Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1994, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1994, Page 14
14 LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 1994 Otgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjórkog útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KBISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla. áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Úlfurinn er enn á ferð „Úlfur, úlfur“ er hrópaö í annað sinn á skömmum tíma á Vestflöröum. Fyrir þremur mánuöum sögöu nokkrir framámenn VestQarða, aö ríkisstjómin og Landsbankinn væru aö drepa Vestfiröi. Þeir létu Byggðastofnun heimta, aö útvegaðar yröu 300 milljómr króna í sárabætur. Þá kom þó í ljós viö skoðun, aö atvinnuástand var betra á Vestfjörðum en í öörum landshlutum. Atvinnu- tekjur á mann voru meiri þar en annars staöar og at- vinnuleysi miklu minna. Sums staðar vestra var meira aö segja notað erlent farandverkafólk til aö magna veltu. Nú er aftur hrópað „Úlfur, úlfur“ á Vestfjörðum og meira aö segja með auknum þunga. Innihaldiö að baki neyðarópsins viröist aö þessu sinni vera þetta: „Við höf- um farið svo óvarlega með þorskkvótann okkar, aö þaö þarf aö verðlauna okkur meö auknum þorskkvóta.“ Enn þann dag í dag er atvinna meiri á Vestíjörðum en annars staöar og tekjur fólks meiri. En á Vestflörðum breiöist út ótti um, aö þessu góöæri fari að hnna, því aö of mikil sókn á fyrri hluta kvótatímabilsins muni leiða til, að leggja þurfi fiskiskipum á síðari hlutanum. Krafan um aukinn kvóta á sér hljómgrunn í kenning- um um, aö fiskifræði nútímans sé ónákvæm fræðigrein. Bent hefur veriö á, aö hugsanlegt sé, aö ýmis ómæld atr- iöi hafi jafn mikil eða meiri áhrif á viðgang fiskistofna en þau atriði, sem Hafrannsóknastofnunin hefur mælt. Ymsir aöilar og þar á meðal fræöimenn hafa bent á samræmi milli viðgangs íslenzkra fiskistofna og ýmissa atriða á borö við breytilegar vindáttir hér viö land eöa þá aðstæður viö Jan Mayen eöa í Barentshafi. Aðrir hafa bent á misræmi árgangsstærða og nýhöunar. Skammt er frá slíkum efasemdum yfir í fuhyrðingar um, að þaö, sem gæti staðizt, hljóti aö standast. Þannig var einu sinni reiknað út samræmi milh vegalengda í göngum píramídans mikla og veraldarsögunnar og búin til fræðigrein, sem köhuö hefur veriö píramídafræði. Reiknilíkön Hafrannsóknastofnunar gefa án efa tak- markaða mynd, sem þarf aö víkka og bæta eftir því sem rannsóknatækni eykst. Hitt er vafasamt aö hafna þessum reiknilíkönum á grundvelh hugarfars píramídafræöinn- ar, jafnvel þótt um rökstuddar getgátur sé að ræöa. Alveg eins og skammt er frá rökstuddum getgátum yfir í kenningakerfi, þá er skammt frá kenningakerfum yfir í óskhyggju. Sérstaklega er þetta hættuleg braut, þegar hagsmunaaðilar telja henta sér aö grípa til ósk- hyggju, sem byggist á hinum rökstuddu getgátum. Niðurstaðan er ahtaf sú sama. Því er haldið fram, aö óhætt sé aö veiða meira en kvótanum nemur. Því er aldr- ei haldiö fram, aö veiða eigi minna en kvótanum nemur. Þetta byggist auövitaö á samtvinnun hagsmuna og ósk- hyggju, sem hvhir á grunni rökstuddra getgátna. Einn stór galh er við þá stefnu, að veiöa megi meira en sem kvótanum nemur. Gahinn er, aö ekki verður aft- ur snúiö. Ef hin gagnrýndu reiknilíkön reynast hafa ver- iö betri en engin, er of seint aö byggja stofnana upp aö nýju. Þeir eru horfnir eins og norsk-íslenzka síldin. Viö höfum víti að varast á þessu sviði. Færeyingar gátu ekki sætt sig við aflatakmörkun á borö viö kvóta- kerfi. Þeir töldu, aö meiri fiskur væri í sjónum en fiski- fræðingar héldu fram. Þeir leyföu óskhyggju aö ráöa ferð- inni og glötuðu snögglega efnahagslegu sjálfstæði sínu. Þótt tekiö. sé tilht til efasemda um ghdi fiskifræöa, er á þessu stigi ekki nein ástæða th að taka þá áhættu að leyfa meiri afla viö Vestfiröi en sem nemur kvótanum. Jónas Kristjánsson Gagnnjósnari gengur í lið með gagnaðila Gagnnjósnadeildir eru viö- kvæmustu angar leyniþjónusta. Þar starfa menn aö því að koma í veg fyrir að keppinautamir geti laumað sínum útsendurum inn í kerfið og afstýra að eigin útsendar- ar ánetjist öðrum njósnahreiðrum. Á þessu sviði gerast flækjur njósnastarfseminnar einna þéttast reyrðar. Af þessu leiðir að einhver mesti hvalreki á fjörur leyniþjónustu er að fá á sitt band hátt settan starfs- mann úr gagnnjósnadeild helsta keppinautar. Þar meö er fenginn besti hugsanlegi lykill að því að afhjúpa þá. í eigin röðum sem kunna að bera kápuna á báðum öxlum og koma upp um njósnara á öðrum stöðum. Mál bandaríska leyniþjónustu- mannsins Aldrich Ámes vekur slíkt uppnám og raun ber vitni öðr- um þræði vegna þess hvert starf hann haíði á höndum fyrir leyni- þjónustuna CIA í höfuðstöðviun hennar í Langley skammt frá Was- ' hington. Frá 1984 var hann lengst af yfirmaður þeirrar greinar gagnnjósnadeildarinnar sem hafði umsjón með njósnastarfseminni í Sovétríkjunum og síðar Rússlandi og vernd þess kerfis fyrir sovésku leyniþjónustunni KGB og rúss- neskum arftaka hennar. Blaðafréttir herma að bandaríska alríkislögreglan FBI telji að Ames hafi komið upp um tug njósnara CIA við KGB og hafi tveir þeirra verið líflátnir, annar foringi í gagnnjósnadeild sovésku leyni- þjónustunnar sem gengið hafði í þjónustu CIA. Þar að auki er tahð að þessar handtökur í Moskvu hafi orðið til að aörir njósnarar CIA þar um slóðir hafi gert sér grein fyrir hættunni og shtið sambandi við bandarísku leyniþjónustuna af sjálfsdáðum. Alríkislögreglumenn leiða Aldrich Ames frá dómshúsinu i Alexandria, útborg Washington, þar sem þau hjón voru úrskurðuð í varðhald. Simamynd Reuter Erlend tídindi Magnús Torfi Ólafsson Hér má segja að orðið hafi kaup kaups. Bandarískur gagnnjósnari sem gengur á mála hjá KGB kemur upp um sovéskan gagnnjósnara sem hafði ráöið sig hjá CLA. Helsti munurinn er að Ames á ekki á hættu að verða leiddur fyrir af- tökusveit, heldur má búast við ævhangri fangavist. En þá er komið að hinni ástæð- unni fyrir fjaðrafokinu sem orðið hefur vestan hafs út af handtöku Ames og sakargiftum á hendur honum. í sakleysislegum heims- veldishugsunarhætti sínum sér bandaríski meðalmaðurinn ekkert athugavert viö að bandarískar leyniþjónustur njósni um alla heimsbyggðina en veröur óður og uppvægur þegar uppvíst verður að önnur ríki nota sínar leyniþjón- ustur til að beita Bandaríkin sömu brögðum. Þetta er undirrótin að háværum kröfum á þingi, í fjölmiðlum og stjórnkerfi Bandaríkjanna um að Rússlandsstjórn verði beitt refsiað- gerðum, svo sem missi bandarískra