Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1993, Page 50

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1993, Page 50
58 LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1993 Afmæli Þórður Skúlason Þórður Skúlason, framkvæmda- stjóri Sambands íslenskra sveitarfé- laga, Funafold 57, Reykjavík, verður fimmtugur þriðjudaginn 27. júlí næstkomandi. Starfsferill Þórður er fæddur á Hvammstanga. Hann tók gagnfræðapróf frá Héraðs- skólanum að Reykjum í Hrútafirði 1960, var verslunar- og skrifstofu- maður hjá Kaupfélagi Vestur-Hún- vetninga á Hvammstanga 1960-73, framkvæmdastjóri Prjóna- og saumastofunnar Drífu hf. á Hvamm- stanga 1973-78, sveitarstjóri á Hvammstanga 1973-90 og fram- kvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, Lánasjóðs sveitarfé- laga og Bjargráðasjóðs frá 1.11.1990. Þórður hefur átt sæti í stjómum ýmissa félaga og atvinnufyrirtækja, m.a. Steypuþjónustunnar hf., Mjöls hf. og Drífu hf. á Hvammstanga þar sem hann var stjórnarformaður 1972-90. Hann átti sæti í stjóm Sjúkrahúss Hvammstanga 1974-90, þarafsemformaðursíðustuárin,í hreppsnefnd Hvammstangahrepps 1970-74, í sýslunefnd V-Húnavatns- sýslu 1974-88, í Hérðaðsnefnd V- Húnavatnssýslu 1988-90, í stjóm Fjórðungssambands Norðlendinga 1978-86, formaður 1982-84,1 stjóm Sambands íslenskra sveitarfélaga 1982- 90, Lánasjóðs sveitarfélaga 1983- 91 og í Orkuráði 1987-91. Þá var Þórður í stjórn Alþýðu- bandalagsfélags V-Húnavatnssýslu og miðstjóm Alþýðubandalagsins til 1991, varaþingmaður Alþýðu- bandalagsins á Norðurlandi vestra 1983-91. Hann hefur setið í ýmsum nefndum á vegum sveitarfélaga á Norðurlandi og á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þórður hef- ur ritað greinar í blöð og tímarit um sveitarstjómarmál og fleira. Fjölskylda Þórður kvæntist Elínu Þormóðs- dóttur, f. 6.11.1944, aðstoðarmanni tannlæknis. Hún er dóttir Þormóðs Eggertssonar, b. á Sauðadalsá, og Ingibjargar Þórhallsdóttur húsmóð- ur. Böm Þórðar og Elínar em: Skúli, f. 19.1.1964, stjómmálafræðingur, sambýhskona hans er Sigurbjörg Friðriksdóttir tannfræðingur og eiga þau tvö börn; Hjördís, f. 27.1. 1968, kennari, sambýlismaður Þór Þorsteinsson blikksmiður og eiga þau eina dóttur; Sunna, f. 30.4.1975, nemi. Systir Þórðar er Hólmfríður, f. 26.6.1947, iðnverkakona, gift Þor- valdi Böðvarssyni, rekstrarstjóra Vegagerðar ríkisins á Hvamms- tanga, og eiga þau þrjú böm. Þórður er sonur Skúla Magnús- sonar, f. 9.8.1916, d. 17.11.1969, vega- verkstjóra á Hvammstanga, og Hall- dóm Þórðardóttur Líndal, f. 20.6. 1914, d. 30.6.1987, húsmóður. Ætt Skúli var sonur Magnúsar Þor- leifssonar, verkamanns á Hvamms- tanga, og Hólmfríðar Sigurgeirs- dóttur húsmóður. Magnús var son- ur Þorleifs jarlaskálds Kristmunds- sonar og Steinvarar Gísladóttur. Gísh var síðari maður Skáld-Rósu og sonur Gísla Gíslasonar, prests í Vesturhópshólum og á Gilsbakka. Hans kona var Ragnheiður Vigfús- dóttir, sýslumanns á Hlíðarenda. Hún var systir Bjarna amtmanns og skálds Thorarensen. Hólmfríður var dóttir Sigurgeirs Sigurðssonar frá Meiðavöllum í Kelduhverfi og síðast í Hrauntanga á Öxarfjarðarheiði. Halldóra var dóttir