Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1993, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1993, Side 18
18 LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1993 Dagur í lífl Stefáns Hilmarssonar tónlistarmanns: Stefán Hilmarsson hefur í ýmsu að snúast þessa dagana. Hér er hann ásamt syninum, Birgi Steini. DV-mynd ÞÖK „Klukkan var orðin níu þegar ég vaknaði á mánudagsmorgiminn. Fyrsta verk mitt var að skipta á syni mínum, honum Birgi Steini, sem er tæplega eins árs, og klæða hann. Að því búnu settist ég við símann og hringdi svo sem fjögur símtöl. Ég þurfti meðal annars að hringja í hljóðmenn vegna fyrirhugaðrar stúdíóvinnu og eins þurfd ég að út- vega segulbönd. Þetta var raunar fyrsti dagurinn minn í stúdíói í þetta sinn þar sem nú eru að hefjast upp- tökur á sólóplötu minni. Um hálftíu fór ég í sturtu og klæddi mig. Því næst gaf ég Birgi Steini að borða en stökk síðan út í bakarí. Þar festi ég kaup á glænýjum rúnstykkj- um. Ég og konan mín skiptum gjam- an morgunverkunum með okkur eft- ir því hvemig vindar blása. Stimdum leyfi ég henni að sofa fram undir hádegi og sé þá um það sem þarf að gera. Hún leyfir mér svo að sofa leng- ur hafi ég veriö að vinna lengi fram eftir kvöldiö áður. Ég kann þessu fyrirkomulagi vel og finn mig ágæt- lega í heimilisverkunum." Fleiri símtöl „Þegar ég kom heim úr bakarís- ferðinni fékk ég mér te og rún- stykki. Síðan settist ég aftur viö sím- ann. Að þessu sinni var hringt í nokkra hljómlistarmenn, svo og Ýdali í Aðaldal og Blönduós þar sem við ætlum að halda dansleik um næstu helgi. Mér þótti vissara að at- huga hvort ekki væri allt í standi þar. Loks hringdi ég og pantaði aug- lýsingar. Ég sé um kynningarmálin fyrir hijómsveitina og það er satt að segja í nógu að snúast á þeim vett- vangi. Ég geri ráð fyrir aö ég hringi allt að 50 símtöl á dag þegar mest er að gera. HJjómsveitin er fullbókuð aiiar helgar í sumar og það getur veriö talsvert stress að sjá um rekstur hennar auk bamauppeldis og þess að vinna sólóplötu. Óneitanlega fylgja mikil ferðalög því að vera að spila allar helgar. En þetta á ágæt- lega við mig, þótt þaö sé erfitt og stressandi á köflum, og mér finnst þaö skemmtilegt. Á haustin hægist gjaman um og þá er hægt að slaka á eftir sumartömina." Tækin á ísafirði En hvað um það. Næst þurfti ég að hafa samband við ísafjörð því þar vom tækin okkar enn eftir að við höfðum spilað þar um helgina. Þau komu reyndar ekki fyrr en daginn eftir en málin björguöust þrátt fyrir það. Raunar tafði þetta mig svolítið í stúdíóinu þannig að ég þurfti að endurskipuleggja daginn. Þegar ég var búinn að stússa í kringum tónlistarmáhn sneri ég mér að veraldlegri efnum og setti í þvotta- vélina. Að því búnu þurfti að panta gistingu fyrir hljómsveitina á Blönduósi og Akureyri. Síðan fór ég í bankann, sinnti erindum mínum þar, hélt svo aftur heim og hringdi nokkur símtöl. Nú lá leiðin í stúdióið þar sem hafn- ar vom upptökur á fyrirhugaðri sólóplötu. Hún á að koma út i haust, vel fyrir jólin. Ég hef samiö lög og texta í góðri samvinnu við nokkra aðra. Ég er með valið hð manna sem mun aöstoða mig við verkið. Það var satt að segja dáUtið puð að koma þessu af stað, eins og alltaf viU verða. Ég var í stúdíóinu fram eftir degi en hafði þó tækifæri til að splæsa á mig ís og kóki. Það er segin saga að þegar maður er í stúdíói er gott veð- ur, helst brennadi sól. Við köUum þetta gjaman stúdíóveður. Ég á heima rétt hjá stúdíóinu og gat því skroppið heim um kvöldmat- arleytið. Þá var konan með griUmat- inn kláran, þessi elska, þannig að þaö stefndi í dýrindismáltíð. Ég notaði tækifærið og skellti nokkrum barna- fótum í þvott meðan steiking stóð yfir. Eftir matinn fór ég aftur niður í stúdíóið og vann þar við gerð plöt- unnar til miðnættis. Þá fór ég heim og horfði á Simpsonfjölskylduna, kíkti aðeins í DV og kyssti strákinn góða nótt þar sem hann lá sofandi. Síðan skreið ég upp í rúm og reyndi að semja smátexta en sofnaöi fljót- lega áður en mér tókst að koma hon- um saman. Eftir sátu þó nokkrar hugmyndir í kolUnum þannig að textasmíðin komst af stað þótt ekki lyki henni um kvöldið.“ Finniir þú fímm breytingar? 215 „Reyndu nú að læra eitthvað af þessu, hundkvlkindi!" Nafn:.......... Heimilisfang: Myndimar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Aö tveimur vikum hðnum birtum við nöfh sigurvegara. 1. verðlaun: Aiwa vasadiskó að verðmæti 4.480 krónur frá Radíóbæ, Ármúla 38. 2. verðlaun: Fimm Úr- valsbækur að verðmæti kr. 3.950. Bækumar, sem eru í verð- laun, heita: 58 mínútur, Sonur Ott- ós, Kolstakkur, Leikmaðurinn og Víghöfði. Bækumar em gefnar út af Frjálsri fjölmiðlun. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 215 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík Vinningshafar fyrir tvö hundruðustu og þrettándu getraun reyndust vera: 1. Kristín Jóhannsdóttir, Stóragerði 2, 860 HvolsveÚi. 2. Guðrún P. Gunnarsdótt- ir, HÍíðarlundi 2-103, 600 Akur- eyri. Vinningamir verða sendir heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.