Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1994, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1994, Síða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 1994 Fréttir Atvinnan á Vestflörðum að hrynja vegna kvótaleysis: Skil þá sem vilja grípa til neyðarréttarins - þegar ekki er hlustað á okkur, segir Pétur Sigurðsson, formaður ASV „Það eina sem hægt er að gera til að bjarga málum hér á Vestfjörðum er að auka þorskkvótann. Og það eru til þess full efni vegna þess hve ástandið í sjónum hefur batnað. En ef sjávarútvegsráðherra og forsætis- ráðherra ætla bara að hrista hausinn svo hringli í og segjast ekki vera til umræðu um það. Þá er ef til vill ekki um annað að gera en að grípa tdl aðgerða sem vekja þessa blessaða menn,“ sagði Pétur Sigurðsson, for- maður Alþýðusambands Vestfjarða, í samtah við DV þegar hann var spurður um aögerðir Vestflröinga sjálfum sér til bjargar. „Ég hef heyrt um það að menn hyggist grípa til neyðarréttarins og veiða hvaö sem hver segir. Og ég veit að þeim mönnum er alvara og ég skil þá fullkomlega þegar ekki er hlustað á okkur. Þarna er um menn aö ræða sem eru ef til vill aö missa atvinnutækin sín og líka framtíðar- möguleika á að veiöa þorsk. Við skul- um taka dæmi af útgeröarmanni sem átti eitt þúsund tonna kvóta en er nú kominn með hann niður í 300 tonn. Ef hann lifir ekki af þennan niöurskurð á kvótanum þá lifir hann heldur ekki af aö bíða eftir því aö kvóti hans verði aukinn þegar þorsk- stofninn braggast," sagði Pétur Sig- urðsson, Hann segir að við blasi mjög alvar- legt ástand um alla Vestíirði eftir svona tvær til fjórar vikur. Þá veröi allur kvóti búinn og þá um leið hrynji atvinnan. „Það eru engir jafn háðir fiskinum í atvinnulegu tilliti og Vestfirðingar. Það dregur ekki úr atvinnu þegar kvótinn er búinn hér, það hrynur atvinnan. Og ekki bara hjá sjómönn- um og fiskverkafólki. Öll þjónusta, hvaða nafni sem hún nefnist dregst saman. Hvernig halda menn aö verslunin verði þegar fólk hefur ekk- ert til að lifa af nema atvinnuleysis- bætumar?" sagði Pétur. Hann sagðist stundum hafa sagt að sjávarútvegsráðherramir þyrftu að vera fjórir, einn fyrir hvem lands- fjórðung. „Halldór Ásgrímsson sá rnn að hygla Austfirðingum meðan hann var ráðherra. Þorsteinn Pálsson hef- ur engar áhyggjur nú vegna þess að vel gengur í loðnunni og ástandið á Suðurlandi er gott. Og við Vestfirð- ingar megum bara eiga okkur," sagði PéturSigurðsson. -S.dór „Það var kraftaverk að við skyldum sleppa svona vel,“ sagði Guórún Ingi- mundardóttir á Höfn eftir að Toyota-jeppi hennar lenti út af veginum í hálku við Nestanga í öræfum f siðustu viku, 16. febrúar. Fór jeppinn þrjár veltur niöur snarbratta brekku. Fernt var í bilnum og slapp fólkið með minni hátt- ar meiösli en jeppinn er gjörónýtur, samankuðlaöur. DV-mynd ERS Matthías Bjamason alþingismaöur: Drukknandi maður gerir allt til að bjarga sér - verið að hrekja okkur burt, segir Reynir Traustason „Það er auövitað hábölvað að fara ekki eftir lögum og reglum. Hins veg- ar er það svo að ef maður er að drukkna þá gerir hann allt sem hann getur til að bjarga sér,“ sagði Matthí- as Bjamason, þingmaður Vestfjarða- kjördæmis, inntur áhts á þeirri hug- mynd Vestfirðinga aö taka sér neyð- arrétt og veiða áfram fáist ekki auk- inn þorskkvóti. Reynir Traustason skipstjóri