Þórðar Þ. Líndal, b. í Þórukoti og síðar vm. á Hvammstanga, og Guönýjar Bene- Þóröur Skulason. diktsdóttur. Þórður var sonur Þor- steins Líndal Salómonssonar, b. í Síðumúla og víðar, og Halldóru Þórðardóttur frá Fiskilæk. Meðal bræðra Halldóru voru: Matthías þjóðminjavörður og Albert, faðir Kristjáns rithöfundar. Guðný var dóttir Benedikts Bjömssonar, b. í Þórukoti, og Ingibjargar Sigurðar- dóttur. Þórður og Elín taka á móti gestum í Þorfinnsstaðaskóla í Vesturhópi í dag, laugardag, frá kl. 20.30. Til hamingju með afmælið 24. júlí ara Þórhallur Árnason, Hrísalundi 16G, Akureyri. Guðrún Konráðsdóttir, Boðagranda 7, Reykjavík. 70 ára Marteino Bry njólfur Sigurðsson, Klapparátíg4, Njarðvík. Björg Runólfsdóttir, Hlíðarhúsum, Hlíðarhr. Guðrún K. Karlsdóttir, Unufelli 48, Reykjavík. Hugi Jóhannesson, Rauðarárstig 3, Reykjavík. Guðbjörg M. Guðlaugsdóttir, Háalundi4, AkureyrL Eiginmaður hennarerólaf- urHalldórsson læknir.Þau takaámóti gestumáheim- ilisínuáaf- mælisdaginn millikl. 15.00 og 18,00. Jón Sigurðsson, Básenda 3, Reykjavík. Jóhanna Elly Sigurðardóttir, Lækjarseli 6, Reykjavík. Viiborg Pótursdóttir, Nýbýlavegi32, Kópavogi. Hún og eiginmaöur hennar, Sig- urður K. Haraldsson, taka á móti gestum í félagsheimili Lionsfélaga í Kópavogi, Auðbrekku 25-27, á af- mælisdaginn frá kl. 18.00-21.00 Marel Einarsson, Vesturfold 39, Reykjavik. Pétur Stelngrímsson, Eyrarbraut 26, Stokkseyri. Dagmar Jóhannesdóttir, Litlubæjarvör 1, Bessastaðahr. Guttormur ólafsson, Hesthömrum 17, Reykjavík. Guðríður Jónsdóttir, Blönduhlíð l, Reykjavík. 60 ára Buldvin Lárus Guðjónsson verslunarmaö- ur, Sunnuflöt 43, Garöabæ, verðursextug- urmánudag- inn26.júll. Eiginkona hanserHalIa Stefánsdóttir. Þau hjónin taka á móti gestum á heimili sínu í dag, laugardag, kl. 17.00-20.00. Helga Elisabet Pétursdóttir, Svalbarði 4, Höftt í HomafirðL Hulda Jónsdóttir, AðalbrautálB, Raufarhöfn. Lilja Auðunsdóttir, Vesturbergi 193. Reykjavík. Friðrik Þorsteinsson, Rauðarárstíg 41, Reykjavík. Matthías Þórðarson, Hvassaleiti 12, Reykjavik. Halldór Gústafisson, Stigahlið 97, Reykjavík. Hofdís Sigurbjömsdóttir, Rauöalæk 47, Reykjavík. Kolbrún B. Kjartansdóttir, Álfaskeiöi 59, Ilafnarflöröur. Svanhvít Jakobsdóttir, Áifabrekku 1, Fáskrúðsfirði. Sævar Pétursson, Tjarnargötu 38, Keflavik. FriðrikÓlafsson, Reykjafold 14, Reykjavík. Magnús Þór Stefansson, Breiðumörk 8, Hverageröi. PállHelgason, Hringbraut 88, Reykjavík. Öskar Ólafur Elisson, Kirkjubæjarbraut 6, Vestmanna- eyjum. Freymóður Jensson, Sunnubraut 19, Garður. Guðmundur Hinrik Hjaltason, Skeljagranda 15, Reykjavík. Guðrún K. Karlsdóttir Guðrún Kristjana Karlsdóttir húsmóðir, Unufelli 48, Reykjavík, ersjötugídag. Fjölskylda Guðrún er fædd aö Vetleifsholti í Rangárvallasýslu. Hún bjó í 23 ár á Öldugötu 23 í Hafnarfirði en hefur síðustu 26 árin búið í Reykjavík. Fyrri maður Guðrúnar var Sigur- geir Gíslason, f. 6.6.1919, d. 3.3.1953, sjómaður. Hann var sonur Gísla G. Guðmundssonar frá Tiamarkoti í Njarðvíkum og Ingunnar Ólafsdótt- ur frá Höfða á Vatnsleysuströnd. Guönin og Sigurgeir áttu sex böm: Gísh Ingi, f. 1942, búsettur í Hafnarfirði, rannsóknarmaður hjá