Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1994, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1994, Síða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 1994 Fréttir Jón Steinar Gunnlaugsson um ályktanir forseta Hæstaréttar: Óleyf ilegar og út í bláinn - Jón Oddsson segir málið varða réttaröryggið í landinu Haraldur Hllmar ■ Baldursson hrl. 4 kærur J6n Odd Kriatjén Stefánsson ( Ottiar Öm Petersen hrl. Ólafur Axelsson hrl. 1 Óm Clausen hrl. 3 kærur Lögmenn, sem getið er i samantektinni, hafa sumir hverjir lýst yfir óánægju með að ekki skuli getið á hvern veg Hæstiréttur dæmir i kærunum og hve margar þeirra séu vegna gæsluvarðhaldsúrskurða. Finnst þeim sumum samantektin ófullkomin. „Ég held, eftir því sem maður sjálf- ur hefur reynt, að það gerist að verið er að kæra héraðsdóma án nægilegs tilefnis. Maður hefur séð kærur sem eru tilefnislitlar. Það auövitaö gerist og gengur í öllum dómskerfum. Öll réttarúrræöi kunna að vera eitthvaö misnotuð. Aðalatriöið í máhnu er að dómstóllinn getur tekið á málinu lög- um samkvæmt. Leiðin til þess er ekki sú að áfrýjunardómstóll eins og Hæstiréttur sé að senda frá sér glós- ur eins og þær sem birtast í þessu dreifibréfi forseta réttarins. Það er réttinum ekki samboðið að gera þetta á þennan hátt. Forseti Hæstaréttar og stofnunin sem slík tefla á tæpasta vað að senda þetta frá sér í þessum búningi. Ályktanir, sem þar eru dregnar, eru algjörlega óleyfilegar og út í bláinn. Þær eru ekki rökstudd- ar á nægilega traustan hátt til þess að nokkurt mark sé á þeim tak- andi,“ segir Jón Steinar Gunnlaugs- son hæstaréttarlögmaður um sam- antekt Hæstaréttar á málum sem hafa verið kærð til réttarins. Eins og fjallað var um í DV í gær tóku aðstoðarmenn hæstaréttardóm- ara saman hve mörg mál hefðu verið kærö til Hæstaréttar og hve mörg mál einstakir lögmenn hefðu kært til réttarins. Hrafn Bragason, forseti Hæstaréttar, skrifaði svo undir bréf með samantektinni fyrir hönd rétt- arins. í samtali við hæstaréttarritara kom einnig fram í DV í gær að Hrafn liti á bréfið sem einkabréf. „Það fær áuðvitað ekki staöist. Það er forseti Hæstaréttar sem skrifar þetta bréf, sendir það eftir því sem mér hefur skilist til héraðsdómstóla, Dómarafélagsins og Lögmannafé- lagsins. Hann skrifar undir þaö fyrir hönd Hæstaréttar. Þetta er auðvitað ekki neitt einkabréf. Þetta er bréf Hæstaréttar, forseta hans, til þessara aðila,“ segir Jón Steinar. Mikil bréfaskrif áttu sér stað vegna málsins í gær. Til dæmis skrifaði Hrafn Bragason annað bréf fyrir hönd réttarins og á bréfsefni réttar- ins, nú til Tómasar Gunnarssonar lögmanns sem hafði krafist skýringa á bréfinu og því að sín væri getið í því sem kæranda sex mála. í bréfinu vísaði Hrafn honum til Lögmannafé- lagsins ef hann vildi skýringar varð- andi samantektina. Þar segir Hrafn einnig að hún hafi ekki verið hugsuð eða samin fyrir fjölmiðla. Tómas svaraði bréfinu með því að snúa sér til varaforseta Hæstaréttar, Haraldar Henrýssonar, og áréttaði spurningar sínar úr fyrra bréfi. Síðdegis í gær sendi svo Jón Odds- son hæstaréttarlögmaður Lög- mannafélaginu bréf en þar fengust þær upplýsingar að máhð væri til meðferðar. Þar fer Jón fram á að stjóm félagsins kanni hvort ástæða sé fyrir lögmenn, sem nefndir eru í bréfinu, „að gera fébótakröfu á hend- ur ríkissjóði vegna meintra skaða- verkana hins tilgreinda opinbera starfsmanns, m.a. vegna atvinn- urógs, ærumeiðandi aðdróttana og rangra sakargifta til dómstóla og úrkskurðaraðila." Jafnframt fer Jón fram á það að aflað verði upplýsinga frá Hæstarétti hvort bréfin séu undirrituð og send út á vegum réttarins eða ekki. Slíkt sé nauðsynlegt með tílhtí. tíl hugsan- legrar fébótakröfu. Loks khkkir Jón út með þvi að segja að það sé mjög áríðandi að „mál þetta sé tekiö tíl meöferðar tafar- laust, enda varði það réttaröryggið í landinu." Ekki náðist í Hrafn Bragason eða annan hæstaréttardómara í gær. -PP Bíllinn er handónýtur eftir slysið. Vegagerðin hyggst koma upp beygjuörvum á næstu dögum þar sem slysið varð. DV-mynd Ægir Kristinsson Bíll og