Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1994, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1994, Side 26
42 MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 1994 Afmæli Guðbjört Ölafsdóttir Guðbjört Ólafsdóttir, Njálsgötu 72, er áttatíu og fimm ára í dag. Starfsferill Ólafía Guðbjört fæddist í Reykja- vík og ólst þar upp. Hún stundaði tungumálanám hjá Henriki Ottós- syni og þýskunám hjá Magnúsi FÍnnbogasyni menntaskólakenn- ara. Þá stundaði hún orgelnám hjá Elíasi Bjamasyni kennara og píanó- nám hjá Markúsi Kristjánssyni og Páhísólfssyni. Guðbjört æfði fimleika með ÍR og var í sýningarflokkum Bjöms Jak- obssonar sem fóru í sýningarferðir til Gautaborgar 1927 og London og Calais í Frakklandi 1928. Guðbjört sýndi dýfingar á Álafossi, æfði frjálsar íþróttir og vann fyrstu verð- laun í spretthlaupum. Fjölskylda Guðbjört giftist, 20.5.1939, Amljóti Jónssyni, f. 21.12.1903, d. 13.2.1970, lögfræðingi og aðlagjaldkera Sjúkrasamlags Reykjavíkur. For- eldrar Amljóts voru Jón Jónsson, héraðslæknir á Blönduósi, og kona hans, Sigríður, húsmóðir Amljóts- dóttir, prests og alþingismanns, Ól- afssonar. Böm Guðbjartar og Amljóts eru Börkur Þórir, f. 3.1.1943, flugvirki hjá Flugleiðum, kvæntur Valborgu Óhnu Jónsdóttur; Kolfreyja, f. 27.4. 1944, sjúkrahði á Selfossi; Halla, f. 5.6.1947, hjúkrunarfræðingur í Reykjavík; Grímkell, f. 3.4.1949, loft- skeytamaður í Reykjavík, kvæntur Esther Ólafsdóttur hárgreiðslu- meistara. Dótturdóttir Guðbjartar er Guðbjört Kvien, f. 11.6.1964, söng- kona en sambýhsmaður hennar er Leiknir Jónsson. Systkini Guðbjartar: Magnea Júl- ía Þórdís, f. 22.7.1898, d. 28.5.1988, húsmóðir í Reykjavík; Haraldur Valdimar, f. 3.6.1901, d. 18.9.1984, forstjóri Fálkans; Jóna Oddrún, f. 14.4.1905, d. 3.12.1983, verslunar- maður í Reykjavík; Sigríður Ehn, f. 1.2.1911, verslunarmaður í Reykja- vík; Kristín Sigríður, f. 16.4.1912, húsmóðir á Laugarvatni; Sigurður Finnbogi, f. 15.8.1913, d. 21.5.1976, forstjóri Fálkans; Ólafur Markús, f. 16.6.1916, d. 7.7.1989, menntaskóla- kennari í Reykjavík; Bragi, f. 3.2. 1918, d. 19.11.1975, vélaverkfræðing- ur ogforstjóri Fálkans. Foreldrar Guðbjartar vom Ólafur Magnússon, trésmiður og kaupmað- ur í Reykjavík, stofnandi Fálkans, og kona hans, Þrúður Guörún Jóns- dóttir húsmóðir. Ætt Ólafur var sonur Magnúsar, b. á Gih í Örlygshöfn, Sigurðssonar, skipasmiðs á Látrum, Finnbogason- ar. Móðir Ólafs var Þórdís Jónsdótt- ir, smiðs í Miðhhð, Bjamasonar og konu hans Kristínar, systur Gísla, langafa Áma Friðrikssonar fiski- fræðings. Kristín var dóttir Jóns, smiðs í Haga á Barðaströnd, Helga- sonar, og konu hans, Ingibjargar Guðmundsdóttur. Móðir Ingibjarg- ar var Vilborg, systir Bergljótar, ættmóður Thoroddsensættarinnar, ömmu Jóns Thoroddsens skálds. Bróðir Vilborgar var Ólafur, langafi Ingibjargar, langömmu Jónasar Guðlaugssonar skálds. Vilborg var dóttir Einars, verslunarmanns á Vatneyri, Bjamasonar, b. í Kollsvík, Jónssonar, eins hinna kunnu Sel- látrabræðra, bróður Tómasar, afa