Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1994, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1994, Síða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 1994 Stuttar fréttir Utlönd Kólera í Brasiiiu Kólera hefur brotist út í vmsæl- um feröamannabæ í Brasilíu. Leiðtogarúrhaldi Alsírsk stjómvöld hafa leyst tvo leiðtoga heittrúaðra múslíma úr haldi. Vextármunuhækka Alan Green- span, seöla- bankastjóri Bandaríkj- anna, varaði við því í gær að skammtíma- vextir mundu liklega fara hækkandi en sagöi þó ekki hve- nær það yrði. Ihaldsmenn voru tilnefndir i stöður lykilráðherra i Hvíta- Rússlandi í gær. Fænri til messu Kirkjusókn i Portúgal er á und- anhaldi og hefur kirkjugestum fækkað um þrjú prósent á 5 árum. Villbanniðaf Varaforseti íraks, Yassin Ramadan, vill aö viöskiptabann- inu á írak veröí aflétt. Leystirúrhaidi Sýrlendingar hafa leyst þrjá fyrrum leiðtoga Bathílokksins úr haldi en þeir vom fangelsaðir árið 1970. Hótarað lokamarkaði Fjármálaráðherra ísraels hefur hótað að loka markaðnum fyrir Palestínumönnum. Náárangri Yasser Ara- fat, leiðtogi PLO, segir að árangur hafi náðst í viðræð- um PLO og ísraels sem fara nú fram i Kairó varðandi sjálfstjórn Palestínumanna í Jer- íkó og á Gazasvæðínu. 25handteknir Jórdanska lögreglan handtók 25 Palestínumenn vegna morðtil- ræðis við jórdanskan diplómat. Hommarog lesbíur Hommar og lesbíur á Græn- landi hafa fengið leyfi til aö gifta sig. Kallar hann svikara Forsætisráðherra Tyrklands, Tansu Ciller, kallar leiðtoga kúrdíska flokksins svikara. Fyiiaekki írak ætlar ekki að fylla oliu- markaði þegar þeir fá leyfi SÞ til að flytja út olíu. Kravtsjúk ekkifram Leonid Kravtsjúk, for- setí Úkraínu, hefur ákveöið að sækjast ekki iptP ■’ eftir endur- um sem fram fara í iúní bar sem fólk skildi ekki að kreppan væri ekki honum einum aö kenna. Reynaaftur Bandaríkln ætla að reyna að fá Norður-Kóreumenn til aö sam- þykkia aö eftirlitsmenn kanni kjamorkusvæði. Uppreisnarbændur í Mexíkó reyna enn að ná friðí við stjórn- völd. Keuter Flett ofan af elnu mesta njósnahneyksli Bandaríkjanna: Yf irmaður hjá Cl A lék tveim skjöldum - fékk rúmar hundrað milljónir í laun frá Rússum Háttsettur embættismaður banda- rísku leyniþjónustunnar, CIA, Aldrich Ames, og eiginkona hans voru ákærð í gær fyrir njósnir í þágu Sovétríkjanna og Rússlands eftir að Sovétríkin liðu undir lok. Fyrir vikið fengu þau greitt sem svarar um 110 milljónum íslenskra króna. Litiö er á þetta sem eitt alvarlegasta njósna- mál í sögu Bandaríkjanna. Bandarísk stjórnvöld fóru þegar fram á það við rússnesk stjómvöld að þau kveddu heim þá sem stjóm- uðu njósnurunum. „Þetta er mjög alvarlegt mál,“ sagði Bill Clinton forseti þungur á brún eftir handtöku Ames sem gegndi Aldrich Ames, fyrrum yfirmaður CIA og njósnari. Símamynd Reuter Glæsihús Ames-hjónanna i Alexandriu, Virginíu, útborg Washington DC, sem sagt er að þau hafi greitt út í hönd. Kaupverðið var tæpar fjörutiu milljónir króna. Símamynd Reuter Maria del Rosario Casas Ames, eig- inkona og njósnari. Simamynd Reuter starfi yfirmanns sovésku gagn- njósnadeildarinnar innan CIA. Handtekin á mánudag Ames, sem er 52 ára, hcifði verið starfsmaður leyniþjónustunnar í rúmlega 31 ár. Eiginkona hans, Maria del Rosario Casas Ames, er 41 árs, fædd í Kólumbíu en nú banda- rískur ríkisborgari og var eitt sinn á mála hjá CIA í Mexíkó. Hjónin voru handtekin á mánudag, hann í bíl sín- um á leið í vinnuna en hún á glæsi- legu heimih þeirra hjóna í Alexandr- iu, útborg Washington DC. Hjónin munu hafa notað milljón- irnar frá Rússum til að lifa flott. Þau munu m.a. hafa greitt andviröi húss síns, tæpar fjörutíu milljónir króna, út í hönd, auk þess sem þau keyptu sér