Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1994, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1994, Síða 15
MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 1994 15 Að setia smæðina Á einni af ráðstefnum Verkfræð- ingafélags íslands fyrir nokkru lagði einn ræðumaður áherslu á að íslendingar ættu að: „selja smæð sína“. í fyrstu skilja menn ekki hvað við er átt en við nánari athug- un kemur í ljós að í þessari hugsun er talsverð viska. Á ráðstefnunni var verið að fjalla um útflutning og markaðssetningu á tækniþjónustu. Vel má vera aö einmitt varðandi þetta svið séu margar þjóðir viðkvæmar. Þjóðir þriðja heimsins og margar aðrar þjóðir, sem nú þróa þjóðfélag sitt' óðum í átt til markaðsbúskapar og lýðræðis, óttast mikil viðskipti við þjóöir sem þær óttast að gleypi þær. Fyrir slíkar þjóðir getur verið örvandi að skipta við smáþjóð, ey- þjóð í miðju Atlantshafi sem enga burði hefur til að ráöa yfir neinum. Á sviði tækniþekkingar skortir Ís- lendinga ekki getu nema þá á fáein- um sviðum. Miklu fremur skortir markaðsþekkingu, markaðssetn- ingu og sölumennsku. En hjólin eru að byija að snúast. Málin eru að þróast í rétta átt. Engin ástæða er til annars en að ætla að íslend- ingar muni fljótlega aðlaga sig breyttum aöstæðum og ná tökum á útflutningi í nýjum greinum. Undarleg smáþjóð Tvö hundruð og sextíu þúsund manns, fjóröungur úr milljón, segja úlendingar. Fólksfjöldi svip- aður og í úthverfi í Hamborg. Landið er stórt, tvisvar og hálfum sinnum stærra en Danmörk. Fjar- lægðir miklar og byggð dreifð. Eigi að siður eru hafnir byggðar meðfram allri ströndinni, vega- kerfi gott um landið, raforkukerfi hringtengt, menntakerfi þar sem menn geta lært næstum hvað sem er, heilbrigöiskerfi með því besta í heiminum. Þjóð sem aðlagar sig nýjungum með ótrúlegum hraða. Bílaeign, tölvueign og mynbands- tækja- og sjónvarpseign með því mesta á íbúa í veröldinni. Smáþjóð sem gerir of mikið af öllu. Framleiðir of mikið af land- búnaðarafurðum, á verslunarrými í JReykjavík sem nægir 600.000 manns, á allt of mörg fiskiskip, of mörg frystihús, rekur að því er Kjallarinn Guðmundur G. Þórarinsson formaður Verkfræðingafélags íslands sumir segja of marga banka, byggir of mikið af húsum o.s.frv. En ekki bara það. Þessi undarlega þjóð hefur hvað eftir annað átt fal- legustu konu í heimi, sterkasta mann í heimi, heimsmeistara í bridge og yngri flokkum í skák og kraftlyftingum. Á toppíþróttamenn í handbolta og skák, fimmta sætið í heimsmeistarakeppni landsliða í skák, fjölmarga heimsmeistara í hópi fatiaðra íþróttamanna, söngv- ara, ótrúlega marga á heimsmæli- kvarða gegnum árin o.s.frv., o.s.frv. Er samt óánægð. Telur of hægt miða. Lífskjör eru með þeim bestu í heimi þrátt fyrir tímabundna erf- iðleika. Mikil aðlögunarhæfni íslenska þjóðin hefur á undan- fömum árum sýnt ótrúlega aðlög- unarhæfni, mér liggur við að segja nýjungagimi. Hún höndlar nýjungar með ótrú- legum hraða og þær verða ótrúlega almennar. Nýlega vakti ritstjóri DV athygh á vaxtarbroddum atvinnulífs sem nú eru að spretta upp. Dæmi: Nú starfa við ígulkeravinnslu 2-300 manns, enginn fyrir aðeins stuttu. Hvað með beitukónginn og fleira og fleira? íslendingar