Jóns Þorlákssonar, prests og skálds áBægisá. Þrúður var dóttir Jóns Borgfjörð, snikkara í Ingólfsbrekku í Reykja- vík, Gíslasonar, b. á Högnastöðum í Þverárhhð, Jónssonar, b. á Högna- stöðum, Gíslasonar, b. í Miðdal í Mosfehssveit, Magnússonar. Móðir Gísla á Högnastöðum var Þóra Hah- steinsdóttir, b. á Höll í Þverárhlíð, Þórðarsonar. Móðir Jóns Borgfjörð Guðbjört Ólafsdóttir. var Hahdóra Kristjánsdóttir, vinnu- manns í Reykholti, Egjlssonar, b. á Skörðum í Miðdölum, Sæmunds- sonar. Móðir HaUdóru var Þórdís Jónsdóttir, b. á Hóh í Hörðudal, Bjömssonar. Móðir Þrúðar var Oddrún Samúelsdóttir, b. á Hhði á Áhtanesi, Jónssonar, og konu hans, Ástríðar ÖMsdóttur. Guðbjört tekur á móti gestum að heimili sonar síns, Grímkels, og tengdadóttur að Austurströnd 12, Seltjamamesi, kl. 17.00-20.00. Karl Vignir Þorsteinsson. KarlV. Þorsteinsson Karl Vignir Þorsteinsson, starfs- maður við heimihsþjónustu Reykja- víkurborgar, Eskihhð 16, Reykjavík, erfimmtugurídag. Starfsferill Karl er fæddur í Vestmannaeyjum og ólst þar upp. Eftir bamaskóla- nám fór hann í HUðardalsskóla í Ölfusi, Gagnfræðaskóla SDA. Eftir námið fór Karl aftur tíl Vest- mannaeyja og starfaði við sjávarút- veginn, fiskvinnslu og netagerð. Þá var hann við innheimtustörf en eftir gosið í Heimaey fluttist hann til Reykjavíkur. Karl hefur unnið ýmis þjónustustörf í höfuðborgjnni og var m.a. við dyravörslu á Hótel Sögu. Hann var einnig starfsmaður á Sólheimum í Grímsnesi, Hehsu- hælinu í Hveragerði og á Elhheimil- inu í Kumbaravogj. Síðustu árin hefur Karl starfaði við Heimaþjón- ustú Félagsmálastofnunar Reykja- víkur og m.a. unnið á Blindraheim- hinu við Hamrahhð. Karl hefur tekið virkan þátt í fé- lagsmálum. Hann er í stjóm Vinafé- lags Aðalstöðvarinnar með aðsetur í Félagsmiðstöð Bústaðakirkju og er í Félagsmálastjóm SDA fyrir eldri borgara Aðventkirkjunnar. Karl er virkur tenórsöngvari Að- ventkirkjukórsins og er einn af stofnendum söngsveitarinnar Berg- máls og er jafnframt stjórnarmaöur þar. Fjölskylda Foreldrar Karls vom Þorsteinn Ragnar Guðjónsson, f. 1.5.1909, d. 1978, bifreiðastjóri í Vestmannaeyj- um, og Hjörtrós Bára Karlsdóttir, 29.4.1919, d. 1979, húsmóðir. Ætt Þorsteinn Ragnar var sonur Guð- jóns Eggertssonar og Jónínu Sigríð- arStefánsdóttur. Björtrós Bára var dóttir Karls Árnasonar og Vigdísar Hjartardótt- ur. Karl tekur á móti gestum laugar- daginn 26. febrúar í safnaðarheimih Árbæjarkirkju í Rofabæ frá kl. 19. Páll G. Ásmundsson Páll Gestur Ásmundsson yfirlækn- ir, Hvassaleiti 131, Reykjavík, er sextugurídag. Starfsferill Páh er fæddur í Reykjavík og ólst þar upp. Hann gekk í Miðbæjar- barnaskólann og Gagnfræðaskóla Vesturbæjar og tók landspróf 1950. Páll láuk stúdentsprófi frá MR1954 og innritaðist í læknadehd HÍ ári síðar en í milhtíðinni hafði hann hafði nám í efnaverkfræði í Miinchen. Páh tók lokapróf frá læknadehd HÍ1962. Hann stundaði sémám í almennum lyflækningum í Kaupmannahöfn 1964-66, nýma- lækningum á Georgetown Univers- ity Hospital í Washington D.C. 1967-68 