Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1994, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1994, Síða 13
MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 1994 13 Kaupmenn um formann kúabænda: Stríðsyfirlýsingaglaður „Þetta var dropinn sem fyllti mael- inn. Okkur hefur fundist formaður Landssambands kúabænda helst til stríðsyfirlýsingaglaður að fullyrða að verðlækkun bænda skih sér ekki til neytenda og svo kemur þessi grein. Við komum til með að óska eftir fundi með formanninum hið fyrsta," sagði Edward Friðjónsson í Fjarðarkaupum en fulltrúar Hag- kaups, Nóatúns, Fjarðarkaups, Kaupmannasamtakanna, Goða, Arg- entínu steikhúss og kjötverkandinn Jónas Þór komu saman til fundar í gær vegna greinar sem birtist í Tím- anum undir fyrirsögninni: Hirða Hagkaup og Nóatún tugi milljóna af verðlækkun bænda? Þar var fuUyrt að 25% verðlækkun á kjöti til bænda hefði ekki komið fram í verðkönnun- um Hagstofunnar í verslunum og þ.a.l. ekki skilað sér til neytenda. „Tölurnar sem þarna birtast sam- ræmast ekki þeim verðlistum sem við höfum. Það veit enginn hvernig þær eru reiknaðar út. Heildsöluverð á ungneyti í || og 'A skrokkum hefur hækkað frá árinu 1992 samhliða því að niðurgreiðslur til bænda hafa fall- ið niður. Þetta kemur hvergi fram né það að sláturleyfishafar greiða mismunandi hátt skilaverð til bænda,“ sagði Edward. Aðrir kaupmenn höfðu á orði í samtali við blaðamann að þaö væri barnalegt að halda því fram að ef verð til bænda lækkaði um 20% ætti kjöt í borðinu að lækka um 20%. Það kostaöi alltaf jafn mikið að flytja kjötið, vinna það og afgreiða svo fastakostnaðurinn héldist óbreyttur. -ingo Sértilboð og afsláttur: Tilboðin gilda frá rniðvikudegi til fóstudags. Þar fæst lasagna, 750 g, á 354 kr. pk. og 400 g á 223 kr. pk„ pitsa, 340 g, og6 smábrauð á 99 kr„ lambalæri á 598 kr. kg og lambahryggir á 598 kr. kg, einnig súpukjöt á 398 kr. kg, sæl- kerabökur á 168 kr. kg, blá og græn vínber á 195 kr. kg, Libero bleiur, 2x40 stk„ á 1.648 kr„ barnasvampar, 75 stk., á 242 kr. og Texi uppþvottalögur, 2x600 ml, á 198 kr. Gómsætir ávaxta- og grænmetisdagar hefiast í dag og standa i viku tneð verulegiá verð- lækkun. Einnig verður kynning á sharon ávextinum sem er bæði Jjúffengur og sætur og hentar vel í skólanestið. -rngo Fiskréttasamkeppni DV: Hvítlauksþorskur - skilafrestur rennur út á mánudag Sértilboð og afslaettir: Tilboðin gilda frá fímmtudegi tU miðvikudags. Verðið miðast við staðgreiðslu. Þar fæst Aro kornflakes, 1 kg, á 260 kr., Toffee Crisp, 48 stk., á 1.728 kr. og Coca Cola, 6x0,33 1, á 248 kr. Einnig Toro bernaisesósa á 36 kr. og Aro salemispappír, 36 rúllur, á 746 kr. Tilboðin gilda einungis í dag, ný koma á morgun. Þar fæst Goða steikartvenna (lainb og beikon- steik) á 599 kr. kg, Bóndabrie á 115 kr. og Dalaýijá á 119 kr. Einn- ig spergilkál á 199 kr. kg, græn og blá vínber á 199 kr. kg, B og K maískorn, 340 g, á 49 kr„ teljós, 30 stk„ á 159 kr. og 10 þýsk gæða- kerti, 6 litir, á 159 kr. -• •• fiskur Tilboöin gilda frá flmmtudegi til sunnudags. Þar fást svínakóte- lettur á 747 kr. kg, svínahnakki á 589 kr. kg, nautasnitsel á 798 kr. kg, Super sólbeija- og hindberja- sulta, 400 g, á 49 kr. og Góu súkk- ulaðirisínur, 500 g, á 298 kr. Einnig 2 1 íscola á 95 kr„ 1! 