Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1993, Side 30
42
LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1993
Trimm
Trimla
Hann ætlar aö ganga mikið
og geysast yfir allt rykiö
í þessari StefánsgÖngu
meö henni Möngu
því langt er enn yfir strikiö.
JBH
Ég er staddur á golfvelli við
Hellu. Þaö á aö fara aö kenna
mér golf. Stórt æfínganet er
strengt upp til þess aö viövan-
ingar geti æft skotin áður en
þeir fara að gera jarörask á golf-
veilinum sjáifum.
Góöur kennari sýnir mér
hvernig ég eigi að bera mig að.
Ég sendi þetta líka bylmings-
skot sem lendír því miöur langt
írá netinu og í höfuöiö á hund-
greyi sem statt er óraveg frá
netinu. Hundurinn veinar
ámátlega og ég lít skömmustu-
lega í kringum mig.
Kennarinn segir mér hvað
betur megi fara og ég er tilbúinn
í slaginn á ný. Ég ber mig fag-
mannlega að og siæ aftur bybn-
ingshögg. Hundspottið, sem var
skynug skepna, ætiaöi aideilis
aö haía varann á því þaö var
búið aö koma sér fyrir í gagn-
stæðri átt, óraveg frá netínu.
En viti menn, kúlan small aftur
i höfðí hvutta!!! Enn heyrðist
ámátlegt vein frá hundspottinu
og ég þoröi ekki að líta upp af
skömm. Eigandinn kom ask-
vaðandi til mín og spuröi ösku-
illur hvort mér væri eitthvaö
iila viö hunda enda héit mann-
kertið aö ég væri góður kylfari
að ofsækja hundinn hans. Ég
hef lítið stundað golf síðan.
-JBH
Stefánsgangan hefst 14. júlí:
Gengið 500 kí lómetra
á hringveginum
- um níu þúsund eru í samtökunum íþróttir fyrir alla
Samtökin íþróttir fyrir alla hafa nú
starfað í rúmt ár og er greinilegt aö
almenningur kann vel aö meta þetta
framtak íþróttasambands íslands því
nú eru 9000 félagsmenn í samtökun-
um og ijölgar á hverjum degi.
Kristján Harðarson er fram-
kvæmdastjóri samtakanna en þau
hafa aðsetur og skrifstofu í íþrótta-
miöstööinni í Laugardal.
Þjónusta og ráðgjöf
fyrir almenning
Samtökin kappkosta að reyna aö
ná til þeirra 73% sem hefðbundin
íþróttahreyflng nær ekki til meö því
aö standa reglulega fyrir fjöldasam-
komum, eins og t.d. almennings-
hlaupum, göngudögum, fyrirtækja-
keppnum, hjóladögum o.s.frv. Sam-
tökin bjóða einnig fyrirtækjum,
stofnunum, bæjar- og sveitarfélögum
upp á ráðgjöf og þjónustu, m.a. til að
styrkja félagsleg tengsl einstakhnga
og starfshópa. Samtökin geta boðið
félögum afslátt hjá ýmsum aöilum,
s.s. sportvöruverslunum og líkams-
ræktarstööum. Samtökin beita sér
einnig fyrir útgáfu ýmiss konar
fræðsluefnis er stuðlar aö góðri
heilsu og betra lífi.
Gott samstarf
við sem flesta
Til þess að höföa til ólíks áhuga-
sviðs iðkenda reyna samtökin að
vera í góöu samstarfi við sem flesta
aðila, bæði sérsambanda innan
íþróttahreyfmgarinnar og aðila er
tengjast líkamsþjálfun. í samstarfi
við þessa aðila skipuleggja samtökin
ýmsa atburði fyrir félagsmenn sína.
Ýmislegt
upp á að bjóða
Samtökin hafa staðið fyrir heilsu-
viku sem skipulögð var á landsvísu
og þótti heppnast vel. Einnig voru
haldnir svokallaðir hversdagsleikar
bæði á Akureyri og í Reykjavík. Þá
er hægt að nefna Kvennahlaup ÍSÍ
sem 13.000 konur tóku þátt í.
Æfingahlaup eru haldin á hverjum
miðvikudegi á milh kl. 17 og 19.
