Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
  • Qaammatit siuliiDecember 1993Qaammatip tullia
    MoTuWeThFrSaSu
    293012345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1993, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1993, Qupperneq 18
18 MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1993 Memiing_______ Gróðurvin í hjarta borgar öskjuhlíð. Útivistarsvæði Reykvíkinga um ókomna framtið. Það er mikið fagnaðarefni að út sé komiö rit um náttúru og sögu Öskjuhlíðar. Ritið er svo sannarlega til þess fallið að styðja bar- áttu þeirra sem vilja tryggja að næg og fjöl- breytileg útivistarsvæði verði á Reykjavík- ursvæðinu um ókomna tíð. Ekki þarf að minna á nýlegar deilur um þessi efni, bæði Bókmenntir Gunnlaugur A. Jónsson á Seltjarnarnesi og um framtíð Fossvogsdals, sem sýna að talsvert vantar á að allir geri sér grein fyrir mikilvægi þess að umhverfis- máhn séu forgangsverkefni við framtíðar- skipulag Stór-Reykjavíkursvæðisins eða annarra þéttbýhskjama landsins. Þegar við ferðumst um erlendar stórborg- ir, t.d. London eða Munchen, þá fögnum við því hve mikið er af stómm görðum og gróðri inni í þessum og fjölmörgum öðrum stór- borgum. Það vom framsýnir menn sem skipulögðu þessi útivistarsvæði og gáfu þannig íbúum komandi alda möguleika á aht öðra og betra útivistarlífi en eha hefði verið. Enn má tryggja að næg útivistarsvæði verði á Reykjavíkursvæðinu um ókomna tíð. Þar skiptir sköpun sú keðja opinna svæða sem nær frá Tjöminni um Öskjuhlíð, Foss- vogsdal, Elliðaárdal og upp í Heiðmörk. Rit það sem þeir Helgi M. Sigurðsson sagn- fræðingur og Yngvi Þór Loftsson landslags- arkitekt hafa tekið saman er vel heppnað og þannig úr garði gert að það er tilvalið að hafa það með sér á gönguferðum um Öskju- hhðina. Yngvi Þór skrifar um náttúra Öskju- hhðar en Helgi um söguminjamar, bæði al- mennar söguminjar og stríðsminjar. Það mun öragglega koma ýmsum á óvart hve mikinn fróöleik er hér að finna. Gerð er grein fyrir jarðsögu, gróðurfari og fuglalífi. Þá fylgir listi yfir helstu náttúrufyrirbæri, 23 talsins, og eru þau staðsett á korti þannig að auðvelt er fyrir göngumenn aö hafa upp á þeim. Segja má að ræktunarsaga Öskju- hhöar hefjist fyrir alvöra árið 1950 er Einar G. Sæmundsson, framkvæmdastjóri Skóg- ræktarfélags Reykjavíkur, gerði tilraun með að bera áburð á htt gróinn melskika ofarlega í Öskjuhhð. Árangurinn varð til að hvetja til frekari gróðurræktar og á 40 ára tímabih hafa um 300 þúsund tijáplöntur af flölmörg- um tegundum verið gróðursettar í Öskjuhlíð. - Er nú svo komið að stærstu trén, sitkagreni, eru yfir 9 m á hæð. Athugun á árinu 1992 sýndi að í Öskjuhlíðinni hafa sést 84 tegund- ir fugla. Þar af eru tíu árvissir varpfuglar. Kafhnn um söguminjarnar er ekki síður fróðlegur. Þar má nefna minjar um hið stór- fellda grótnám sem hófst í Öskjuhhð árið 1913 í tengslum við hafnargerð. Stríðsminj- arnar eru þó fyrirferðarmestar. Margir eru þeir Reykvíkingar sem gengið hafa eftir vegg í vestanverðri Öskjuhlíð, hlöðnum, úr til- höggnu gijóti án þess að gera sér grein fyrir upphaflegu hlutverki hans. Veggurinn er stærsta mannvirkið á þessum slóðum. Að baki hans vora mikhr eldsneytistankar á stríðsáranum og gegndi veggurinn því hlut- verki að koma í veg fyrir eldflóð niður hlíð- ina ef loftárás yrði gerð. Þriðja meginefni bókarinnar er skipulags- hugmyndir Reykjavíkurborgar fyrir Öskju- hlíð. Loks era skrár yfir fugla og plöntur í Öskjuhhð. Fleiri myndir af fuglum og plönt- um hefðu aukið á gildi þessara hsta. Allir áhugamenn um útivist og náttúru- vemd hljóta að fagna þessu riti. Sem Seltim- ingi varð mér mjög hugsað til Valhúsahæðar undir lestri bókarinnar. Þar vantar því mið- ur mikið upp á að eins vel hafi tekist til meö skipulag og í Öskjuhhð þó þar sé að finna ýmsar dýrmætar náttúra- og söguminjar. Helgi M. Sigurösson og Yngvi Þór Loftsson Öskjuhliö. Náttúra og saga Árbæjarsafn og Borgarskipulag Reykjavikur. Rvk. 1993 (68 bls.) twvmaJ-M MATSÖLU OG SKEMMTISTAÐUR j/ðSBffi 19. des. kl. asveinar ó nboganum kók. Aö lokinni syningu a eevinfýramyndinni Into The West eða Til Vesturs verður farið i Ömmu Lú og haldið meirihóttar jólaball með fimm eldhressum jólasveinum. Öll börn fó kók og sælgætispoka fró Freyju. Þú getur unnió þér inn miða ó Til Vesturs og einnig ó jólaballið með því að lita myndina sem birstist í DV mónud. 6. des eða hlusta ó Bylgjuna dagana 14. - 17. des og svara þar laufléttum spurningum. „Fullkomin bíómynd! Stórkostíegr ævintýri fyrir alla aldurshópa til að skemmta sér konunlega". Parenting Mogozine „Into The West er mynd sem mun fanga hugarflug óhorfenda ó öllum aldri". r- Einnig verður hægt að kaupa mjög takmarkað magn af miðum í Regnboganum ó aðeins 500 kr. Bíómiði og Jólaball innifalið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar: 286. tölublað (15.12.1993)
https://timarit.is/issue/195122

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

286. tölublað (15.12.1993)

Iliuutsit: