Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1993, Síða 46
58
LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1993
Afmæli
Þorvaldur Friðriksson
Þorvaldur Friðriksson verkamaður,
Sigurðarhúsi á Eskifirði, er sjötugur
ídag
Starfsferill
Þorvaldur er fæddur í Bræðraborg
á Hlíðarendanum á Eskifirði og upp-
alinn þar. Hann stundaði nám við
Barnaskóla Eskifjarðar frá 1933-36.
Þá sat hann í einkaskóla hjá Stefáni
Jónssyni í Laufási á Eskifirði frá
1936-37.
Hann var í sveit að Rauðabergi á
Mýrum í A-Skaftafellssýslu á sumr-
in frá 8-16 ára aldurs. Eftir það
stundaði Þorvaldur aimenna verka-
mannavinnu, m.a. sem landmaður
á vertíðum á Hornafirði, í Sandgerði
ogHafnarfirði.
Um 1950 hóf hann vinnu við múr-
verk, í upphafi með Þorvaldi Guð-
mundssyni frá Vöðlavík. Hann vann
því næst við röra- og steinasteypu
hjá Lúther Guðnasyni á Eskifirði.
Árið 1964 stofnaði hann svo steina-
verksmiðju ásamt Halldóri bróður
sínum. í tengslum við hana hlóðu
þeir hús og höfðu yfirumsjón með
múrverki á mörgum þeirra húsa.
í seinni tíð hefur hann unnið ýmis
störf, s.s. múrverk, fiskvinnu, verið
við smábátaútgerð, trésmíði og nú
upp á síðkastið við fiskassaviðgerðir
hjá Hraðfrystihúsi Eskifjarðar hf.
ásamt því að stunda sjóinn á árabát
sínum.
Þorvaldur hefur verið virkur í fé-
lagsmálum staðarins og sérstaklega
þeim þætti sem tengist tónlistinni.
Hann hefur leikið á harmóníku frá
15 ára aldri. Hefur hann víða leikiö
á dansleikjum um Austurland, allt
frá Álftafirði til Norðfjarðar. Oft
naut hann þar félags við Hjalta
Guðnason frænda sinn. Þorvaldur
hefur starfað í ýmsum kórum, s.s.
karlakórnum Glað og einnig í blönd-
uðum kór, undir stjórn Auðbjörns
Emilssonar, í kirkjukór Eskifjarð-
arkirkju og jarðarfararkór sömu
kirkju þar sem hann söng oft ein-
söng. Þorvaldur hefur samið mörg
lög, bæði dans- og sönglög. Hann
starfaði viö barnastúkuna Björk og
sá þar um undirspil.
Fjölskylda
Þorvaldur er kvæntur Kristínu
Pétursdóttur frá Rannveigarstöðum
í Álftafirði í S-Múlasýslu. Foreldrar
hennar voru þau Pétur Helgi Pét-
ursson, b. og barnakennari frá
Rannveigarstöðum, ættaður frá
Bessastaðahr. í Fljótsdal, og kona
hans, Ragnhildur Eiríksdóttir frá
Mýrum í A-Skaftafellssýslu.
Börn Þorvalds og Kristínar eru:
Haukur Helgi Pétursson, f. 30.9.
1943, netagerðarmaður og frétta-
maður RÚV í Höfn í Homafirði,
kvæntur Björgu Svavarsdóttur,
sjúkraliða frá Höfn, og eiga þau
Birni Snæ bakara, Þorvald Borgar
bakara og Kristján Rúnar; Ellert
Borgar Þorvaldsson, f. 12.5.1945,
skólastjóri Ártúnsskóla í Reykjavík,
kvæntur Emu Guðrúnu Björnsdótt-
ur, kennara frá Reyðarfirði, og eiga
þau Sigrúnu lyfjafræðing, Kristínu
fóstru og Bjöm Val, starfsmann
Mónu; Þórhallur Valdimar, f. 12.9.
1950, kennari á Eskifirði, kvæntur
Valgerði Jóhönnu Valgeirsdóttur,
húsmóður og ræstitækni frá Eski-
firði, og eiga þau Rebekku og Andra
Bergmann; Friðrik Guðmann, f. 6.5.
1955, þroskaþjálfi og kennari á Eski-
firði, kvæntur Sólveigu Eiríksdótt-
ur, skriftofum. frá Brimnesi við Fá-
skrúðsfjörð, og eiga þau Fjölni, Pét-
ur Stein og Herdísi Huldu; Friðrik
Árnason, f. 13.12.1959, kennari á
Eskifirði, kvæntur Rögnu Hreins-
dóttur, kennara frá Laugarvatni, og
eiga þau dæturnar Kristínu Rún og
Völu Rut; Elínborg Kristín, f. 15.6.