fjárframlaga sem heitið hefur ver- ið, nema hún sýni iðrunarvott fyrir það sem gerst hefur og lofi helst bót og betrun. Rússar láta sér fátt um finnast, benda á að njósnir hafi viðgengist frá því sögur hófust og fregnir af afleiðingum uppljóstrana Ames í Sovétrikjunum sýni best hvað CIA hafi hafst þar aö. Fræöimenn um leyniþjónustustarfsemi bæta svo við að hlutverk hennar hafi breyst verulega við lok kalda stríðsins. Nú séu hernaðamjósnir ekki leng- ur í fyrirrúmi, eftir aö bein tengsl og skipti á upplýsingum em komin á með yfirherráðum kjamaveld- anna. Það sem sóst sé eftir öðm fremur á líðandi stund sé tækni- vitneskja og framleiðsluleyndar- mál hátæknhönaðar í örri þróun. Rétt áður en mál Ames varð upp- skátt var skýrt frá því í fréttum í Bandaríkjunum að nokkrum þing- mönnum í Washington heíði enn einu sinni mistekist að fá leynd svipt af fiárveitingum til leyniþjón- ustustarfsemi í fiárlagafmmvarp- inu sem nú er fyrir Bandaríkja- þingi. Þessar fiárveitingar eru enn sem fyrr duldar á ólíklegustu stöö- um. Fréttinni fylgir að bandarísku njósnaútgjöldin muni að því best veröur vitað nema yfir 20 mihjörð- um dohara. Og stærstur hluti þeirrar fiárhæðar rennur ekki til CIA. Mun dýrara í rekstri er hler- unarkerfið NSA (National Security Agency) sem hlerar og reynir að ráða fiarskipti um ahan hnöttinn. Lengi vel var reynt að leyna sjálfri thveru NSA og vofði saksókn fyrir brot gegn þjóðaröryggi yfir fiölm- iðh sem nefndi það nafn. Stöðin Rockville ofan við Sand- gerði, sem nú mun eiga að leggja niöur, virðist vera möskvi í neti NSA. Magnús Torfi Ólafsson Skoðanir annarra Óttinn við glundroðann „Eitthvaö er bogið við rökhugsun grísku ríkis- stjómarinnar. Hún segist óttast glundroða á Balkan- skaga. Hún setur síðan viðskiptabann á litla ná- grannann sinn í norðri, Makedóníu, og eykur þar með hættuna á að glundroöinn á Balkanskaganum breiðist út. Makedóníumenn hafa barist fyrir upp- byggingu nýs efnahagskerfis frá því þeir sögðu skh- ið við fyrrum Júgóslavíu og lagt ofurkapp á aö halda friðinn milh slavneska meirihlutans og íslamska minnihlutans. Þeim hefur orðið nokkuð ágengt en aðgerðir Grikkja gætu kollvarpað öhu.“ Ur leiðara International Herald Tribune 23. febrúar. Dýrkeyptur friður „Ahar líkur em á að friður sé í sjónmáh, já, frið- ur í Bosníu og fyrrum Júgóslavíu! En það verður hthl friður, aht að því skammarlegur friður, mjög dýrkeyptur friður, sannarlega ekki friöur þar sem réttlætið sigrar. AlUr eru nú reiðubúnir að Uta fram- hjá stærri grundvaharmálefnum fyrir þennan Utla friö. En vonandiforða þeir okkur frá fagnaðarhróp- um um diplómatiskan og hernaðarlegan sigur. Það yrði einfaldlega óbærilegt." Serge July, Libération, París. Gömlu leikirnir „Það er hugsanlegt að einhver hluti skrifræðisins innan KGB sé enn fullur vhja og getu til að leika gömlu leikina. Það er ekki síður hugsanlegt að Rúss- ar stundi njósnir af sömu ástæðum og aðrar þjóðir, þar á meöal Bandaríkjamenn: th þess að atburðir sem varða hagsmuni þeirra komi þeim ekki á óvart. Iðnaðarnjósnir koma einnig augljóslega að gagni fyrir þjóð sem er jafn aftarlega á merinni tæknilega séð og Rússar era. Úr leiðara Washington Post 24. febrúar. I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.