Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1993, Blaðsíða 22
22
Merming
MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER 1993
smáskór
Barnakuldaskór
st. 20-35, 3 litir, verð 2.990,-
Smáskór er fluttur I eitt af bláu
húsunum við Fákafen, s. 683919.
Hettukápur
Nýkomið mikið úrval af
hettukápum og hettustuttkáp-
um. Verð frá kr. 16.500.
Margir litir: svart, rautt, dökk-
blátt, koníaksbrúnt, kóngablátt.
Komið og skoðið, kaffi á könn-
Magnaður
draugagangur
Spor í myrkri er nýjasta saga Þorgríms Þráins-
sonar. Atburðarásin fer frekar hægt af stað en
magnast svo þegar líður á söguna að það hálfa
hefði verið nóg.
Sagt er frá sex unglingum sem ákveða að
dvelja á eyðibýli á SnæfeUsnesi um verslunar-
mannahelgina. Þegar þeir leggja af stað þekkj-
ast þeir lauslega úr unghngavinnunni en vin-
átta þeirra þróast dagana fimm sem þeir dvelja
Bókmermtir
Jóhanna Margrét Einarsdóttir
á bænum. Skammt frá eyðibýlinu hafði farist
franskt skip í stríðinu. Einn sjómannanna
fannst aldrei og er hann valdur að mögnuðum
draugagangi á bænum. Það kemur í hlut krakk-
anna að leysa máUð, finna bein sjómannsins og
koma þeim í vígða mold.
Sagan er svo yfirhlaðin af atburðum og uppá-
komum að hún getur ekki eitt andartak virkað
trúverðug á lesandann.
Persónurnar eru skýrt afmarkaðar en ein-
hhða. Hver hefur sitt hlutverk í framvindu sög-
unnar. Það sem þær taka sér fyrir hendur kem-
ur aldrei á óvart. Sóla er náttúruunnandi,
skyggn og veit ýmislegt sem öðrum er hiúið.
Hún er af aUt öðru sauðahúsi en krakkamir og
á því er klifað aUa söguna. Trausti er töffarinn
í hópnum, sem skeytir meira um magn en gæði
þegar kemur að kvennamálum. Vinur hans
Hebbi er ósköp venjulegur strákur með bólur á
enninu sem hann skammast sín óskaplega fyr-
ir. Binni er reynslulaus í kvennamálum og er
skotinn 1 Sólu. Frekar huglaus framan af og á
bágt en eykst svo kjarkur og áræði eftir þvi sem
hann kynnist Sólu betur. Þær Melkorka og Kría
eru venjulegar stelpur, hálfgerðar dekurrófur,
sem eru að spá í stráka. Krakkamir eiga sér
misjafnan bakgrunn. Binni og Sóla hafa gengið
Þorgrimur Þráinsson. Skrifar um sex unglinga
um verslunarmannahelgina.
í gegnum mikla erfiðleika í frumbemsku, faðir
Hebba dó þegar hann var ungur en hinn helm-
ingur hópsins hefur átt ágæta foreldra og góð
heimili.
Það em fáar aukapersónur í sögunni, sú eina
sem getur tahst skipta einhveiju máh er Dósi,
einbúi á næsta bæ. Hann ruglaðist í stríðinu og
hjá honum hefur tíminn staðið í stað. Lýsingam-
ar á Dósa eru slíkar og þvíhkar að hann virkar
einstaklega ótrúverðugur.
Galhnn við stíl sögunnar er að höfundur segir
sem ákveða að dvelja á eyðibýli á Snæfellsnesi
einatt of mikið. „Sóla var ekki ein um að finna
hvemig andrúmsloftið mihi þeirra hafði breyst
um helgina... Þau skynjuðu öh þau tengsl sem
höfðu skapast milh þeirra vegna þess sem þau
vom búin að upphfa. Einhver óijúfanlegur
þráður tengir þau saman og þau fundu, hvert
um sig, að þau gátu treyst hvert öðm..." (bls.
131). Dæmi hk þessum er víða að finna í bókinni.
Spor i myrkri
Þorgrímur Þráinsson
159 bls. Fróði 1993
unm.
Kápusalan
Snorrabraut 56, sími 62 43 62.
Bömin eru ekki einkamál kvenna
Fríar póstkröfur
Bókin Uppeldi tíl árangurs er af
höfundi sérstaklega theinkuð feðr-
um sem hafa hug á að verða ábyrg-
ÞJ Ó N U 5 I A
EINNOTA UNSUR
EINSTAKT TÆKIFÆRI!