og varð sérfræðingur í ly- flækningum með nýmalækningar sem undirsérgrein 1969. Páll hefur starfað á lyflækninga- dehd Landspítala frá nóvember 1968 og verið yfirlæknir á blóðskhunar- dehd frá 1. september 1985. Páh sat í stjóm Félags íslenskra lyflækna 1970-74 og var formaður þess 1973-74 og er nú formaður Fé- lags íslenskra nýmalækna. Hann hefrn- verið fihltrúi hehbrigðisráðu- neytis í Nordisk transplantations- komite frá 1972, fuhtrúi íslands í Foreningen Scandiatransplant frá 1993 og formaður ráðherraskipaðr- ar nefndar um ígræðslumál frá 1993. Páh hefur verið stundakennari og prófdómari í nýmasjúkdómum frá 1969. ,Páh var ritstjóri Læknablaðsins 1972-77 og hefur skrifað allmargar greinar í erlend og innlend tímarit og blöð. Árið 1985 kom út eftir hann ljóðbókin Ljóðskhun. Fjölskylda Páh kvæntist 28.12.1957 Sigrúnu Erlu Sigurðardóttur, f. 17.2.1935, kennara. Foreldrar hennar: Sigurð- ur Sigurðsson, f. 2.5.1903, d. 5.4.1986, landlæknir, og Bryndís Ásgeirsdótt- ir, f. 4.2.1905, d. 3.7.1980, píanókenn- ari og húsmóðir. Þau bjuggu lengst afíReykjavík. Börn Páls og Sigrúnar: Áslaug Heiða, f. 17.6.1961, læknir í fram- haldsnámi í bamalækningum í Sví- þjóð, maki Gunnar B. Gunnarsson, læknir, þau eiga tvö böm, Gunnar Pál og Sigrúnu Ingu; Bryndís, f. 15.7. 1963, fiðluleikari í Reykjavík, maki Jóhann G. Jóhannsson, tónhstar- stjóri Þjóðleikhússins, þau eiga tvö böm, Jóhann Pál, og óskírða stúlku; Sigurður Heimir, f. 22.4.1969, B.A. í málvísindum í framhaldsnámi í samanburðarmálfræði í Vín, sam- býhskona hans er Haha Sverrisdótt- ir, B. A. í bókmenntafræði í fram- haldsnámi í leikhúsfraeði. Systir Páls: Guðrún Ásmundsdótt- ir, f. 19.11.1935, leikkona í Reykja- vík, fyrri maður hennar var Bjöm Bjömsson flugvirki. Þau skhdu. Þau eiga tvö böm. Seinni maður hennar var Kjartan Ragnarsson. leikari. Þau skhdu. Þau eiga eitt bam. Kjör- systir Páls: Guðrún Ásmundsdóttir, Páll Gestur Ásmundsson. f. 21.5.1927, d. 2.9.1980, húsmóðir í Reykjavík. Maður hennar ur var Haukur Guðjónsson guhsmiður. Þau eignuðust tvö böm. Guðrún og Páh vora systkinaböm. Hálfsystk- ini Páls: Selma, f. 24.2.1915, húsmóð- ir í Reykjavík, maki Amór Halldórs- son, gervhimasihiður, þau eiga þrjú böm; Hahdór Magnús, f. 21.8.1916, d. 26.1.1984, bifvélavirki í Reykja- vík, hans kona var Guöríður Sigurð- ardóttir húsmóðir, þau eignuðust eitt bam; Alma, f. 6.9.1921, húsmóð- ir í Reykjavík, maki Guðgeir Þor- valdsson; Andrés, f. 11.8.1924, verkamaður í Reykjavík, hann á eitt bam. Foreldrar Páls: Ásmundur Gests- son, f. 17.6.1873, d. 11.2.1954, kenn- ari, og Sigurlaug Pálsdóttir, f. 9.4. 