Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1993, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1993, Síða 19
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1993 19 Meiming Landskunnir hestamenn segja frá í fararbroddi n hefur að geyma viðtöl Hjalta Jóns Sveinssonar við níu landskunna hestamenn eða menn sem á einhvem hátt tengjast hestum og hestamennsku. Mjög eru kaflar þessir misjafnir að gæðum enda á engan hátt tengt því að vera góður hestamaður eða reiðmaður aö kunna að segja vel frá. Þó er það skoðun mín að þetta hefti bókarinnar sé mun skemmti- Bókmenntir Aibert Jóhannsson legra aflestrar en bindið sem kom út í fyrra. Það byggist eingöngu á þvi að frásagnarhæfileikar þeirra sem nú eiga hér efni em betri en þeirra sem áttu hér efni í fyrra. Með því er ég á engan hátt að gera samanburð á hestamennsku þeirra. I'yrsti hluti bókarinnar er viðtal við hinn kunna hestamann Andrés Kristinsson á Kvíabekk í Ólafs- firði. Það er á engan hallað þó að sagt sé að þetta sé skemmtilegasti hluti bókarinnar. Andrés er frábær frásagnamaður og kaflinn heitir: Ég held þeim finnist ég skemmti- legur. Of langt mál er að rekja efiii hans hér, en kona ein sem las þessa bók þurfti oft að gera hlé á lestri sínum til þess að hlæja og nú hefur hún beðið um bókina til láns handa bónda sínum. Næsta kafla bókarinnar á Bjöm Runólfsson, bóndi á Hofsstöðum í Skagafirði. Bjöm er fulltrúi hins almenna hestamanns. Hann hreyk- ir sér ekki og er hógvær, allt að því sunnlenskur í frásögn sinni. Þá kemur ágætur kafli eftir Brynjólf Sandholt yfirdýralækni. Hann segist ekki vera hestamaður í verýulegum skilningi þess orðs og má vel vera að svo sé en hann segir vel frá og þekkir marga hesta- menn. Næsti kafli er skráður eftir þeim hjónum Guðmundi Jónssym og Sigrúnu Eiríksdóttur á Höfh í Homafirði. Þau hjón em hér eins konar fulltrúar homfirskrar hesta- mennsku og hrossaræktar. Jóhann Þorsteinsson á Miðsitju í Skagafirði á næsta kafla. Hann seg- ir á bls. 122: „Hryssan bætir sig verulega um veturinn og ef marka má byggingareinkunnina frá því um vorið benda ýmsar líkur til þess að hún geti komist í 1. verð- laun. Þegar við förum síðan méð hana fyrir dóm hækkar hún vel fyrir hæfileika, en er lækkuð sem því nemur fyrir byggingu." Undir þetta munu margir taka og sýnir það okkur svo að ekki verður um villst að brotalöm er í dómkerfi okkar. Næst finnum við að máli Kára Amórsson, fyrrum skólastjóra og formann L.H. Kári er landskunnur skólamaður og félagsmálafrömuð- ur. í kafla hans er að finna nokkrar vísur. Kári er ágætur hagyrðingur og birtir í þætti sínum nokkrar frumsamdar stökur. Næstsíðasti kafli bókarinnar heitir. Gagnrýninn á eigin verk. Þar segir Magni Kjartansson í Ár- gerði í Eyjafirði frá hestamennsku sinni en hann varð landskunnur af umönnun stóðhestsins Snældu- Blesa er hann fótbrotnaði hér á árunum. Síðasti kafli bókarinnar er helg- aður hinum ágæta hestamanni Reyni Aðalsteinssyni á Sigmundar- stöðum í Hálsasveit í Borgarfirði. Vel man ég hvenær ég sá og heyrði Reyni í fyrsta skipti. Við höfðum þann hátt á nokkrir hestamenn og heimsækja hestamenn í fjarlægum byggðarlögum. í einni slíkri ferð komum við að Hæli 1 Hreppum. Reynir var þá tamningamaður á Hæli og lét Steinþór á Hæli svo um mælt að mikið mætti vera ef Reyn- ir ætti ekki eftir að láta að sér kveða sem tamningamaður. Hann færi þcinnig að hestum. Þetta hefur ræst. í heild er þetta hin ágætasta bók. Hjalti Jón Sveinsson. I fararbroddi II. Skjaldborg, 1993. Hjalti Jón Sveinsson. Bílaleiga Akureyrar Útibú í kringum landið Reykjavík .. 91-686915 Akureyri ....... 96-21715 Borgarnes .... 93-71618 ísafjörður .... 94-4566 Blönduós ..... 95-24350 Sauðárkrókur . 95-35828 Egilsstaðir .... 97-11623 Höfn í Hprnarfirði .. 