Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1993, Síða 21
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1993
- Metþáfttakaí
Evrópukeppni
Alls veröa 46 þjóðir með í næstu
Evrópukeppni landsliöa í knatt-
spyrnu, mun fleiri en nokkru
sinni áður, og margar þeirra taka
þátt í fyrsta sinn. Dregið verður
í ríðla í Manchester í Englandi
22. janúar en Englendingar halda
lokakeppnina 1996.
Knattspyrnusamband Evrópu,
UEFA, hefur lýst yfir áhyggjum
af ástandinu í flórum þeirra
landa sem senda lið. Það eru
Armenia, Azerbajdzhan, Króatía
og Georgía. Stríðsástand ríkir í
öllum þessum löndum og þeim
verður gert að leika heimaleikina
annars staöar ef hætta verður
talin á ferðum fyrir liöin sem
sækja eiga þau heim.
-VS
Tvöítölsk
drógustsaman
ítölsku félögin Cagliai'i og Ju-
ventus mætast í 8-liða úrslitum
UEFA-bikarsins í knattspyrnu,
en dregið var i gær. Leikirnir
verða þessír:
Dortmund - Inter Milano
Cagliari - Juventus
Frankfurt - Salzburg
Boavista - Karlsruhe
Keppnin er að þróast í eiirvígi
ítala og Þjóðverja en hvor þjóð á
þrjú lið í 8-liða úrslitum. Leikirn-
ir fara fram í mars.
-VS
Enginn frá sam-
tökum íþrótta-
fréttamanna
Skapti Hallgrímsson, formaður
Samtaka íþróttafréttamanna,
hafði samband við DV vegna
bréfs frá handknattleiksdeild ÍR
í síðustu viku þar sem fjallað var
um unglingabikar HSÍ.
Hann vildi taka fram að það
væri rangt sem haldið væri fram
í bréfi ÍR-inga að samtökin ættu
fulltrúa í nefndinni sem fjallaði
um unglingabikarinn.
-Hson
Tombavanná
heimaveili
ítalinn Alberto Tomba sigraði í
svigkeppni heimsbikarsins sem
haldin var í Sestríere í heima-
landi hans í gær.
Thomas Stangassinger frá
Austurríki varð annar og Ole-
Christian Furuseth frá Noregi
þriðji. Þetta var annar sigur
Tomba í svigi í röð.
-VS
Hópferð Vals
tilÁkureyrar
Af tilefifi leiks KA og Vals í 8
iiöa úrslitum bikarkeppninnar í
handknattleik ætla Valsmenn að
efna til hópferðar til Akureyrar.
Farið verður með Fokker vél
Flugleiða frá Reykjavik klukkan
17.30 og komið til baka um klukk-
an 23. Verð á flugfari er 6.500.
Nánari; upplýsingar um feröina;
eru gefnar í síma 12187.
. -JKS
BirgirfráÍBK
yfirtil Þórsara
Birgir Guðfinnsson hefur
ákveðið að skipta úr úrvalsdeild-
arliði ÍBK í körfuknattleik yfir í
Þór sem leikur í 1. deild.
Birgir, sem leikið hefur undanf-
arin tvö ár meö íslands- og bikai'-
meisturum ÍBK, hefur ekki feng-
ið mörg tækifæri með liðinu í
vetur. Birgir verður löglegur með
liðinu 10. janúar.
-JKS
ijá Cleveland nái að stöðva hann.
Símamynd Reuter
lurinn
anta
lle í nótt
Derek Harper 21 fyrir Dallas.
Dell Curry skoraði fimm þriggja stiga
körfur í röð og 26 stig alls fyrir Charl-
otte í sigrinum á Minnesota. Christian
Laettner skoraði 18 stig fyrir Minnesota.
Chuck Person hjá Minnesota og Alonzo
Mouming hjá Charlotte voru reknir af
velli fyrir slagsmál. Sam Bowie skoraði
21 stig og Sedale Threatt 20 fyrir Lakers
í góðum sigri í Detroit, en Joe Dumars
gerði 21 stig fyrir heimaliðið. Það var
ekki uppselt í Detroit, í fyrsta skipti í
fimm ár, en allir miðar höföu selst á 245
heimaleiki liðsins í röð.
Rik Smits skoraði 22 stig fyrir Indiana
en Rex Chapman fyrir Washmgton, sem
tapaði sínum áttunda leik í röð.
-VS
iáKýpur
ittir og Guðbjörg léku best í íslenska
einnig stigahæstar. Guðbjörg skoraði
,inda 7, Anna María 7, Svanhildur 4,
Olga 2 og Björg 2.
-GH
21
Iþróttir
Falur fer
til KR-inga
- nær að leika flóra leiki með liðinu
„Eg hef ákveðið að leika með
KR þegar ég kem heim og að mínu
mati vantar KR-inga bakvörð.
Þetta verður mjög spennandi en
að sama skapi stuttur tími,“ sagði
körfuknattleiksmaðurinn Falur
Harðarson í samtali við DV í gær-
kvöldi en hann dvelur við nám í
Bandaríkjunum.
ÍBK var einnig inni í myndinni
en eins og DV greindi frá á dögun-
um voru mun meiri líkur á að
Falur færi til KR. Lið KR berst
fyrir sæti í úrslitakeppninni og því
gæti koma Fals til- liðsins skipt
sköpum fyrir KR-inga enda á ferð
einn besti körfuknattleiksmaður
landsins.