Hrauni hf., og á hann eitt bamn; Klara, f. 1944, danskennari í Hafnar- firði og umsjónarkona í Hvaleyrar- skóla, gift Sigurði L. Jónssyni hús- gagnasmíðameistara og eiga þau þrjú böm; Hrönn, f. 1947, rekur lik- amsræktarstöð í Kópavogi, í sam- búð með Gunnari Þór Birgissyni símsmiði og á hún eitt bam; Guð- laugur Heiðar, f. 1948, fulltrúi hjá Reykjavíkurborg, hann á fjögur böm og eitt fósturbam; Sigurgeir Rúnar, f. 1950, húsasmiður í Reykja- vík og starfsm. Hagvirkis-Kletts, kvæntur Maríu B. Gunnarsdóttur, rannsóknarmanni á Keldum, og á hann eitt bam og eitt fósturbam. Seinni maður Guörúnar var Sveinn Stefánsson, f. 9.9.1919, d. 3.3. 1982, bílstjóri hjá Vegagerð ríkisins. Hann var sonur Stefáns Sveinsson- ar kennara frá Neðri-Rauðalæk á Þelamörk í Eyjaíírði og Rannveigar ólafsdóttur frá Rangá í Fellum. Guðrún og Sveinn áttu sex börn. Þau eru Stefán, f. 1955, verkstjóri hjá Reykjavíkurborg, búsettur í Vogum á Vatnsleysuströnd, kvænt- ur Díönu B. Sigurðardóttur hús- móður og eignuðust þau fjögur böm, þrjú þeirra em á lífi; Karl Hallur, f. 1957, símsmíðameistari, kvæntur Hafrúnu Magnúsdóttur bankamanni og eiga þau eitt barn; Soffía, f. 1960, starfsmaður GYM 80 í Reykjavík, gift Jóni Gunnarssyni, tækjamanni hjá Gunnari og Guö- mundi; Ólafur, f. 1962, símsmíða- meistari í Kópavogi, kvæntur Margréti Gylfadóttur bankamanni og á hann eitt fósturbam; Rannveig, f. 1964, býr í Garðabæ; Sveinn, f. 1965, býr í Reykjavík. Guðrún er dóttir Karls Guðvarðar Guðrún Kristjana Karlsdóttir. Guðvarðssonar og Höllu Sæmunds- dóttur. Fósturfaðir Guðrúnar var Guðlaugur Jónsson, bóndi á Heiði í Holtum ogvíðar. Systkini Guðrúnar, sammæðra, vom 7 og þar af em þrjú látin. Bamaböm hennar eru 16 og bama- bamabörn9. Guðrún tekur á móti gestum á heimih sínu milli kl. 15.00 og 19.00 á afmælisdaginn. Sviðsljós Islenskumælandi sendi- herra kom með flugklúbbi Guðfinnur Finnbogasan, DV, Hólmavik: Það var stóratburður í bæjarlíf- inu hér er félagar úr flugklúbbi Mosfellsbæjar heimsóttu Hólmvík- inga á dögunum í sólskini og blíð- viðri. Aldrei hefur það áður gerst að 12 flugvélar væm á Hólmavík- urflugvelh samtímis og líklegt er að einhver bið verði á því aö það gerist aftur. Stærsti atburður dagsins var óumdeilanlega koma rússneskrar tvíþekju af gerðinni Antonow. Er hún bæði stór og tignarleg en þó ekki alveg ný af nálinni. Innan- borðs voru ekki ómerkari gestir en íslenskumælandi sendiherra Rúss- lands á íslandi ásamt eiginkonu og fylgdarhði. Ungum sem öldnum stóð til boða smáflugferð yfir næsta nágrenni í vélum flugklúbbsins og þágu það flestir. Fóm þar margir í sína fyrstu flugferð en varla þá síðustu. ærar þakkir til ykkar sem biðjið um að andvirði afmælisgjafa renni til krabba- meinssjúkra barna. Tækifæriskort SKB fást á skrifstofu félagsins, Hafnarstræti 20 (3. hæð), Reykjavík, S. 91- 676020. Opið mánudaga 13.00-15.00 og mið- vikudaga 15.00-17.00. Reikningur nr. 545 í Búnaðarbanka íslands, Austurstræti. STYRKTARFÉLAG KRABBAMEINSSJÚKRA BARNA n Rússneska tvíþekjan af gerðinni Antonow vakti mikla athygli Hólmvík- inga. DV-mynd Guðfinnur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.