sagði að mönnum væri fúlasta alvara með tali um aðgerðir til bjargar atvinnu- tækjum og atvinnu fólks á Vestfiörð- um. „Það er hreinlega verið að hrekja okkur burt af Vestfiörðum og til að koma í veg fyrir það verðum við að grípa til aðgerða. Það duga ekki leng- ur ræður á fundum eða greinaskrif í blöð. Fólk bíöur eftir því að upp rísi foringi í þessum björgunarað- gerðum og það er tilbúið að fara í aðgerðir og fylgja þeim sem vill leiða baráttuna," sagði Reynir. Kristinn H. Gunnarsson, þingmað- ur Vestfirðinga, sagöist trúa því enn að ríkisstjómin gripi til aðgerða til bjargar byggð á Vestfiörðum. „Ég hef ekki alveg gefið upp von um það. Hitt er öllum ljóst að kvóti Vestfirðinga er alltof htill. Það hggur því alveg ljóst fyrir að tvennt þarf að gera:. annars vegar að auka kvót- ann og þá mest hjá þeim sem mest hafa verið skornir niður, hins vegar að gera ráðstafanir vegna skulda- stöðu sjávarútvegsins og ekki bara á Vestfiörðum heldur um aht land. Hjá því verður ekki kornist," sagði Krist- inn H. Gunnarsson. -S.dór Einar Oddur: „Þetta er orðin spuming um líf eða dauöa fyrir byggð og mannlíf á Vesífiörðum. Það hefur mér veriðljóstlengi. Hvorthér verður gripið til frönsku aðferðarinnar við að koma sínum málum fram skal ég engu spá um. En ég ætla aö vona að ríkisstjómin sjái að sér og auki hér aflaheimildir á þorski. Á siðustu tveimur árum hefur þorskkvóti Vestfirðinga verið skorinn niöur um 40 pró- sent. Þaö er til viðbótar við þann hrikalega nlðurskurð sem orðið hefur síðan kvótakerfið var sett á. Einhvers staðar er skurð- punktur í öhu ferli. Hann er ein- mitt nú í kvótakerfinu hvaö okk- ur Vestfirðinga snertir," sagði Einar Oddur Krisfiánsson, fram- kvæmdasfióri á Fíateyri, í sam- tah viö DV. Hann sagði aö menn væru aö vona aö stjómmálamenn sæju bæði pólitíska og efnahagslega lausn í því að auka kvóta Vest- firöinga. Þeim hafi verið gert það Ijóst að það sé alveg sama til hvaöa ráðstafana þeir vildu grípa í tilverumálum Vestfirðinga. Þær kæmu að engu gagni nema undir- staðan væri rétt, það er þorsk- kvótinn. „Ég verð að játa að enda þótt ég hafi ekki misst alla von um að menn sjái aö sér og auki þorsk- kvótann hér er ég að veröa von- daufúr. Það er allt kallaö kerl- ingabækur varðandi þessi mál ef það keraur ekki heim og saman við reiknihkan Hafrannsókna- stofhunar. Og sá sem ekki fylgir þvi er sagður vera öábyrgur. Það er án efa unnin raikil og góð vinna á Hafrannsóknastofnun. En þessi mikh niðurskurður á aflaheimildum er í æpandi mót- sögn viö aht sem við sjáum um þessar mundir. Ástandið í sjón- um er gerbreytt tíl batnaðar," sagði Einar Oddur. í dag mælir Dagfari Á f riðarstóli íslenska þjóðin fylgist grannt með Agh Jónssyni frá Seljavöllum þessa dagana. Hann hefur haft líf ríkissfiómarinnar í hendi sér og þegar einn maður hefur slík völd og sjálf ríkisfiómin hangir á blá- þræði í marga daga er ekki nema von að spurt sé um hagi og hðan svo mikhvægs manns sem Eghs. Efdr því sem haft var eftir Agh í einhverjum fjölmiölinum sat hann á friðarstóh um helgina. Dagfara létti mikið við að heyra þetta. Ef Egih getur setið á friðarstóh ættu ráðherramir að geta gert það. Og þjóðin. Og sauðkindin sem þetta landbúnaðarmál snýst aht saman um. Reyndar hefur ástandið verið þannig í stjómarherbúðunum síð- ustu dagana að þar hafa ráðherrar