Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1993, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1993, Page 26
26 LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1993 Tlska Þessi stórglæsilega dragt klæðir hina frægu sýningarstúlku, Jerry Hall, óneitanlega vel. Hanskar og herðaslá eru í sama lit. Það var ítalski hönnuðurinn Gianfranco Ferre sem hannaði fyrir Christian Dior. Versace á einnig þennan glæsi- lega kjól sem Linda Evangelista sýndi. Hann er úr satíni. Þarna sýnir hin fræga fyrirsæta, Claudia Schiffer, sítt samkvæmis- pils úr tweed-efni. Toppurinn er útsaumaður og í stíl við munstur- bekkinn neðan á pilsinu. Hönnuð- ur er Karl Lagerfeld fyrir Chanel- tískuhúsið. Haust- og vetrartískan í París: íburðar- minniog einfaldaii föt Undanfama daga hefur hver tískusýningin rekiö aðra, þar sem kynnt er það sem koma skal í haust- og vetrarklæðnaði. Þeir sem fylgst hafa með í tískuheiminum segja að sá fatnaöur sem nú er Það var engin önnur er Cindy Crawford sem sýndi þennan síða, svarta kvöldkjól frá Chanel. Skórn- Ir vöktu athygli, reimaðir stígvéla- skór. Og það er fleira sem bendir til samdráttar. Fjögur stór tískuhús mættu ekki til leiks með hönnun sína á tískusýningunum í París að þessu sinni. Þetta eru Pierre Card- in, Lanvin, Carven og Philip Venet sem kjósa að eyða þeim himinháu upphæðum, sem það kostar að taka þátt í tískusýningum, í ýmsa þætti framleiðsunnar. Talandi dæmi fyr- ir þróunina, segja tískuspekingar. Þessi ullardragt er frá Chanel. Hún er rauðköflótt, úr léttu ullarefni, með gylltum bryddingum. kynntur sé í heildina íburðarminni og einfaldari en oft áður, þótt ein- hveijar undantekningar kunni að vera þar á. Þessi þróun er kennd þeim samdrætti sem orðið hefur í efnahagslífi landa víðs vegar í heiminum. Nýlegar kannanir sýna að því fólki hefur fækkað mjög mikið sem telur sig hafa efni á að kaupa módelfatnað. Nú þykir það ekki lengur vænlegt til árangurs að mæta alltaf í nýjum fótum á góðgerðardansleiki eða í sam- kvæmi. Nú þykir snjallt að mæta oftar en einu sinni í sama kjólnum á slíkar samkomur. Hinn ítalski Gianni Versace hannaði þennan kvöldkjól sem er þröngur og mjög fleginn, víður að neðan. Glæsilegur fatnaður, hannaður af Emanuel Ungaro. Kápan er úr mo- hair-ull. Undir er litskrúðugt prjónað vesti. Takið eftir höfuðbúnaðinum sem setur óneitanlega svip á heildarútkomuna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.