Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1994, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1994, Síða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 1994 Spumingin Drekkur þú mikið gos? Andri Jóhannesson: Já, stundum eina dós á dag. Hjördís Sigurðardóttir: Já, dálítið, 1-2 glös á dag. Guðrún Brynja Gísladóttir: Já, rosa- lega. Unnur Hjaltadóttir: Já, svolítið. Helga Dís Hálfdánardóttir: Nei, bara um helgar. Erna Gunnarsdóttir: Já, stundum. Lesendur Kjötstríð í þágu neytenda? IWirsrnm Sigurður skrifar: Eru íslendingar tilbúnir að taka þátt í kjötstríði, sem sett hefur verið í gang af stjórnmálamönnum, og það bíræfnum sumum hveijum, með það að leiðarljósi að koma eins konar alþjóðlegum kjötmarkaði upp hér á landi? Gerir fólk sér grein fyrir því hverjir það eru sem græða og hveriir það eru sem tapa þegar upp er staðið? Mig langar til að kasta fram nokkr- um spumingum sem lesendur geta glímt við að svara telji þeir hagsmuni sína svo mikla í kjötstríðinu að þeir telji það ómaksins vert að kanna undirrót ófriðarins sem senn verður nú til lyk'ta leiddur. 1. Hver var tilgangurinn með stór- felldri verðfellingu á kjúklingakjöti þegar litlar birgöir voru í landinu? 2. Ef kjúklingakjöt er selt undir framleiðsluverði er þá ekki augljóst aö einhverjir gefa með því? 3. Framleiðendur sveria þessa verðfellingu af sér. En hverjir taka þá á sig verðfellinguna? - Heildsalar? Kjötkaupmenn? 4. Hver er hinn raunverulegi til- gangur á bak við verðfellingu upp úr þurru af þessu tagi? Er hann sá að selja upp allt kjúklingakjöt sem til er í landinu til þess að geta sagt: Við verðum að flytja inn kjúklinga- kjöt af þvi þaö er ekki til í landinu. 5. Er þetta pólitískur leikur af hálfu þeirra sem berjast fyrir innflutningi „Eru verkalýðsfélögin i landinu dauf fyrirþvi að innflutningur á landbúnaðar- vörum þýðir það sama og að fækka störfum í landinu?" spyr bréfritari m.a. á landbúnaðarvörum? 6. Er þetta styrkt af erlendum fram- leiðendum/seljendum til þess að knýja á um opnun innflutnings á landbúnaðarvörum hingað? 7. Eru verkalýðsfélögin í landinu dauf fyrir því að innflutningur á landbúnaðarvörum þýðir það sama og að fækka störfum í landinu? 8. Hvað eru neytendasamtök að hugsa þegar þau knýja á um inn- flutning á matvælum, sem hægt er að framleiöa hér innanlands, aðeins af því að þau kynnu að kosta færri krónur? Hafa þau hugleitt fyrir hvað neytendur eiga að kaupa þessi „ódýru“ matvæli, þegar þeir hafa ekki annað handa á milli en atvinnu- leysisbætur? 9. Eru það löglegir verslunarhættir að selja einhveija vöru í stórum stíl langt undir kostnaðarverði tii þess að þjóna einhverjum markmiðum á borð við það sem að ofan er lýst? 10. Er þessi hugsunarháttur neyt- endum í hag? Þarf að spara þar eins og annars staðar Friðrik Sophusson fjármálaráðh. skrifar: Kristín Gunnarsdóttir skrifar les- endabréf í DV 18. febr. sl. og bendir á að ráöherrar, stjómmálamenn og háttsettir embættismenn noti opin- bera fjármuni til áð greiða kostnað sem skattgreiðendur eigi ekki að standa straum af. - Bréfritari nefnir m.a í þessu sambandi ferðakostnað og dagpeninga. í tíð þessarar ríkisstjórnar hafa þessi mál verið tekin traustum tök- um og veruleg umskipti orðið frá því sem áður var. Árið 1992 gaf fjármála- ráðherra út nýja reglugerð um greiðslu dagpeninga og kostnaöar vegna ferðalaga ríkisstarfsmanna erlendis. Þar var kveðið á um allt að 20% lækkun dagpeningagreiðslna til ráðherra og æðstu embættismanna ríkisins. Þá voru og dagpeningar maka lækkaðir. Einnig hafa verið geröar breyting- ar á bifreiðamálum ríkisins. Þar var m.a. kveðið á um takmörkuð einka- afhot ráðherra á ríkisbifreiðum. Einkaafnot takmarkast þannig við akstur milh vinnustaða og heimilis og annarra ferða. Þá voru slík afnot skattlögð eins og hver önnur hlunn- indi sem áður hafði ekki tíökast. Eins og bent er á hér að ofan hefur ýmislegt verið gert til að draga úr fríðindum æðstu stjómar ríkisins. Það er mikilvægt að þar éins og ann- ars staðar í þjóðfélaginu sé reynt að draga úr útgjöldum sem skattgreið- endur þurfa að standa straum af. Furðulegur greiðslukortaáróður S.H. skrifar: Greiðslukortafyrirtæki auglýsir grimmt að heppilegt sé aö eiga debet- kort hjá öðru kortafyrirtæki en mað- ur hefur kreditkort hjá því þannig eigi maður aðgang aö tveimur greiðslukerfum. - Þetta er að mínu mati ekkert annað en auglýsinga- brella. Úttekt á kreditkort greiöir maður eftir á. Úttekt á