1962, skrifstofumaður á Eskifirði,
gift Hjálmari Yngvasyni frá Eski-
firði, stýrimanni á Jóni Kjartans-
syni, og eiga þau dæturnar Maríu
og Birtu Kristínu. Auk þess eignuð-
ust Þorvaldur og Kristín tvo drengi
sem dóu mjög ungir.
Alsystkini Þorvalds eru: Halldór,
Þorvaldur Friðriksson.
f. 5.11.1918; Margrét Þuríður, f. 14.3.
1920; Kristinn Sigurður, f. 14.2.1922,
nú látnn; Helga Bergþóra, f. 31.1.
1925; Þorlákur, f. 15.1.1927; Guðni
Björgvin Jónasson, f. 8.4.1930; Árný
Hallgerður; f. 12.1.1932; Helgi Selj-
an, f. 15.1.1934; samfeðra systir er
VilborgGuðrún, f. 4.10.1946.
Foreldrar Þorvalds vom Friðrik
Árnason, f. 7.5.1896, hreppstjóri á
Eskifirði, dáinn 1990, og kona hans
Eh'nborg Kristín Þorláksdóttir, f.
21.9.1891, frá Kárastöðum í A-
Húnavatnssýslu, dáin 1945.
Þórður Helgi Einarsson
Þórður Helgi Einarsson, fyrrv.
verslunarmaður, til heimilis að Hlíf
á ísafirði, verður áttatíu og fimm
ára á morgun.
Starfsferi II
Þórður fæddist á í safirði og ólst
þar upp til tíu ára aldurs en síðan
á Hjöllum í Ögursveit í tvö ár. Þórð-
ur var einn vetur í barnaskóla en
lærði að öðru leyti hjá Karitas á
Bökkunum. Á unglingsárunum
stundaði hann fiskvinnslu og vann
síðanviðgrjótnám.
Þórður var berklasjúklingur frá
fæðingu og oft mikið veikur en
komst fjórtán ára undir læknis-
hendur Vilmundar Jónssonar á
ísafirði og náði þar fullum bata.
Hann hóf störf hjá Kaupfélagi ísfirð-
inga haustið 1928 og vann þar sam-
fellt til 1988 er hann lét af störfum
fyrir aldurs sakir. Hann starfaði því
með tíu kaupfélagsstjórum eða öll-
um nema Guðmundi Guðmunds-
syni frá Gufudal. Allir þessir kaup-
félagsstjórar em á lífi, að undan-
skildum Kath Guðmundssyni, og
hefur Þórður nú boðið þeim öllum
til afmælisfagnaðar.
Fjölskylda
Fyrri kona Þórðar var Ragnheiður
Jóhannsdóttir, dóttir Jóhanns Jó-
hannssonar frá Þverdal í Aðalvík.
Sonur Þórðar og Ragnheiðar er
Hermann, f. 26.3.1931, flugumferð-
arstjóri í Keflavík, búsettur í Hafn-
arfirði, kvæntur Auði Árnadóttur
og eiga þau þrjú börn, auk þess sem
Hermann á barn frá því áður.
Þórður kvæntist 12.4.1941 Guð-
björgu Magnúsdóttur, f. 31.5.1914,
d. 15.12.1973, saumakonu. Hún var
dóttir Magnúsar Sigurðssonar,
verkamanns í Bolungarvík, og Sól-
veigar Hallgrímsdóttur húsfreyju
úr Laxárdal.
Dóttir Þórðar og Guðbjargar er
Svanhildur, f. 27.3.1946, kaupmaður
á ísafirði, gift Magna Guðmunds-
syni netagerðarmeistara og eiga þau
þrjárdætur.
Fósturdóttir Þórðar og dóttir Guð-
bjargar er Sólveig Hulda Jónsdóttir,
f. 1.8.1934, húsmóðir í Keflavík, gift
Páli Jónssyni húsasmið og eiga þau
fimm börn.
Hálfsystir Þórðar, sammæðra, var
Jósefína Guðrún Sölvadóttir, f.
20.10.1900, d. 14.5.1935.
Alsystkini Þórðar: Jón Kristján
Einarsson, f. 26.4.1902, d. 25.2.1972,
matsveinn, búsettur í Reykjavík;
Guömundur Hólm Einarsson, f. 26.8.
1903, d. 27.8.1921; Vilhelmína Kristín
Einarsdóttir, f. 10.5.1905, d. 5.4.1909;
Emil Leonhard Einarsson, f. 6.11.
1906, d. 9.9.1907; Svanhildur Vil-
hemína Kristín Einarsdóttir, f. 16.10.
1909, d. 3.8.1991, húsmóðir í Reykja-
vík; Gísli Elís Einarssson, f. 23.7.
Þórður Helgi Einarsson.
