Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1993, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1993, Síða 23
LAUGARDAGUR 24. JULI1993 23 Hörkuspennandi sakamálaþættir á Stöð 2: Glæpir og refsing Jon Tenney leikur Ken O’Donnell i Glæpum og refsingu sem Stöð 2 sýnir bráðlega. Á þriðjudagskvöldið hefst sýning á framhaldsþáttunum Glæpir og refsins (Crime and Punishment) á Stöö 2. Um er að ræða sex hörku- spennandi sakamálaþætti sem sýndir veröa vikulega. í aðalhlutverkunum eru Rachel Ticotin og Jon Tenney sem leika lögregluþjónana Annettu Rey og Ken O’Donnell. Þessir tveir þjónar réttvísinnar fást við erfið og hættu- leg sakamál í undirheimum Los Angeles og oft lenda þeir í kröppum dansi. En þótt þau Annetta og Ken fáist við hættuleg störf á hverium degi kemur það ekki í veg fyrir að þau dáist og laðist hvort að öðru þrátt fyrir afar ólíkan uppruna. Hún er einstæð móðir í Los Ange- les sem hefur orðið að heyja harða baráttu fyrir öllu því sem hún hef- ur fengið - einnig lögregluskildin- um. Hann er úr gamalgróinni fjöl- skyldu sem hefur bæði auð og völd. I hverium þætti fást Ken og Ann- etta við einstakt mál þannig að um sjálfstæða þætti er að ræða. Áhorf- endanum er gefinn kostur á að skyggnast inn fyrir dyragættina hjá lögreglunni og fylgjast með störfum hennar, auk þess sem dregin er upp mynd af því sem er aö gerast í undirheimum LA. Framleiðanda þessara þátta, Dick Wolf, kannast margir við. Hann hefur staðið að gerð margra frægra sjónvarpsþátta, svo sem Miami Vice. Glæpir og refsing verða á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 22.10 á þriðjudagskvöldum. Þýðandi er Ásgeir Ingólfsson. ken weber NY ÚRVALSBÓK Þessi bók reynir á hæf ni og rökvísi lesendanna. Hún lýsir 37 ráðgátum sem lesandinn á sjálfur að leysa. Kjörin bók að hafa með sér í ferðalag eða orlofshús, hvort heldur er á vetri eða sumri - og það er sama hvernig viðrar! Aðeins lci*« með 14% vsk. og ennþá minna i áskrift A næsta sölustað eða í áskriftarsíma 632700

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.