Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1993, Qupperneq 44

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1993, Qupperneq 44
56 LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1993 Afmæli Ragn- hildur Aðal- steins- dóttir Ragnhildur Aðalsteinsdóttir, til heimilis að Barmahlíð 41, Reykja- vík, varð sjötug í gær, föstudaginn 9. júlí. Ragnhildur Aðalsteinsdóttir. Ríkey sýnir í Perlunni I dag, 10. júlí, mun Rlkey Ingimundar- dóttir myndlistarkona opna sína 30. einkasýningu á 4. hæö í Perlunni. Ríkey hefur unnið sem myndhöggvari, listmál- ari og keramiker á eigin vinnustofu á Hverfisgötu 59, Reykjavík, síðan hún út- Tilkyimingar Félag eldri borgara I Reykjavík Dansað í Goðheimum, Sigtúni 3, sunnu- dagsjívöld kl. 20. Lögfræðingurinn Pétur Þorsteinsson er til viðtals á þriðjudögum. Panta þarf tíma. Dagsferð í Þórsmörk 21. júlí. Upplýsingar á skrifstofunni í síma 28812 og 620612. skrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla íslands árið 1983. Að þessu sinni sýnir Ríkey skúlptúra með notagildi ásamt ol- íumálverkum og postulínsmyndum. Við opnunina í dag kl. 14 mun Reynir Jónas- son harmóníkuleikari leika létta tónlist og á sunnudag kl. 15.30 mun Tríó Grande leika Ustir sínar ásamt Reyni Jónassyni. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Niðjamót á Hólmavík Niðjamót hjónanna Magnúsar Magnús- sonar og Guðrúnar Guðmundsdóttur fiá Hrófbergi í Strandasýslu verður haldið í Hólmavík dagana 24. og 25. júh nk. Sam- eiginlegt borðhald verður í Félagsheimfi- inu á Hólmavík og hefst dagskrá þar kl. 17 á laugardegi. Svefnpokapláss verður í bamaskóla staðarins. Æskfiegt er að fólk láti vita um þátttöku fyrir 12. þ.m. Nán- ari upplýsingar gefa SkúU, s. 623785, Sig- ríður, s. 40410, Unnur, s. 42407, og Stein- unn, s. 657388. Aðalfundur Aðalfundur Krýsuvíkursamtakanna verður haldinn 12. júlí kl. 16.30 í félagsheimili Áskirkju. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin Innileg þakklæti til allra sem glöddu mig á áttræðisafmæli mínu 3. júlí síðastliðinn. Guð blessi ykkur öll. Ásgeir Sandholt Útboð Hvalsá 1993 Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í lagningu 0,5 km kafla á Hólmavikurvegi (61), við Hvalsá í Steingrímsfirði. Helstu magntölur: Fyllingar og fláafleygar 5.000 m3, neðra burðarlag 2.000 m3, rofvarnir 300 m3, stálplöturæsi, þvermál 3 m, lengd 22 m. Verkinu skal lokið 1. október 1993. Útboðsgögn verða afHent hjá Vegagerð ríkisins á ísafirði og Borgartúni 5, Reykjavik (aðalgjald- kera), frá og með 12 þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 26. júlí 1993. Vegamálastjóri _________________________ J Landskeppni kaupstaða íkaraoke Úrslitakvöldið í hinni viðamiklu lands- keppni kaupstaða í karaoke verður hald- in á Hótel Islandi fóstudaginn 23. júlí og hefst kl. 22. Landsliöið í karaoke, sem staðið hefur fyrir keppninni í samvinnu við Coca Cola, Bylgjuna og Hljómbæ, hefur heimsótt alla kaupstaði landsins að undanskildum tveimur og hefur yfir- reiðin tekið 8 mánuði. Sigurvegari hvers kaupstaðar keppir svo á Hótel Islandi um titilinn: karaokemeistari kaupstaða og eru vegleg verðlaun. Keppnin verður nánar kynnt á næstunni í dagblöðum og útvarpi. Fullorðinsfræðslan Matshæfir prófáfangar framhaldsskóla- deilda Fullorðinsfræðslunnar eru að hefjast 12.