Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1994, Síða 24
40
MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 1994
Allsherjaratkvæðagreiðsla
Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæða-
greiðslu um kjör stjórnar og trúnaðarmannaráðs í
Starfsmannafélaginu Sókn.
Tillögur skulu vera samkvæmt A-lið 21. greinar í
lögum félagsins.
Framboðslistum eða tillögum skal skila á skrifstofu
félagsins, Skipholti 50A, eigi síðar en kl. 12 á há-
degi miðvikudaginn 2. mars 1994.
Kjörstjórn Sóknar
Fréttir
Kvennalistiiin vekur athygli Svía
Dagheimili í
stað skrauthalla
r “§<---------------------------1
Takið með-tilboð |
4 hamborgarar, franskar og 21 pepsi
i
kr 995,-
Vinsamlega takið fram við pöntun ef nota á
miðann sem greiðslu.
I Gildir einungis l I
gegn framvísun ■
L miðans. J |
Sími 40344 Hamnboro 14 Gildir til 20. mars 1994.
'f#í DV
63 27 00
FÉLAG FASTRIfíNASAl A
AÐALFUNDARBOÐ
Aðalfundur Félags fasteignasala og Ábyrgðarsjóðs Fé-
lags fasteignasala verður haldinn í veitingasalnum „Há-
teigi“ á 4. haeð á Hótel Holiday Inn við Sigtún fimmtudag-
inn 24. febrúar 1994 kl. 17.00 síðdegis.
Á dagskrá aðalfundar verða eftirtalin mál:
1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu starfsári.
2. Endurskoóaðir reikningar lagðir fram.
3. Lagabreytingar.
4. Kosning stjórnar.
5. Kjör endurskoðenda.
6. Ákvörðun félagsgjalda.
7. önnur mál.
Stjórnin
er haft eftir Ingibjörgu Sólrúnu í Dagens Nyheter
Keflvískir stangaveiðimenn ætla að vippa mörgum löxum á land næsta
sumar, hvort sem þaö er i Fljótá, Flókadalsá eða Krossá. DV-mynd G.Bender
Stangaveiöin:
Dýrasti
dagurinn í
Fljótá
kostar 18
þúsund
„Við bjóöum upp á fjölda veiðistaða
fyrir okkar menn, bæði í laxi og sil-
ungi,“ sagði Eðvald Bóasson, formað-
ur Stangaveiðifélags Keflavíkur.
í Hallandanum í Hvítá í Ámessýslu
kostar dagurinn frá 6000 til 15.000. í
ISLANDS HETAVILJOR
(Ndrrhsi haí t.<l( Ulli; «»>•>,>»: Uolcif j\< ■■■.>: >:>».«:!<-■ N« »>.>■:><> .(>,>«:> s
f')»>' >A|ÍSb» t:n£ xll -lkl HhvKK'l <
ár<•{<it þin t'iM (<t <!<■ -vn>>l>x >«>-i>(r»)»i;»M»:<- !•■( uni v'<<•»>:<• :x; ';>V: < :•...>
6
„Karlar á Norðurlöndum hafa
fengið ný trúarbrögð. Þeir eru í her-
ferð gegn velferðarsamfélaginu. Nú
þurfum við að sýna að það eru til
mikilvægari verkefni en að byggja
skrauthallir." Þetta hefur sænska
dagblaðið Dagens Nyheter eftir al-
þingiskonum Kvennalistans.
Konur í Svíþjóð hafa hótað sér-
framboði í næstu kosningum. Störf
íslenska Kvennalistans vekja því sér-
staka athygli Svía núna og ekki síst
möguleikar Ingibjargar Sólrúnar
Gisladóttur á að verða borgarstjóri í
maí.
í stað þess að byggja skrauthallir
verður peningunum varið í byggingu
dagheimila og skóladagheimila, hef-
ur Dagens Nyheter eftir Ingibjörgu
Sólrúnu. „Karlamir em loksins
famir að skilja að laun kvenna og
dagheimilispláss flokkast einnig
undir stjómmál," segir Ingibjörg
Sólrún í viðtalinu.
Greint er frá því að Kvennalistinn
haíi tvisvar aíþakkað ráðherrastól
og hafi fyrir það verið gagnrýndur
harðlega bæði af kjósendum og
fjölmiðlum. „Við höfum einfaldlega
ekki verið tilbúnar. En í næsta skipti
verðum við með,“ segir Kristín Ást-
geirsdóttir við blaðamann Dagens
Nyheter.
í viðtalinu heyrist gagnrýnisrödd
Lára V. Júlíusdóttur, framkvæmda-
stjóra Alþýðusambands íslands.
Alþingiskonur Kvennalistans prýða eina forsíðu sunnudagsblaös Dagens
Nyheter.
„Þetta er hópur menntakvenna, ein-
angraður hópur sem er andvígur
næstum öllu og fær sjaldan mál sín
í gegn. Það eru engar verkakonur í
forystunni.“ Það er einnig haft eftir
Lára að vegna Kvennalistans sé erf-
iðara fyrir konur í öðrum flokkum
að reka mál sín. Karlarnir segi þeim
að fara í Kvennalistann úr því að þær
séu óánægðar.
Einar Karl Haraldsson, fram-
kvæmdastjóri Alþýðubandalagsins,
andmælir Lám í viðtalinu. „Tilvera
Kvennahstans hefur þýtt að allir aðr-
ir flokkar verða að ídusta á sínar
konur." -IBS
>(>suu;
Fjöldi bílasala, bílaumboða og einstaklinga
auglýsir fjölbreytt úrval bíla af öllum gerðum og
í öllum verðflokkum með góðum árangri.
Athugið að auglýsingar í DV-BÍLA á
laugardögum þurfa að berast I síðasta lagi fyrir
kl. 17 á fimmtudögum.
Smáauglýsingadeildin er hins vegar opin alla
daga frá kl. 9 til 22 nema laugardaga frá
kl. 9 til 16 og sunnudaga
frá kl. 18 til 22.
Smáauglýsing í HELGARBLAÐ verðurað berast
fyrir kl. 17 á föstudögum.
AUGLÝSINGADEILD
OV 63 27 00
Fljótá í Fljótum er dagurinn frá
10.000 til 18.000. Á Laugarbökkum í
Ölfusá kostar dagurinn frá 950 til
2800. í Laxá í Leirársveit kostar dag-
urinn frá 13 þúsund til 35.500. í Flóka-
dalsá í Borgarfirði er ódýrasti dagur-
inn frá 8700 til 21.500. í Geirlandsá
kostar frá 2600 til 7000. í Vatnamótun-
um er verðið á deginum 3700. í
Krossá á Skarðsströnd er dagurinn
frá 3000 til 10.800. Og í Stóru-Laxá er
dagurinn frá 8800 til 12.100.
Aukin gæsla
við Brynjudalsá
Það virðist færast í aukana að
bændur selji sjálfir veiðileyfi í veiði-
árnar. Má nefna veiðiár eins og Leir-
vogsá, Laxá í Leirársveit, Grímsá,
Laxá í Dölum og Miðfjarðará. Bænd-
ur við Brynjudalsá í Hvalfirði eru
famir að selja sjálfir og kostar dagur-
inn frá 5000 til 12.500. Þetta er 15%
lækkun á dýrasta tímanum frá því í
fyrra. Ákveðið hefur verið að auka
stórlega gæsluna við Brynjudalsána
á sumri komanda. En í fyrra var
sprengt við ána og net fundust við
hana. Þetta á að koma í veg fyrir
með stóraukinni gæslu við ána.
-G.Bender