Hlaupið er við Skautasvellið í Laug-
ardainum og er þar boðið upp á leið-
sögn í skokki og teygjum. Þe'tta er í
samstarfi við Hehsuhúsið, Bylgjuna,
FRÍ og ÍTR.
Stefánsgangan 14. júlí
I thefni af ári aldraðra í Evrópu
munu samtökin, í samvinnu við Fim-
leikasamband íslands, Ungmennafé-
lag íslands og Öldrunarráð íslands,
standa fyrir svokallaðri Stefáns-
göngu sem hefst 14. júlí nk. Stefán í
Vorsabæ mun þá ganga 500 km af
hringveginum og skorar á fólk um
land allt að ganga með sér hluta af
leiöinni.
Stefán Jasonarson, bóndi í Vorsabæ, 79 ára gamall, ætlar að ganga 500
km af hringveginum og skorar á fólk um allt land að ganga með sér eins
mikið og það vill.
Kristján Harðarson.
Orðið trimm þýðir ekki það sama og skokk
Að gefnu tiiefni og vegna þess
hversu almennur misskhningur
virðist vera á orðunum trimm og
skokk vh ég koma því á framfæri að
orðið trimm er viðurkennt sem sam-
heiti fyrir allri hreyfmgu, sama í
hvaöa formi hún er. Þegar viö segj-
um að hann eða hún sé að trimma
eigum viö ekkert endilega við hlaup.
Orðið skokk er hins vegar eingöngu
bundið við hlaup og er þá átt við
rólegt hlaup. Orðið jogg er ensku-
sletta og er slæmt að nota orðið jogg
eins og um íslenskt orð sé aö ræða.
-JBH
Epli hafa hehmikið
upp á að bjóða sem gæti
vantað í fæðuna, ta.m.
kaik, magnesíum, fosfór og
kalíum. Að auki eru epli
frábær uppspretta pektins
sem minnkar kólesteról í
iíkamanum. Fáum okkur epli
- þau gera okkur gagn!
Reykjavíkur-Maraþon:
Mikilvægt að teygja
vel að minnsta kosti
þrisvar í viku
Tahð er mikhvægt að teygja að
minnsta kosti þrisvar sinnum í viku.
Þá ber að hafa í huga að þegar vöðv-
ar styrkjast við æfingu þá styttast
þeir einnig. Ef viðkomandi teygir
ekki á þessum vöðvum er hætta á
tognun og bólgum. Skokkarar ættu
að teygja sérstaklega vel á kálfavöðv-
VOLVO
850
9. vika 11/7-17/7
Lengd Sunnud. Mánud. Þriðjud. Miðvd. Fimmtud. Föstud. Laugard. Samt. km
10km 5 km ról. 6 km ról. 6 km hraðal. 8 km ról. 5kmjafnt hvíld Bláskógask. 5,5-7 kmjafnt 35,5-37,5
21 km 12 km ról. 8km ról. 8 km hraðal hvild 6kmjafnt hvíld Bláskógask. 16,1 km 50,1
DAGAR
TILSTEFNU
- stattu þig!
Styrktaraði 1 i Reykj avíkurmaraþons
um en mikið mæðir á þeim vöðvum
ásamt lærvöðvum. Á þessum vöðv-
um ætti skokkarinn að teygja eftir
sérhvem hlaupatúr. Mikhvægt er að
teygja rétt. Teygjur á aldrei að fram-
kvæma hratt og með hörðum rykkj-
um. Teygja skal hægt og halda teygj-
unni í um 20-30 sekúndur. Teygjuæf-
ingar Svíans Bobs Andersons hafa
lengi veriö notaðar en einnig er góð-
ar upplýsingar að fá um teygjur í
Skokkaranum 1992.
Bláskógaskokk 17/7
í þessari viku tökum við mið af
Bláskógaskokkinu sem hefst kl. 13.30
við Gjábakka austan Þingvahavatns.
Vegalengdir þar eru 5,5 km og 16,1
km (10 mílur). Mæting og skráning
er við íþróttahúsið á Laugarvatni en
þaðan verður rútuferð kl. 13. Blá-
skógaskokkið er mjög skemmtilegt
hlaup og ágæt prófraun fyrir þá sem
ætla að þreyta hálft maraþon í
Reykjavík.
-JBH