fyrir höndum ef baráttan vinnst í sumar. „Efniviðurinn er fyr- ir hendi hjá félaginu og ef vel er stað- ið að málum er hægt að rétta þetta við. Ungu mennirnir hafa komið inn í liðið á erfiðum tíma og þetta er spurning um að vinna leik og ná upp sjálfstraustinu - spurningin er hve- nær sá leikur kemur,“ sagði Njáll Eiðsson. Erfiöasta verk- efni sem KA-þjálfari hefur fengið Þrátt fyrir slæmt gengi neita KA- menn að skella skuldinni á þjálfar- ann og segja að breytingar þar standi ekki til. „Njáll tók við erfiðasta verk- efni sem nokkur KA-þjálfari hefur fengið til þessa,“ sagði einn stjórnar- manna félagsins við DV og það eru líklega orð að sönnu. -VS Skagamenn prúðastir Þegar sjö umferðum er lokið í Get- raunadeildinni í knattspyrnu hafa íslandsmeistarar ÍA staöið sig best, þeir eru ekki aðeins á toppi deildar- innar heldur hafa þeir fengið fæst spjöld í leikjum sínum. Þeir eru með 7 gul spjöld og ekkert rautt, og aðeins þrír leikmenn hafa fengið spjöldin, tvö hver, og þjálfarinn eitt! Fram er númer tvö með 6 gul og eitt rautt. Leikmenn ÍBV hafa hins vegar ver- ið dómurum erfiðastir því þeir hafa fengið að líta 18 gul spjöld og tvö rauð og verma því botnsætið í „hátt- vísideildinni." Þór, Víkingur og FH eru líka í „fallbaráttunni.“ -VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.