debetkort greiðir maður jafnharðan. Með tvenns lags kortum á maður aðgang aö tveimur greiðslukerfum, hjá hvaða kortafyr- irtæki sem það er. - Ef maður notar bæði kreditkort og debetkort er mað- ur í senn að eyða jafnhraðan og upp á framtíðina. - Hvaða hag hefur venjulegur launamaður af því? Ef maður notar bæði kreditkort og debetkort er hætt við að maður hafi eytt öllu sínu í gegnum debetkortið áður en kemur að því að borga af kreditkortinu. - Eða: að allt manns fé fari í að borga af kreditkortinu svo engin innstæða sé til að draga út af með debetkortinu. Þá er nú skárra aö nota lánskortið. Kostir við að nota debetkort eru afar fáir, umfram til dæmis reiðufé. Debetkortið veitir engan gjaldfrest, en gerð er krafa um að korthafi borgi sérstakt gjald fyrir hveija greiðslu með debetkorti. Væri ekki sparnaður fyrir banka að sem flest viðskipti færu fram meö rafrænum hætti? Er eðlilegt að viðskiptavinurinn borgi bönkunum fyrir að koma sér upp þessum spamaði? Væri ekki pínlegt aö vera aö borga með debetkorti í langri biðröð við kassa, en fá kortiö í hausinn aftur með þeim ummælum að reikningur- inn á bak við kortið væri tómur? Kostar kannski ekkert að nota seðla? Ganga þeir ekki úr sér? Hver ber kostnaðinn? - Væri það ekki þeim aöila til hagsbóta að taka upp debetkortin, án þess að beita kort- hafa sérstökum álögum vegna þess? Kostar ekkert að nota seðla? spyr bréfritari m.a. DV Kerfiðgengurá réfifólks Móðir og amma skrifar: Það er með ólíkíndum hvað yf- irvöld hér leyfa sér en ekki síður hve gengiö er á rétt fólks og það brotiö niöur. Ég var að lesa bók sem ber heitið „Utan marka rétt- lætis“. Þar er flett ofan af grimmd félagsraálakerfisins. Ég tel störf þessa kerfis vera svo ámælisverð að flölmiðlum beri að fletta ræki- lega ofan af því sem þar gerist - t.d. varðandi þaö er börn eru tek- in af foreldrum, án sýnilegrar ástæðu. Það virðist jaíhvel vera nóg aö utanaðkomandi aðili klagi foreldra og þeir fá aldrei að vita hver það gerði. Nú er ár fjölskyld- unnar. Stöndum upp ogberjumst fyrír rétti foreldra gegn kerfinu. Sighvaturer hörkuráðherra Kjartan Ólafsson hringdi: Mér er til efs aö nokkur ráð- herra hér í seinni tíð hafi sýnt meiri dirfsku, ráðdeild og um leið árangur en Sighvatur Björgvins- son, Muna menn offorsiö gegn Sighvati þegar hann vildi spara í heilbrigðiskerfinu og tókst það meö mikium ágætum? Sjálfsögö ráöstöfun og óumdeilanleg nú. Hann var og fyrstur til að taka undir nauðsynlegar ráðstafnir vegna skipaiðnaðar okkar. Óskandi er að Sighvatur nái fram auknum afíaheimildum sem er nærtækasta og einasta sjáanlega lausnin í vanda efnahags- og at- vinnulífs okkar í dag. Rekinnfyrir sannleikann? Kristinn Sigurðsson skrifar: Mér finnst hörmulegt ef ís- lenskir íjölmiðlar eru ritskoðaöir svo gróflega að fólk sem lætur fara frá sér persónulegar skoðan- ir sé umsvifalaust rekið. Ljótasta dæmið er brottvikning Árthúrs Björgvins Bollasonar sem vogaði sér að skrifa formanni Stéttar- sambands bænda bréf er margir fufiyrða að ekki hafi staðið 1 ann- að en sannleikurinn einn. Furðu- legt aö BSRB eöa önnur stéttarfé- lög skuli hafa þagað þunnu hljóöi og ekki stutt Arthúr eða sambýl- iskonu hans á neinn hátt - utan yfirlýsingu frá Starfsmannafélagi Sjónvarps sem var hvorki fugl né fiskur. Dreymdifyrirsigri Haraldur Sigurðsson skrifar: Mig langar til að upplýsa um draum sem mig dreymdi nýlega og ræð á þann veg að sjálfstæðis- menn fari með sigur af hólmi í borgarstjómarkosningunum í vor. Mig dreymdi aö ég var stadd- ur fyrir utan Hótel Borg og þar var mikill mannfjöldi að hlusta á borgarstjórann okkar flytja ávarp við mikinn fögnuö áheyr- enda. - Mig hefur oft dreymt fyr- ir stóratburðum, svo sem skip- skaða, fjárskaða og mannskaða en einnig fyrir gleðitíðindum, Ld. sigri í forsetakjöri núverandi for- seta, frama Kristjáns Jóhanns- sonar oil. Leidrétting í kjallaragrein Daníels Sígurðs- sonar, 18. þ.m. „Á aö „kviðrista“ fiskimiðin" féllu út nokkrar lín- ur. - Kaflinn birtist þvi hér leið- réttur: „Minnkandi aflaheimildir eiga því fyrst og fremst að koma niðurá togurum en ekki smábát- um. Áróöur formanns LÍÚ gegn smábátaveiðum aö undanfórnu minnir óneitanlega á orð kerling- arinnar í þjóðsögunni „Neyttu meðan á nefinu stendur". - „Nei, skoðaðu, ótætis flugan sú arna, hún hefur sjálfsagt étið aUt smjörið okkar úr tunnunni“ - En smjörið haíði kerlingin sjálf étið upp til agna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.