Falur leikur fyrsta leikinn með
KR þann 7. janúar gegn Njarðvík
í Njarðvík. Þann 21. janúar leikur
Falur meö KR gegn Tindastóli á
Nesinu og 23. janúar gegn Grinda-
vík í Grindavík. Þann 4. febrúar
leikur Fcdur síðasta leikinn með
KR sem mætir þá Haukum á Nes-
inu. Daginn eftir leikinn heldur
Falur á ný til Bandaríkjanna.
Samkvæmt heimildum DV hyggst
hann svo leika með KR á næsta
keppnistímabili.
Falur sagðist í gærkvöldi vera í
mjög góðri æfingu en ekki mikilli
leikæfingu. Hann er 25 ára gamall
og því of gamall til að leika með
skólaliði Charleston skólans en
hann hefur æft stíft með liðinu í
vetur. -SK/-ÆMK
Falur Harðarson leikur næstu fjóra
leiki með KR i úrvalsdeildlnni.
Tvíburarnir leigðir?
- óvíst hvað verður um Amar og Bjarka hjá Feyenoord
Tvíburabræðurnir frá Akranesi,
þeir Arnar og Bjarki Gunnlaugssyn-
ir, hafa lítið fengið að spreyta sig
með Feynenoord í hollensku 1. deild-
inni í knattspymu á þessu keppnis-
tímabili. Arnar, sem var í 16 manna
hópnum og kom inn á sem varamað-
ur í nokkrum leikjum í upphafi
keppnistímabilsins, hefur ekki verið
í leikmanna-
hópnum í síð-
ustu 5 leikjum
ogBjarkihefur
aldrei náð því
að komast í 16
manna hóp.
Eru þeir bræð-
ur ekki orðnir
hálfpirraðir á
að fá ekki tækifæri með liöinu?
„Því er ekki að leyna að maður er
orðinn óþolinmóður. Ég hef ekkert
fengið að spila með aðaliiðinu í tvo
mánuði og auðvitað varð ég svekktur
að detta út úr höpnum. Ég nenni
ekkert að vera væla í þjálfaranum
heldur hef ég einbeitt mér að æfa vel
á æfingunum," sagði Amar í samtali
við DV í gær. Bjarki hefur hins vegar
verið meiddur í tvær vikur í aftan-
verðu læri og getur ekki farið að æfa
fyrir en eftir áramót.
Þeir bræður eru með samning við
Feyenoord út þetta tímabil en er
möguleiki á að þeir komi heim í sum-
ar og spili með íslensku liöi?
„Ég held að það séu litlar líkur á
því nema að við verðum einfaldlega
látnir fara. Við höfum ekkert rætt
um það að koma heim enda er stefn-
an sú að halda áfram í atvinnu-
mennskunni. Ef Feyenoord vill hins
vegar ekki gera áframhaldandi
samning við okkur gætum við komið
heim og leikið í tvö ár á íslandi og
þá ætti Feyenoord ekki lengur kröfu
á okkur,“ sagði Arnar.
Hefur eitthvað veriö rætt um að
leigja ykkur til annarra atvinnu-
mannaliða eins og tíðkast oft með
unga og óreynda atvinnumenn?
„Við höfum heyrt þetta frá fólki
hér í Rotterdam sem er viðloðandi
félagið en stjórnendur félagsins hafa
ekkert rætt þetta við okkur. Það
væri svo sem ekkert að því að fara
til einhvers annars liðs og öðlast
meiri reynslu eins og margir leik-
menn Feyenoord hafa gert.
Fyrst þegar við komum hingað út
fannst manni óhugsandi að fara til
einhvers af
þessum liðum í
Hollandi fyrir
utan Feyen-
oord, PSV og
Ajax en núna
er þetta
kannski ekki
svo vitlaust.
Við reiknum
með að vita hvað forráðamenn Fey-
enoord hafa í huga í mars-apríl og á
meðan verðum við bara að bíta á
jaxlinn og vona það besta,“ sagði
Arnar aö lokum.
-GH
Arnar Gunnlaugsson.
Bjarki Gunnlaugsson.
Aðeins áskrifendur
sjá stórleikina tvo
- Hvít-Rússaleikirnir 1 læstri dagskrá á Stöð 2
Leikimir mikilvægu, sem íslenska
landsliðið í handknattleik á fyrir
höndum hér á landi gegn liði Hvíta-
Rússlands, verða sýndir beint á Stöð
2 en í læstri dagskrá.
Stöð 2 samdi við HSÍ um einkarétt
á beinum sjónvarpsútsendingum frá
heimaleikjum Islands í Evrópu-
keppninni en hingaö til hafa leikimir
verið sýndir í opinni dagskrá. Nú
verður breyting á og í kjölfarið má
búast við troðfuilri höll gegn geysi-
sterkuliðiHvíta-Rússlands. -SK
T •'l •••_£" / /
Jolagjoiin í ar
er
EKKERT MÁL!
ícu)Cm, á bak uiÖ Jo'h 'þcít
Liverpool úr leik
Liverpool féll í gær út úr ensku deildarbikarkeppninni í knattspymu
þegar liðið beið ósigur fyrir Wimbledon í 4. umferð keppninnar. Staðan
eftir venjulegan leiktíma og framlenginu var 2-2 en í vítaspymukeppn-
inni höfðu leikmenn Wimbledon betur.
í Skotlandi komst Aberdeen á topp úrvalsdeildarinnar með 2-1 sigri á
Partick. Aberdeen og Rangers eru með 27 stig en markatala Aberdeen
erhagstæðari. -GH