Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1993, Qupperneq 52
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta-
skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast
3.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast
7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við
tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
LAUGARDAGUR 10. JÚU 1993.
Forráðamenn Sky sjónvarpsstöðv-
arinnar í Bretlandi og reyndar allar
gervihnattastöðvarnar í Evrópu ætla
að læsa öllum útsendingum sínum á
næstunni og hefja sölu á áskriftum.
Viðræður eiga sér nú stað milli for-
ráðamanna Sky og fjölda annarra
sjónvarpsstöðva um sameiginlegan
dagskrárpakka sem seldur verði í
áskrift. Einn afruglari opnar þá dag-
skrá allra stöðvanna.
„Þeir dæla þessu ekki lengur frítt
út í himinhvolfið heldur ætla þeir sér
að innheimta áskriftargiöld hjá þeim
■‘v 'F' sem horfa á viðkomandi rásir. Stóru
sjónvarpsstöðvarnar sameinast um
dreifmguna til að einfalda inn-
heimtukerfið," segir Jónas R. Jóns-
son, dagskrárstjóri Stöðvar 2.
Búist er við að dagskrá stóru sjón-
varpsstöðvanna verði læst mjög fljót-
lega og geta þá íslendingar ekki horft
á erlendar sjónvarpsstöðvar fyrr en
endurvarp gervihnattarása verður
að veruleika hér á landi síðar í sum-
ar eða í haust. íslendingur sem vill
horfa á efni á Sky 1 og fréttasending-
ar Sky eða annarra stöðva verður
þá að kaupa áskriftina að Sky í gegn-
um Stöð 2 og segir .Jónas að verðinu
verði stillt mjög í hóf.
-GHS
Formaðurinn sagði
þessum kaf la
í lífi sínu lokið
- segir Rúna Baldvinsdóttir, stjómarmaöur í samtökunum
„Formaðurinn sagði að þessum
kafla í lífi sinu væri lokið. Ekki
væri lengur þörf á samtökum at-
vinnuiausra eftir að kirkjan hefði
opnað dyr sínar fyrir okkm'. Hann
virðist hafa lagt samtökin niður
upp á sitt eindæmi. Þetta eru furðu-
leg vinnubrögö og mikil óvirðing
við okkur sem starfað höfum innan
samtakanna," segir Rúna Bald-
vinsdóttir, stjórnarmaður i Lands-
samtökum atvinnulausra.
Rúna kom að lokuðum dyrum er
hún hugðist mæta á skrifstofu sam-
takanna í Ármúlanum í vikunni.
Frá miðjum maí hefur skrifstofan
verið lokuð og hefur símsvari sam-
takanna gefið upp þá ástæðu að
starfsmaður hennar væri í sum-
arfrii til l. júlí. Nú hefur síminn
hins vegar verið aftengdur og nýir
aöilar yflrtekið húsnæðið.
„Mér fannst það furðulegt á sín-
um tíma að skrifstofa atvinnu-
lausra akyldi vera lokuð vegna
sumarfría. Sjálf hef ég veriö at-
vinnulaus i tvö ár. Ég fæ ekki séð
hvemig atvinnulaus maður getur
tekið sér sumarfrí."
DV reyndi ítrekað í gær aö ná
sambandi við Reyni Hugason,
formann samtakanna, en í hvert
sinn sem blaðamaður hafði kynnt
sig rofnaði sambandið fyrirvara-
laust. Ekki reyndist því unnt að fá
álit Reynis á málinu. Ekki náðist í
aðra stjómarmenn sem starfað
hafa í samtökunum undanfarna
mánuöi.
Að sögn fyrrum stjórnarmanns
lofuðu samtökin góðu til að byrja
með. Hugur hafi verið í mönnum.
Sumir hafi þó verið nokkuö æstir
og um tíma hafi starfsemi samtak-
anna nær lamast vegna deilna.
Landssamtök atvinnulausra
vom stofhuð 21. október í fyrra i
kjölfar vaxandi atvinnuleysis. Á
félagaskrá voru á annað þúsund
einstaklingar. Ekki liggur fyrir
með hvaða hætti gengið hefur verið
frá fjárreiðum samtakanna en um-
talsveröir fiármunir runnu til sam-
takanna í gegnum félagsgjöld og
ýmsa starfsemi á vegum þeirra.