1911, d. 26.9.1967, verslunarmaður á
ísafirði; Guðmundur Össur Einars-
son, f. 4.9.1913, d. 13.1.1946, sjómað-
ur á ísafirði; Einar Sumarliði Ein-
arsson, f. 10.11.1916, d. 2.7.1988,
skipasmiður í Reykjavík; Högni
Einarsson, f. 7.7.1919, d. 20.12.1979,
skósmiður í Reykjavík; Sigurður
Gunnar Einarsson, f. 13.11.1920, d.
23.11.1935.
Foreldrar Þórðar voru Einar Guö-
mundsson, f. 6.8.1873, d. 18.10.1941,
skósmiður á ísafirði og síðar í
Reykjavík, og kona hans, Svanhild-
ur Jónsdóttir, f. 14.8.1878, d. 5.7.
1954, húsmóðir.
Þóröur tekur á móti gestum í sal
framhaldsskóla Vestfjarða á afmæl-
isdaginn, sunnudaginn 11.7., milli
kl. 15.00 og 18.00.
Stefán Jóhann Helgason
Dr. med. Stefán Jóhann Helgason
yfirlæknir, Jörundarholti 27, Akra-
nesi, verður fimmtugur á morgun.
Starfsferill
Stefán fæddist í Reykjavík og ólst
þar upp í Skjólunum. Hann lauk
stúdentsprófi frá MR1964, lækna-
prófi frá HÍ1971, stundaði sérfræði-
nám í kvensjúkdómum og fæðingar-
hjálp við háskólasjúkrahúsið í
Umeá í Svíþjóð frá 1972, auk þess
sem hann starfaði þar og kenndi og
lauk doktorsprófi frá háskólanum
þar 1982.
Stefán Jóhann flutti aftur heim
1980, starfaði um tæpra tveggja ára
skeið á Kvennadeild Landspítalans
en tók síðan við stöðu yfirlæknis á
kvensjúkdóma- og fæðingardeild
Sjúkrahúss Akraness og hefur-v
gegnt þeirri stöðu síðan.
Fjölskylda
Stefán Jóhann kvæntist 22.7.1967
Soffiu Sigurjónsdóttur, f. 3.10.1944,
kennara og meinatækni. Hún er
dóttir Sigurjóns Sigurðssonar,
fyrrv. lögreglustjóra í Reykjavík, og
Sigríðar Magnúsdóttur Kjaran, hús-
móður og listakonu.
Börn Stefáns Jóhanns og Soffíu
eru Sigurjón Örn, f. 24.11.1971,
læknanemi við HÍ; Ragnheiður
Hrönn, f. 8.8.1973, nemi við FV; Sig-
ríður Helga, f. 10.2.1977, nemi við
FV.
Systkini Stefáns Jóhanns eru
Hilmar Þorgnýr, f. 24.5.1947, auglýs-
ingateiknari, og Kristjana Ingunn,
f. 18.10.1952, hagfræðiprófessor.
Foreldrar Stefáns Jóhanns voru
Helgi Sveinsson Eyjólfsson, f. 11.5.
1906, d. 17.10.1985, bifreiðastjóri og
módelsmiður á Akranesi og fyrsti
íslendingurinn sem mun hafa tekið
flugpróf, og Ragnheiður Emelía Jó-
hannsdóttir, f. 2.6.1916, d. 21.9.1988,
húsmóðir.
Ætt
Helgi var sonur Eyjólfs Sigurðson-
ar af Seltjarnarnesi og Guðnýjar
Hallberu Magnúsdóttur.
Ragnheiður var dóttir Jóhanns,
húsgagnasmíðameistara í Reykja-
vík, Jóhannssonar, b. á Ytri-Torfu-
stöðum í Miðfirði, Einarssonar.
Stefán Jóhann Helgason.
Móðir Jóhanns húsgagnasmíða-
meistara var Steinvör Guðmunds-
dóttir frá Hnausakoti.
Móðir Ragnheiðar var Kristjana
Ólafía, kennari og rithöfundur,
Benediktsdóttir, kennara í Húna-
vatnssýslu og bóksala í Reykjavík,
Sigfússonar, prests að Undirfelli,
Jónssonar, ættfoður Reykjahlíðar-
ættarinnar, Þorsteinssonar. Móðir
Benedikts var Sigríðuar Oddný
Blöndal Björnsdóttir, sýslumanns
og ættfóður Blöndalsættarinnar.
Sigrún Óladóttir
Sigrún Óladóttir arkitekt, Hraun-
brún 31, Hafnarfirði, verður fertug
á morgun.
Starfsferill
Sigrún fæddist í Reykjavík og ólst
þar upp í Smáíbúðahverfi, auk þess
sem hún var í sveit tólf sumur í
Oddgeirshólum í Flóa. Hún lauk
tækniteiknaraprófi 1975, starfaði á
Teiknistofu Rafmagnsveitu Reykja-
víkur í tvö ár og lauk prófi í arki-
tektúr frá Konunglegu listaakadem-
íuni í Kaupmannahöfn 1984.