eru byrjaðir að hasla sér völl á sviði verkfræöiþekkingar í Kína, á Gazasvæðinu, Kamtsjaka, í Ungverjalandi og víðar. Það undarlega er að markaður- inn á íslandi hefur ævinlega reynst of litill þegar þessi þjóð hefur ráð- ist í einhverja framleiðslu. Nú þegar EES opnast og markað- ir stækka og tækifærin opnast í Austur-Evrópu og Asíu breytast málin vonandi. Tækifærin kunna á sumum svið- um að liggja í því að selja smæðina. Guðmundur G. Þórarinsson „Á sviði tækniþekkingar skortir Is- lendinga ekki getu nema þá á fáeinum sviðum. Miklu fremur skortir mark- aðsþekkingu, markaðssetningu og sölumennsku/‘ Tilllögur um fjárfestingu í þætti á Stöð 2, sem nefnist „Á slaginu", bað Ingvi Hrafn Jónsson Magnús Oddsson ferðamálastjóra um að sýna hvemig 500 milljóna króna fjárfesting í ferðaþjónustu gæti oröið að 5000 milljóna króna tekjum innanlands. Ferðamála- stjóri vísaði málinu réttilega til aðila og fyrirtækja í ferðaþjónustu. - Sem starfsmaður í ferðaþjónustu um skeið og áhugamaður um hana læt ég eftirfarandi tillögur standa. Vetrarferðir ' Reynsla af tiltölulega fámennum vetrarferðum á íslandi er fremur jákvæð. Um hundrað ferðamenn á þessum árstíma skila jafnvirði góðs farms af bolfiski. Einir 8.000-10.000 nýir vetrarferðamenn gæfu af sér um 1500 milljóna tekjur hið minnsta. Eitt hundrað milljónir króna af milljónunum 500 ætti að setja í að kynna ísland sem vetrar- ferðaland. Heilsurækt, hvíld og vetrarskemmtan, jeppaferðir og snjóævintýri, norðurljósaferðir og sýningarhátíðir (fiskur, jarðhiti, Ijósmyndir, heimildarmyndir... o.s.frv.), ásamt ráðstefnum eru meðal þess sem getur dregið ferða- menn að. Fjárhæðin gæti dugað í 2 ár og sennilega tæki það 2-3 ár að skila umræddri tekjuviðbót. Kjallaiinn Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur Heimildarmyndagerð íslensk náttúra, mannlíf og menning gefur næg tilefni til vand- aðrar heimildarmyndagerðar. Hingaö til hafa sárafáar slíkar myndir verið gerðar með alþjóðleg- um gæðum enda afar fáar sem komist hafa í erlendar sjónvarps- stöðvar eða sölukerfi. Einar 300 milljónir af500-milljóna sjóðnum ættu aö ganga til nýrra samtaka framleiðenda sem hæfu myndugt átak við að láta búa til nokkrar fyrstu myndimar og tengjast flóknu og kostnaðarsömu sölukerfi sjónvarpsefnis erlendis. Þessi kynning á íslandi skilaði síð- an þúsundum ferðamanna til landsins, einkum á sumrin. Þar koma 1500-2500 milljónir króna tekjur af fjárfestingunni. Náttúruskólar Árið 1988 átti ég þátt í samstarfi Samvinnuferða-Landsýnar, End- urmenntunarstofnunar HÍ og Flug- leiða við að reyna að koma á lagg- imar námskeiði í eldfjallafræði handa erlendum náttúrufræðing- um. Undangengin ár komu hingað breskir skólanemar í eins konar umhverfisfræðaferðir, m.a. á veg- um Ferðaþjónustu bænda, og um þessar mundir er verið að fleyta undirbúningi að náttúmskóla í Mývatnssveit á lokastig. Oll þessi dæmi rökstyðja þá vissu margra að ísland sé kjörið sem risastór kennslustofa handa er- lendum sérfræðingum, skólanem- um og áhugafólki. Enda em all- margar stofnanir nú að undirbúa átak til þess að kanna stofnun nátt- úmskóla (á háskólastigi) á SV- landi sem starfa myndi með þeim fyrir norðan og reyndar víðar þar sem svipuð verkefni em unnin. Fyrirlestraraðir, skoðunarferðir og verkefni eru meðal þess sem boðið skal til. í þetta fæm hundrað millj- ónimar sem afgangs em. Og þar yrði til þúsund milljóna króna tekjuaukinn sem vantar eftir nok- kurra ára starf. Nú vita Ingvi Hrafn og Magnús þetta. Ari Trausti Guðmundsson „Öll þessi dæmi rökstyðja þá vissu margra að ísland sé kjörið sem risastór kennslustofa handa erlendum sérfræð- ingum, skólanemum og áhugafólki.