97-81303 HÖLDURhf. interRent Europcar Ómerkilegur heimur Lítill heimur, eftir Bretann David Lodge, fjallar um bókmenntafræð- inga sem stunda það fyrst og fremst í lífinu að vera á ráðstefnum í sínu fagi úti um allan heim. Davíð þekk- ir þennan heim vel þar eð hann er bókmenntafræðingur sjálfur en er þó frægari sem fagurbókmennta- höfundur, ekki síst fyrir sinn litla heim. Helsti kostur Litla heimsins er hú- morinn í verkinu. Sagan er einna helst drifin áfram í kringum ungan bókmenntafræðing sem verður ástsjúkur á einni ráðstefnunni og eltir fegiu-ðardísina sína út um all- an heim. En hann missir sífellt af henni vegna þess hvað henni liggur' mikið á að komast yfir sem flestar ráðstefnur. Ekki bætir það úr skák að hún á eineggja tvíburasystur sem stráksi veit ekki um og eltinga- leikurinn við hana gerir það að verkum að hann þvælist miklu víð- ar en á ráðstefnur. Þessi leikur er fremur einfeldnislegur og leiði- gjam. Annar þráður verksins gerist á ráðsteftium og í einkalífi bók- menntafræðinganna. Lýsingamar á einkalífinu gjalda fyrir það að vera einfeldnislegar og yfirborðs- kenndar. Það sama er að segja um ráðstefnumar, ekki er farið ofan í hina líflegu umræðu sem verið hef- ur um bókmenntakenningar und- anfarin 15 ár nema á eins yfirborðs- legan hátt og hægt er að komast af með. Háðið í verkinu er sljótt vegna þess hvað það er einhliða: „Þegar ég virði kollega mína fyrir mér þessa dagana, hvað sé ég? Þeir em allir að riðlast eins og bandóðir á nemendum sínum eða hver öðr- um, hjónaböndin splundrast hrað- ar en tölu verður á komið og samt er eins og enginn sé hamingjusam- ur“ (64). Sársaukinn sem slíkt líf hlýtur að valda er ekki finnanlegur í verkinu, það eina sem höfundur gerir er að sparka í þá sem liggja Bókmenntir Árni Blandon vel við höggi. Hvers vegna háskóla- menn em svo óhamingjusamir er látið hggja á milh hluta, öhum er lýst utan frá á grunnfæmislegan hátt þannig að maður finnur ekki th samúðar með neinni persón- anna. Látið er nægja að alhæfa og lýsa yfir á frasakenndan hátt: „Toppmenn í háskólum em óá- nægðasta fólk í heimi“ (164). Klaufaskapur höfundar við karakt- erlýsingar kemur fram í ofurein- fóldunmn og merkingarlausum upptalningum: ein kvenpersónan er kynlífsfikih og einkenni hennar em „handjám, leðurreimar, lím- band og sáraumbúðir" (138); önnur persónan er htt aðlaðandi og þjáist af „gyllinæð, líkþomum, höfuð- verk, augnþreytu, vindgangi, vara- þurrk og ofnæmi" (105). Þýðingin Sverrir Hólmarsson skrifar hpr- an og læsilegan íslenskan stíl. Hans helsti kostur sem þýðanda er natni hans við einfaldar þýðingar á erfið- um hlutum. Ókostur hans sem þýð- anda er skortur á vandvirkni og úthaldi. Sums staðar skín frum- máhð í gegn: „hreint A“ (274), „taka þig fyrir karlmann" (16), „skvettast gegnum pohana" (47); menn „hafa“ menntvm og miða (189, 216), „Swahow er rúnkari" (19), „fólk sem er saknað" (193), „ráðstefnu- prógrammið veifaði“ (279), „Ástral- ía er of langt.“ (239). Stundum er íslenskan klaufaleg: „appelsínu- safa sem gleraugun hans virt- ust...“ (10), annars staðar er hún sjúk (t.d. af þágufóhum): „spjöldum skráðum nöfmun“ (129). Sums staðar em vihur: em símanúmer í New York fimm stafa? (329), annars staðar era hugsanavihur: ef borg hefur galla er það þá ókostur að ekki skuh vera þar matsölustaöir „sem þú mundir bjóða versta óvini þínum á“ (38)? Og hver er munur- inn á fyrsta og alfyrsta (10)? Litill heimur, 331 bls. David Lodge, þýðing Sverrir Hólmars- son Mál og menning, 1993. FAGOR Lt//fZP/Þ 1« (fi 1717. A VELAR RONNING BORGARTÚNI 24 SÍMI 68 58 68 12 manna 7 þvottakerfi Hljóölát 40dB Þvottatími 7-95 mín Sjálfv.hitastillir 55-65 C Stillanlegt vatnsmagn Sparnaöarrofi Hitaþurrkun HxBxD: 85x60x60cm Án topp-plötu: 82x60x58cm STGR. - AFBORGUNARVERÐ KR. 51.500- 0PNUNA plsS Af) VIÐ Allt að viiw með áskritt að DV! Nú stendur yfir glæsileg áskriftargetraun með vönduðum og verðmætum vinningum til heimilisins sem skuldlausir áskrifendur DV, nýir og núverandi - geta gert sér vonir um að vinna. DV er lifandi og kröftugur fjölmiðill. Það er allt að vinna með áskrift að DV. Askriftarsíminn er 63 27 OO Grænt númer er 99 - 62 70

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.