Dagana 15-24 des. n.k. kynnum
við einnota linsur frá hinum heims-
þekkta linsuframleiðenda
BAUSCHALOMB
Komið og reynið þessar einstöku
linsur. Við bjóðum: mátun og
aðlögun á eigin linsustofu + einn
pakka (3 pör) af linsum á sérstöku
kynningarverði.
Krónur 5000,-
GLERAUGNAMIÐSTÖÐIN • LAUGAVEGI 24
SÍMAR: 20 800 • 2 27 02 • FAX 2 80 28
ir uppalendur. Bent er á áhrifa-
ríkar leiðir til aö bæta fjölskyldulíf-
iö og hjálpa börnum tU aö verða
heilsteyptari, lífsglaðari og ábyrg-
ari einstaklingar. Án málalenginga
eru algeng vandamál úr daglegu
hfi uppalenda gerð að gefandi verk-
efnum sem ánægja er að takast á
við. Leiðsögn bókarinnar er í senn
sannfærandi og hkleg tíl árangurs.
Bókin er kærkomið innlegg í um-
ræðuna um uppeldismál hér á
landi og á erindi inn á hvert heim-
ih þar sem börn eru búsett til lengri
eða skemmri tíma.
Höfundur bókarinnar, Ami Sig-
fússon, er kennari að mennt en
hefur aö mestu sérhæft sig 1 sfjóm-
un og stjómsýslufræðum. Ami hef-
ur að auki haslað sér vöh sem
stjómmálamaður og er meðal ann-
ars borgarfuhtrúi í Reykjavík. Um
fjögurra ára skeið var hann for-
maður félagsmálaráðs borgarinnar
en er nú formaður í skólamálaráði
og fræðsluráði. Auk þessa gegnir
hann starfi framkvæmdastjóra hjá
Stjómunarfélagi íslands.
En hvers vegna velur Ami að
skrifa sérstaklega fyrir feður?
Ástæðan er einfold. Körlum ber að
verða virkari í foreldrahlutverkinu
enda hafi of margir karlar verið
lausbeislaðir á því sviði. Samfara
aukinni atvinnuþátttöku kvenna
og auknu ,jafnrétti“ reynir nú í
auknum mæli á bæði kynin í upp-
eldi bama. í raun þarfnist böm
feðra sinna og því fráleitt að hta á
Árni Sigfússon. Tileinkar bók sína
feðrum sem hafa hug á að verða
ábyrgir uppalendur.
Bókmenntir
Kristján Ari Arason
þau sem einkamál kvenna.
Bók Áma er einlægari en gengur
og gerist enda að stómm hluta
skrifuð út frá þeim reynsluheimi
sem hann býr yfir sem faðir. Og
þó höfundur sé póhtíkus af lífi og
sál þá tekst honum aö mestu að
aðgreina þann reynsluheim frá
löngun og þörf sinni fyrir ánægju-
legt heimihslíf. Forskriftin er ein-
fóld: Ef þú elskar barnið þitt þá
gefðu því tíma og athygli - uppsker-
an er þess virði.
í bókinni er rík áhersla lögð á
markmiðssetningu. Uppalandinn
verður að vita hvað hann vih áður
en hann getur krafist einhvers af
bömunum. Til að nálgast markmið
fetar Árni í fótspor atferhssinna og
leggur til að sanngjöm umbun og
refsing marki leiðina að árangri.
Komi aö auki til ást, umhyggja, til-
htssemi og samráð megi búast við
að bamið komist th þroska sem
hehsteyptur og sjálfstæður ein-
staklirigur með getu th að takast á
viðlífið.
Lestur bókarinnar kveikir á
mörgum hugmyndum um hvemig
hægt er að bæta sig sem foreldri.
Innblásturinn einn og sér er skref
th árangurs. Nái maöur að útfæra
eina og eina hugmynd á þann hátt
að barnið manns dafni betur er
þeim tíma vel varið sem fer í lestur
bókarinnar. Hvað sjálfan mig varð-
ar þá er ég staðráðinn í að lesa
þessa bók aftur og aftur. Það er
aldrei of seint að bæta sig sem for-
eldri - og fjölskyldufaðir.
Uppeldi til árangurs
Árnl Sigfússon
Almenna bókafélagið hf.
128 blaðsiöur