Sigrún starfaði á teiknistofu hjá
Handelsbankens ejendomsadrrfin-
istration 1983-85 og hjá Kielers
tegnestue 1985-87 er hún flutti aftur
til íslands. Hún hefur síðan stundað
arkitektúrstörf í Reykjavík, m.a. hjá
Glámu, en starfað sjálfstætt frá 1989.
Sigrún var varaformaður íslend-
ingafélagsins í Kaupmannahöfn
1978-80.
Fjölskylda
Maður Sigrúnar er Hafsteinn Stef-
ánsson, f. 31.1.1954, skipstjóri. Hann
er sonur Stefáns Pálssonar, b. á
Ásólfsstööum, sem er látinn, og
Unnar Bjarnadóttur húsfreyju.
Börn Sigrúnar eru Óli Hrafn, f.
Sigrún Óladóttir.
5.9.1981, og Katrín Tinna, f. 28.5.
1991.
Bróðir Sigrúnar var Haukur, f.
5.1.1958, d. 20.6.1983, vélstjóri, en
sambýliskona hans var Ingveldur
Gísladóttir ög er sonur þeirra ívar,
f. 7.9.1982.
Foreldrar Sigrúnar eru Óli Þor-
steinsson, f. 23.6.1926, pípulagning-
armeistari og vörubifreiðastjóri í
Reykjavík, og Jónína Björnsdóttir,
f. 21.5.1929, yfiriðjuþjálfi.
Eiginmaður Jónínu er Þórður
Rafn Guðjónsson húsasmíðameist-
ari.
Sigrún dvelur erlendis um þessar
mundir.
Guórún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir húsfreyja,
Freyjugötu 26, Sauðárkróki, verður
áttræð á morgun.
Starfsferill
Guðrún fæddist á Krithóli í Lýt-
ingsstaðahreppi í Skagafirði og ólst
þar upp til níu ár aldurs. Þá flutti
hún í Efra-Kot (nú Tunguhlíð) og
þaðan að Stapa. Þá fór hún þrettán
ára að Nautabúi og átti þar heima
uns hún gifti sig og flutti að Starra-
stöðum 1937. Hún var þar húsfreyja
til 1982 en flutti þá til Sauðárkróks
þar sem hún hefur átt heima síðan.
Fjölskylda
Guðrún giftist 13.11.1937 Páli
Gísla Ólafssyni, f. 15.5.1910, d. 12.1.
1990, b. á Starrastöðum. Hann var
sonur Ólafs Sveinssonar, b. á
Starrastöðum, og Margrétar Eyj-
ólfsdóttur húsfreyju.
Börn Guðrúnar og Páls Gísla eru
Ólafur Sigmar, f. 25.5.1938, rafvirki
á Sauðárkróki, kvæntur Hjörtínu
Dóru Vagnsdóttur; Sigurður, f.
20.11.1940, bílstjóri hjá Agli Skalla-
grímssyni, búsettur í Kópavogi,
kvæntur Sigurbjörgu Rannveigu
Stefánsdóttur; Jóhann Reynir, f. 8.7.
1945, húsasmiður í Varmahlíð,
kvæntur Soffíu Kristjánsdóttur;
Ingimar, f. 24.6.1946, búfræðingur
og hestamaður á Sauðárkróki,
kvæntur Halldóru Helgadóttur; Eyj-
ólfur Svanur, f. 23.11.1952, b. á
Guðrún Kristjánsdóttir.
Starrastöðum, kvæntur Maríu
Reykdal.
Systkini Guðrúnar: Þuríður, f. 3.9.
1915, d. 8.8.1916; Fjóla, f. 10.11.1918,
lengst af húsfreyja í Skagafirði; Þur-
íður, f. 9.1.1921, d. 28.4.1991, hús-
freyja í Varmahlíð og síðar í Reykja-
vík; Ingibjörg, f. 11.9.1922, húsmóðir
á Sauðárkróki; Árni, f. 5.8.1924,
verkamaður á Akureyri; Þóranna,
f. 23.10.1926, húsmóðir í Bólstaðar-
hlíð í Húnavatnssýslu og síðar á
Sauðárkróki; Haukur, f. 13.7.1928,
vélvirki á Akureyri; Sverrir, f. 19.8.
1931, d. 17.11.1982, verkamaður í
Skagafirði og á Eskifirði.
Foreldrar Guðrúnar voru Kristján
Árnason, f. 5.7.1885, d. 18.10.1964,
b. á Krithóli og víðar, og Ingibjörg
Jóhannsdóttir, f. 1.12.1888, d. 31.5.
1947, húsfreyja.
Guðrún verður að heiman á af-
mælisdaginn.