Jaguar glæsibifreið. Harðorð mótmæli Warren Christopher, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, kallaði æðsta mann rússneska sendiráðsins í Was- hington á teppið og bar fram mjög harðorð mótmæli. Þá bar Thomas Pickering, sendiherra Bandaríkj- anna í Moskvu, fram mótmæli við háttsettan rússneskan embættis- mann. Bandarísk stjórnvöld hafa farið fram á við Moskvustjómina að hún leggi sér hð við að meta þann skaða sem njósnir Ames hafa valdið banda- rísku þjóðaröryggi og leggja fram tryggingar um að svona nokkuö ger- ist ekki aftur. „Við forum ekki með þetta eins og eitthvað sem hægt er að sópa undir teppið,“ sagði háttsettur embættis- maður í Hvíta húsinu. Embættismenn sögðu að sem tvö- faldur njósnari hefði Ames sagt Rússum frá nokkrum bandarískum njósnurum, alvarlegustu drottinsvik nokkurs njósnara. Embættismenn dómsmálaráðu- neytisins sögðu að eiginkonan væri samvinnuþýð en ekki var ljóst hvort það þýddi að hún mundi bera vitni gegn eiginmanni sínu. Reuter Kapp lagt á að friða alla Bosníu: Ráðist á sænska fríðar- gæsluliða nærri Tuzla Sameinuðu þjóðimar íhuguðu að biðja Atlantshafsbandalagið, NATO, um að gera loftárásir nærri bænum Tuzla í austurhluta Bosníu í gær eft- ir að ráðist var á sænska friðar- gæsluliða. Nokkrar flugvélar NATO vom sendar á svæðið en bæði herfor- ingjar og embættismenn SÞ ákváðu að gera ekki loftárásir. Fimm sænskir friðargæsluliðar hlutu sár þegar skotið var á bryn- varða bifreið þeirra suður af Tuzla. Svíamir vom að fylgja bílalest með hjálpargögn. „Við kölluðum á loftvamir og tvær Harrier-þotur komu,“ sagði Alf Go- orsjo ofursti, yfirmaður norræna friðargæsluliðsins. Hann sagöi að þar sem ekki hefði verið hægt að ákvarða hvaðan árásin á þá var gerð hefði verið horfið frá loftárásum. Hemaðarsérfræðingar segja að Serbar og múslímar bítist um völdin á svæðinu þar sem Svíamir urðu fyrir sprengjuhríðinni. Sænski of- urstinn sagði þó að Serbar heföu ráð- ist á friðargæsluliða á þessum slóð- um áður. Yfirmenn hersveita SÞ í Bosníu segja að þeir þurfi meiri mannaíla og tæki til að opna aftur flugvöllinn í Tuzla, næststærsta vígi bosníska stjómarhersins, eins og áformað er aö gera í næsta mánuði. Stjórnarerindrekar em aö gera sér vonir um að geta byggt á vopna- hléinu sem ríkir í Sarajevo til að koma á friði í allri Bosníu. í því skyni verður efnt til fundar í dag milli yfir- manna sveita bosnískra múslíma og bosniskra Króata í bækistöð SÞ í Króatíu. „Menn gera sér vonir um að þeir undirrití samkomulag um almennt vopnahlé," sagði yfirmaður í sveitum SÞ sem vildi ekki láta nafns síns get- ið. í Moskvu sögðu menn í utanríkis- ráðuneyti Rússlands að þeir ætluðu sér að láta kné fylgja kviði eftír ár- angursríka milhgöngu Rússa um að koma á friði í Sarajevo og í Bonn komu stjómarerindrekar frá Vestur- löndum og Rússlandi saman tíl fund- ar til að ræða leiðir tíl að tryggja frið- inn. Reuter FBI leitaði í ruslatunnum og hleraði símana Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hleraöi síma Aldrich Ames, fyrrum yfirmanns CLA, og eigin- konu hans í tveggja ára rannsókn á meintum njósnum þeirra fyrir Sovétríkin og Rússland. Ekki var þó látíð þar við sitja heldur var einnig leitað í heimÚissorpinu við rannsóknina. Nágranni Ames-hjónanna, William Rhoads, fyrrverandi starfsmaður bandaríska utanrík- isráðuneytísins, lýsti yfir undrun sinni á fregnum um handtöku hjónanna. Rhoads og eiginkona hans kynntust þeim haustið 1989. „Þetta var mjög indæl fjöl- skylda," sagði Rhoads. Ames sagði honum þó aldrei að hann starfaði fyrir CIA heldur væri hann starfsmaður utanrík- isráðuneytisins. „Ég spurði hann aldrei neins,“ sagÖÍRhoads. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.