ökumaður köstuðust rúmlega 100 metra niður 1 grýtta urð: Kraftaverk að hann slapp lifandi - skreiðbrotmnábáðumökklumuppáveg Örorkumat: Beðið eftir for- dæmi hæsta- réttardóms Hátt í þijú hundruð mál hafa verið höfðuð gegn vátryggingafélögunum vegna aðferða þeirra við mat örorku- bóta til þeirra sem slasast hafa í umferðarslysum. Skiptir kostnaður vegna málarekstursins þegar tugum mhljóna en fjöldi lögmanna kemur að málunum. Snýst ágreiningurinn um langtímaörorkumat og fjárhagslegt tap tíl lengri tíma af völdum örorkunnar. Á næstunni má búast við fleiri slíkum dómum. Er beðið fordæmisgefandi hæstaréttardóms en dómur héraðs- dóms er ekki fordæmisgefandi. Ekkert örorkumálanna hefur enn verið tekið fyrir í Hæstarétti. Ritari Hæstaréttar upplýstí að þar hefðu skaðabótamál ákveðinn forgang og eins mál þar sem fordæmi vantar eins og tilfehið er í þessum örorku- málum. Þau fara því ekki í tveggja og hálfs árs biðröð eins og önnur mál. í fyrradag var kveðinn upp dómur í fimm málum af þessu tagi þar sem aðferðum vátryggingafélaganna við örorkumat er hafnað. Voru það fyrstu dómamir í málum af þessu tagi þar sem dómkvaddir matsmenn, læknar og lögfræðingar, höfðu verið kvaddir th. Aður höfðu fahið dómar 1 örorkumálum þar sem aðferöum vátrygginafélaganna var hafnað og hefur nokkrum þeirra þegar verið áfrýjaðthHæstaréttar. -hlh Lögreglufélag Reykjavíkur: Formanns- skipti Óskar Bjartmarz bauð sig einn fram til formennsku í Lögreglufélagi Reykjavíkur og var því sjálfkjörinn. Jón Pétursson, sem verið hefur for- maður undanfarin ár, gaf ekki kost á sér áfram. Ætlun manna er að losa félagið úr miklum skuldum á næstu árum en það fór hla eftir fjárfesting- aríHvammsvík. * -pp Ægir Kristmsson, DV, Fáskrúðsfirði; „Það er kraftaverk að drengurinn skyldi halda lífi eftir þessa byltu,“ sagöi björgunarsveitarmaður sem kahaður var út eftir að bifreiö var ekið út af veginum í Kyrruvíkur- skriðum sem eru skammt frá Vattar- nesi. Þar hafði Honda fólksbifreið verið ekið út af í snarbröttum skriðum og stöðvast um 115 metrum neðar í stór- grýttri urð. Ökumaðurinn, tæplega tvítugur phtur, var á leið frá Fá- skrúðsfirði upp á Hérað þegar slysið varð, einhvern tíma á milli klukkan 10 og 11 fyrir hádegi í gær. Pilturinn kastaðist úr bifreiðinni um 100 metr- um neðar í stórgrýttri urðinni. Hann náði að skríða upp á vegarbrún, stórslasaður, talinn ökklabrotínn á báðum fótum auk annarra meiðsla. Það var svo vegfarandi sem kom að phtínum hggjandi utan í vegarbrún- inni sem kom boðum th læknis og lögreglu. Phturinn var fluttur með sjúkraflugi tíl Reykjavíkur og gekkst imdir aðgerð á Landspítalanum í nótt. Samkvæmt heimhdum DV hefur Vegagerð ríkisins ákveðið að setja beygjuörvar á vegarbrúnina þar sem slysið varð á næstu dögum. Stuttar fréttir lllalæsiriðnnemar Könnun hefur leitt í ijós að allt að 30% þeirra sem koma th náms i_ Iðnskólanum eru iha læsir. Álika stór hópur er seinlæs. Skv. Sjónvarpinu má að mestu skýra brottfall nemenda úr skólanum með lélegri lestí-arkunnáttu. Þjóðarauður i sjóðum Heildareign lífeyrissjóðanna í árslok námu um 210 mhljörðum króna í lok síðasta árs. Sam- kvæmt Morgunblaöinu hafa eignir sjóðannna fjóríáldast á síð- astliðnum fjórum árum. Sjómenn án launa Fimmtán pólskh- sjómenn um borð í togaranum Fisherman, sem sighr undir hentifána en er í eígu íslenskra aðha, neituöu i gær að fara á sjó eöa í land. Ástæöan er sú að útgerðin hefur ekki greitt þeim umsamín laum Leikf angabiiar í skoðun Bifreiðaskoðun islands hefur tekið að sér markaöseftírht með leikföngum hér á landi. Sam- kvæml Mbl verða prufur teknar úr verslunum og þær metnar á grundvehi evrópskra staðla Á þjóðhátíö á Þingvöhum í sumar syngur hátíðarbarnakór. í kómum veröa börn víðs vegar af landinu. Tónmenntakennara- félagið hefur teldð að sér að stofna kórinn. RÚV greindi frá þessu. 10 milljarðar fyrir rækju Verðmæti útfluttrar rækju á síöasta ári nam tæpum 10 mhlj- örðum króna og jókst um tæpa 2 mílljaröa miðaö við árið á undan. Mbl. greindi frá þessu. -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.