Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1994, Síða 11
MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 1994
11
Fréttir
Loðnuveiðin:
Hólmaborgin kom-
in með tæplega 40
þúsund tonn
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii;
Hólmaborgin frá Eskifiröi er lang-
aflahæsti báturinn á loðnuvertíö-
inni, hefur fengið tæplega 40 þúsund
tonn. Skipveijar á Hólmaborginni
hafa svo sannarlega haldið sig að
verki því þeir voru aflahæstir á sum-
ar- og haustvertíð með 27.500 tonn
og Hólmaborgin er eina skipið sem
er komið með yfir 10 þúsund tonn á
vetrarvertíð. Heildarafli bátsins á
vertíðinni var i fyrrakvöld 38.566
tonn og skipið átti þá eftir tæplega
12 þúsund tonn af kvóta sínum.
Heildaraflinn á vertíðinni frá því
veiðar hófust sl. sumar er nú rétt
tæplega 700 þúsund tonn en útgefinn
kvóti er 975 þúsund tonn, auk um 100
þúsund tonna af óveiddum kvóta er-
lendra skipa. Þótt mokveiði sé á miö-
unum þessa dagana telja menn óvist
að takist að veiða allan kvótann og
veldur því fyrst og fremst takmarkað
þróarrými í landi sem verður til þess
að skipin eyöa langmestum tíma í
siglingar með aflann hringinn í
kringum landið.
Reiknað er með að loðnufrystingu
ljúki núna fyrir helgina og að þá
verði búið að frysta um 16 þúsund
tonn sem er mun meira en fryst hef-
ur veriö áður og um 6 þúsund tonn
umfram það sem samið hefur veriö
um sölu á.
í fyrrakvöld Var afli Hólmaborgar-
innar 38.566 tonn og næstu bátar
voru Sigurður frá Vestmannaeyjum
með 32.957 tonn, Víkingur, Akranesi,
með 32.335 tonn, Börkur, Neskaup-
stað með 32.062 tonn, Jón Kjartans-
son, Neskaupstað, með 29.868 tonn
og Júpiter, Þórshöfn, með 29.672
tonn.
Siglufjörður er enn langhæsti lönd-
unarstaður á vertíðinni, en frá ára-
mótum hefur mest borist til Eski-
íjarðar, eða 33.930 tonn, til Seyðis-
fjarðar 33.798 tonn, til Vestmanna-
eyja 23.575 tonn, til Neskaupstaðar
22.070 tonn, til Raufarhafnar 16.210
tonn og til Reyðarfjarðar 16.188 tonn.
38.5661 - á loðnuvertíð -
32.957 32.335 32.062
29.868 29.672
™1
Hæstu löndunarstaðir
33.9301 33.798 ~ á loönuvertíö -
ptoj
Akureyri:
Fundur um atvinnu-
ástandið í Sjallanum
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Atvinnuástandið á Akureyri, svör
við vandanum og leiðir til að auka
atvinnu, eru viðfangsefni almenns
fundar um atvinnumál í Sjallanum á
Akureyri í kvöld.
Atvinnuástandið á Akureyri er það
versta á landinu í dag, atvinnuleysi
hátt í 10% og atvinnulausum fer
fjölgandi frekar en hitt. Á fundinum
í Sjallanum, sem hefst kl. 20.30, flytja
framsöguerindi Sigurður J. Sigurðs-
son bæjarfulltrúi, Sighvatur Björg-
vinsson iðnaðarráðherra, Halldór
Blöndal landbúnaðar- og samgöngu-
ráðherra, Bjöm Snæbjömsson,
formaöur Verkalýðsfélagsins Ein-
ingar, og Ásgeir Magnússon, fram-
kvæmdastjóri Iönþróunarfélags
Eyjafjarðar.
Að loknum framsöguerindum geta
fundarmenn tekið til páls og flutt
stuttar ræður eða fyrirspumir. Út-
varpað verður frá fundinum í svæð-
isútvarpi Norðurlands.
4
BÓNUS
Askriftar-
getraun DV
gefur skil-
vísum áskrif-
endum, nýjum
og núverandi, möguleika á
óvenjulega hagkvæmum
vinningum að þessu sinni enda
eru vinningarnir hið besta
búsílag. Hvorki meira né
minna en sex körfur í
mánuöi, fullar af heimilisvör-
um að eigin vali, aö verðmæti
30.000 krónur hver. Febrúar-
körfurnar koma frá verslunum
Bónuss og verða þær dregnar
út föstudaginn 4. mars.
DV styður ávallt dyggilega við
bakið á neytendum með
stöðugri umfjöllun um
neytendamál enda er DV
lifandi og skarpskyggn fjölmiðill
jafnt á þeim vettvangi sem
öðrum. Daglega flytur DV
lesendum sínum nýjustu
fréttir innanlands og utan. í
aukablööunum eru einstök
málefni krufin til mergjar og
smáauglýsingar DV eru
löngu orðnar landsmönnum
hreint ómissandi. Það er allt að
vinna með áskrift að DV.
DV hagkvæmt blað.
63 27 00