“ Breytturframhaldsskóli Eðlilegt „Hægt er aö nýta mun bet- ur tímann til skólahalds í bæði grunn- og framhalds- skólum en nú tíðkast hér á landi. Með lengingu Arni Sigfússon skólaársins borgarfulltrúi. eykst árlegur kennslutími í skólum og þar með árlegt kennslumagn. Eðlileg af- leiðing þess er sú að námsárum fækki sem þeirri tilfærslu nemur. Nám og námsgögn i grunnskóla em nemendum að kostnaðar- lausu. Þegar hluti af námi fram- haldsskólans færist inn í grunn- skólann er augljóst að kostnaður fjölskvldna af framlialdsskóla- námi dregst saman. Þá er ódýrara að senda böm að heiman í frara- haldsnám í þijú ár en fjögur. Enginn ber á móti því að þaö sé mikilvægt ungu fólki að kom- ast í kynni viö atvinnulífið. Meö samdrætti á vinnumarkaði verð- ur það sífellt erfiðara og því ekki hægt að miöa skólakerfið við þá gömlu heiö að nemendur séu í fullu starfi yfir sumarmánuðina. Vinnumarkaðurinn krefst sí- fellt meiri sérhæfmgar. Ýmiss konar starfsnám hefur færst upp á háskólastig og margir sérskólar gera stúdentspróf að inntökuskil- yrði. Lækkun stúdentsprófsald- urs gerir mönnum kleift að ljúka sérmenntun fyrr. Slíkt er í takt við þaö sem gerist hjá öðrum þjóðum og íslendingum nauðsyn að gæta samræmis í skipulagi menntunar í því alþjóðlega sam- starfi sem viö erum orðin hluti af. Það skal tekiö skýrt fram að forsenda styttingar íramhalds- skólans er lenging árlegs skóla- tima og endurskipulagning ungl- ingastigs grunnskóla." Efasemdir „Ég er sam- mála hug- myndum um að lengja skólaárið í framhalds- 'Æ'f skólum og vinna að end- urskmulaen- ingu þess í þá Svanhlkiur Kaaber, veru að formaður Kennara- námstími sambands islands. nemenda lengist og nýtist betur að því tilskildu að um slíkar breytingar semjist við kennara. Hins vegar hef ég miklar efa- semdir um hugmyndir um aö stytta námstíma í framhaldsskóla um eitt ár. Þótt hvert skólaár yröi lengt til dæmis um einn mánuð hefði slíkt í fór með sér um það bil sex mánuðum styttri námstíma fyrir nemendur. Ég fæ ekki séð hvernig á að bæta þeim upp þá kennslu sem þeir misstu þannig. Ef þær ásakanir sem fram hafa komið um aö íslenskir nemendur komi ekki nógu vel undirbúnir á æðri skólastig eru réttar, sem ég reyndar dreg í efa líka, er mjög óskynsamlegt að fara þannig að. Auk þess er hæpið að vimia aö því að ungt fólk komi fyrr en nú út á ótryggan vinnumarkað í staö þess aö stunda nám og þroskandi viðfangsefhi í skóla. í stað þess að fækka námsárum í framhaldsskóla tel ég að leggja ætti áherslu á að skipuleggja fjöl- breyttar námsleiöir sem gæfu nemendum ratinhæfa og eftir- skóknarverða möguleika til bók- náms og slarfsnáms af ýmsu tagi, og auka þannig sveigjanleika skólakerfisins.'* -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.