helst ekki getað talað saman og þingmenn þessara flokka hafa hvislast á og ekki vogað sér að styggja goðið. Menn hafa farið með löndum og Davíð forsætisráðherra var nánast hættur að tala viö Jón Baldvin af ótta við að Agh mislík- aði. Davíð laumaðist stundum í símann th að geta sagt Jóni frá því helsta sem var að gerast í ríkis- sfióminni. Á fómum vegi og niðri í þingi hefur Davíð látið sem hann sæi ekki Jón og Jón sem hann sæi ekki Davíö ef ske kynni aö Egih tæki eftir því að þeir kinkuðu kolh hvor th annars. En svo var ástandið orðið slíkt að ekki var lengur hjá því komist að formaður Sjálfstæðisflokksins talaði við formann Alþýöuflokks- ins og það var tilkynnt þjóðinni að þeir hygðust tala saman um helg- ina og óhætt er að segja að fagnað- arkhður og léttir hafi farið um landsmenn við þessi tíðindi. Ríkis- sfiórnin var þá ekki sprungin alveg og Egih hafði leyft þeim formönn- unum að tala saman. Það var þó alténd í áttina. Svo töluðu þeir saman, Davið og Jón Baldvin, á sunnudaginn eftir að þeir höfðu ákveðið að tala ekki saman á laugardaginn og töluðu lengi saman og komu síðan af þeim fundi með þau skilaboö til þjóðar- innar að ríkissfiómin mundi ekki springa á þessu landbúnaðarmáh. Þeir sögðust vera búnir að ná sam- komulagi um það. En hvað með landbúnaðarmáhö sjálft? spurðu blaðamenn. „Nei við erum ekki búnir að ná samkomulagi um það, enda eigum við eftir aö tala við Egh.“ Menn snera sér umsvifalaust th Eghs, enda gátu ráðherramir ekki gert samkomulag um að gera sam- komulag um að stjómarflokkamir gerðu samkomulag um að halda sfiómarsamstarfinu áfram ef Eghl var á móti þvi að gera samkomulag um landbúnaðarmáhð. Það var þá sem Egih sagðist hafa setið á friðar- stóh um helgina og sagöist geta fah- ist á orðalagsbreytingar á búvöra- frumvarpinu ef það gæti orðið th þess að ríkissfiómin sæti áfram. Síðustu sólarhringana hefur maður gengið undir manns hönd að geðjast Agh í þessu máh, sendi- herrann hjá EFTA kahaður heim, her lögfræðinga með sveittan skah- ann og ráðuneytissfiórar kallaðir út í aukavinnu. Gott ef fimm ráðu- neyti era ekki mætt á staðinn th að gera þær orðalagsbreytingar sem Seljavahabóndinn telur ásætt- anlegar. Það er nefnilega ekki sama hvaða orðalag er notað þegar talað er viö Egh á Seljavöhum. Hann getur út af fyrir sig fahist á að laga orðalag að mihiríkjasamningum og hann getur fallist á að breyta orða- lagi th að það skhjist hvað hann á við. En ef það era efnisbreytingar þá segir minn maður stopp og ríkis- stjórnin skelfur á nýjan leik. Verkefnið er sem sagt það að breyta orðalagi án þess að gera efn- isbreytingar ef það getur orðið th þess að efnisinnihald frumvarpsins breytist án þess að orðalagið segi það. Síðast þegar th fréttist var ekki búið ganga frá samkomulagi né heldur oröalagi við Egh Jónsson. Hann sat á friðarstóh á meðan og hefur ákveðið að gefa ríkissfiómini líf eitthvað fram eftir vikunni. Kannski bera þeir nýtt orðalag undir hann og Egih mun þá skoða það úr sínum friðarstóh hvort hon- um geðjast að því sem ráðherramir og formenn sfiómarflokkana og lögfræðingamir þora að bera undir hann. Það verður að fara varlega að þessum manni sem öhu virðist ráða. Hann hefur þó að minnsta kosti leyft formönnunum að tala saman. Það er skref í áttina. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.