1 Minel uppþvottalögur á 79 kr„ 2 stk. WC steinar á 189 kr„ gulrót- arbrauð á 115 kr. og eplalengja á 209 kr. Garða- 'filboðin gilda lrá töstudegi til laugardags. Þar fæst trippakjöt: frá 580 kr. kg, karrílamb frá ís- landsköti á 799 kr. kg, vínarpyls- ur frá Höfn á 498 kr. kg. Minel uppþvottalögur, 1 1, á 85 kr. og Uncle Ben’s súrsæt sósa, 350 g, á 146 kr. Einnig Serla eldhúsrúllur, 4 stk., á 159 kr„ 3 teg. Veno krem- kexi, 500g, á 215 kr., Sluk hind- berja- og appelsínuþykkni, 2 1, á 135 kr„ kiwi á 119 kr. kg og agúrk- ur á 99 kr. kg. Bónus Tilboðin gilda frá Bimntudegi til laugardags. Þar fæstGoða bac- on, sneitt, á 579 kr, kg, S.Ö. nauta- gúllas á 769 kr. kg, SS frosið svínahakk, II kg, á 165 kr. kg, Ömmu flatkökur á 29 kr„ Nóa lakkrís hjúpur. 200 g, á 99 kr. og; Granani djús, grape, á 39 kr„ ef þú kaupir 6 flöskur færð þú ókeypis glas með. Bónus ininnir á afslátt af öllu áleggi, pylsum og bjúgum. -ingo Nú eru heldur betur farnar að ber- ast skemmtilegar uppskriftir í fisk- réttasamkeppni DV en skilafrestur- inn rennur út næsta mánudag, 28. febrúar. Uppskriftirnar sem hafa borist eru mjög fjölbreyttar, af lúðu, saltfiski, hrognum, skelfiski, háf, búra, karfa, skötu og öðrum óvenju- legum en gimilegum fisktegundum. Eins og fram hefur komið er beðið um uppskriftir sem innihalda annan fisk en ýsu og þær þurfa að vera góðar, einfaldar og fljótlegar. Skrifið greinilega og hafið mál og vog nákv- æmt. Sendið uppskriftimar til: Fisk- réttasamkeppni DV, Þverholti 11,105 Reykjavík. Munið að merkja þær með dulnefni en láta umslag með réttu nafni, heimilisfangi og síma- númeri fylgja með og merkið það dulnefninu. Dómnefndina skipa Úlfar Eysteins- son, matreiðslumeistari á Þremur Frökkum, Rúnar Marvinsson, veit- ingamaður Við Tiömina, Birgir Jónsson, framreiðslu- og mat- reiðslumaður á Gullna hananum og Ingibjörg Óðinsdótfir, blaðamaður Neytendasíðu DV. Úrslitin verða til- kynnt í matar- og kökublaði DV þann 23. mars n.k. Hvítlauksþorskur með pasta Hér kemur ein gimileg sem okkur hefur borist, hver veit nema hún vinni til verðlauna. 500 g þorskflök 200 g ferskir sveppir 2 hvítlauksgeirar 1 laukur 1 tsk. sítrónusafi 2'A dl þurrt hvítvín eða mysa 4 msk. tómatmauk með hvítlauk 3-A msk. sýrður rjómi eða ijómi 50 g smjör F öldi uppskrifta hefur borist og eru þær hver annarri girnilegri. Munið að skilafresturinn er á mánudaginn. 300 g pastaskrúfur salt og pipar eftir smekk (rifinn ostur) Skerið fiskinn í jafnstóra bita og kryddið með salti, pipar og sítrónu- safa. Steikið hann síðan í bræddu smjöri og takið hann af. Flysjið og saxið laukinn og hvítlaukinn og skerið sveppina í þunnar sneiðar. Steikið það í smjörinu en gætið að brúna laukinn ekki. Látið fiskinn aftur á pönnuna, kryddið eftir smekk og bætið hvítvíni eða mysu og tómat- mauki út í. Látið malla í u.þ.b. 10 mínútur. Sjóðið pasta samkvæmt leiðbein- ingum. Hrærið sýrðum rjóma eða rjóma varlega saman við fiskinn og sósuna rétt áður en hann er borinn fram. Látið pastað á heitt fat og fisk og sósu yfir. Gott er að strá rifnum osti yfir. Borið fram með fersku sal- ati, snittubrauði og smjöri. Til há- tíðabrigða má minnka magn þorsks- ins og setja rækjur líka, t.d. 350 g af þorskiogl50gafrækjum. -ingo Bestu kaupin ílambakjöti á abeins 398kr./kg ínœstu verslun *Leiðbeinandi smásöluverð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.