Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1994, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1994, Page 18
18 LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 1994 Dagur í lífl Páls Óskars Hjálmtýssonar tónlistarmanns: í leit að draumarúminu ur tekið með sér hvert á land sem er, og svo erum við eiginlega alveg búnir að ákveða litina á veggjunum og gólfteppunum. Bingó. Eftir svona árangursríka en þó þymum stráða bæjarferð urðu manneskjumar tvær sem hana fóm að verðlauna sig með að kýla sig út af hnausþykkum mjólkursjeik og leið líka yndislega eftir á. Þetta er eiginlega það skemmtilegasta sem ég geri, að láta allt megrunarhjal sem vind um eyru þjóta og hreinlega éta og éta þangaö til ég neyðist til að jórtra kortérsgamla fæðuna sem get- ur ekki blandað geði við frönsku kartöflumar og núðlurnar í einum og sama maganum. Með varadekkin í lauginni Ég skutla Maríusi í söngtíma og dirfist svo að láta sjá mig í Vestur- bæjarlauginni með varadekkin út í loftiö eftir allt átið yfir daginn. Ég hreinlega varð að kíkja á íbúðina á eftir, svona rétt til þess að fullvissa mig um að við hefðum ákveðið rétta hti á teppin og svo tekur alvara lífs- ins við. Eg átti að sprella smá í Versló um kvöldið og það gekk vonum fram- ar. Af einhverjum orsökum fann ég fyrir einhverju stressi í þetta sinnið en það gerist nær aldrei. En það þýddi bara að ég var með athyglina í lagi og skemmtunin tókst bara bet- ur fyrir vikið. Svo pillaði ég mig heim. Eftir skemmtanir finnst mér „dagurinn" loksins vera búinn og ÉG get tekið við. Gert bara það sem mér sýnist. Þess vegna vaki ég kannski alltaf svona lengi fram eftir. Sit bara og hlusta á músík eða horfi á ógeðs- legar videomyndir sem fást ekki nema með einhverjum absúrd leið- um, eða kjafta bara. Það tekur langan tíma og ég sofna ekkert fyrr en milli 4 og 5. Það er ekki seinna vænna því síminn hringir eftir smástund. En þið heppin. Dagurinn í gær varð einmitt hálfgerður þverskurður af mínu lífi, ári gríns. Svona líður næst- um hver einasti dagur hjá mér, með nokkrum safaríkum undantekning- um þó. (Það skal tekið fram að DV bað mig um að segja frá VIRKUM degi í lífi mínu, þannig að hér verður ekki sagt frá óþarfa upptroðslum eða öðru helgarvaggi.) Þetta byrjar alltaf á því að ég er vakinn upp við ómþýða símhringingu, oftar en ekki af ein- hverri kolóðri manneskju sem hrein- lega verður að ná í mig klukkan 10.14 vegna einhverrar góðgerðarsam- komu sem fara á fram tveim vikum seinna. Þá er ég búinn að sofa í 6-6 tíma því ég er nátthrafn af guðs náð og fhinst voða gott að dúlla mér við hitt og þetta þar til sólin sést. Ég stend því oftast í hörku samn- ingaviðræðum, nývaknaður og ferskur eins og glæný ýsa og jarma mína hlið á máiinu af svo miklum þokka að viðmælandann grunar það aldrei að ég lít út eins og sveskja sem einhver steig á. Viðmælandinn er oftar en ekki einhver unglingur sem vill endilega sjá mig sprella í ein- hverri félagsmiðstöðinni eða á menntaskólaballi og það er bara allt í lagi. Þ.e.a.s. ef ég hef tíma. Ég syng nefnilega líka með Milljónamæring- unum, (þið vitið, hinni upprunalegu hljómsveit Bogomils Fonts) og kúnst- in er að samræma þessi tvö stóru djobb, mig og þá. Er aðflytja með Maríusi Svo bara fer ég í bæinn. Panta mér ljósatíma, (sem ég kem alltaf of seint í), fæ mér að borða í Núðluhúsinu við Vitastíg (algjört æði) og svo hitti ég Maríus. Við erum að flytja þessa dagana og við viljum hafa íbúðina eins glamúrus og frekast er unnt. Þannig að við megum engan tíma missa og brunum á nýju drossívmni minni húsgagnaverslananna á milli og spáum og spáum eins og tvær völvur í áramótapartíi. Fólkið í mál- arabúðunum á Grensásvegi er farið aö kannast við okkur og við fílum það líka í botn. Ég þarf persónulega að fjárfesta í hinum ýmsu innanstokksmunum fyrir íbúðina, og framtíðina, og fann í þessari bæjarferð alveg geggjað rúm í IKEA sem ég hreinlega verð að splæsa í þegar pyngjan nennir. Maríus fann fataskáp, sem hann get- Páll Oskar i draumariiminu sem hann fann í Ikea. Finnur þú fimm breytingai? 246 Þú getur ekki ímyndað þér hve ég nýt friðarins og kyrrðarinnar hér uppi! Nafn:...... Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáö kemur í ljós aö á mynd- inni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegaranna. 1. verðlaun: Rummikub-spiiið, eitt vinsælasta fjölskylduspil í heimi. Það er þroskandi, skerpir athyglisgáfu og þjálfar huga- reikning. 2. verðlaun: Fimm Úrvalsbækur. Bækumar, sem eru í verðlaun, heita: Mömmudrengur, Þrumu- hjarta, Blóðrúnir, Hetja og Banvæn þrá. Bækumar em gefnar út af Frjálsri fjölmiðlun. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 245 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík Vinningshafar fyrir tvö hundr- uð fertugustu og fjórðu get- raun reyndust vera: 1. Sumarliði Póll, Drangavöllum 2,230 Keflavík. 2. Ásthildur Thorsteinsson, Hurðarbaki, 320 Reykholt. Vinningamir verða sendir heim. Heimilisfang:................................................

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.