Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1994, Síða 10
10
MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 1994
Utlönd
S-Afríkumenn
skemmtasérvið
lýðræðisspil
Lýðræði er mál málanna í Suð-
ur-Afríku um þessar mundir,
ekki bara raunverulegt pólitiskt
lýðræði í kiöifar kosninganna í
apríl næstkomandi þar sem allir
kynþættir mega vera með heldur
nýtt spil.
Spilið heitir einfaldiega „Lýö-
ræði“ og er takmarkiö aö ná sem
flestum atkvæðum, hvort sem er
heiðarlega eða meö bellibrögð-
um. Þátttakendumir eiga lika
kost á aö beita óþverrahætti,
stýra spiUtum stjórnmálamönn-
um, vændiskonum og leigmnorö-
ingjum.
Mælagegnnáð-
unpólitískra
óvina sinna
Sérfræöingar
Borísar Jelts-
ins Rússlands-
forseta veittust
í gær að áform-
um þings
landsins um að
náða póiitiska
andstæðinga
forsetans sem sitja í fangelsi fyrir
uppreisnartilraun gegn honum í
fyrra.
Meðal þeirra sem þingið ræðir
um að náöa eru Alexander
Rutskoj, fyrrum varaforseti,
Rúslan Kasbúlatov þingforseti og
harðhnumennirnir Viktor Anp-
ílov og Iija Konstantínov.
Náöunartillagan er runnin
undan rifjum ílokks þjóðernis-
sinnans Zhírínovskís.
Ákærtfyrirfjár-
sukk og svínarí
hjá NASA
Saksóknarar vestur í Banda-
ríkjunum gáfu 1 gær út ákærur á
hendur verktaka geimvísinda-
stofnunarinnar, NASA, og niu
mönnum, þar á meðal tveimur
starfsmönnum NASA, fyrir fjár-
svik og mútuþægni í kiölfar tál-
beituaögeröar alrikislögreglunn-
ar, FBI, í Johnson geimferðastöö-
inni við Houston 1 Texas.
Yfln'öld halda rannsókn sinni
áfram og er búist við fleiri ákær-
um. Reuter
Tóbaksreykur
í f ósturhárum
- sannar að óbeinar reykingar valda fósturskaða
Vísindamenn hafa fundið tóbaks-
reyk í hárum fóstra í móðurkviði og
þykja þetta fyrstu öruggu sannanirn-
ar fyrir'því aö þótt mæðurnar reyki
ekki sjálfar skaðist fóstrin af óbein-
um reykingum.
Vísindamennirnir, sem eru frá
Toronto í Kanada, skýrðu frá þessum
niöurstööum í læknaritinu Journal
of the American Medical Associati-
on.
„Fram til þessa höfum viö sagt
mæðrum aö reykja ekki á meðgöngu-
tímanum. Nú, eftir að þessar niður-
stöður hggja fyrir, munum viö segja
konum að ef einhver reykir í kring-
um þær sé sá aðili að valda því að
bamiö andi að sér sígarettureyk,"
sagöi dr. Gideon Koren læknir sem
framkvæmdi rannsóknin ásamt vís-
indamönnunum.
Niðurstöðurnar, sem eru fyrstu líf-
efnafræðilegu sannanimar fyrir því
að fóstur skaðist af óbeinum reyking-
um, hafa vakið mikla athygh víöa
um heim.
Rannsóknin leiddi í ljós að saman-
söfnun á sígarettureyk í hámm
fóstra hefði langvarandi áhrif á fóstr-
in og gerði líkamskerfi þeirra varn-
arlaust gegn eiturefnum og gæti því
haft veruleg áhrif á heilsu barnsins,
sérstaklega síðustu mánuði fyrir
fæðingu og fyrstu mánuðina eftir
fæðingu.
„Við erum að tala um mikla áhættu
á heilsufar bamsins. Þessi áhætta er
ekki eitthvað sem mæður barnanna
hafa lagt á þau heldur er það ókunn-
ugt fólk sem er í kringum þær sem
er að leggja börn þeirra í hættu,“
sagði Koren ennfremur.
Obeinar reykingar hafa þó ekki
aðeins áhrif á börnin þegar þau eru
nýfædd því að þetta hefur m.a. áhrif
á framvindu þeirra til náms þar sem
óbeinar reykingar valda því að
taugakerfi barnanna þroskast seinna
en ella.
Reuter
Leikstjórinn og leikarinn Woody Allen sést hér ásamt Soon Yi, fósturdóttur Miu Farrow, á körfuboltaleik í New York
í gær. í fylgd með þeim var einnig leikkonan Diane Keaton sem var lengi ástkona Woody Allens.
Astralskir njósn-
arar vinna gegn
eigin landi
Stjórnvöld í Ástrahu hafa vísað
á bug kröfum um að rannsakaðar
verði staðhæfingar þess efnis að
ástralskir njósnarar hafi unnið
lyrir bresku leyniþjónustuna MI6
í aðgerðum þar sem hagsmunir
Ástralíu voru í hættu.
Ásakanirnar komu frá tveimur
ónafngreindum fyrrum leyni-
þjónustumönnum sem sögðu í
sjónvarpi á mánudag aö draga
þyrfti leyniþjónustuna til ábyrgð-
ar fyrir verk sín.
Ekki var skýrt frá tilvist
njósnastofnunarinnar sem hér
um ræðir fyrr en áriö 1977 en þá
hafði hún verið starfandi i um
tjörutíu ár.
Cliffseturupp
söngleik um He-
athcliff
Breski elli-
popparinn Clitf
Richard ætlar
að útvega tjar-
magn til að
færa upp söng-
leiksembyggð-
ur er á 19. aldar
skáidsögu Em-
ily Bronte, Fýkur yfir hæðir.
Cliff, sem er orðiim 53 ára, ætl-
ar sjálfur aö leika hlutverk Heat-
hcliffs hins ástríðuþrungna og
skapmikla, endahefur hann lengi
dreymt um það. Hann segir þó
aö þeir séu gjörólíkir að allri
skapgerö.
Stjarnan ætlar að láta rúman
hálfan milljarö íslenskra króna
af eigin fé fara til uppfærslunnar.
Tónlistin verður eftir John Farr-
ar, fyrrum félaga i Shadows, og
textarnir eftir Tim Rice. Frum-
sýning verður í Birmingham í
nóvember.
Tafiráviðræð-
um umflutninga
Abel Matutes, sem fer með sam-
göngumál innan Evrópubanda-
lagsins, sagði í gær að þjóðarat-
kvæðagreiösla Svisslendinga um
að banna umferö erlendra flutn-
ingabila um landið gæti tafið fyr-
ír tvíhliða samningum um flutn-
inga. Banniö tekur gildi árið 2004.
Reuter
MAÐURINN
Kostar kr. 895,- ,Á næsta sölustað
Og ennþá ódýrari í áskrift. Sími (91)632700
Kvikmyndin tilnefnd til óskarsverðlauna
ÚRVALSBÓKIN
Flótta-