Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1994, Side 32
►Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta-
skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast
3.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast
7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við
tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRUAR 1994.
Sót- og reyk-
Eldur kom upp í ruslageymslu fiöl-
býlishúss að Laugavegi 146 í morgun.
Þegar slökkvilið kom á staðinn lagði
reyk um stigagang hússins þar sem
ruslalúga hafði verið skilin eftir opin
á stigagangi.
. Slökkviliðið reykræsti stigagang-
^5nn og voru íbúar beðnir að vera inni
hjá sér á meðan til að afstýra frekari
skemmdum sökum sóts og reyks.
Ekki er vitað um eldsupptök en
leiða menn getum að því að kveikt
hafi verið í ruslatunnunum þar sem
opnir gluggar voru inn í rusla-
geymsluna. -pp/DV-mynd Sveinn
Þj óðhagsstofnun:
Endurbæturá
þjóðhagsáætlun
„Gangi loðnufrystingin fyrir sig
eins og best verður á kosið þá gæti
hún verið búhnykkur upp á allt að 2
milljarða í auknar útflutningstekjur.
Það eitt út af fyrir sig gæti haft í for
með sér að landsframleiðslan aukist
um 0,5 til 1 prósent," segir Þórður
Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofn-
unar.
Þjóðhagsstofnun vinnur nú að end-
urskoðun á þjóðhagsáætlun fyrir yf-
irstandandi ár. í þjóðhagsáætlun,
sem kynnt var um miðjan desember,
var gert ráð fyrir að landsframleiðsl-
an drægist saman um 2 prósent á
árinu. Nú er hins vegar útht fyrir
_j«að samdrátturinn verði mun minni
vegna loðnuveiðanna og veiða utan
íslenskrar lögsögu. Enn er þó eftir
að meta ýmsa þætti sem vinna á
móti hagvexti, til dæmis á sviði þjón-
ustu og verslunar. -kaa
Búvörulagafrumvarpið:
Ekkert samkomulag
LOKI
Eigum við nokkurn annan
mótleik en að hætta að éta
franskarkartöflur?
■jr m m x
imiAri d i y■ ■■ cm
misbjóða barni
a leikskola
Móðir fjögurra ára telpu úr
Reykjavík hefur kært starfsmann
leikskóla í borginni fyrir að hafa
misboöið barni sínu kynferðislega.
Kæran var lögð fram hjá Rann-
sóknarlögreglu ríkisins á mánudag
og samkvæmt upplýsinum RLR í
morgun er málið þar til meðferöar.
Grunsemdir móðminnar vökn-
uðu fyrr 1 mánuðinum þegar barn-
ið greindi henni frá athæfl ákveð-
ins starfsmanns á leikskólanum
sem benti til að hann hefði misboð-
ið stúlkunni kynferðislega. Frá-
sögnin og fleira urðu til þess að
leitað var til fagmanns á þessu sviði
og í kjölfar þess var ákveðið að
kæra málið.
Framkvæmdastjóri Dagvistar
barna 1 Reykjavík sagöi í samtali
við DV að stofnunin teldi það eöli-
legt að þegar slík kæra komi fram
sé viðkomandi starfsmaður ekki í
vinnu á meðan verið sé að rann-
saka málið. Barnið sem hér um
ræðir hefur ekki verið á leikskóla
sínum í rúmar tvær vikur. Ekki
liggur fyrir vitneskja um að fleirí
börn á viðkomandi leikskóla hafi
sýnt einkenni svipuð og umrædd
telpa á síðustu vikum.