1896, d. 2.9.1939, húsmóðir, þau bjugguíReykjavík. Páll og Sigrún taka á móti gestum á afmæhsdaginn í AKOGES-salnum í Sigtúni 3 frá kl. 18-20. Guðrún Engilbertsdóttír Guðrún Enghbertsdóttir hár- greiðslumeistari, Heiðarbraut 38B, Akranesi, er fimmtug í dag. Starfsferill Guðrún fæddist að Sandfelh, Kirkjubraut 21, Akranesi, og ólst upp á Akranesi og við sumarstörf í sveit. Hún lauk hárgreiðslunámi frá Iðnskólanum á Akranesi 1966 en meistari hennar var Anna Dýríjörð, nú búsett í Kópavogi. Guðrún vann í fyrstu á hár- greiðslustofu Önnu á Akranesi en stofnaði síðan eigin hárgreiðslu- stofu á Akranesi og rak hana þar th hún flutti að Laugarvatni. Þar bjó hún um átján ára skeið en flutti síð- an aftur th Akraness 1985. Hefur hún stundað sína iðngrein frá 1966 en einnig lagt gjörva hönd á ýmis önnurstörf. Fjölskylda Guðrún giftist 31.12.1966 Bimi Inga Finsen, f. 10.7.1942, lögghtum dómtúlki og skjalaþýðanda. Hann er sonur Nielsar R. Finsen, sem lést 1985, gjaldkera hjá Haraldi Böðvars- syni og Co á Akranesi, og Guðrúnar Iálju Þórhahsdóttur sem lést 1946, húsmóður. Böm Guðrúnar og Bjöms era Ní- els Bjarki, f. 19.4.1967, landfræðing- ur í Kópavogi, en sambýhskona hans er Guðlaug Brynja Ólafsdóttir lögfræðingur og er dóttir þeirra Svava Berglind, f. 15.4.1991; Ólafur Þór, f. 5.11.1971, háskólanemi; Ey- rún, f. 17.3.1973, háskólanemi. Systkini Guðrúnar era Allan Heiðar Sveinbjömsson Friðriksson (hálfbróðir, sammæðra), f. 24.4.1937, búsettur í Kópavogi; Hálldóra Eng- hsbertsdóttir, f. 18.7.1940, búsett á Akranesi; Sesselja Sveinbjörg Eng- hbertsdóttir, f. 29.7.1942, búsett á Akranesi; Hugrún Enghbertsdóttir, f. 8.7.1946, búsett á Akureyri; Guð- jón Enghbertsson, f. 12.2.1955, bú- settur á Sehjamamesi; Óh Páll Eng- hbertsson, f. 8.10.1961 (hálfbróðir, samfeðra), búsettur á Ákranesi; Birgir Enghbertsson, f. 30.1.1965 (hálfbróðir, samfeðra), búsettur í Reykjavík. Uppeldisbróðir Guðrún- Guðrúrt Engilbertsdóttir. ar og stjúpsomn- fóður hennar er Jón Benediktsson, búsettur í Kefla- vík. Foreldrar Guðrúnar era Enghbert Guðjónsson, f. 17.2.1918, múrara- meistari, og fyrri kona hans, Eva Laufey Eyþórsdóttir, f. 27.2.1918, d. 9.9.1957,húsmóðir. Guðrún tekur á móti gestum að heimih sínu, Heiðarbraut 38B, Akranesi, laugardaginn 26.2. frá kl 17.00. Til hamingju með afmælið 23. febrúar 90 ára Lorenz Halldórsson, Víðilundi 3, Akureyri. Grimólfur Andrésson, Laugamesvegi 112, Reykjavík. amm mm m 75 ara María ísaksdóttir, Víðilundi 24, Akureyri. Sigríður Kristjánsdóttir, Hamraborg36, Kópavogi. Sveinn Lýðsson, Snorrabraut 30, Reykjavík. 70 ára Ragnhildur Hahgrimsdóttir, Hátúni lOb, Reykjavík. Bára Þórðardóttir, Ehiðavöhum 5, Keflavik. 60 ára Bragi Kristjánsson, Arahólum 4, Reykjavík. Karl Sævar Benediktsson, Sólheimum 52, Reykjavík. 50ára____________________ Ásta Jóhanna Barker, Klapparholti 3, Hafharfirði. Áslaug Sigurðardóttir, Víðimel 31, Reykjavik. Gunnbjörn Guðmundsson, Funafold 20, Reykjavík. Ágúst Þórðarson, Sætúni 6, Súgandafirði. 40 ára Eiður Valgarðsson, Skólagerði 35, Kópavogi. Hlöðver Örn Rafnsson, Hrauntjöm 2, Selfossi. Kristbjörg Kristjánsdóttir, Grasarima 26, Reykjavík. Ásdis Sigurþórsdóttir, Hhðarhjalla 48, Kópavogi. Hahdór Bárðarson, Hagalandi 1, Mosfehsbæ. Ester Adolfsdóttir, Hhðarbyggð 17, Garðabæ. Skarphéðinn Einarsson, Helgamagrastræti 28, AkureyrL Jón Sigurgeir Sigurþórsson, Dalseli 12, Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.