Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1994, Side 14
14
MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 1994
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÖNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00
FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NUMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk.
Verð í lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk.
Minni samdráttur
Allt bendir til þess, að efiiahagur þjóðarinnar verði í
ár skárri en Þjóðhagsstofnun ætlaði um áramótin. Sitt-
hvað hefur gengið okkur í haginn. Þar má fyrst nefna
loðnuna. Veiðin er mikil, en það skiptir einkum máli,
hversu mikið fer í fiystingu. Tekjur okkar verða fyrir
vikið meiri en búizt var við. Forstjóri Þjóðhagsstofiiunar
hefur sagt í fréttaviðtölum, að þessi munur gefi þjóðarbú-
inu búbót upp á 'A-l prósentustig - allt að tveggja millj-
arða króna bata. Fleira kemur til, sem þarf að taka með
í reikninginn.
Stofnunin mat það svo í desember síðastliðnum, að í
ár yrði samdráttur í efnahagnum upp á tvö prósent.
Landsmenn hefðu þolað það illa, þar sem hér hefur ríkt
stöðnun eða samdráttur í efhahagslífi síðan 1988. Vegna
loðnufrystingarinnar mætti lauslega áætla, að ekki
stefndi í mikið yfir eins prósents samdrátt í ár. Enn er
ekki séð, hversu mikill loðnuaflinn verður í ár, en hann
gæti orðið um miUjón tonn eins og í fyrra og jafnvel eitt-
hvað meiri, yrði loðnukvótinn aukinn síðar á árinu.
Ekki er ráð að byggja áætlanir á því, en afli utan land-
helgi gæti í ár orðið meiri en spámar reikna með.
Þjóðhagsstofnun hefur til þessa gert ráð fyrir, að aflinn
utan landhelgi okkar yrði hinn sami og í fyrra. Þessi
afli gæti orðið mun meiri til dæmis vegna þess að veitt
yrði 1 Smugunni í miklu fleiri mánuði en var í fyrra.
Vissulega er óvarlegt að gera ráð fyrir slíkri aukningu,
þar sem þetta er spuming bæði um aflabrögð og ekki
sízt póhtík. En við gætum gert okkur vonir um, að sam-
drátturinn í efnahagnum yrði í heildina eitthvað minni
fyrir vikið.
Þjóðarbúið hefur í um tvö ár orðið að þola verðlækkan-
ir á sjávarafurðum okkar erlendis, þegar á heildina er
htið. Nú bendir flest til þess, að botni hafi verið náð í
þessum verðlækkunum. Efiiahagur fer batandi víða er-
lendis, og þar mætti búast við aukinni eftirspum eftir
sjávarafurðum. Við ættum að mega reikna með verð-
hækkunum á fiskinum okkar erlendis á þessu ári.
Þannig stefiúr margt í þá átt að eyða samdrættinum
í efhahagnum. Þó má gera ráð fyrir, að framleiðslan verði
eitthvað minni en í fyrra, þegar upp verður staðið, en
hugsanlega htlu minni.
Samt má gera ráð fyrir miklum efnahagsvanda í ár,
einkum atvinnuleysi. Á sumum öðrum sviðum hefur
staðan færzt í átt til jafnvægis. Þannig var staðan á við-
skiptajöfnuði okkar gagnvart útlöndum við núhpunkt á
síðasta ári, en lengi hafði verið gert ráð fyrir um þriggja
mihjarða króna haha á viðskiptajöfnuði. Aliir þekkja
svo, að verðbólgan hér á landi er nú með því minnsta
sem þekkist. Raunar hefur verið verðhjöðnun síðustu
vikur.
Th eru þeir meðal forystumanna þjóðarinnar, sem
virðast vera að „fara á taugum“. Yfirht yfir stöðu efna-
hagsmála nú sýnir, að ekki er ástæða til að örvænta.