-17. júli í fyrstu áföngum ensku, þýsku, íslensku, sænsku, stærð- fræði, tölvufræði og bókhaldi. Þá er einn- ig að heíjast aðfaramám í efnafræði fyrir verðandi nemendur i hjúkrunarfræði, meina- og röntgentækni ásamt háskólaá- föngum í stærðfræðigreiningu I (091111) og stærðfræði I (093131). Nánari upplýs- ingar í s. 71155 og 870444. Kraftakeppni útvarpsstöðvanna Laugardaginn 10. júli kl. 14 fer fram hin árlega kraftakeppni útvarpsstöðvanna í Tívolíinu í Hveragerði þar sem fulltrúar útvarpsstöðvanna takast á um titillinn „kraftmesta útvarpsstöðin 1993“. Þessi nýstárlega keppni er i léttum dúr þar sem hver útvarpsstöð teflir fram sínu hæfi- leikaríkasta fólki undir öruggri stjóm Hemma Gunn. Leikið á Hallgrímskirkju- orgelið í hádeginu í tengslum við orgeltónleikaröðina srnn- arkvöld við orgelið er leikiö á Hallgríms- kirkju-orgelið í hádeginu alla fimmtu- daga og laugardaga. Hefst leikurinn kl. 12 og stendur í um hálfa klukkustund. í dag leikur Bjöm Steinar Sólbergsson, organisti Akureyrarkirkju, á orgelið. Fóstra og leikskólastjóri Á vorfundi Fóstrufélags íslands 8. maí sl. var ákveðið að kosið yrði tun starfs- heitin fóstra og leikskólakennari. At- kvæðagreiðslan fór fram á vegum félags- ins 10.-18. júni sl. Hún náði til allra þeirra sem rétt hafa til að bera starfsheitið fóstra. 741 svar barst sem svarar til 54% kosningaþátttöku. Niðurstöður urðu eft- irfarandi: Fóstra 123 atkvæði, 16,6%. Leikskólakennari 599 atkvæði, 80,8%. Auðir seðlar og ógildir vora 7 og 12 at- kvæði vom endursend. Niðurstöður at- kvæðagreiðslunnar sýna eindreginn vilja fóstmstéttarinnar til að taka upp starfs- heitið leikskólakennari. Sigtryggur dyravörður á Tveimur vinum í kvöld leikur hljómsveitin Sigtryggur dyravörður á Tveimur vinum. Sigtrygg- ur hefur leikið við góðar undirtektir á öldurhúsum borgarinnar og á dansleiHj- um með Todmobile á undanfömum vik- um. Hljómsveitina skipa: Jóhannes Eiös- son söngur, Jón E. Hafsteinsson gítar, Tómas H. Jóhannesson, trommur og Eið- ur Alfreðsson bassi. Aðgangur ókeypis. Tapad fundið Talstöö tapaóist Talstöð af Yaesu gerð tapaðist í Þjórsár- dal sunnudaginn 4. júlí sl. Stöðin er finnanda gagnslaus en eiganda mikils virði. Finnandi vinsamlegast hafi sam- band í s. 681964 eða 681988. Fundarlaun. Sýningar Þýskir myndlistarmenn í Portinu Þýsku myndhstarmennimir Sonia Ren- ard og Volker Schönwart opna sýningu á málverkum og grafik í dag, 10. júlí, í Portinu, Strandgötu 50. Sýningin stendur til 25. júli og er opin alla daga nema þriðjudaga kl. 14-18. Tórúeikar Slagverkstónleikar í Norræna húsinu Mánudaginn 12. júlí kl. 20.30 verða slag- verkstónleikar í Norræna húsinu. Það em tveir ungir hljóðfæraleikarar frá Svíðþjóð, þeir Jonas Larsson og Daniel Norberg, sem spila fjölbreytta tónlist sem samin hefur verið hin síðari ár fyrir ásláttarhljóðfæri. Jonas Larsson og Dani- el Norberg era á síðasta ári í tónlistamá- mi 'við tónlistarháskólann í Gautaborg. Þeir koma til landsins með styrk frá Nomus. Héöan fara þeir til Færeyja og halda tónleika í Norðurlandahúsinu í Þórshöfn. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn. Andlát Þuríður Sæmundsdóttir frá Túni, Stokkseyri, lést á elli- og hjúkrunar- heimilinu Grund 8. júlí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.