-kaa
Sól og blíða í borginni
Þessar tvær stúlkur skemmtu sér konunglega i bliðviðrinu í tívolíinu sem
sett hefur verið upp við Reykjavíkurhöfn. Samkvæmt spá Veðurstofunnar á
að vera blíðviðri um helgina og því tilvalið að bregða sér í tívolíið eða niður
í bæ og fá sér ís og skoða mannlifið. DV-mynd Brynjar Gauti
Sky sjónvarpsstöðin:
Ruglar útsendinguna
og selur áskrift
Eigandi Rúmfatalagersins:
Stefnir að opnun
tveggja verslana
með ódýra matvöru
- fleiri verslanir 1 bígerð ef vel gengur
Jákup Jacobsen, eigandi Rúmfata-
lagersins í Reykjavík og á Akureyri,
íhugar nú aö opna tvær matvöru-
verslanir með lágu vöruverði eftir
svipuðu kerfi og þær tvær matvöru-
verslanir sem hann rekur í Færeyj-
um. Jákup fyrirtiugar að reka aðra
verslunina í Reykjavík og hina úti á
landi og ef vel gengur segist hann
ætla að opna fleiri verslanir í sama
dúr.
„Þetta er ekki öruggt en ég á í við>
ræðum við íslenska matvörufram-
leiðendur og heildsala. Það tekur
ekki nema hálfan mánuð að ganga
frá málunum og opna en það er ekki
víst að af þessu verði. Það kemur
fljótlega í ljós,“ segir Jákup.
Jákup byrjaði að kanna grundvöll-
inn fyrir rekstri matvöruverslana
hér á landi fyrir viku og segir að flest-
ir taki mjög vel í hugmyndir sínar
og séu jákvæðir. Hann sé nú að skoða
markaðinn og kanna hvort hægt sé
að bjóða lægra verð en nú er í versl-
unum.
Hann hefur mestan áhuga á því að
hafa verslanimar litlar með stuttan
opnunartíma til að sem minnstur
kostnaður fari í þjónustu en segist
gera sér grein fyrir þvi að hann verði
að hafa margar einingar til að ná
hagstæðum innkaupum.
Þá hefur færeyskí kaupmaðurinn
Jákup Jacobsen fullan hug á því að
flytja út íslenskar matvörur tO Fær-
eyja og er að kanna það mál.
„Verð á matvöm hér er mjög lágt,“
segirhann. -GHS
Dóminískir
togarar landa
áÞórshöfn
Togarinn Zaandam frá Dómin-
íska lýðveldinu landaði 120 tonn-
um af ísuðum þorski úr Barents-
hafi á Þórshöfn í gær.
Aflann kaupa fiögur frystihús á
Norðausturlandi og vænta íbúar
þar mikils af samstarfinu. Búist
er við að togarinn landi ísuðum
þorski aðra hverja viku og von
er á að annar togari frá sömu
útgerð geri slíkt hið sama innan
skamms. Auk þess að landa afl-
anum hér á landi koma skipin til
með að sækja alla sína þjónustu
hingað, svo sem kost, viðgerðir
og olíu.
Það em færeyskir aðilar búsett-
ir í Karíbahafi sem gera út togar-
ann. Hann hefur veiðileyfi í Bar-
entshafi þar sem Dóminíska lýð-
veldið er aðih að samkomulagi
frá 1926 um nýtingu fiskistofna á
því hafsvæði.
-PP
LOKI
Formaðurinn er greinilega
búinnað fá atvinnu!
Veðriö á sunnudag
ogmánudag:
Bjart veður
sunnanlands
ogvestan
Á sunnudag og mánudag verð-
ur norðan- og norðvestanátt,
nokkuð hvöss, um austanvert
landið. Bjart verður sunnanlands
og vestan en skýjað norðaustan
til á landinu og dálítil súld eða
rigning öðra hverju. Kalt verður
áfram norðanlands en tíu til fiórt-
án stiga hiti um hádaginn sunn-
anlands.
Veðrið í dag er á bls. 61