Spáð er, að efhahagsbati komi eftir árið. Næstu ár geta
orðið þokkaleg í efnahagslegu tihiti. Erlendis gera menn
ráð fyrir um þriggja prósenta hagvexti hin næstu ár fram
til aldamóta. Hér á landi yrði hagvöxtur kannski eitthvað
minni - en þó góður plús.
Þetta er grundvaharatriði. Th dæmis er ekki ráð að
taka mikh erlend lán th að ýta við efnahagnum um
skamma hríð eða þá að auka þorskkvótann í ár. Örvænt-
ing á ekki við.
Haukur Helgason
„Hið sama er að segja um vörubílstjórann: Þeir sem bíða eftir túr og túr inni á Þrótti hafa getað fengið bætur
i löngum hléum eftir vissum reglum en nú er þaö lokað,“ segir m.a. í grein Svavars.
Lögin rétt en fram-
kvæmdin röng
í fyrra fluttum við þingmenn
Alþýðubandalagsins frumvarp á
Alþingi um rétt þeirra sem ekki
hafa atvinnu. Þar var gert ráð fyrir
því að réttur fólks til atvinnuleysis-
bóta væri almennur réttur en ekki
sértækur og bundinn við tiltekna
hópa eins og nú er. Þessum grund-
vallarsjónarmiðum okkar var
hafnað. En þaö var komiö til móts
viö okkur með því aö taka ýmsa
aðila inn í lögin eins og einyrkja í
atvinnurekstri. Það var gert með
1. grein laganna frá í fyrra sem var
á þessa leið: „Sjálfstætt starfandi
einstaklingar sem hættir eru eigin
atvinnurekstri og eru atvinnulaus-
ir og í atvinnuleit skulu eiga sama
rétt til bóta úr Atvinnuleysistrygg-
ingasjóði og launamenn...“
Lagaákvæðin þrengd!
Tilgangurinn var sá að rýmka
lögin nokkuð. En margt fer öðru-
vísi en ætlað er og þegar lögin kom-
ust til framkvæmda höfðu ákvæði
þeirra orðið þrengri en áður og
tveir fjölmennir hópar manna
höfðu verið settir út úr öllum rétti
- hópar sem höfðu notiö atvinnu-
leysisbóta eftir gamla kerfinu!
Þetta hafði verið gert með reglu-
gerð sem gefin var út 24. september
sl. en þar segir að ein forsenda at-
vinnuleysisbóta sé sú að til aö fá
atvinnuleysisbætur verði einyrkja-
atvinnurekendur að hafa hætt
starfsemi. Þeir þurfi að hafa lagt
niður virðisaukaskattsnúmer
o.s.frv. En þetta getur vissulega
virst eðlilegt þegar um er að ræöa
menn í stórum atvinnurekstri. En
þetta er ekki aðeins óeðlilegt held-
ur líka fáránlegt þegar um er að
ræða vörubifreiðastjóra og trillu-
sjómenn. Þessir aðilar höfðu at-
vinnuleysisbætur hér áður í löng-
um hléum. En nú eru lögin túlkuð
þannig að þessir menn geti því að-
KjaUarinn
Svavar Gestsson
þingmaður Reykvíkinga
eins fengið bætur aö þeir hafi selt
bílinn eða trilluna og þar með í
raun ákveðið aö koma aidrei aftur
nálægt þeirri atvinnugrein sem
þeir kunna best til.
Augljós endileysa
Nú sjá allir sem til þekkja hversu
fáránlegt þetta ákvæði er í reglu-
gerðinni; sá trillukall sem hefur
selt trilluna sína er ekki aðeins at-
vinnulaus um stundarsakir; hon-
um finnst að hann hafi selt frá sér
atvinnumöguleikann ævilangt. Hið
sama er aö segja um vörubilstjór-
ann. Þeir sem bíða eftir túr og túr
inni á Þrótti hafa getað fengið bæt-
ur í löngum hléum eftir vissum
reglum en nú er það lokað. Þeir
sem hafa verið í vörubílaakstri úti
á landi hafa fengið uppskipun þá
og þá og með löngum hléum. Sá
vörubílstjóri sem selur bílinn sinn
af þvi að hann er atvinnulaus til
að fá bætur kaupir sér ekki vöru-
bfi aftur eftir skamman tíma og
selur þann hinn sama svo á ný eft-
ir enn skemmri tíma. Og svo koll
af kolli. Þetta er augljós vitleysa.