-Ótt
Ekki tókst að ljúka gerö frum-
varpsdraga um breytingar á búvöru-
lagafrumvarpinu þannig að hægt
væri að taka málið fyrir á fundi land-
búnaðarnefndar í gær. Unnið var
áfram aö málinu í allan gærdag og
vonast var til að frumvarpsdrögin
lægju fyrir á fundi nefndarinnar sem
Vrs^hófst klukkan 10 í morgun. Ekkert
samkomulag liggur enn fyrir milh
stjómarflokkanna. -S.dór
Veöriöámorgun:
Gola eða
kaldi
Á morgun verður austlæg átt,
víðast gola eða kaldi en stinnings-
kaldi við suðurströndina. Rign-
ing eða slydda verður suðaustan-
lands og él við austurströndina
en þurrt og sums staðar bjart
veður annars staðar. Hiti verður
rnn og yfir frostmarki sunnan-
lands en vægt frost norðanlands.
Veðrið í dag er á bls. 44
Utanríkisráðuneyti íslands hefur
óskað eftir fundi í framkvæmda-
stjóm EB vegna framkvæmda
Frakka við afgreiðslu á innfluttum
fiski frá íslandi.
„Við höfum verið aö taka fiskinn
inn með alls konar leiðum eins og
að láta heilbrigðisskoða hann utan
Frakklands og síðan bara tollaf-
greiða hann í Frakklandi. Við höfum
meira að segja að verið að senda
vöruflutningabíla til Spánar til af-
greiðslu. Það var nú ekki fyrr en í
gær sem við sendum formlega fimm
gáma í heilbrigðisskoðun hér í
Frakklandi,“ segir Birgir Jóhanns-
son, framkvæmdastjóri Nord Morue,
dótturfyrirtækis SÍF í Bordeaux.
Birgir segir að samkvæmt nýjum
vinnureglum, sem gefnar voru út 18.
febrúar, virðist sem saltfiskur komi
einna skást út varöandi sýnatöku.
„Það em tekin sýni úr öllum gámuin
og einungis leitað að aukaefnum.
Niðurstöður sýnatöku liggja fyrir
eftir í fyrsta lagi 2 til 3 daga. Þegar
um frystan fisk er að ræða er um
fleiri sýnatökur og rannsóknir að
ræða og þá þarf að bíða lengur eöa
að minnsta kosti 6 til 8 daga.“
-IBS
Leiðinlegtástand
á loðnunni
„Það var frekar leiðinlegt ástand á
loðnunni í nótt og lítið að finna. Við
fundum flekk en það var erfitt að
eiga við hann þar sem áta var í
henni. Svo var þetta byrjað að
glæðast í morgun en í augnablikinu
er lítið að sjá,“ sagði Marteinn Ein-
arsson, skipstjóri á Höfrungi AK, í
morgun. Hann var þá staddur um 20
mílur vestur af Garðskaga.
Höfrungur kom til hafnar á Akra-
nesi í morgun og landaði um 400
tonnum af loðnu til frystingar. Talið
er að frystingu loðnu verði hætt mjög
fljótlega vegna hrognafyllingar en
um helgina er búist viö að hægt verði
aðbyrjahrognavinnslu. -kaa
Slasaðist í bílslysi
Islendingur liggur alvarlega slas-
aður á sjúkrahúsi í Amsterdam.
Hann var að fara út úr bíl þegar ekið
varáhanníseinustuviku. -pp
Drengurinn látinn
Þrjátfu manna landslið íslenskra matreiðslumanna bauð til veislu i Perlunni I gær par sem kynntar voru vannýtt-
ar landbúnaðarafurðir. Síðasti rétturinn var upplýst eftirlíking af Perlunni sjálfri, gerð úr klaka sem undir var frauð
úr skyri og bláberjum. Gestir klöppuðu matreiðslumönnum lof i lófa þegar litla Perlan var borin fram. Það er
Eirikur Ingí Friðgeirsson sem leggur siðustu hönd á listaverkið. DV-mynd ÞÖK
Drengurinn, sem fannst á botni
sundlaugarinnar á Hótel Loftleiðum
í fyrrakvöld, lést á gjörgæsludeild
Borgarspítalans í gærkvöld. Að sögn
lækna komst hann aldrei til meðvit-
undar. -pp
f
4
i
4
4
\4
4
4
4
4
4
4
4
5
5
4
KULULEGUR
M\þuIs€»wí
SuAurlandsbraut 10. S. 688499.