Af þeim ástæðum sem hér hafa
verið raktar á auðvitað að breyta
reglugerðinni strax í dag. Félags-
málaráðherra, Jóhanna Sigurðar-
dóttir, lofaði því fyrir jóhn. Og hún
hefur skrifað bréf og bíður eftir
svari. Það er óþarfi. Það er laga-
grundvöllur til að breyta reglu-
gerðinni strax. Þegar ráðherrann
hefur beitt lögum ranglega á að
leiðrétta málið. Strax.
Hjörleifur Guttormsson bar fram
fyrir nokkru á Alþingi fyrirspum
um rétt trillusjómanna til atvinnu-
leysisbóta. Ég bar fram um sama
leyti fyrirspun) um rétt vörubíl-
stjóra til atvinnuleysisbóta. Félags-
málaráðherrra sagðist athuga mál-
ið. Það er fínt en betri er athöfn en
athugun - og samkvæmt lögum
eiga þessir hópar rétt á atvinnu-
leysisbótum. Það er hafiö yfir allan
vafa. Svavar Gestsson
„Nú eru lögin túlkuð þannig að þessir
menn geti því aðeins fengið bætur að
þeir haíi selt bílinn eða trilluna og þar
með í raun ákveðið að koma aldrei
nálægt þeirri atvinnugrein sem þeir
kunna best til.“
Skoðaiiir annarra
Hín farsæla hagsef nahagsstjórn
„Þrátt fyrir gífurlega erfið ytri skilyrði, hefur
ríkissljóminni tekist að halda genginu stöðugu, út-
rýma verðbólgu og lækka vexti í landinu. Það er
pólitískt afrek. Ríkisstjómin hefur einnig stuölaö að
friði á vinnumarkaði þrátt fyrir erfiða tíð launþega
sem hafa mátt standa andspænis meira atvinnuleysi
á íslandi en í marga áratugi. Hin farsæla efnahags-
stjóm landsins er einmitt með langtímasjónarmið í
huga; aö forðast frekari erlendar lántökur en stokka
upp stöðnuðum atvinnugreinum og auka fjölbreytni
í íslenskri framleiðslu."
Úr forystugrein Alþbl. 22. febr.
Stritast við að sitja
„Sú deila, sem uppi er hjá stjómvöldum nú um
form og forræði, tefur meðal annars fyrir stefnumót-
un í þessum málum, og hún kemur líka í veg fyrir
að ráðamenn noti krafta sína og áhrif tfi þess að
styðja við athyglivert starf, sem uppi hefur verið um
útflutningsstarfsemi og vistvænan búskap. Það er
ekki rismikil afstaða hjá fomstumönnum sljómar-
flokkanna að sitja á maraþonfundum og hafa það
eitt að segja eftir þá, að þeir ætli áfram aö stritast
við að sitja.“ Úr forystugrein Tímans 22. febr.
Betra sfjórnarmynztur
ekki í sjónmáli
„Þjóðarhagsmunir kreíjast þess, að núverandi
stjórnarflokkar haldi samstarfi sínu áfram. Þeir
mega ekki láta deilur um einstök mál trufla þá meg-
instefnu, sem sijómarflokkarnir hafa haldið. Þrátt
fyrir margvíslega erfiðleika er þessi ríkisstjóm á
réttri leið. Þess vegna eiga stjómarflokkamir að
halda sínu striki og láta ekki hrekjast af leið. Betra
stjómarmynztur er ekki í sjónmáli."
Úr forystugrein Mbl. 22. febr.